Tíminn - 11.10.1981, Side 4
Sunnudagur 11. október 1981
RAUÐA HÆTTAN?
— á hundavaði yfir hópa á vinstri kantinum
■ Siödegis á köldum föstudögum
stóöu þeir fyrir utan bókabúö Ey-
mundssonar, i svokölluöum
„sænska krók”, ellegar fyrir utan
Rikiö, helst á Lindargötunni þar
sem vinnandi fólk kaupir sér al-
gleymi, og seldu blaöasnepla,
fjölfaldaöa i höndunum af hug-
sjón, tárum, blóöi, innihaldandi
byltingarsinnaöan boöskap, ekki
aldeilis einróma — þvi blööin
voru þrjú, Neisti, Stéttabaráttan
og Verkalýösblaöiö, þótt fæstir
vegfarendur legöu nokkuö upp úr
þvi. Eitthvaö finnst manni hafa
fariö litiö fyrir þessum harögeröu
blaöasölum upp á siökastiö. Eru
þeir aö gera byltingu i skúma-
skotum þjóöfélagsins eöa eru þeir
uppteknir viö aö rækta sinn garö
eöa komast áfram I þvi kerfi sem
þeir böröust svo hatrammlega á
móti. Helgar-Timinn reyndi aö
grafast lauslega fyrir um hvaö
varö af svokölluöum vinstri
minnihlutahópum, hvort ein-
hverjir keyri ennþá meö strætó
byltingarinnar, hverjir hafi hopp-
aö af og hvers vegna.
Til glöggvunar stiklum viö fyrst
yfir sögu þessara hópa, EIK,
KFt, KSML, Fylkingarinnar, þ.e.
okkar útgáfu af þeirra sögu, þvi
hvort tveggja er hún afar lausleg
og ónákvæm og kannski skrifuö af
nokkru alvöruleysi. Vonandi aö
enginn fyrtist viö þaö. Vinstri
hóparnir hafa ekki enn eignast
sinasagnaritara.svoþaöerekki i
mörg hús aö venda um lifshlaup
þeirra.
Móðurskipið
Fylkingin
Fylking byltingarsinnaöra
kommúnista, meölimasamtök i
fjóröa alþjóöasambandi Trotski-
ista, hefur lengi vel veriö til húsa i
bakhúsi viö Laugaveginn noröan-
veröan, sem sifellt er aö hverfa i
skuggann frá götunni séö vegna
mikilla verslunarbygginga. Fylk-
ingin er elst vinstri hópanna og i
raun móöurskip þeirra, þvi flestir
eru þeir sprottnir úr klofningi
innan hennar eöa vegna óánægju
meö þaö sem þar fór fram innan
veggja. Þetta er nokkur önnur
Fylking en sú sem var yngri deild
i Alþýöubandalagi og Sósialista-
flokknum hér á áum áöur, þá
undir nafninu „Æskulýösfylking-
in”. Baráttumenn veröa fljótt
ráösettir og þvi er eölilegt aö i
Fylkingunni hafi átt sér staö
meiri endurnýjun en t.d. I Sam-
bandi ungra sjálfstæöismanna,
þar sem menn veröa gjarna elli-
dauöir.
Fylkingin átti sitt blómaskeiö i
andófinu gegn Vietnam-striöinu
og hinni svokölluöu stúdentaupp-
reisn. A þeim árum fóru mis-
fagrar sögur af því sem þar fór
fram innan veggja og stafaöi ráö-
settu fólki nokkur ógn af Fylking-
unni. Þá léku ýmsir straumar æöi
frjálslega um Fylkinguna, frá aö-
skiljanlegum hugsuöum, likt og
var i stúdentahreyfingunni i Evr-
ópu. Margir gældu við anark-
isma, Herbert Marcuse, spámað-
ur stúdenta i uppreisn, átti þar
hljómgrunn, sem og Trotski
gamli, Maó og hugsun hans,
skæruliðakenningar úr Suður-
Ameriku og aörir minni spámenn
sem fæstir kannast viö aö hafa
heyrt nefnda.
Þannig aö þaö var mikiö sem
rúmaðist inn i þessu eina húsi.
Þaö var hart deilt um starfsaö-
feröir, markmiö, hægagang og
eöli baráttunnar, fylgismenn eins
spámannsins voru uppnefndir
„endurskoöunarsinnar” af fylgis-
mönnum annars. Samtökin gátu
þvi tæpast rúmaö alla sem stóöu
tii vinstri viö Alþýöubandalagið
lengi. Enda fór þaö svo aö hús-
gangar á Laugaveginum meö
fulltingi utanaökomandi, flestra
námsmanna sem komu aö utan,
hópuöu sig smátt og smátt i ný
samtök maóista, sem siöan öfluöu
sér fylgis úr heldur frjósömum
jarövegi menntaskólaunglinga og
háskólafólks á árunum 1970-’75.
Meira um hin tvihöföa samtök
maóista slöar.
HÓ HÓ
Hó-Chi-Minh
A stuttbuxnaárum sinum minn-
ist sá sem þetta skrifar þess aö
■ Bakhús Fylkingarinnar viö Laugaveginn
hafa fylgst með áhlaupum Fylk-
ingarinnar á bandariska sendi-
ráöiö viö Laufásveg. Fyrst var
útifundur, siöan kom kröfuganga
þrammandi í átt aö sendiráöinu,
oftast nær hrópandi vinsælasta
slagorö þessara ára:
„Hó-Hó-Hó-Chi-Minh, baráttan
heldur áfram.”
Úr þessum hópi, sem aöallega
samanstóö af menntaskólakrökk-
um sem höföu álpast meö i sinni
einlægu viöleitni til aö brjótast
undan foreldravaldinu, skáru sig
venjulega þrir til fjórir sem höföu
byltingarlegra yfirbragö en fjöld-
inn, voru vaxnir eins og ieiötogar.
Það var oft eins og aö þessi haröi
kjarni ætlaði aö vinna sendiráöið
upp á eigin spýtur, meöan fjöld-
inn dró sig agndofa I hlé. Þaö var
lika eins og lögreglan heföi ekki
áhuga á aö sinna öörum en þeim,
skeytti því engu þótt andmælend-
ur á stangli köstuöu eggjum eöa
mjólkurhyrnum fullum af rauöri
málningu.
Einkum og sér i lagi lifir stór-
beinótt og vigaleg kona i endur-
minningunni. Hi^n ræöst til atlögu
viö niðurdregná þyrpingu lög-
reglumanna sem áttu að verja
henni inngöngu í sendiráöið. Þeir
láta undan siga, en þeyta henni
siöan aftur út allir sem einn, likt
og þeir séu geröir úr svampi. Nú
er eins og hún hafi róast smá-
stund, lætur eins og hún viti
hvorki i þennan heim né annan.
En allt i einu, fyrirvaralaust, tek-
ur hún á rás viö mikinn fögnuö
viðstaddra i átt að bakhlið sendi-
ráösins hampandi rauöum fána.
Lögregluþjónarnir eru góöa stund
aö átta sig, en þeysa siöan allir á
eftir eins og háloftin séu aö
hrynja. Hún^r búin aö klifra upp
á öskutunnu og gerir sig liklega til
að fara upp þakrennuna, likast til
i þeirri von aö geta loks unniö á
Sámi frænda. Viö haröan atgang
„Aðhyllumst ennþá byltíngar-
sinnaða marxíska stefnu”
— Ari Trausti Guðmundsson
■ Við spyrjum Ara Trausta Guö-
mundsson menntaskólakennara,
fyrrum leiötoga EK, og núver-
andi ritstjóra Verkalýösblaðsins-
Stéttabaráttunnar, málgagns
Kommúnistsasamtakanna, hvort
samtökin séu ennþá á lifi?
„Já þau eru það, en hafa látið
mikiö ásjá siðan á glanstimanum
’78-’79 þá held ég aö hafi verið
toppurinn. Eins og þú veist
kannski heita samtökin annaö
núna, Kommúnistasamtökin, sið-
an þau runnu saman viö hópinn
sem kallaöi sig KFÍ. En þaö virö-
ist ekki hafa haft mikil áhrif á
fjölda eöa virkni. En viö gefum út
blaðið einu sinni i mánuöi, stönd-
um fyrir fundarhöldum, opnum
fundum með ýmsum aöilum á
borð við þann sem viö stóðum
fyrir á Hótel Borg meö Alþýöu-
flokksmönnum. Eins eru margir
félagar virkir i stéttarfélögum og
ýmsum hagsmunasamtökum.
Svo fer auðvitaö fram starf innan
flokksins þar er starfaö i vissum
grunneiningum, þremur hópum
semræða afmarkaða málaflokka,
móta stefnu samtakanna og reka
svo hreinlega áróður fyrir henni.
Þessir hópar starfa ágætlega og
eru ekki lokaöri en svo að hver
sem hefur áhuga á aö vera með
getur þaö án þess aö gerastfélagi
i samtökunum.”
Hversu margir félagar held-
urðu að séu virkir?
„1 hópunum starfa um 20-30
manns. Þaö er þó ekki nemahluti
af félögum samtakanna, sumir
eru ekki virkjr, vegna timaskorts
eða annars.”
Heldurðu að hér sé margumtal-
aðri pólitiskri deyfö aö kenna?
„Hvaö varðar okkar samtök
held ég að ástæöan sé tviþætt.
Það er þessi skortur á pól itískri
virkni og svo bakslag sem varö i
okkar samtökum vegna þess að
við rákum ekki nægilega raunsæa
pólitik. Samtökin byggöust fyrst
og fremst áungu fólki með miklar
hugsjónir, almenn pólitisk við-
horfog litla þekkingu. Þegar bak-
slagið verður kemur i ljós aö
þetta er ekki nægilegt til aö laöa
aö sér fylgi. Viö þurfum aö binda
okkur minna viö kennisetningar,
taka meira mið af raunveruleik-
anum, mynda okkur skoðanir á
einstökum málum af hlutlægni.
Þetta reynum viö að gera i' þess-
um hópum. Þaö sem viö skuldum
íslendingum einna helst er kon-
kret stefna i t.d. stóriðjumálum,
skattamálum o.fl. Það er ekki nóg
að slá bara um sig meö almenn-
um frösum, vera á móti, þaö þarf
aö greina vandann og setja fram
skýra stefnu um einstök mál. En
viö höfum ekki breytt afstöðu
okkar til sósialisma á vesturlönd-
um, til risaveldanna og fslensku
verkalýðsflokkanna. Þar höfum
viö ennþá sömu atriöi á stefnu-
skránni. Og viö aðhyllumstennþá
byl ti ngarsinnaöa marxiska
tefnu.”
Hvað um framtiö vinstri hóþ-
anna?
,,Ég tel það einsýnt aö nýjan
verkalýðsflokk þurfi á Islandi
hvaö sem tautar og raular. Og ég
held að þessi flokkur muni verða
til fyrr eöa siöar, kannski ekki á
næstu fimm árum en i nánustu
framtiö. Ég hef aldrei litið á min
samtök sem pólitiskan flokk, en
ég held aö viö gætum átt þátt i að
búa til svona flokk, og eigum
framtiö þangaö til svona flokkur
verður til. URilausnin sem nú
rikir á vinstri kantinum getur
gefiö jákvætt tækifæri til nýsköp-
unar.”
Fáið þiö einhverja nýja félaga i
ykkar raðið?
„Straumurinn hefurverið út en
ekki inn og ég geri mér grein fyrir
þvi aö viö höföum mjög lítið til
fólks núna. Pólitisk meðvitund
viröist ekki vera á háu stigi, þótt
fólk sé viljugt til að taka þátt i
ýmiss konar hagsmunabaráttu.
En mér er fyllilega ljóst að ef við
færum út i að bjóöa fram núna
yröi þaö prómill framboð eins og
er venjulega meö þessa vinstri
hópa. Hvab var aftur metiö sem
Fylkingin setti — um 500 atkvæði.
En ég lit ekki á þetta sem eitthvað
náttúrulögmál.”
Trúirðu á heimsbyltinguna, Ari
Trausti?
„Sannast sagna er ég alveg trú-
laus maður. Þaöer meista mein-
lokan í þessu sósialiska starfi að
þurfa að trúa á ákveðna hluti. En
það telst ekki vera trú þegar
menn halda fram að maðurinn
hafi þróast af lifverum, það er
staðreynd, fakta. Sama máli
gegnir um stéttabaráttuna fyrir
mér, þaö er staðreynd að hið
kapitalfska hagkerf i er ekki eilift,
að þaö getur gengið i vissan ára-
fjölda, en hlýtur svo aö ganga sér
tilhúðareins og lénskerfið. Ég vil
segja aö kenningar Marx gamla
im stéttabaráttuna séu visinda-
legar, rétt eins og þróunarkenn-
ing Darwins. Þaö er einmitt þetta
vonda trúarlega viöhorf sem leið-
irtil þess að menn missa móðinn,
þegar eitt átrúnaðargoö bregst og
ekki finnst annað i staðinn. Það
má segja að þetta hafi verið stór
galli i okkar starfi, aö m enn trúi i
staö þess að leita þekkingar.
í ljósi þessa held ég að ég veröi
að svara spurningunni neitandi.
Ég trúi ekki á heimsbyltinguna,
en ég trúi þvi ekki heldur aö auö-
valdskerfiö standi um aldur og
ævi.”