Fréttablaðið - 07.04.2008, Page 13

Fréttablaðið - 07.04.2008, Page 13
MÁNUDAGUR 7. apríl 2008 T B W A \R E Y K JA V ÍK \ S ÍA AKRANES Heildarhagnaður Verka- lýðsfélags Akraness var rétt tæpar 80 milljónir á síðasta ári, þar af er 24 milljóna króna hagn- aður af félagssjóði. Þegar ný stjórn tók við árið 2003 nam tap á rekstri félagssjóðs tæpum tveim- ur milljónum eftir því sem fram kemur á vef félagsins. Félagsmönnum Verkalýðsfé- lags Akraness fjölgaði gríðarlega á síðasta ári eða sem nemur 700 félagsmönnum. „Endurspeglast þessi fjölgun af hinu góða atvinnuástandi sem verið hefur á okkar félagssvæði og hinni miklu jákvæðu uppbygg- ingu sem orðið hefur á Grundar- tangasvæðinu,“ segir á vefnum. - ghs Verkalýðsfélag Akraness: 80 milljónir í hagnað í fyrra FÉLAGSMÖNNUM FJÖLGAÐI Félags- mönnum Verkalýðsfélags Akraness fjölg- aði um 700 í fyrra. Hér sést formaðurinn Vilhjálmur Birgisson. Ók of hratt á Reykjanesbraut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók ökumann fyrir hraðakstur á Reykja- nesbraut aðfaranótt laugardagsins. Ók maðurinn á 131 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 80 kílómetr- ar á klukkustund. Má hann búast við 80 þúsund króna sekt. Hraðakstur við Kambabrún Lögreglan á Selfossi tók ökumann fyrir hraðakstur á Suðurlandsvegi í Kömbum ofan við Hveragerði skömmu fyrir hádegi á laugardaginn. Mældist bifreið mannsins á 130 kíló- metra hraða á klukkustund þar sem 90 er hámarkshraði. Má maðurinn búast við 90 þúsund króna sekt. LÖGREGLUFRÉTTIR LANDSBYGGÐARMÁL Atvinnuleysi hefur dregist saman á Vestfjörðum á síðustu vikum. Fyrir tveimur vikum voru 28 skráðir atvinnulausir en á vef Vinnumála- stofnunar mátti sjá í gær að þeir voru aðeins 17. „Ég hef orðið var við að það er verið að auglýsa eftir fólki hérna, það vantar fólk til vinnu,“ segir Hall- dór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. „Ég verð einnig var við það að fólk leitar til okkar eftir ódýrara húsnæði og vinnu nú þegar harðnar á dalnum í efnahagslífinu,“ bætir hann við. Ásdís Leifsdóttir, sveitarstjóri Strandabyggðar, tekur í sama streng. „Heimamenn hafa verið að búa sér til störf og svo hafa verið flutt störf hingað vest- ur,“ segir hún. „Svo hugsum við okkur gott til glóðar- innar á næsta ári þegar slitlag verður komið á alla leið- ina til Reykjavíkur, þá mun það taka aðeins um tvo og hálfan tíma að aka þessa leið. Þá tel ég að margir kjósi að búa hér í hæfilegri fjarlægð frá borginni.“ - jse Atvinnuleysi dregst saman á Vestfjörðum: Hagur vænkast fyrir vestan HALLDÓR HALLDÓRSSON Nú þegar þrengir að í efnahagslífinu verður bæjarstjórinn fyrir vestan var við frekari áhuga fólks á að flytjast vestur. Atvinnuleysi þar er nú með minnsta móti. ÚTIVIST Íslenskir fjallaleiðsögu- menn hafa gert samning um kaup á Íslenskum ferðamarkaði í Bankastræti fyrir milligöngu Saga Capital. Jafnframt hafa eigendur Íslenskra fjallaleið- sögumanna og Iceland Rovers, Íslandsflakkarar ehf., undirritað samkomulag um sameiningu. Nýtt sameinað fyrirtæki verð- ur rekið undir nafni Íslenskra fjallaleiðsögumanna. Höfuð- stöðvar fyrirtækisins verða á Vagnhöfða 7 í Reykjavík og framkvæmdastjóri verður Elín Sigurveig Sigurðardóttir, núver- andi framkvæmdastjóri Íslenskra fjallaleiðsögumanna. - ghs Breytingar á ferðamarkaði: Útivistarfélög sameinast í eitt

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.