Tíminn - 15.11.1981, Síða 4
4
ill'IS'JLÍ
HÚN ER TIL í ALLT ....
gæða prjónavélin
Hún er sterk —
Hún er lipur — Hún er til í allt
1
TOyOTA
i VARAHLUTA-
r»mUMBOÐIÐ H/F.
ÁRMÚLA 23 ■ REYKJAVÍK • SÍMI
81733
Vílborg DngbjöftðJíUir
Cyífí Gí.niasor.
Sunnudagur 15. nóvember 1981
á bókamarkaði
Tvær sögur
um tunglið
IÐUNN hefurgefiöút Tværsögur
um tunglið eftir Vilborgu Dag-
bjartsdóttur með teikningum
eftir Gylfa Gíslason. Þetta eru
sögur fyrir litil börn sem eru að
byrja að lesa. Fyrri sagan heitir
Alli Nalli og tunglið og hin siðari
Góða gamla tunglfð mittog fjall-
ar sú saga um Rósu Stinu.
Vilborg Dagbjartsdóttir hefur
áður samið sögur um Alla Nalla.
Gylfi Gislason hefur myndskreytt
barnabækur og gert sviðsmyndir
við barnaleikritið Óvita sem
Iðunn hefur gefið út tvivegis.
Tvær sögur um tunglið er lið-
lega fimmtiu blaðsiðna bók.
Prenttækni prentaði.
Þjóðsögur og
þættir ur Mýrdal
,■ Bókaútgáfan örnog Orlygur hf.
hefur nú sent frá sér bókina
ÞJÓÐSÖGUR OG ÞÆTTIR OR
MÝRDAL eftir Eyjólf Guð-
mundsson frá Hvoli i Mýrdal, en
Þórður Tómasson safnvörður á
Skógum bjó bókina til prentunar.
Eyjólfur Guðmundsson var
fæddur 31. ágúst árið 1870, en lést
16. október 1954. Hann var lengst
af ævi sinnar bóndi að Hvoli i
Mýrdal, en gaf sig þó mikið af
fræðistörfum og skrifum og allar
þær bækur er hann sendi frá sér
hlutu einstaklega góðar viðtökur,
einkum þó bækurnar „Pabbi og
mamma”og „Afi ogamma”sem
komu út á árunum 1941 og 1944.
Þegar Eyjólfur lést lá mikið
magn óprentaðra handrita i skrif-
borði hans, m.a. mannlifsþættir
úr Mýrdal, þjóðsögur og ýmis
fróðleikur yngri og eldri. Þórður
Tómasson tók saman safn úr
þessum handritum og birtist það i
bókinni. Þórður Tómasson ritar
einnig formáia bókarinnar og
kemst þar m.a. svo að orði:
„Mýrdælingar og íslendingar
eiga Eyjólfi á Hvoli mikla
þakkarskuld að gjalda fyrir þau
firn af fróðleik um horfna tið, sem
hann hefur haldið til haga og með
orðfæri er skipar honum til rúms
með bestu sagnamönnum og rit-
höfundum þessarar aldar. Sú
alþýðumenning er bjó hann úr
garði var ekki fátæk né feyskin.
Bókin ÞJ ÓÐSÖGUR OG
ÞÆTTIR ÚR MÝRDAL er sett,
umbrotin, filmuunnin og prentuð i
Prentstofu G. Benediktssonar, en
bundin hjá Arnarfelli hf. Bókar-
kápu gerði Pétur Halldórsson.
FARVEGIR
Ljóó
Stefán Höróur Grímsson
„Farvegir”
— ný ljóðabók eftir
Stefán Hörð
Scmsk gœðavam,
Ljósaperur 25w-100w,
^KAUPfHAGH)
| | i inl |
:
Grímsson
■ út er komin á vegum IÐ-
UNNAR ný ljóðabók eftir Stefán
Hörð Grinisson.Nefnist hún Far-
vegir og er fjórða ljóðabók
skáldsins. Stefán Hörður er eitt
fremsta ljóðskáld sinnar kyn-
slóðar. Fyrstu bók sina, Glugginn
snýr i norður, gaf hann út 1946,
siðan kom Svartalfadans 1951 og
loks Hliðin á sléttunni 1970.
Þessar þrjár bækur voru endur-
prentaðar i safni, Ljóðum, 1979.
Farvegirgeyma tuttugu og eitt
ljóð, og bókin er liðlega þrjátiu
blaðsiður. Káputeikningu gerði
Þórður Hall. Oddi prentaði.