Tíminn - 11.10.1981, Blaðsíða 8
8
Utgeiandi: Framséknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjórí: Steingrimur
Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreióslustjóri: Sig-
uróur Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson. Etias Snæland Jóns-
son. Ritstjornarfulltrui: Oddur V. ólafsson. Fróttastjóri: Páll Magnússon.
Umsjónarmaóur Helqar-Timans: llluoi Jökulsson. Blaóamenn: Agnes
Bragadóttir. Bjarghildur Stefánsdóftir. Egill Helgason. Friðrik Indriðason,
Friða Björnsdóttir (Heimilis-Timinn), Halldór Valdimarsson, Heiður Helga-
dóttir, Jónas Guómundsson, Jónas Guðmundsson. Kristinn Hallgrimsson.
Kristin Leifsdóttir, Ragnar Orn Pétursson (iþróttir), Skafti Jónsson. útlits-
teiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einársson, Guð-
jón Róbert Agústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir.
Prófarkir: Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir.
Ritstjórn. skrifstofur og auglýsingar: Siöumúla IS, Reykjavik. Simi:
86300. Auglysingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verð i lausasölu
5.00. Áskriftargjald á mánuði: kr. 85.00-Prentun: Blaðaprent h.f.
I
Nýtíng fjármagns til
opinberra framkvæmda
Gifurlegu fjármagni er veitt á hverju einasta
ári til margvislegra opinberra framkvæmda. Þar
er um að ræða samfélagslega uppbyggingu, sem
kostuð er af almenningi i landinu.
Það skiptir miklu máli að það fjármagn, sem
veitt er til slikra framkvæmda, nýtist sem best.
Markmið gildandi laga um opinberar fram-
kvæmdir, er einmitt ,,að hagnýta sem best og
með jákvæðustum árangri það fé, sem rikið ver
til margvislegra fjárfestingarframkvæmda”.
Guðmundur G. Þórarinsson, alþingismaður,
ritaði á dögunum grein i Timann um þessi mál og
benti á, að þótt ofangreint markmið væri f sjálfu
sér einfalt, þá væri leiðin að markmiðinu hins
vegar flókin og vandrötuð.
Hann lagði áherslu á nauðsyn þess að fjárhags-
legur og tæknilegur undirbúningar framkvæmda
væri ávallt góður og að þeim undirbúningi sé
lokið áður en framkvæmdir hefjast. Jafnframt að
fé sé tryggt til að ljúka framkvæmdinni áður en
hún sé hafin. Með þessu móti væri hægt að vinna
samfellt að verkinu og ljúka þvi á sem skemmst-
um tima. Þvi miður er þessum skilyrðum æði oft
ekki fullnægt og vafalaust leiðir það til þess að
ýmsar framkvæmdir verða óhagkvæmari og
taka lengri tima en æskilegt er.
Guðmundur sagði útboð hagkvæmustu og eðli-
legustu aðferðina við opinberar framkvæmdir, en
traust eftirlit með útboðsverkum væri nauðsyn-
legt. Einnig bæri að skilja á milli aðila, sem
hanna verkin,þeirra sem framkvæma þau og
þeirra, sem eftirlitið hafa. Loks væri æskilegt að i
fjárlögum væri óráðstöfuð fjárveiting, sem verja
mætti til að ljúka framkvæmdum, sem af ein-
hverjum ástæðum færu fram úr áætlun.
Hér er bent á nokkur mikilvæg atriði, sem gætu
gert opinberar framkvæmdir hagkvæmari.
Nauðsynlegt er að stjórnvöld séu sifellt vakandi
yfir leiðum að þvi markmiði, svo að það fjár-
magn, sem skattborgararnir veita i sameiginleg-
an sjóð landsmanna, nýtist sem best.
Að ala á óánægju
Morgunblaðið er enn einu sinni glaðhlakkalegt
yfir erfiðleikum þeim, sem stjórnvöld hafa við að
glima i efnahags- og atvinnumálum þjóðarinnar.
Þar á bæ virðast flokkspólitiskir hagsmunir enn
sem fyrr skipta meiru máli en þjóðarhagur.
Það var einkenni stjórnmálabaráttunnar hér
fyrr á árum, að stjórnarandstaðan sá ekkert gott
i gerðum rikisstjórnarinnar, jafnframt þvi sem
stjórnarandstæðingar tóku undir allar kröfur
sem fram komu i þjóðfélaginu, hversu fáránlegar
sem þær voru. Þetta virðist enn vera vinnulagið i
Morgunblaðshöllinni. Það ber ekki vott mikillar
umhyggju fyrir þjóðarhag, að ala þannig á
óánægju kröfuhópa einmitt nú, þegar umtals-
verður árangur hefur loksins náðst i baráttunni
við verðbólguna og miklu skiptir fyrir landsmenn
alla, að sá árangur verði varanlegur. —ESJ.
Sunnudagur IX. október 1981
ménningarmál
GRÆNT,
RAUTT OG GULT
■ Aðeins idauöanum kemst full-
komin regla á hlutina. Þarsem er
lif, er óreiða. Þar sem er fram-
þróun, er breytileiki.
Ég trúi þvi illa, að nokkur hefði
lifað það af að hlusta til enda á
raus kerfiskarla um „framhalds-
skólafrumvarpiö” i sjónvarpinu
um daginn, en þar var látið að þvi
liggja,aö „þangaö tilkomin væru
lög og reglugerö, væri ekkert
hægt að gera” — i zinkfóöraðri
eikarkistu og sex feta mold væri
lifið fyrst mögulegt.
Sem betur fer örlar hvergi á
svona stöölunarhneigö i tónlistar-
lifinu hérlendis, enda er þaö með
liflegasta móti, jafnvel þótt dcki
sé miðaö viö höföatölu. Auk fjöl-
breytilegrar heföar-tönlistar
veröa hér hvers kyns uppákomur
til að krydda meö tilveruna, og
hér segir frá tveimur slíkum.
Eldglæringar i Upplýs-
ingastofnun.
Menningarstofnun Bandarikj-
anna við Nesveg hélt samkomu,
þar sem Jakob Magnússon og
sam starfsmaöur hans Alan
Howarth kynntu þaö nýjasta i
rafeindabransanum. Jakob hefur
verið 4 ár i Los Angeles, i nábýli
við Silicon Valley þar sem er upp-
spretta flestra tækni-kraftaverka
nýtimans — þar er sagöur vera
meiri háttar uppfinningamaður á
hverju horni. Og þarna telur
Jakob sig hafa höndlað sannleik-
ann og framtíðina, en hvort
tveggja felist i örtölvutækninni.
Jakob kynnti þarna tæki sin, og
spilaði eftirsigýmislög,sem mér
heyrðust vera hvorki betri né
verri en gengur um harksöng.
Enda var tónlistinsem slik varla
aðalatriðið i þessari kynningu,
heldurtækjabúnaðurinn og ,,hinir
nýju möguleikar”. Raunar sá ég
auglýsingu i blaði nú um helgina,
sem sagði frá hljóöfæri sem ,,þú
getur spilað á hvaöa lag sem er
með einum fingri. Engra sér-
stakra hæfileika né kunnáttu er
þörf”, og smátölva sér um rest-
ina. svona rætast allir draumar
meö hjálp rafeindatækninnar:
Ekkert ströggl, 500 kall og þú ert
oröinn tónlistarmaöur. Kannski
þetta sé framtiðin, en ekki var þó
spilamennska þeirra Jakobs á
þessu stigi, þvi hann er hinn
fingrafimasti hljómborösleikari.
Boðskapur hans var i stuttu
máli sá, að hin „lifandi rafeinda-
orgel” séu að ganga af hefð-
bundnum hljóðfærum dauðum I
mörgum greinum, ekki sist i
„poppi” og kvikmyndatónlist.
Enda geri þau iðulega sama
gagn, og séu ódýrari i notkun.
Trymblar eru t.d. sagðir ganga
atvinnulausir i torfum vestra, þvi
„trommuheilar” koma I þeirra
stað — þaö er ekki dónalegt að
geta keypt Gene Krupa I hljóð-
færaversluninni á horninu — og
sömu örlög biöa fiðlara, flautu-
leikara og annarra. Fullkomnast-
an i sinu glymskrattasafni taldi
Jakob ástralskan „synthesizer”,
sem að visu varð eftir vestra og
hafði kostað 50.000 dali, en hann
getur likt nákvæmlega eftir
hvaða hljóðfæri sem er. Svo var
vitnað i George Boulez, sem döur
stjórnaði Chicago-sinfóniunni, en
er nú setztur að i Paris tii aö þoka
rafeindatónlist dleiðis: , ,1 tónlist
er aðeins tvennt að gerast um
þessar mundir sem máli skiptir:
endurvakning eldri tónlistar i
upprunalegri mynd, og rafeinda-
tónlist.” Ekki taldi Jakob aö visu,
að hefðbundnar sinfóniuhljóm-
sveitir og kammerhljómsveitir
væru fyrir bi, hins vegar mundi
hlutverk þeirra fara þverrandi.
A kynningunni lýsti Stefán
Edelstein, skólastjóri Tón-
me nn ta sk ó la ns , litlum
„synthesizer” sem skólinn heföi
fest kaup á handa börnunum.
Stefán var ofurlitiö feimnislegur
og afsakandi, sem vonlegt var, aö
segja frá þessu litilræði fyrir
framan stjórnborð Spámanns
(Prophet) þeirra Jakobs, enda
lýstu hinir vestrænu gestir þvi, aö
samstæða Tónmenntaskólans
hefði orðiö Urelt sem hljóöfæri
fyrir 10 árum, þótt ennþa væri
hún nýtileg sem kennsluáhald
handa byrjendum. Hin nýju tæki
eru nefnilega „lifandi” fyrir til-
stilli tölvunnar, hljóðfæri og tón-
listarmaöur eru i lífrænu sam-
bandi.
Aöalnýjungin i þessum áhöld-
um er sú, að þau geta numiö
hvaða tón ( eða hljóö) sem er,
Fourier-greint þaö á staðnum,
nefnilega greint bylgjusamsetn-
ingu þess i frumþætti sina, og
framleitt siöan sama tóninn i
hvaða tónhæð sem er eftir þvi
sem stutt er á nótu hljómborös-
ins. Af sama tagi var þýskt áhald
— vocasizer heyröist mér það
heita— sem gerir einum manni
kleyft aö syngja margradda:
hann syngur eða talar inn i hljóö-
nema, en tækið syngur með rödd
hans eins og hann spilar á hljóm-
borðið.Jakob Magnússon flutti
þarna islenskt lag með stil
Comedian Harmonists eða MA
kvartettsins.
Pianóiö varfundiðupp á 18. öld,
og árið 1747 heimsótti Jóhann
Sebastian Bach hirð Friðriks
mikla.en hann átti 15 Silbermann
pianó — Friðrikmiklisá þá fyrir,
að pianóið mundi valda stór-
merkjum i tónlist, sem og gekk
eftir. Og strax fyrsta kvöldið spil-
aði Bach af fingrum fram það
tónverk, sem sumir telja vera
með mestu afrekum mannsand-
ans, Muxikalisches Opfer.
A þvi er enginn vafi, að hin
nýju hljóðfæri eiga eftir aö valda
mikilli byltingu i' tónlist, en þang-
að til þau eignast sinn Bach eða
Mozart verða þau þó litlu betri en
grammófónninn eða gi'tarinn. Og
þarna var okkur kynntur angi
hins rómanska menningarheims,
af listamönnum jafngóðum og
þeir gerast bestir.
Tangó frá Paris
Fyrir hálfum mánuöi eða svo
hélt Olivier Manoury franskur
maður, tangó-tónleika i Félags-
stofnun stúdenta við Hringbraut
viö sjötta mann. Tónleikarnir
voru siöan endurtekniri Þjóðleik-
húskjallaranum helgina eftir.
Manoury spilar á e.k.
harmonikku, bandemoneón, og
það dylst engum sem heyrir, aö
hann er mjög snjall hljóöfæra-
leikari og tangómaöur. Þessir
tangóar, sem þarna voru leiknir,
munu vera af s-ameriskum
uppruna, en þar kvað tangó vera
þjóðlegt listform. Að visu er þessi
argentinska tónlist talsvert frá-
bugðin þeim tangóum sem viö
þekkjum best, meö sinum fasta
og ósveigjanlega takti. Hins veg-
ar finnst mér þaö eiga jafnt við
um þennan „æðri” tangó og um
jazz, að þetta er engin konsert-
tónlist, heldur brúks-músik fyrir
dans, knæpur eða kaffihús, þar
sem þörf er á dálitiö fjörgandi
hávaöa.
Harmomkkan, og frændi henn-
ar bandemoneón, hæfa þessari
tónlist vel, en hiö sama veröur
tæplega sagt um þann kvintett i
heild, sem þarna lék, þótt valinn
maður væri i hverju rúmi: pianó
(Edda Erlendsdóttir) fiöla & lág-
fiðla (Laufey Sigurðardóttir og
Helga Þórarinsdóttir) og bassi
(Richar Korn) Trúust virtist tón-
listinsjálfrisérog uppruna sinum
þegar Manoury spilaði einn, eöa
með bassanum. En pianóið kem-
ur Ur allt öðrum heimi, og Laufey
og Helga spila alltof hreint og vel
á fiðlu til aö falla inn i þessa tón-
list — eða það fannst mér a.m.k.
En allt um það, menn skemmtu
sér hið besta, og tangóunnendur
virðast aldrei fá nóg, þótt öðrum
kunni að þykja lögin gerast held-
ur einhæf, þegar fram i sækir. Og
þarna var okkur kynntur angi
hinsrómanska menningarheims,
af listamönnum jafngóðum og
þeir gerast bestir.
Sigurður
Steinþórsson
skrifar um
tónlist