Tíminn - 11.10.1981, Blaðsíða 15
’ib ,» V . V ?t
751 j'/.i' 'i • i , f rrrri (
Sunnudagur 11. október 1981
* * *
15
unglingasldan
húsinu og glömruðum á pianóið.
— Svona hvolpur, þið hefðuð
hreinlega getað farist.
— Það heföi áreiðanlega flýtt
fyrir byltingunni.
— Hvaða byltingu?...
Maðurinn leit út eins og þetta
berstripaða orð væri svolitið
óþægilegt.
— Barnabyltingunni.
Maðurinn starði aulalega á
Tómas. Hann hló taugaóstyrk-
ur. Það var eitthvað við þessa
augljósu fyrirlitningu drengs-
ins, sem gerði hann hræddan.
Drengurinn hélt áfram að stara.
Svo fór maðurinn aftur að
hlægja.
— Hvaða röfl er eiginlega i
þér, flissaði hann hæðnislega...
Hann gat nú alls ekki tekið
svona lagað alvarlega. Barna-
bylting, þvílikt bull...
— Hún er nauðsynleg.
— Nauðsynleg?
— Annars fer þjóðfélagið
norður og niður.”
Sannleikurinn
Þessi bók er með þeim magn-
aðri sem ég hef lesið. Hún er svo
tæpitungulaus og beinskeytt að
það hlýtur að teljast skiljanlegt
að hún færi i taugarnar á við-
kvæmum sálum. Samt er bara
verið að segja sannleikann.
Flestir þeiratburðir sem lýst er
i bókinni gætu eins gerst hjá
okkur.
Höfundur sýnir fram a rót-
leysið og einsemdina hjá ung-
lingum i nútima þjóðfélagi.
Þeireru látnir afskiptalausir og
þeim er enginn áhugi sýndur.
Til að vega upp á móti þessu
brynja þeir sig með ofbeldis-
gri’mu, töffaralátum og slags-
málum. En innst inni eru þeir
samtsvo viðkvæmir, en það má
ekki nokkur maður sjá.
Persónusköpun höfundar er
mjög góð, hann er að skrifa um
venjulega unglinga og venjulegt
fólk. Pétur, kúgaður, svivirtur
og niðurlægður, breytist úr
„venjulegum” strák, i töff
„týpu” með þykkan skráp.
Tómas, sem enginn sýnir
minnstu ræktarsemi, elur með
sérdrauma um betra þjöðfélag,
en verður samt að taka þátt í
leiknum, slást, drekka, reykja,
stela og þarfram eftir götunum.
Sama má segja um Jörgen og
alla hina. Það eru ekki þeir sem
eru svona vondir, þjóðfélagið og
foreldrarnir hafa brugðist. Að
lokum langar mig aðeins að
geta þýðingar Guðlaugs Ara-
sonar. HUn er mjög vel úr garði
gerð, undantekningalitiö á góðu
máli (eftir þvi sem efni standa
til) og atburðarásin öll verður
sérstaklega lifandi. Ég enda
þennan pistil með tilvitnun i
eftirmála Guðlaugs „Þótt Tvi-
bytnanfjalli um lifunglinga, er
bókin ekki síöur við hæfi fullorð-
inna.’ ’
— Hrafn Jökulsson
skrifar um
bökmenntir
D, ellegar 1, 2, 3, 4 og á hver
möguleiki við vissa styttu, þar
næst er talið hve margir hafa
krossað við hvern möguleika.
1 þessu tilfelli varð postulinið
fyrir valinu og var mikiö um
dýrðir. Menn uröu ekki siöur
kátir og upp með sér þegar
það spurðist aö þessi atburður
hefði vakið heimsathygli.
Með virðulegri og háalvar-
legri athöfn var postulins-
styttan sett i geymslu en þar
er hún allajafna geymd nema
hvað hún er öðruhverju tekin
og sýnd almenningi við hátið-
leg tækifæri. Og þannig geng-
ur það þangaö til ný stytta er
valin..
Þess skal að lokum getið að
þessi stytta er enn til og
geymd. En um það er þagað
að hún er „made in Hong
Kong”.
— Snorri Freyr
Hilmarsson
skrifar
Arndis Baldursdóttir
Jóhann Magnússon
Stundum horft
ansi mikið...
— Unglingasíðan talar við fatlaða krakka
Eins og öllum ætti að vera
kunnugt stendur nú yfir ár fatl
aðra. Þar af leiðir að þau mál
1 hafa mjög verið i deigiunni og
miklar umræður farið fram um
aðstöðu þessa minnihlutahóps.
Ekki er ætlunin að brjóta það til
mergjar^hins vegar fór unglinga-
si.ðan á stúfana og ræddi við
nokkra fatlaða unglinga i Hiiða-
skóla, eu þar eru bæði fatlaðir og
aðrir saman i bekkjum.
Greinilegt er, að þessi hópur á
fremur undir högg að sækja, þótt
það horfi ef til vill til betri vegar.
Það er svo aftur spurning hvort
fólk almennt gerir sér grein fyrir
þvi, hvernig það er að vera fatl-
aður og þurfa ætið aðstoðar við og
geta ekki gert hluti sem flestum
finnst sjálfsagðir.
Eins og áður er á drepið eru i
Hlíðaskóla bæði ófötluð og fötluð
börn, og mun þaö vera eini skól-
inn sem þannig er skipulagður. 1
bæklingi sem gefinn var út á veg-
um skólans er greint frá tildrög-
um að stofnun „sérdeildarinnar”,
sem annast málefni fötluðu
krakkanna. Þar segir meðal
annars:
„Það varfyrsthaustið 1974 með
stofnun sérdeildar Hlíðaskóla, að
hreyfihömluðum nemendum af
öllu landinu var gefinn kostur á
að stunda nám i almennum skóla
samfara sérkennslu og þjálfun
vegna hreyfihömlunar”...
„Markmiðið með stofnun deildar-
innar var, að likamlega fötluð
börn blönduðust öðrum nemend-
um skólans i hinum einstöku
deildum, námslega og félagslega,
eftir getu og möguleikum hvers
og eins, en jafnframt skyldi veitt
sérkennsla eftir þvi sem þurfa
þætti svo og þjálfun vegna lfkam-
legrar fótlunar.” Samkvæmt þvi
sem starfsmaður við deildina
sagði, þá hefur þetta fyrirkomu-
lag gengið mjög velog engin stór
vandamál komið upp. Ennfremur
að sambekkingar fötluðu krakk-
anna væru þeim mikil hjálpar-
hella og tæku þá sem fullkomna
félaga.
Bjarga mér sjálf
Unglingasiðan ræddi við fjóra
unglinga sem eru fatlaðir og
stunda nám i’ Hliðaskóla.
Fyrst var spjallað við Arndisi
Baldursdóttur, 13 ára.
— Ertu búin að vera lengi i
skólanum?
„Já, éger búin að vera hér iein
7 ár og likar vel, kennararnir eru
mjög góðir.”
— Gætirðu sagt eitthvað frá
þinum fjölskylduhögum?
„Ég bý náttúrlega hjá fjöl-
skyldunni. Svo á ég tvö systkini
annað er eldra, hitt yngra.”
— Hefur þú verið fötluð lengi?
„Alveg frá fæðingu, annars
gengur mér yfirleitt vel að bjarga
mér sjálf, það þarf alla vega eng-
inn að hjálpa.”
— Hefurðu ákveðið hvað þú ætl-
ar að leggja fyrir þig?
„Nei, ég hef nú ekkert ákveðið
það. Hins vegar langar mig aö
halda áfram að læra.”
— Hvað er þér mest áhuga-
mál?
„Þau eru svo mörg ... en þó
skólinn allra mest.”
„Keppti á móti i
Englandi”
Jóhann Magnússon er 15 ára.
Hann er fyrst spurður hvernig
honum falli við skólann.
„Mér finnst gaman i skólan-
um”
— Og kennararnir?
„Þeir eru góðir, já, já.”
— Hver eru þin aðaláhugamál?
„Iþróttir. Ég fór i sumar til
Englands og keppti i kúluvarpi,
kringlu og spjótkasti. Jú, mér
gekk bara vel.”
— Með hvaða liði heldur þú?
„Ég held með tslandi,” segir
hann og hlær, „en þú?”
— Ha, jú, ég styð tsland auð-
vitað. En segðu mér, hefur þú
verið i einhverjum öðrum skól-
um?
„Já, ég hef verið i bæði Landa-
kotsskóla og Reykjadalsskóla.”
— Finnst þér vera munur á
skólunum?
„Ja, það er mikill munur, —
þessi er betri.”
— Hefur þú verið fatlaður
lengi?
„Ég lenti i slysi þegar ég var
sex ára. Ég lá lengi á sjúkrahúsi,
eina fimm mánuöi.. samt kemst
ég nú minna feröa, er þó alltaf
keyrður í skólann.”
— Hvernig fellur þér við bekkj-
arfélagana?
„Mjög vel, ég á marga ágætis-
vini i bekknum.”
Fatlaður frá fjögurra
ára aldri
Næsti viðmælandi unglingasið-
unnar erBjörn Harðarson, 14 ára.
Hann erfyrst spurður að þvi hve-
nærhann hafi byrjað i skólanum.
„Þaö var núna i haust, ég var
áöur i Fossvogsskóla. Jú, þessi
skólier svolitið frábrugðinn.betri
finnst mér. Svo kann ég vel við
kennarana.”
— Hefur þú verið fatlaður
lengi?
„Ég lenti í bilslysi þeg ar ég var
fjögra ára og lá meira og
minna á spitala tii 10 ára aldurs.”
— Hver eru þin aðaláhugamál?
„Ég fylgist með iþróttum, held
með Val.”
— Hvernig fellur þér við hina
krakkana i bekknum?
„Mjög vel, þetta eru skemmti-
legir og góðir félagar”.
— Ætlarðu að halda áfram i
skóla að þessum loknum?
„Já ætli það ekki.”
Ekki litin öðrum augum
Að lokum var spjallað aðeins
við Oddnýu óttarsdóttur. Hún tók
isamastreng og hin,þ.e. að henni
fyndist skólinn og kennararnir
mjög góðir. Hún hefur frá átta
ára aldri verið i Hliðaskóla, var
áður i Isaksskóla.
Hún er spurð út i fötlun sina.
„Ég hefverið fótluð frá fæðingu
samt gengur mér vel aö komast
um, ef einhver hjálpar mér upp
stigana.”
— Kanntu vel viö bekkjarfélag-
ana?
„Já, mjög svo. Ég er ekki litin
neinum öðrum augum þótt ég sé
fötluð. ”
— Gerir fólk það, almennt?
„Það kemur fyrir að fólk horfi
ansi mikið, en það er allt í lagi,
maður venst þvi.”
— Hvereru þin aðaláhugamál?
„Hestar”, hún hlær, „ég get al-
veg farið á hestbak, við eigum
þrjá hesta.”
— Erþað eitthvað ákveðið sem
þig langar að veröa?
„Mig langar mest að starfa
eitthvaðmeð dýr...Afram iskóla,
jú ég býst við þvi.”
— Hvernig finnst þér aöstaða
fyrir fatlaða almennt?
„Hún er að batna, það er eitt
sem vist er. Samt skortir enn
mikið á.i þessum skóla til dæmis
er aðstaðan ekki nógu góð. ”
Svo mörg voru þau orö. Þaðer i
rauninni fáránlegt að ekki sé
meira gert fyrir þennan hóp. Það
er f jarskalega óréttlátt að ef ein-
hver er fatlaður þá eigi hann um
leið minni möguleika en aðrir til
dæmis til náms og fleira. Þar á
ofan bætist að aðstaöa fatlaðra er
vægast sagt léleg og nú eru fatl-
aðirað berjast fyrir mannréttind-
um, sem hefðu þótt sjálfsögð á
miðöldum. Þetta að vera gjald-
gengur í þjóðfélaginu.
En eins og Oddný sagði, „Að-
staðan er að batna.”
— h —
Oddný óttarsdóttir
Björn Haröarson.