Fréttablaðið - 07.04.2008, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 07.04.2008, Blaðsíða 56
28 7. apríl 2008 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is Skagamaðurinn Stefán Þór Þórðarson kom aftur heim til Íslands um helgina eftir að hafa farið í mikla fýluferð til Svíþjóðar. ÍA hafði komist að samkomulagi við Norrköping um að lána Stefán til félagsins út aprílmánuð en ekkert hefur orðið af því að Stefán spilaði. „Ég var búinn að vera úti síðan 20. mars. Þetta er búið að vera ömurlegt. Það átti allt að vera klárt þegar ég fór út en það reyndist ekki raunin. Málið er þannig að í reglunum stendur að það megi skipta um félag þrisvar sinnum en aðeins spila með tveimur félögum sem er nákvæm- lega það sem ég er að gera. FIFA túlkar málið aftur á móti þannig að ÍA sé tvö félög og því mætti ég ekki leika með þeim aftur ef ég spilaði með Norr köp- ing. Þetta skiljum við engan veginn,“ sagði Stefán en hann segir að sænska knattspyrnusambandið hafi bent FIFA á fordæmi fyrir slíku. „Svíarnir bentu á að Henrik Larsson hefði farið til Man. Utd. og komið aftur til baka. Þá fengu enska og sænska sambandið reyndar ávítur en hvað er það? FIFA hefur verið beðið um rökstuðning fyrir þessari túlkun en það berst bara ekkert svar frá alþjóðasambandinu,“ sagði Stefán. Skagamenn og sænska knattspyrnusambandið eru mjög ósátt við að KSÍ hafi farið með málið beint til FIFA í stað þess að afgreiða málið beint á milli sambanda. „Við vonuðumst eftir því að KSÍ og sænska samband- ið leystu málið sín á milli en KSÍ fór til FIFA þar sem menn eru fæddir til þess að búa til vandamál. Í tilfelli Larssons voru það bara samböndin sem komu sér saman um að leysa málið á sinn hátt. Það voru algjör mistök hjá KSÍ að fara með málið til FIFA og við erum mjög fúlir. Í versta falli hefðu samböndin fengið ávítur sem er bara gult spjald. Svo er annað að ef það er glufa til að gera þetta í lögunum, af hverju er FIFA þá ekki búið að breyta reglunum?“ sagði Stefán ósáttur en hann segir Svíana ekki hafa gefist upp. Leysist málið síðan á næstu dögum mun hann fara aftur utan og spila með Norrköping út mánuðinn. SKAGAMAÐURINN STEFÁN ÞÓR ÞÓRÐARSON: KOMINN HEIM AFTUR EFTIR FÝLUFERÐ TIL SVÍÞJÓÐAR Algjör mistök hjá KSÍ að fara með málið til FIFA KÖRFUBOLTI Grindavík tekur á móti Snæfelli í kvöld í fyrsta leik undanúrslitaeinvígis liðanna í Iceland Express-deild karla. Snæ- fellsliðið er örugglega ekki óska- mótherji fyrir Grindavík því það er annað tveggja liða sem Grinda- vík hefur ekki náð að vinna í vetur en hitt er lið Njarðvíkur. Auk þess gekk Hólmurum vel að stöðva fyrirliða Grindavík- ur, Pál Axel Vilbergsson, sem hefur átt frábært tímabil. Páll Axel var með lægsta framlagið á móti Snæfelli í vetur af öllum tólf liðum deildarinnar en gegn Snæfelli skilaði hann „bara“ 11,5 framlagsstigum í leik. Páll Axel skoraði 15,0 stig í leik (23,2 gegn hinum 11), hitti úr 37,9 prósent skota sinna (49,4 pró- sent) og 31,6 prósent þriggja stiga skota sinna (42,5 prósent) í tveim- ur tapleikjum á móti Snæfelli. Nú er að sjá hvort Páll Axel verði búinn að finna leiðir fram hjá Snæfellsvörninni en leikurinn hefst klukkan 20.00 í kvöld í Röst- inni í Grindavík. - óój Grindavík gegn Snæfelli: Snæfellsgrýla hjá Grindavík PÁLL AXEL VILBERGSSON Hefur ekki fundið sig gegn Snæfelli. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN HANDBOLTI Hægri hornamaðurinn Hjörtur Hinriksson yfirgefur herbúðir Fram í sumar og heldur í heimahagana til FH. Hjörtur er uppalinn FH-ingur sem gekk í raðir Fram fyrir tveimur árum. FH vann 1. deildina með miklum yfirburðum í vetur og þetta gamla handbolta- stórveldi ætlar að festa sig í sessi meðal þeirra bestu næsta vetur. - hbg Hjörtur Hinriksson: Aftur í heima- hagana HJÖRTUR HINRIKSSON Spilar með FH á næstu leiktíð. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FRJÁLSAR Blikinn Kári Steinn Karlsson sló um helgina 32 ára gamalt Íslandsmet Sigfúsar Jónssonar úr ÍR í 10 þúsund metra hlaupi. Gamla metið var 30:10,0 mínútur en Kári Steinn hljóp á 29:28,05 mínútum en metið setti hann á frjálsíþróttamóti sem fram fór í Kaliforníu í Bandaríkj- unum. - hbg Kári Steinn Karlsson: Sló 32 ára gam- alt Íslandsmet > Slakur dagur hjá Birgi Leifi Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson náði ekki að fylgja eftir frábærum þriðja hring á Estorial-mótinu í Portúgal í gær. Birgir lék á 77 höggum í gær eða sex höggum yfir pari en hann byrjaði daginn á átta höggum undir pari. Birgir Leifur féll um 40 sæti á lokadeginum og endaði í 60.-66. sæti. Fyrri níu holurnar í gær fór Birgir á 37 höggum en slæm sjötta hola sem hann fór á þreföldum skolla kostaði sitt. HANDBOLTI Ótrúlegu tímabili GUIF lauk í gær þegar meistarar Hammarby slógu liðið út úr úrslitakeppninni með eins marks sigri í oddaleik. Hammarby leiddi 17-11 í hálfleik en GUIF jafnaði 18-18 og var leikurinn æsispennandi allt til enda. GUIF fékk færi á að jafna leikinn í lokin en síðasta skotið var varið. Kristján Andrésson hefur náð ótrúlegum árangri með GUIF og var á dögunum kosinn þjálfari ársins í sænsku deildinni. Liðið er skipað kornungum leikmönnum og enginn átti von á þessum árangri. Með liðinu leikur yngri bróðir Kristjáns, Haukur, en hann lék vel í gær og skoraði fjögur mörk. - hbg Sænski handboltinn: GUIF úr leik SUND Erla Dögg Haraldsdóttir úr ÍRB fór hreint á kostum í Laugar- dalslauginni um helgina á Íslands- meistaramótinu í 50 metra laug. Hún setti fjögur Íslandsmet og náði tveimur Ólympíulágmörk- um. „Ég er verulega ánægð og get ekki neitað því að árangurinn er framar vonum,“ sagði Erla Dögg við Fréttablaðið. „Ég hafði stefnt á að ná Ólympíu- lágmarki í 200 metra fjórsundi en daginn á undan náði ég lágmark- inu í 100 metra bringusundi. Það var mjög óvænt og ég trúði varla hvað hefði gerst. Hugsaði bara: „Ég er kominn til Peking, hvað á ég eiginlega að gera í fjórsund- inu,“ sagði Erla Dögg hlæjandi en hún keppti í fimm greinum og setti Íslandsmet í fjórum þeirra. Hún segir að tilfinningarnar hafi borið sig yfirliði er hún áttaði sig á því að hún væri á leið til Pek- ing í sumar. „Tilfinningin var rosa- lega góð og ég hreinlega grét af gleði og brosti allan hringinn,“ sagði Erla Dögg sem fer í það fljótlega að setja upp æfingaáætl- un fyrir Ólympíuleikana. „Við þurfum að skoða hvaða mót ég eigi að fara á úti enda engin mót hér heima. Ég verð líka að keppa við stelpur sem synda á svipuðum hraða og ég,“ sagði Erla Dögg sem er að útskrifast úr skóla í maí. „Það er allt æðislegt þessa dagana. - hbg Erla Dögg Haraldsdóttir stal senunni á Íslandsmeistaramótinu í 50 metra laug og tryggði sér ferð til Peking: Grét af gleði þegar ég náði Ólympíulágmarkinu ÓLYMPÍUFARI Erla Dögg Haraldsdóttir var eðlilega mjög kát með að hafa náð Ólympíu lágmörkum um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI KÖRFUBOLTI ÍR kom sér í þægilega stöðu er liðið sigraði Keflavík á útivelli í kvöld 87-92 í framlengd- um æsispennandi leik í undan- úrslitum Iceland Express deildar karla í kvöld. Þegar aðeins þrjár mínútur voru liðnar af leiknum þurfti Keflavík að taka leikhlé því staðan var orðin 2-10 fyrir ÍR. Leikhlutinn jafnað- ist svo og leiddi Keflavík eftir þann fyrsta, 18-16. Keflavík komst svo fljótlega í 28-18 en ÍR-ingar jöfnuðu leikinn 28-28 þegar annar leikhluti var rúmlega hálfnaður. Breiðhyltingar létu ekki þar við sitja heldur leiddu í hálfleik 38-42 eftir virkilega skemmtilegan fyrri hálfleik. Þriðji leikhluti hófst einnig með látum og skiptust liðin á að setja niður hvert þriggja stiga skotið á fætur öðru. ÍR-ingar voru ekkert á því að leyfa heimamönnum og stjórna hraðanum og áttu svör við flestum aðgerðum heimamanna. Liðin voru að berjast fyrir hverj- um einasta bolta og ekkert var gefið en þegar þrír leikhlutar voru að baki leiddi ÍR áfram og með tveim stigum, 61-63. Keflavík var ekki lengi að jafna leikinn í lokaleikhlutanum og svo komast yfir í 73-69 þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. Hafi spennan verið mikil fram að þessum tíma þá var hún geðbiluð á þessum lokamínútum. Þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum var staðan 77-73 fyrir Keflavík og ÍR- ingar alls ekki búnir að játa sig sigraða, eiginlega mjög langt frá því. Þegar aðeins 8 sekúndur voru eftir af leiknum var staðan 78-76 fyrir Keflavík og átti ÍR innkast við miðlínuna. Nate Brown gerði sér lítið fyrir og setti niður körfu um leið og lokaflautið gall og tryggði ÍR framlengingu. Það var boðið upp á sömu dram- atíkina og í venjulegum leiktíma í framlengingunni. Keflavík byrj- aði aðeins betur en ÍR tók við keflinu þegar ein og hálf mínúta var eftir af framlengingunni og leiddi 83-85. Þegar þrjátíu sekúndur voru eftir af framlengingunni var stað- an 85-87 fyrir ÍR og voru gestirnir einnig með boltann. Keflavík náði ekki að komast nær ÍR-ingum og sigruðu gestirnir, lönduðu frábær- um sigri, 87-92. Hreggviður Magnússon leik- maður ÍR var að vonum kátur eftir leik en passaði sig á yfirlýsingun- um í þetta sinn. „Maður er auðvitað virkilega sáttur með þennan sigur en hann kom mér í raun ekkert á óvart. Við erum bara með hörkulið sem getur unnið hvaða andstæðing sem er og við hræðumst engan. En staðan er bara 1-0 þannig að ég sleppi yfir- lýsingunum í bili,“ sagði Hregg- viður kampakátur í leikslok. Ekki fékkst viðtal við leikmenn Keflavíkur. - höþ Sleppi yfirlýsingum í bili Hinn yfirlýsingaglaði ÍR-ingur, Hreggviður Magnússon, dró úr yfirlýsingagleð- inni í gær þó svo ÍR hefði lagt Keflavík í æsispennandi og framlengdum leik í Sláturhúsinu í Keflavík. Hreggviður segir ÍR geta unnið hvaða lið sem er. SIGURREIFUR Ómar Sævarsson og félagar hans í ÍR fögnuðu fræknum sigri á Keflavík í Sláturhúsinu í gær. MYND/VÍKURFRÉTTIR KEFLAVÍK-ÍR 87-92 Stig Keflavíkur: Bobby Walker 25 (7 stoðs.), Arnar Freyr Jónsson 18, Anth- ony Susnjara 14 (12 frák.), Magnús Gunnarsson 9, Tommy Johnson 8, Jón Nordal Hafsteinsson 6, Sigurður Þorsteinsson 4, Gunnar Einarsson 3. Stig ÍR: Tahirou Sani 19 (8 frák.), Nate Brown 17 (11 frák.), Hreggviður Magnússon 15 (8 frák.), Sveinbjörn Claessen 11, Ómar Sævarsson 10, Eiríkur Önundarson 9, Steinar Arason 9, Ólafur Jón Sigurðsson 2.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.