Fréttablaðið - 07.04.2008, Blaðsíða 30
7. APRÍL 2008 MÁNUDAGUR8 ● fréttablaðið ● híbýli - baðherbergi
Baðherbergið á heimili sjón-
varpskonunnar Ásdísar Olsen
er upprunalegt og sjarme-
randi.
Baðherbergið, sem er uppruna-
legt, er hannað af Stefáni Snæ-
björnssyni sem byggði hús Ás-
dísar í kringum 1970. Tækin eru
blá og harla óvenjuleg. Baðið er
niðurgrafið og flísalagt í hólf og
gólf.
„Það er svo stórt að dóttir mín
og dótturdóttir, sem eru jafn
gamlar, nota það fyrir sundlaug
og leika sér þar tímunum saman,“
segir Ádís, sem vakið hefur at-
hygli að undanförnu fyrir þátta-
stjórn í Mér finnst ásamt Kol finnu
Baldvinsdóttur á sjónvarpsstöð-
inni ÍNN.
Aðspurð segist Ásdís elska
kraftmiklar sturtur. „Ég hafði
meira að segja fyrir því að kaupa
mér sturtuhaus í Bandaríkjunum
en í honum er ekkert sparnaðar-
element sem takmarkar vatns-
flæðið,“ segir hún. Í baðinu eru
fjórir veggfastir sturtuhausar og
ein handsturta.
Ásdís segist treysta mest á
vatnið og notar því lítið af sápu eða
aðrar snyrtivörur. „Ég nota engar
sápur á börnin mín en set smáveg-
is sjampó í hárið á mér. Annars
kaupi ég allar mínar snyrtivörur
í heilsubúðum þar sem ég kaupi í
matinn. Húðin er stærsta líffæri
líkamans og ég reyni sem minnst
að eitra fyrir mér og mínum með
utanaðkomandi efnum,“ útskýr-
ir hún.
Borðið undir baðvaskinum er
hluti af gömlu eldhúsinnrétting-
unni og sagaði Ásdís gat fyrir
vaskinn.
Fyrir ofan er voldugur spegill
sem Ásdís keypti þegar hún var
við nám í Bandaríkjunum. „Það er
því ekkert mikið verið að spreða,
en mér finnst þetta koma vel út,“
segir hún.
Ásdís segir loks bláu skolskál-
ina, sem er í sama stíl og önnur
tæki á baðherberginu, einungis
notaða til skemmtunar en dóttur-
dóttir hennar og heimilishundur-
inn Prins hafa mikið reynt að ná
bununni sem kemur upp úr skál-
inni.
„Það eru ófáar stundirnar sem
við höfum hlegið að þeim við þá
iðju,“ segir Ásdís og hlær.
- ve
Bunur úr öllum áttum
Baðið er sérlega stórt og þar fara börnin
á heimilinu í sund.
Ásdís Olsen með dætrum sínum þeim Brynhildi og Álfheiði og hundinum Prins. Fyrir aftan má sjá spegil sem Ásdís keypti þegar
hún var við nám í Bandaríkjunum fyrir um fimmtán árum.
Innréttingin, sem er úr organ pile-viði,
var upphaflega í eldhúsinu.
Bunurnar koma úr öllum áttum en fjórir
sams konar hausar eru í baðinu.
Handklæðastatíf og hengi
geta sett sett framúr-
stefnulegan stíl á baðher-
bergið. Einföld svört stat-
íf sem standa á gólfi eru
stílhrein geymsla fyrir
handklæði. Þau eru fram-
leidd undir merkjum Arm-
ani Casa. Hins vegar eru
hankar hins sænska Jónas-
ar Lindvall til í mörgum
litum og útfærslum og
setja fjörlegan svip á bað-
herbergið.
Hengi fyrir handklæðin
Hankarnir hans
Jónasar Lindvall
eru eru til í hvítu,
svörtu, gráu, bláu og
appel sínugulu.
Þessi frumlega
handklæðagrind er
frá Armani Casa.
Þ orsteinn Guðmundsson leikari er þekktur fyrir mikinn húmor og kemur
sífellt á óvart. Þessa dagana er mikið að
gera hjá leikaranum þar sem hann vinn-
ur nú að nýjum þætti sem ber heitið Sval-
barði. Hann segir því gott að leggjast í
heitt bað eftir vinnutörn, slaka á og hvíla
lúin bein. Þá þykir honum afskaplega ró-
andi að hlusta á vatnsrennslið í klósettinu
og sturtar að eigin sögn reglulega niður
í klósettinu meðan hann lætur fara vel um
sig í baði. Ástæðuna segir hann einfaldlega
þá að vatnsrennsli hafi róandi áhrif á fólk.
Þar að auki kenni Feng Shui-fræði mönn-
um að hafa rennandi vatn í til dæmis litl-
um brunnum, inni á heimilum sínum. Vatns-
rennslið uppfylli þá kröfu.
Rennandi vatn
er róandi
Þorsteini finnst gott að slappa af í baði eftir vinnutörn. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
Litlu hlutirnir sem við skreytum baðherbergið okkar með geta haft
mikil áhrif á þann stíl og þá stemningu sem við viljum ná fram. Að
skipta um spegil eða setja blóm inn á bað getur breytt miklu og með
því að hafa litlu smáhlutina í stíl er hægt að koma fallegum heildar-
svip á herbergið. Oft þarf ekki mikið til að breyta um stíl.
Margt smátt gerir eitt
stórt á baðherberginu
Þessi fallega mósaíkskál fæst í The Pier í
Kópavogi. Í henni er ilmkerti sem gaman
er að kveikja á til að framkalla notalega
stemningu inni á baðherbergi. Hún kostar
1.690 krónur og fæst í fleiri litum.
Með því að hafa tannburstaglasið
og sápupumpuna í stíl má breyta
miklu á baðherberginu. Lítil hilla
sem þessi getur einnig gert margt,
hvort sem hún stendur eða hangir á
vegg. Allt þetta fæst í Tekk Company.
Svarta sápupumpan kostar 2.500
krónur og glasið 1.350 krónur. Gráa
pumpan er á 3.700 krónur og glasið í
stíl 1.950. Hillan kostar 5.250 krónur.
Fallegt ilmkerti
í fallegum vasa
setur stílinn og
stemninguna.
Þetta kerti fæst í
The Pier og kostar
1.490 krónur. Vasinn er úr
endurunnu gleri og kostar
990 krónur.
Þetta litla bretti má nota á marga
vegu. Gott er að leggja blautar
sápur á það þegar legið er í
baðkarinu, svo má reisa það
upp og nota undir lítil
handklæði. Það fæst í
Tekk Company og
kostar 1.050
krónur.
Jónas
Lindvall
er einn af
þekktustu
hönnuðum
Svía.
Ásdís kaupir allar sínar snyrtivörur í
heilsubúðum.
FRÉTTA
BLA
Ð
IÐ
/A
RN
ÞÓ
R