Fréttablaðið - 07.04.2008, Blaðsíða 48
20 7. apríl 2008 MÁNUDAGUR
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
Flýttu þér, Bjarni!
Gerðu það sem þú
þarft að gera!
Bráðum vor!
Trallalalalala...
Hvernig geta tvær mann-
eskjur búið í mismunandi
tímabeltum í sama húsi?
Ef ég er þá
vaknaður.
Við sjáumst
þegar ég er
búinn að
vinna.
Góða
nótt,
pabbi.
Daginn,
Palli.
Hjálpið
mér!
Halli, þegar þú hættir
með mér af því að
þú vildir breyta lífi
þínu átti ég ekki von
á þessu!
Maaaaaaaal
Ja hérna
hér!
Mjási! Þú ert með
lítinn bleikan sokk í
munninum! Ég vissi að ég
var glaður út af
einhverju.
Þú virðist ringl-
uð, Jóna... Get ég
hjálpað þér?
Getur þú sagt
mér hver
Hannes er,
eða á ég að
velja eitthvað
sjónvarpsefni?
„Hvernig var flugið?“ Það
er svo gott sem óhjá-
kvæmilegt að svara þess-
ari spurningu þegar maður
kemur úr utanlandsferð.
Minna máli virðist skipta
hvar maður dvaldi eða hvað
maður tók sér þar fyrir hendur;
flugferðin varpar skugga sínum á
allt sem á eftir henni kemur.
Þessi áhugi vina og vandamanna
á flugferðum er dálítið dularfullur
þegar tillit er tekið til þess að flug
er almennt nokkuð tíðindalaust.
Strætóferð er líklegri til þess að ala
af sér áhugaverðar sögur en flug
þar sem meira frelsi ríkir allajafna
í strætó; í flugvél stika flugfreyjur
um gangana og sjá um að kæfa
niður alla óvenjulega hegðun. Sem
er reyndar ágætt enda fátt jafn
þreytandi og fólk sem lætur á sér
bera, sérlega í litlum, lokuðum
rýmum.
Flug á sér svo sem sínar áhuga-
verðu hliðar; gaman er að velta
fyrir sér flugvélamáltíðum og
framboði á skemmtiefni í flugi og
einnig er hægt að skeggræða mun-
inn á dýrum og ódýrum flugfélög-
um, enda er næsta víst að flestir
hafa myndað sér skoðun á þessum
málum. Ljóst er að hópur áhuga-
fólks um flugvélamat er stærri en
mann óraði fyrir ef marka má við-
brögðin við umræðuefninu.
En í flestum tilfellum er áhugi
fólks á flugferðum sprottinn af
sama meiði og áhugi fólks á teygju-
stökki, hákarlasundi og öðrum
áhugamálum sem heyra undir
„sloppið naumlega“ geirann. Það er
fátt jafn krassandi og að spá í dauð-
leikann og í hugmyndabanka
almennings eru fáir dauðdagar jafn
svakalegir og sá að farast í hrap-
andi flugvél. Því spyr fólk mann
jafnan titrandi röddu út í ókyrrð í
flugtaki og vill gjarnan fá að
smjatta á smáatriðum þess hvernig
flugfreyjurnar og aðrir farþegar
brugðust við loftgötum og öðrum
óþægindum. Ógnvekjandi aðstæð-
ur og eigin dauðleiki eru einfald-
lega meira krassandi en sögur af
merkum kennileitum í framandi
borgum. Því þarf engan að undra
að viðmælendur missi áhugann á
ferðasögunni þegar búið er að ræða
flugtak og lendingu.
STUÐ MILLI STRÍÐA Hvernig var flugið?
VIGDÍS ÞORMÓÐSDÓTTIR VILL GJARNAN RÆÐA FERÐINA FREKAR EN FLUGIÐ