Fréttablaðið - 07.04.2008, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 07.04.2008, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 7. apríl 2008 T B W A \R E Y K JA V ÍK \ S ÍA AKRANES Heildarhagnaður Verka- lýðsfélags Akraness var rétt tæpar 80 milljónir á síðasta ári, þar af er 24 milljóna króna hagn- aður af félagssjóði. Þegar ný stjórn tók við árið 2003 nam tap á rekstri félagssjóðs tæpum tveim- ur milljónum eftir því sem fram kemur á vef félagsins. Félagsmönnum Verkalýðsfé- lags Akraness fjölgaði gríðarlega á síðasta ári eða sem nemur 700 félagsmönnum. „Endurspeglast þessi fjölgun af hinu góða atvinnuástandi sem verið hefur á okkar félagssvæði og hinni miklu jákvæðu uppbygg- ingu sem orðið hefur á Grundar- tangasvæðinu,“ segir á vefnum. - ghs Verkalýðsfélag Akraness: 80 milljónir í hagnað í fyrra FÉLAGSMÖNNUM FJÖLGAÐI Félags- mönnum Verkalýðsfélags Akraness fjölg- aði um 700 í fyrra. Hér sést formaðurinn Vilhjálmur Birgisson. Ók of hratt á Reykjanesbraut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók ökumann fyrir hraðakstur á Reykja- nesbraut aðfaranótt laugardagsins. Ók maðurinn á 131 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 80 kílómetr- ar á klukkustund. Má hann búast við 80 þúsund króna sekt. Hraðakstur við Kambabrún Lögreglan á Selfossi tók ökumann fyrir hraðakstur á Suðurlandsvegi í Kömbum ofan við Hveragerði skömmu fyrir hádegi á laugardaginn. Mældist bifreið mannsins á 130 kíló- metra hraða á klukkustund þar sem 90 er hámarkshraði. Má maðurinn búast við 90 þúsund króna sekt. LÖGREGLUFRÉTTIR LANDSBYGGÐARMÁL Atvinnuleysi hefur dregist saman á Vestfjörðum á síðustu vikum. Fyrir tveimur vikum voru 28 skráðir atvinnulausir en á vef Vinnumála- stofnunar mátti sjá í gær að þeir voru aðeins 17. „Ég hef orðið var við að það er verið að auglýsa eftir fólki hérna, það vantar fólk til vinnu,“ segir Hall- dór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. „Ég verð einnig var við það að fólk leitar til okkar eftir ódýrara húsnæði og vinnu nú þegar harðnar á dalnum í efnahagslífinu,“ bætir hann við. Ásdís Leifsdóttir, sveitarstjóri Strandabyggðar, tekur í sama streng. „Heimamenn hafa verið að búa sér til störf og svo hafa verið flutt störf hingað vest- ur,“ segir hún. „Svo hugsum við okkur gott til glóðar- innar á næsta ári þegar slitlag verður komið á alla leið- ina til Reykjavíkur, þá mun það taka aðeins um tvo og hálfan tíma að aka þessa leið. Þá tel ég að margir kjósi að búa hér í hæfilegri fjarlægð frá borginni.“ - jse Atvinnuleysi dregst saman á Vestfjörðum: Hagur vænkast fyrir vestan HALLDÓR HALLDÓRSSON Nú þegar þrengir að í efnahagslífinu verður bæjarstjórinn fyrir vestan var við frekari áhuga fólks á að flytjast vestur. Atvinnuleysi þar er nú með minnsta móti. ÚTIVIST Íslenskir fjallaleiðsögu- menn hafa gert samning um kaup á Íslenskum ferðamarkaði í Bankastræti fyrir milligöngu Saga Capital. Jafnframt hafa eigendur Íslenskra fjallaleið- sögumanna og Iceland Rovers, Íslandsflakkarar ehf., undirritað samkomulag um sameiningu. Nýtt sameinað fyrirtæki verð- ur rekið undir nafni Íslenskra fjallaleiðsögumanna. Höfuð- stöðvar fyrirtækisins verða á Vagnhöfða 7 í Reykjavík og framkvæmdastjóri verður Elín Sigurveig Sigurðardóttir, núver- andi framkvæmdastjóri Íslenskra fjallaleiðsögumanna. - ghs Breytingar á ferðamarkaði: Útivistarfélög sameinast í eitt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.