Fréttablaðið - 09.04.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 09.04.2008, Blaðsíða 4
MARKAÐURINN 9. APRÍL 2008 MIÐVIKUDAGUR4 F R É T T I R Myndir af feðgunum Jóni Ólafssyni, stjórnarformanni vatnsútflutningsfyrirtækis- ins Icelandic Water Hold- ings, og Kristjáni Jónssyni prýða nú velflesta staði sem selja vatnsflöskur úr Ölfu- sinu undir merkjum Iceland- ic Glacial um gervallt Kali- forníuríki í Bandaríkjunum. Feðgamyndin er af forsíðu bandaríska tímaritsins Be- verage World, eins stærsta tímarits í heimi um drykkjarvöru- geirann, og kom út um páskana. Icelandic Water Holdings, sem selur nú vatnið víða um heim, hefur fengið heilmikla athygli vestanhafs upp á síð- kastið. Vatnið stendur nú gest- um í skemmtigarðinum Sea- World í Bandaríkjunum til boða auk þess sem Jón mun verða einn af aðalræðu- mönnunum á ráðstefnu á vegum bandaríska netmið- ilsins BevNet, biblíu drykkj- arvörugeirans, í Bandaríkjunum í sumar. - jab FEÐGAR Á FORSÍÐUNNI Forsíðumynd af feðgunum Jóni Ólafssyni og Kristjáni. Feðgum flaggað um gervalla Kaliforníu Bandaríski fjármálaspekúlantinn Jim Cramer hafði oftar rétt fyrir sér en rangt um gengisþróun á bandarískum hlutabréfamarkaði í febrúar. Cramer er einn af kunn- ustu álitsgjöfum vestan hafs um fjármálamarkaðinn og einn líf- legasti stjórnandinn í sjónvarps- þættinum Mad Money á sjón- varpsfréttastöðinni CNBC. Cramer, sem birtir spá á gengi ýmissa skráðra félaga, spáði því að gengi hlutabréfa myndi hækka hjá 185 fyrirtækjum í febrúar. Á sama tíma sá hann lækkun í spil- unum hjá 86 fyrirtækjum. Í samantekt bandaríska vef- ritsins Seeking Alpha um skarps- kyggni Cramers kemur í ljós að spá hans um hækkun gekk eftir í 102 skipti en í 50 skipti þegar hann spáði fyrir um lækkun. Sé þetta sett hlutfallslega upp var fjármálasérfræðingurinn sann- spár um hækkun í 55 prósentum tilvika en sá lækkun fyrir í 56 prósentum tilvika. - jab JIM CRAMER Bandaríski álitsgjafinn Jim Cramer hafði rétt fyrir sér um hækkun á bandarískum hlutabréfamarkaði í rúmum fimmtíu prósentum tilvika í febrúar, sam- kvæmt nýrri samantekt. MARKAÐURINN/GETTY IMAGES Sannspár fjármálaspekúlant Sameining þýskra banka er álit- legur kostur sem getur gefist vel. Þetta segir Klaus-Peter Müll- er, framkvæmdastjóri samtaka banka og fjármálafyrirtækja í Þýskalandi. Orðrómur hefur verið á kreiki upp á síðkastið að sameiningar fjármálafyrirtækja megi vænta þar í landi og annars staðar. Slíkt geti verið hagkvæmt í þeirri hríð sem verið hafi á fjármálamörkuðum frá því í fyrrasumar. Bankarnir sem um ræðir eru Commerz- bank, sem FL Group átti stóran hlut í í fyrra, Postbank og Allianz Dresdner Bank. Müller, sem jafnframt er for- stjóri Commerzbank, sagði í samtali við fréttastofu Reuters í byrjun vikunnar að þýsku bank- arnir væru of litlir nú og hag þeirra væri betur borgið ynnu þeir saman undir einum hatti. Saman yrðu þeir þó ekki nema miðlungsbanki við hlið evrópskra risabanka. „Þýskir bankar eru allt of litlir,“ sagði hann. - jab FORSTJÓRI COMMERZ BANK Hag þýskra banka er betur komið sameinist þeir undir einn hatt, að sögn framkvæmdastjóra þýska banka og fjármálafyrirtækja. Þýskir bankar of litlir ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 4 13 41 0 4/ 08 HLUNNINDI SEM FYRIRTÆKJASAMNINGUR VEITIR: • Sérstakur ferðaráðgjafi hefur umsjón með hverju fyrirtæki • Neyðarnúmer sem er opið allan sólarhringinn - alla daga ársins • Afsláttur sem býðst á fargjöldum til áfangastaða Icelandair • Nákvæmt viðskiptayfirlit á vefnum + Skráðu fyrirtækið þitt núna á www.icelandair.is ÞJÓNUSTA SEM SPARAR FYRIRTÆKJUM TÍMA OG PENINGA ER ÞITT FYRIRTÆKI MEÐ SAMNING? M AD R ID BARCELO NA PARÍS LONDON MANCHESTER GLASGOW MÍLANÓ AMSTERDAM MÜNCHEN FRANKFURT BERLÍN KAUPMANNAHÖFN BERGEN GAUTABORG OSLÓ STOKKHÓLMUR HELSINKI HA LIF AX BO ST ONORL AND O MINNE APOLIS – ST. PAUL TORO NTO NE W Y OR K REYKJAVÍK AKUREYRI Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Hugsanlegt tap fyrirtækja víða um heim vegna lausafjárþurrðarinnar og undirmálslánakreppunn- ar síðustu mánuði nemur 945 milljörðum Banda- ríkjadala. Þetta jafngildir 68 þúsund milljörðum ís- lenskra króna. Tapið einskorðast ekki við banka og fjármálafyrirtæki heldur hafa áhrifin smitað út frá sér til annarra geira, svo sem til fasteignageirans og rekstrarfélaga. Þetta segir í nýrri skýrslu Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins um stöðuna í kjölfar undir- málslánakreppunnar, sem á rót að rekja til áhættu- samra fasteignalána í Bandaríkjunum. Í skýrslunni segir að efnahagslífið sé brothætt þrátt fyrir að ríkisstjórnir og seðlabankar margra landa hafi tekið höndum saman til að berjast gegn áhrifum lausafjárþurrðarinnar sem hafi gert fjöl- mörgum fyrirtæjum erfiðara fyrir að fjármagna sig. Lánsfjárkreppan er dýpri og alvarlegri en kreppur fyrri ára, að því er segir í skýrslunni. Þar er enn fremur farið hörðum orðum um ríkisstjórn- ir þeirra landa sem hvað harðast hafi orðið úti í dýf- unni og lögð áhersla á að lélegt regluverk og slæ- leg umsjón með lánaumsýslu banka og fjármála- fyrirtækja eigi hlut að máli. Nauðsynlegt sé að efla eftirlitið. Þetta er í samræmi við ummæli sem Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins, hefur látið hafa eftir sér, sem og aðrir ráðamenn beggja vegna Atlantsála síðustu vikur, að sögn breska ríkisútvarpsins. Um síðustu helgi sögðu bresku dagblöðin Sund- ay Times og Telegraph frá því að gengju hrakspár eftir gæti svo farið að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gæti hlaupið undir bagga með nokkrum löndum sem hefðu horft upp á mikla veikingu gjaldmiðla sinna. Bankinn hefur þegar lagt grunninn að slík- um aðgerðum, svo sem með tilkynningu um að hann ætli að selja úr gullforða sínum fyrir sex milljarða Bandaríkjadala. Gangi það eftir fær sjóðurinn jafn- virði 400 milljarða íslenskra króna inn á reikning- inn. Þetta er hins vegar einungis lítið brot af gull- forða sjóðsins en verðmæti hans nam 95,2 milljörð- um dala í enda febrúar. Enginn er saklaus Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir nauðsynlegt að herða reglur til að koma í veg fyrir lausafjárþurrð. DOMINIQUE STRASS-KAHN Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að lélegt regluverk stjórnvalda víða um heim og slælegt eftirlit með útlánastefnu banka og fjármálafyrirtækja eigi hlut að lánsfjár- þurrðinni sem riðið hefur húsum frá því í fyrra. MARKAÐURINN/AFP Hagnaður bandaríska álrisans Alcoa, þriðja stærsta álframleið- anda í heimi sem meðal annars rekur álverið í Reyðarfirði, nam 303 milljónum Bandaríkjadala á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta jafngildir 21,8 milljörðum íslenskra króna, sem er rétt rúm- lega helmingi verri afkoma en á sama tíma í fyrra. Tekjurnar á tímabilinu námu 7,4 milljörðum dala, sem er hálf- um milljarði minna en fyrir ári. Hagnaður á hlut nam 37 sentum samanborið við 75 sent í fyrra. Nokkur vonbrigði voru með af- komuna enda niðurstaðan sextán prósentum undir spám. Verri afkoma nú en í fyrra skýrist að mestu af tekjuskerð- ingu félagsins vegna hás raf- orku- og hrávöruverðs sam- hliða veikingu Bandaríkjadals. Bloomberg-fréttaveitan hefur eftir greinendum að líklega verði seinni hluti ársins betri í bókum Alcoa. Álverð sé hátt auk þess sem framleiðsla í álverum fyrir- tækisins í Ástralíu og Reyðarfirði verði komin á fullt skrið. - jab Álrisinn undir spám

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.