Fréttablaðið - 07.04.2008, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 07.04.2008, Blaðsíða 47
NUDAGUR 7. apríl 2008 19 STEINUNN VALDÍS ÓSKARS- DÓTTIR BORG- ARFULLTRÚI ER FJÖRUTÍU OG ÞRIGGJA ÁRA Í DAG. ANDREA JÓNSDÓTTIR ÚTVARPSKONA ER FIMMTÍU OG NÍU ÁRA Í DAG. ARNGRÍMUR JÓHANNSSON FLUGSTJÓRI ER SEXTÍU OG ÁTTA ÁRA Í DAG. „Ég veit nú ekki einu sinni hvað það þýðir eða hvaðan nafnið mitt er upprunnið,“ segir Randver Þorláksson sem heitir eftir afa sínum Randveri Hallsyni. „Ver þýðir sjór held ég og einhver sagði mér einhvern- tíman að nafnið þýddi sækonungur. Afi minn átti ættir að rekja til Austfjarða svo hugsanlega kemur þetta þaðan.“ Randver segist ánægður með nafnið sitt í dag en hafi ekki verið eins hrifinn af því þegar hann var strákur. „Ég var uppnefndur ýmsum nöfnum. Oft kallaður Randi og gam- all félagi minn kallaði mig Rana, ég var ekkert sérstak- lega sáttur við það. Sumir kunningjar mínir segja Dveri svo það eru ýmsar útgáfur til. Mér finnst best að láta kalla mig Randver því ég heiti það nú.“ NAFNIÐ MITT RANDVER ÞORLÁKSSON Ekkert sáttur við upp- nefnin dveri og rani Rauði Kross Íslands færði á dög- unum, kvennasviðið Landspítala góða gjöf. Þetta er nýjasta gerð fæðingarrúms með rafdrifnum stýringum. Með fjölgun fæðinga á Landspítalanum var ljóst að aukin þörf var á endurnýjun á fæðingar- rúmum. Þessi gjöf kemur sér því mjög vel. Kvennadeild Reykja- víkurdeildar Rauða kross Íslands hefur áður séð fæðingardeild kvennasviðs á Landspítala fyrir fæðingarrúmum og þannig reynst henni traustur bakhjarl. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá kvennasviði Landspítala. Rúm frá Rauða krossi GÓÐ GJÖF Starfsfólk Landspítala tók við nýjum fæðingarrúmum frá Kvennadeild Rauða Kross Íslands í Reykjavík. Dagur Andri Friðgeirsson varð á dögunum unglingameistari Reykjavíkur í skák. Dagur Andri sem er 13 ára, tefldi við Hall- gerði H. Þorsteinsdóttur 15 ára í einvígi um unglingameistaratitil- inn. Þau voru jöfn í efsta sæti á Unglingameistaramóti Reykja- víkur sem fór fram á dögunum. Einvígið fór fram í Skákhöllinni skömmu fyrir helgi. Fyrst voru tefldar tvær skákir með fimmtán mínútna umhugsunartíma. Það er sami tími og á mótinu. Viðureign- inni lauk með sigri beggja með hvítu og voru þau því enn jöfn. Var þá umhugsunartíminn styttur í tíu mínútur og náði Dagur Andri að knýja fram sigur í báðum skák- unum og ljúka þar með einvíg- inu með 3-1 sigri. Dagur Andri er fæddur í janúar 1995 og er sterk- asti skákmaður landsins í sínum aldursflokki. Verðlaun voru af- hent af mótsstjóranum Óttari Felix Haukssyni formanni Tafl- félags Reykjavíkur. Unglingameistari Reykjavíkur í skák STERKUR SKÁKMAÐUR Dagur Andri Frið- geirsson tók við verðlaunum eftir einvígi við Hallgerði H. Þorsteinsdóttur. Teflt var í Skákhöll Reykjavíkur. Kvennasögusafnið leitar eftir nöfnum stúlkna sem voru á myndum er fylgdu Teofani-sígarettum á ár- unum 1929 og 1930. Safn- ið á allmargar ómerkt- ar myndir og biður les- endur Fréttablaðsins um aðstoð. Ef einhver ber kennsl á stúlkurnar á myndunum er hann beð- inn að hafa samband við Kvennasögusafnið í síma 525-5779 eða í tölvupósti á netfangið audurs@bok.hi.is Þekkir einhver þessar stúlkur? AFMÆLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.