Fréttablaðið - 09.04.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 09.04.2008, Blaðsíða 18
MARKAÐURINN 9. APRÍL 2008 MIÐVIKUDAGUR10 S K O Ð U N ÚT GÁFU FÉ LAG: 365 – prentmiðlar RIT STJÓRAR: Björgvin Guðmundsson og Björn Ingi Hrafnsson RITSTJÓRN: Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Ingimar Karl Helgason, Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, Óli Kristján Ármannsson, Sindri Sindrason AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal RIT STJÓRN OG AUGLÝSING AR: Skaftahlíð 24, 105 Reykja vík AÐ AL SÍMI: 512 5000 SÍMBRÉF: 512 5301 NETFÖNG: rit stjorn@markadurinn.is og aug lys ing ar@markadurinn.is VEFFANG: visir.is UM BROT: 365 – prentmiðlar PRENT VINNSLA: Ísa fold arprent smiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Markaðinum er dreift ókeyp is með Fréttablaðinu á heim ili á höf uðborg ar svæð inu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands byggðinni. Markaðurinn áskil ur sér rétt til að birta allt efni blaðs ins í staf rænu formi og í gagna bönk um án end ur gjalds. bjorgvin@markadurinn.is l bjorningi@markadurinn.is l holmfridur@markadurinn.is l ingimar@ markadurinn.is l jonab@markadurinn.is l olikr@markadurinn.is l sindri@markadurinn.is Sögurnar... tölurnar... fólkið... O R Ð S K Ý R I N G I N Annar hfRekstrarverkfræðistofan Suðurlandsbr. 46 • Sími 568 1020 • Annar.is a ÁrsreikningarBókhald Skattframtöl Peningamarkaðssjóður er ákveðin tegund verð- bréfasjóðs þar sem eingöngu er að finna skamm- tímaverðbréf. „Verðbil slíks sjóðs er lítið og oft enginn munur á kaup- eða sölugengi,“ segir í fjár- málaorðasafni MP fjárfestingarbanka, en á ensku eru slíkir sjóðir nefndir „Money Market Fund“ og eru sagðir henta þeim sem ávaxta vilji fé í skamman tíma án mikillar áhættu. Vextir hér eru háir og umsýslu- og afgreiðslugjöld tiltölulega lág á þessum sjóðum þannig að í óvissuástandi á mörkuðum hafa vinsældir þessarar ávöxtunar- leiðar aukist mjög. Ávöxtunin hefur enda jafnvel verið betri en í hlutabréfa- og vísitölusjóðum. Ein- staklingar jafnt sem fyrirtæki nýta sér þessa sjóði til skamms tíma, jafnvel þannig að aðeins sé tjald- að til einnar nætur. Sjóðir sem þessir eru að hluta sagðir hafa tekið við af veltu- og innlánsreikning- um, svo sem bankabókum og tékkareikningum, sem alla jafna beri lægri vexti. Peningamarkaðssjóður Síðustu vikur hafa veitt nokkr- um þeim sem þjakaðir hafa verið af uppgangi síðustu ára nokkrar ósviknar og innihaldsríkar gleði- stundir. Loksins! loksins! blasir við hversu óráðlega og fyrir- hyggjulaust bankar og viðskipta- jöfrar hafa gengið um gleðinn- ar dyr. Íslensku bankarnir glíma við mótbyr þessa dagana, það hefur ekki farið framhjá neinum. Þeir glíma nú við mestu niður- sveiflu í fjármálageiranum síðan í kreppunni 1929 og auk þess efa- semdir um það að íslenska hag- kerfið með sinn litla gjaldmiðil ráði við að hjálpa þeim ef í harð- bakkann slær. ÚTÓPÍA OFGNÓTTARINNAR Vandi bankanna, umfram vanda erlendra kollega, er því vandi þess að vöxtur þeirra hefur verið langt umfram samfélagið sem fóstrar þá. Að því leytinu er glímt við ímyndarvanda. Það væri þó mikil einföldun að láta eins og einungis sé við ímyndarvanda að glíma og svarið sé einhvers konar einleikur á glansmynd – svo vitn- að sé í ágætan bókartitil – til að sannfæra útlendinga um ágæti okkar. Verkefnið er víðtækara en svo. Vandinn er líka margslung- inn og mikilvægt að bregðast við honum. Íslenskt fjármálakerfi hefur náð eyrum heimspressunn- ar, en því miður með öðrum hætti en við hefðum kosið. Erlendir við- skiptablaðamenn og yfirborðsleg- ir álitsgjafar botna ekkert í sam- félagi 300 þúsund manna sem reka eigin hávaxtagjald miðil hvers gengi hefur verið falsað með vaxtamunarviðskiptum og afraksturinn notaður til gegndar- lausrar erlendrar fjárfestingar og hóflauss innflutnings með við- skiptahalla sem á engan sinn líka og birtist meðal annars í bílaflota sem ekki á sér hliðstæðu utan Beverly Hills. Lái þeim hver sem vill þegar þeir spá hruni slíkrar Útópíu ofgnóttarinnar. Undir sönglum við svo sjálf langþreytt á veislunni og teljum allt á leið til andskotans. Óheppn- in í þessu öllu saman liggur í þeirri staðreynd að löngu fyrirséð ástand sem slök hagstjórn skap- aði með þensluhvetjandi skatta- lækkunum í miðri þenslu og fram- sókn Íbúðalánasjóðs þegar ástæða hefði verið til að endur skoða hlut- verk hans sköpuðu ástand sem Seðlabankinn ræður illa við. Bank- inn hefur nánast bara tæki í hönd- unum til að ráðast gegn einum af starfrækslugjaldmiðlum þjóð- arinnar, óverðtryggðu krónunni, með tilheyrandi flótta í erlenda gjaldmiðla. SNÚA ÞARF VÖRN Í SÓKN Afleiðingin er vítaruna vaxandi vantrúar á efnahagslífið og getu þess til að koma bönkum í krísu til bjargar og síðan að bjargarlausir bankar steypi efnahagskerfinu. Í kringum þetta hefur verið reynt að mála sterkum litum óráðsíðu banka og fjárfesta til að draga enn úr trúverðugleika alls sem íslenskt er. Þetta hafa svo spákaupmenn nýtt sér til að veikja enn frekar stoðirnar með því að skortselja íslensk hlutabréf, gjaldmiðilinn og skuldatryggingarálög bank- anna en markaður með þau er grynnstur þessara markaða og auðveldast að spila með. Veiking- in er svo notuð til að segja; Sko, sjáið hvað þetta er allt veikt!! Þannig vonast menn til að ná fram niðurspíral og panikk sem getur gefið vel af sér. Þetta hefur gengið ljómandi vel og við erum sjálf farin að trúa því að mikið sé að. Líklega eru fáar virkilega góðar frétt- ir fram undan og eins víst að á næstunni megi búast við nei- kvæðum tíðindum af lánshæfis- mati ríkis og banka. Hins vegar er að vænta að afkoma bankanna á fyrsta fjórðungi verði þokka- leg miðað við árferðið og þeir njóti veikingar krónunnar þvert á hugmyndir margra erlendis. Við getum þó enn hrunið og snú- umst við ekki til varnar aukum við verulega líkurnar á því að við verðum eins og hrungjörn lauf í haustskógi blási kaldir vindar á ný á mörkuðum heimsins Verkefnið er þó fjarri því óyfir- stíganlegt, en við þurfum að vinna skipulegar en við höfum gert hingað til og umfram allt saman. Bankar, Seðlabanki, ríkis- stjórn, Fjármálaeftirlitið og sam- tök viðskiptalífsins hafa öll lagt hönd á plóg að undanförnu. Það sem enn vantar til að snúa vörn í sókn er samstilling þar sem skipulega er farið yfir hættur og þær greindar, ásamt því að móta viðbrögð með þeim hætti að fátt geti komið okkur á óvart. TIL ERU ÁGÆT VOPN Að þessu þurfa að koma allir framantaldir auk lífeyrissjóð- anna og þegar við höfum gert nauðsynlegar umbætur og tekið á því sem réttmætt er í gagnrýni á okkur. Þá, og ekki fyrr, er hægt að hefja einhvers konar ímyndar- baráttu um leið og afli væri beitt til að takast á við þá sem hugsan- lega sækja að okkur með skipu- legri spákaupmennsku. Við teljum að búið sé að hrinda fyrsta áhlaupinu á krónu og inn- lend hlutabréf. Gleymum því ekki að stærri kerfi en okkar hafa ekki staðist ásókn spákaup- manna. Soros nýtti sér veikleika pundsins og felldi það. Sænska krónan stóðst fyrstu ásókn á sig með þriggja tölustafa stýrivöxt- um, en var felld í seinna áhlaupi án þess að sænski seðlabankinn fengi rönd við reist. Við höfum margt að selja. Bankarnir eru með ólíkar áhersl- ur og því ekki með sömu áhættu. Til að mynda er Glitnir í geirum sem ekki hafa lækkað mikið eins og matvælageirinn og þjónusta við olíuiðnað, auk þess sem Nor- egur sem er annar heimamark- aður bankans nýtur olíuhækk- unar. Kaupþing er með dreifða starfsemi og hefur bætt stöðu sína umtalsvert, sérstaklega með því að losna undan kaupum á NIBC-bankanum í Hollandi. Inn- lán Landsbankans í Bretlandi reyndust snilldarleikur, enda þótt bankinn þurfi fyrir vikið að gæta sérstaklega að orðspor- inu til að verja slík innlán. Af- koman á fyrsta ársfjórðungi mun vonandi gefa tilefni til að árétta að ef dómadagsspámenn um glæfralega íslenska banka hefðu rétt fyrir sér ætti í raun allt að vera löngu komið í kaldakol. Ísland hefur svo ágæta mögu- leika til að tefla fram orkuauð- lindum, lífeyriskerfi, skilvirkum vinnumarkaði, lágum sköttum, ungri þjóð og markaðsvæðingu síðustu ára. Við eigum því mörg ágæt vopn í ímyndarvopnabúrinu. Þau þarf hins vegar að brýna fyrst með talsverðri sjálfsgagnrýni, skipu- lagi og hreinskilnislegri tiltekt. Annað yrði innantómur einleikur á glansmynd. Einleikur á glansmynd? Baráttan fyrir minni ríkisafskiptum er fyrst og fremst siðferðisleg bar- átta. Milton Friedman, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, útskýrði þetta ágætlega í viðtali við Morgunblaðið daginn fyrir Þorláksmessu árið 2002. Hann sagði það heppilegt að frjálst þjóðfélag með fyrirferðarlít- ið ríkisvald væri einnig hagkvæmara. Við ættum kost á að búa í frjálsu þjóð félagi vegna þess að framtak einstaklinganna væri hagkvæmara en ríkis stjórna. „En það eitt réttlætir það ekki. Það sem réttlætir frjálst þjóðfélag er siðferðisleg rök sem byggjast á því að ég á engan rétt á að þvinga mínum skoðunum upp á þig. Ég get reynt að fá þig á mitt band, sannfært þig eða fengið þig til að gera eitthvað, en ég hef engan rétt á að beita þig valdi til þess,“ var skoðun Friedmans. Stöðugt þarf að minna á þessi sannindi frjálslyndra manna því frelsið er undir stöðugum árásum. Það tapast sjaldnast allt í einu. Í því ljósi er gagnlegt að fá fram nýjar skýrslur sem styðja við þessar fullyrðingar. Á mánudaginn kom fram ný bresk skýrsla þar sem fram kom að lágir skattar og lítil ríkisumsvif eru betur til þess fallin til að styðja við vel- ferðarþjónustu og hagvöxt. Að þessari niðurstöðu kemst Keith Marsden hjá Centre for Policy Studies, sem hefur sinnt ráðgjafarstörfum fyrir stofnanir Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðabankann, eftir að hafa skoðað hagtölur tuttugu ríkja. Marsden skilgreinir þau ríki sem hafa fyrirferðarlítið ríkisvald þannig að útgjöld og tekjur stjórnvalda nema ekki meira en fjörutíu prósent- um af landsframleiðslu. Niðurstaðan sýnir að þessi ríki hafa dregið úr skattlagningu á fólk og fyrirtæki. Hagvöxtur milli áranna 1999 og 2008 hefur verið umtalsvert meiri en í þeim ríkjum þar sem útgjöld og tekj- ur ríkisins fara yfir fjörutíu prósent af landsframleiðslu. Þá sýnir niður- staðan að félagslegur stuðningur er betri í ríkjum með fyrirferðarlítið ríkisvald. Þar er atvinnuleysi lítið, fleiri ný störf verða til og útgjöld til almannaþjónustu vaxa hlutfallslega hraðar en í ríkjum þar sem hið opin- bera er fyrirferðarmikið. Nauðsynlegt er að hafa stjórn á útþenslu hins opinbera. Sífellt fleiri hópar krefjast sérreglna og undanþágna í samneyslunni. Og ekki vantar kröfur um þjónustu sem ríkið á að veita á kostnað einhverra annarra. Viðskiptablaðamaðurinn Geoff Colvin segir í nýjasta hefti Fortune að sífellt stærri hópur Bandaríkjamanna fái meira frá hinu opinbera en hann greiðir til þess í formi tekjuskatts. Þeir sem eru í hópi fjörutíu pró- sent tekjulægstu í Bandaríkjunum fá meira frá hinu opinbera en þeir greiða. Þau tíu prósent Bandaríkjamanna sem eru tekjuhæst greiða sjö- tíu prósent af öllum tekjuskatti hins opinbera. Þar af greiðir eitt prósent tekjuhæstu fjörutíu prósent af öllum tekjuskatti í Bandaríkjunum. Og svo er alltaf verið að tala um eitthvert þýlindi við hina tekjuháu þegar skattar eru almennt lækkaðir. Ragnar Árnason hagfræðiprófessor sagði í viðtali við Markaðinn í mars að umsvif hins opinbera, sem nú sigu í fimmtíu prósent af lands- framleiðslu, væru allt of mikil frá sjónarmiði velsældar og hagkvæmni. Hann benti á að skattheimta og umsvif hins opinbera væru nánast sami hluturinn. Hið opinbera eyddi því sem það aflaði og gæti ekki til lang- frama eytt umtalsvert meira. Til að minnka umsvif hins opinbera væri því nauðsynlegt að minnka skattheimtu, ekki aðeins lækka skatthlutföll. Þessi skoðun er ekki einhver sérviska nokkurra einstaklinga heldur er að finna margar staðreyndir sem styðja hana. Skýrsla Keiths Marsden er bara enn ein staðfestingin á því að lágir skattar og aukin velferð haldast í hendur. Nýlega gaf RSE, Rannsóknarmiðstöð um samfélags- og efna- hagsmál, út bók sem fjallaði um þetta efni með sama hætti. Það er skrítið að á Alþingi er erfitt að finna talsmenn þessara hug- mynda. Vopnabúrið í hugmyndabaráttunni er yfirhlaðið. Það er nauðsyn- legt að einhver stígi fram á völlinn og berjist fyrir frjálsara þjóðfélagi. Ný bresk skýrsla bendir á að lítið ríkisvald stuðli að hagsæld. Lágir skattar auka velferð Björgvin Guðmundsson O R Ð Í B E L G Hafliði Helgason blaðamaður og ráðgjafi. Á BÍLASÖLUNNI Greinarhöfundur segir ekki þurfa að undra þótt erlendir grein- endur, blaðamenn og fleiri furði sig á aðstæðum hér í pínulitlu landi þar sem viðskiptahallinn endurspeglist meðal ann- ars í bílaflota sem vart eigi sér sinn líka utan Beverly Hills. MARKAÐURINN/ANTON Net12 er rakin leið fyrir þau fyrirtæki og félög sem vilja fara í alvöru vaxtarækt með Byr. FYRIRTÆKJAÞJÓNUSTA Notaðu vextina strax Sími 575 4000 | www.byr.is // Hleyptu vexti í reksturinn // Fáðu háa ávöxtun // Reiknaðu dæmið til enda Þú færð vaxtavexti af þeim vöxtum sem ekki eru greiddir jafnóðum út.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.