Fréttablaðið - 07.04.2008, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 07.04.2008, Blaðsíða 52
24 7. apríl 2008 MÁNUDAGUR folk@frettabladid.is > TÍSKA OG BÍÓ Rihönnu hefur gengið allt í haginn á síðustu misserum. Nú vill hún bæta enn frekar við sig og senda frá sér tískulínu, eins og önnur hver Hollywood-stjarna virð- ist gera þessa dagana. Þar að auki sagði söngkonan nýlega í viðtali að hún hefði áhuga á að reyna fyrir sér í kvikmynda- bransanum, sem er ekki heldur óþekkt í henni Hollywood. Veðbankar fara nú mikinn í spekúleringum um hver verði ofan á í baráttunni um toppsætið í Eurovision í ár. Þeir eru þó mun fleiri sem spá í spilin fyrir átökin í Belgrad í maí, og samtök áhugamanna um Söngvakeppni evrópsku sjón- varpsstöðvanna í álfunni keppast nú við að halda skoðanakannanir hjá sínum liðsmönnum. Alls státa 24 lönd í Evrópu af samtökum sem teljast til OGAE – Organisation Générale des Amateurs de l’Eurovision, en Ísland er ekki í þeirra hópi. Samtökin í hverju landi fyrir sig munu standa fyrir könnun meðal liðsmanna, sem gefa lögum ársins einkunn samkvæmt Eurovision- kerfinu. Hingað til eru það bara Spánn og Belgía sem hafa sent frá sér niðurstöður úr könnunum, og samkvæmt þeim verður það sænska söngkonan Charlotte Perelli sem fer með sigur af hólmi í Belgrad, en hún vann einnig árið 1998 þegar hún skaut Selmu okkar svo naumlega ref fyrir rass. Á hæla hennar fylgir Paolo Meneguzzi fyrir Sviss og í þriðja sæti er Sirusho frá Armeníu. Ísland vermir sem stendur ellefta sætið, með þau fjögur stig sem við fengum í kosningu Spánverja. Samkvæmt esctoday.com var Euro- bandið ekki heldur langt frá því að fá stig frá belgísku aðdáendunum og því allsendis ekki öll von úti enn um hylli leikmanna í Evrópu. Áhugamenn spá Svíþjóð sigri CHARLOTTE PERELLI Áhugamönnum um Eurovision í Evrópu þykir líklegt að hún fari með sigur af hólmi í annað sinn í ár. NORDICPHOTOS/GETTY Hljómsveitirnar B. Sig og Mood spila á Organ á fimmtudagskvöld. Þessar tvær hljómsveitir eiga það sameiginlegt að njóta sín sérstaklega vel á tónleikum þar sem stemning og nálægð við áheyrendur er aðalatriði. Nokkur samhljómur er í nálgun sveitanna á tónlist sinni en segja má að kraftur og einlægni séu aðals- merki beggja. B. Sig gaf út plötuna Good Morning Mr. Evening á síðasta ári sem fékk góða dóma. Mood var lengi vel leiðandi í hinni hógværu íslensku blússenu og spilaði þá mest hefbundinn blús eftir gömlu meistarana. Hljómsveitin hefur undanfarið einbeitt sér að eigin tónlist sem er meira í ætt við rokk. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00 og kostar 1.000 kr inn. Nálægð við áheyrendur B. SIG Bjarki Sigurðsson er forsprakki hljómsveitarinnar B. Sig. Leikararnir Ving Rhames og Bruce Willis, sem léku saman í Pulp Fiction, leiða hesta sína saman á ný í vísindatryllinum The Surrogates. Tökur á myndinni, sem er byggð á myndasögu, hefjast síðar í mánuðinum. Myndin gerist í samfélagi þar sem mannfólk lifir áhættulausu lífi með aðstoð vélmenna sem eru fullkomnar útgáfur af því sjálfu. Rhames leikur náunga sem er ósáttur við vélmennin og hefur upp- reisn gegn þeim. Willis fer aftur á móti með hlutverk lögreglu sem rannsakar morð sem framin hafa verið. Leika saman í vísindatrylli VING RHAMES Leikarinn Ving Rhames leikur á móti Bruce Willis í The Surr- ogates. Leikaraparið Jörundur Ragnarsson og Dóra Jó- hannsdóttir bregða sér í hlutverk hjóna í sýningu Þjóðleikhússins á verkinu Þeim ljóta, eftir Marius von Mayenburg. Það er hvorki í fyrsta né síðasta skiptið sem þau leika saman. „Þetta gengur bara eins og í sögu,“ svarar Dóra Jóhannsdótt- ir, spurð um samstarf hennar og Jörundar í Þeim ljóta sem frum- sýndur var á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins á laugardag. Hún og Jörundur eru enda þaul- reynd í því að vinna saman. „Við vorum náttúrulega bekkjarfé- lagar í leiklistarskólanum, og lékum saman í Næturvaktinni líka, svo við þekkjum þetta alveg,“ útskýrir Jörundur. Í Næturvaktinni féll það einnig í þeirra hlut að leika kærustupar, en það samband fór þó reyndar ekki svo farsællega að enda í hjónabandi, eins og aðdáendur sjónvarpsþáttanna muna eflaust. Sambandið í Þeim ljóta gengur ekki heldur alveg snurðulaust fyrir sig, því eins og Dóra bendir á leikur hún bæði eiginkonu Jör- unds og sjötíu og þriggja ára gamalt viðhald hans. Þar að auki mætti segja að skortur á fegurð hrjái sambandið, enda fjallar leikritið um mann sem er mein- að að fara á ráðstefnu á vegum fyrirtækis síns sakir ljótleika. „Hann hefur sem sagt gengið í gegnum allt lífið án þess að vita það að hann sé forljótur,“ útskýr- ir Dóra, og Jörundur bætir við, „Hann þarf þá að grípa til örþrifaráða sem breyta honum og lífi hans mikið.“ Ástandið er svo slæmt að „konan hans horfir bara í vinstra augað á honum til að byrja með,“ að sögn Dóru. Spurð hvort þau leiti ekki djúpt í eigin reynslubrunn hvað það varðar skellir parið upp úr. „Ég vona ekki,“ svarar Jörundur, og Dóra er ekki síður fljót að svara: „Ég þori að horfa í bæði.“ Frekara samstarfs þeirra er ekki langt að bíða, því Ég og vinir mínir, leikhópur sem þau Jör- undur og Dóra hafa stofnað ásamt einmitt vinum sínum, hyggst setja á svið dansleikhús- verk í lok árs. „Við fáum styrk frá menntamálaráðuneytinu til að setja þetta upp í Hafnarfjarð- arleikhúsinu. Þetta er góð blanda af dönsurum, performerum og tónlistarmönnum sem ætla að setja upp spunaverk,“ útskýrir Dóra. Auk hennar og Jörundar skipa hópinn leikaraparið Frið- rik Friðiksson og Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Gísli Galdur Þor- geirsson tónlistarmaður, Mar- grét Bjarnadóttir dansari og Friðgeir Einarsson, nemi í fræð- um og framkvæmd við leiklist- ardeild Listaháskólans. sunna@frettabladid.is Þaulreynd í paraleik PAR Í LÍFI OG LEIK Parið Jörundur Ragnarsson og Dóra Jóhannsdóttir hafa leikið ansi misheppnað kærustupar í Næturvaktinni og spreyta sig bæði á hjónabandi og framhjáhaldi í Þeim ljóta, sem er frumsýndur í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Úti var nístingskuldi og fólk var nokkuð lengi að smala sér inn á Nasa þetta ágæta kvöld. Skakka- manage hóf leikinn en sveitin hefur líklegast aldrei verið eins þétt og nú um stundir. Sveitin byrjaði á þrem- ur nýjum lögum sem verður líkleg- ast að finna á væntanlegri breið- skífu. Lögin virkuðu örlítið þyngri og á margan hátt ekki eins lág- stemmd og það sem áður hefur heyrst frá Skakkamanage. Gaman verður að fylgjast með framhald- inu. Low-liðar hikuðu lítið við hlutina og voru fljótir upp á svið eftir að Skakkamanage hafði lokið við að kynda undir áhorfendum. Sviðs- mynd var eins mínímalísk og hugs- ast getur og tónaði ágætlega við tónlistina sem seinna fékk að hljóma. Sveitin labbaði hógvær inn á sviðið og aðalmaðurinn, Alan Sparhawk, kastaði kveðju til áhorf- enda frá Duluth í Minnesota, heima- bæ Low (og Bobs Dylan). En þá komum við að sígildu vandamáli varðandi lágstemmda tónlist og Nasa en þetta tvennt virð- ist einfaldlega ekki geta farið saman. Hávær kliður skapaðist á löngum köflum og áhorfendurnir sjálfir létu óstýrilega. Fólk virkaði óþreyjufullt og veitti lögunum, sem flest voru af nýjustu plötu sveitar- innar, Drums and Guns, litla athygli og virtist mun frekar komið á Nasa til endurvekja fornar minningar eldri platna. Auðveldara hefði verið að framkalla slíkt heima með kerta- ljósum og rólegheitum en Low var hingað komin á allt öðrum forsend- um. Ekki verður tekið af Low að hún skilaði sinni dagskrá feikivel. Alan var óaðfinnanlegur í flutningi sínum og fór oft og tíðum hamför- um á gítarnum. Betri helmingurinn, Mimi Parkar, var síðan sjarmerandi með sína ótrúlegu rödd fyrir aftan eina sneriltrommu og eina gólf- trommu sem framkallaði oft ótrú- lega fallega og djúpa tóna. Low sannaði að hún er framúr- skarandi sveit sem maður ber ómælda virðingu fyrir. Þetta kvöld gerði hún margt rétt en réði hins vegar á margan hátt ekki við aðstæður. Steinþór Helgi Arnsteinsson Hin eilífa barátta TÓNLEIKAR Low Nasa 4. apríl ★★★ Fínir tónleikar með goðsagnkenndri hljómsveit en upplifunin hefði mátt vera sterkari. 46 DAGAR TIL STEFNU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.