Tíminn - 15.11.1981, Page 10

Tíminn - 15.11.1981, Page 10
Sunnudagur 15. nóvember 1981 10____________ á bókamarkaði 1 TB RLOOMSBURY U;().\ HDE-L «í ihc rank' - Afifrf Afútlm Tom Dardis: Keaton, The Man Who Wouldn’t Lie Down. Penguin 1980. Á siöustu kvikmyndahátiö fengu Islendingar nasasjón af ævistarfi Busters Keaton og þótti vist flestum harla gott. Frægö Keatons byggist eink- um á fjölmörgum kvikmynd- um sem hann geröi á 3ja ára- tugnum — t.d. „The General” „Cops”, og „Steamboat Bill”. Hann var maöurinn meö steinrunna og dapra andlitiö og sá eini sem gat veitt meist- ara Chaplin nokkra sam- keppni á sviöi þöglu kómedi- unnar — i list þeirra beggja var lika heldur grunnt á alvör- una. Buster var siöan flestum gleymdur lengi vel, en siöan 1960 hefur áhugi á myndum hans fariö sivaxandi, bæöi hjá fræö’inönnum og almenningi. Heldur mislukkaö einkalif Keatons er mjög i deiglunni hér i ævisögunni — erfiö bernska i fjölleikahiisum, næstum sjúkleg feimni, mis- heppnuö hjónabönd og barátta viö alvarlegan alkóhólisma. Viö sögu koma ýmsar stjörnur kvikmyndanna aftan úr forn- eskju —sjálfur Chaplin.Mary Pickford, Valentino, Marx-bræöurnir. Bókin er meö fjölda ljósmynda og hin forvitnilegasta aflestrar. Peter Schaffer: Amadeus. Penguin 1981. Schaffer þessi — höfundur „The Royal Hunt of the Sun”, og „Equus” — sló heldur betur i gegn meö „Amadeusi”, leik- riti sinu um Mozart eöa öllu heldur keppinaut Mozarts, miölungstónskáldiö Antonio Salieri sem naut hylli viö hirö Jósefs no. 2, Austurrikiskeis- ara, en er nú öllum gleymdur sem betur fer. Salieri vill hylla Guö i tónsmiöum sinum og fyllist hatri þegar hann kemst aö raun um aö Guö fær útrás i gegnum himpgimpiö Mozart. Salieri segir Guöi striö á hend- ur og vfgvöllur þeirra er Mozart. Býsna haganlega gert leikrit, framhjá þvi veröur ekki horft, en hefur þó hvort tveggja veriö lofsungiö og hrópaö niöur I Englandi. Leik- ritiö veröur sem kunnugt er sett upp i Þjóöleikhúsinu eftir áramót, hér geta menn kynnt sér þaö fyrirfram I aögengi- legum búningi. Leon Edel: Bloomsbury, A House of Lions, Penguin 1981. Höfundurinn vill telja til Bloomsbury-hópsins þau — hagfræöimginnMaynard Keyn- es, hjónin Leonard og Virginiu Woolf, útgefendur og rithöf- unda, ævisöguritarann Lytton Strachey, gagnrýnendurna Clive Bell og Desmond Mac Carthyog þrjá málara, Roger Fry, Vanessu Bell og Duncan Grant, sem öll höföu mikil áhrif ánýsköpun málaralistari Bretlandi. Aörir þekktir voru svo bendlaöir viö hópinn — D.H. Lawrence, E.M. Forster. Þessi hópur menningarljóna og samkvæmis — var kenndur viö hiö viröulega Bloomsbury-hverfi i London og var bundinn böndum vin- áttu, gagnkvæmrar sam- keppni og keimlikra skoöana á listum, menningu og stjórn- málum. Veldisskeið hans i breskri menningu stóö einkum á millistriösárunum. Leon Edel er þekktur fyrir geysi- mikla ævisögu rithöfundarins Henry James, þótt meira en nóg hafi veriö skrifaö um Bloomsbury-hópinn, hefur honum lánast að skrifa af- skaplega fallega og skemmti- lega bók, þar sem sjálfstæöir kaflar mynda heillega heild. tmrni INROMANS EMMA.NUKLLE ROV LADURIK )I*1>S IPRISING AT ROMAKS 1S79-LS80 Emmanuel Le Roy Ladurie: Carnival in Romans. Penguin 1981. Nýveriö fjölluöum viö hér á siöunni um „Motaillou”, bók eftir þennan sama Le Roy La- durie um daglegt lif i smáþorpi í Suður-Frakklandi á 15du öld. Þar notaöi hann frumheildir frá tima rann- sóknarréttarins til að hnýsast i einkalif löngu liöins tima. Hér er Ladurie enn viö sama heygaröshorniö — þaö sem kalla mætti „mikró-sagn- fræöi” — aö vinna upp úr sam- timaheimildum smásmugu- lega mynd af löngu gengnum tima og staö. Og likt og I „Montaillou” er útkoman ótrúlega forvitnileg og spenn- andi. Romans var smábær suöur af Lyon, þar var á hverju ári haldin kjötkveöju- hátið I febrúar. 1580 var hún öllu litrikari og fjörugri en nokkru sinni fyrr eöa siöar. Smáborgarar og iönaöarmenn i héraöinu voru I uppreisnar- hug, einkum vegna ofsköttun- ar, og á hátiöinni notuöu valdsmenn tækifæriö til aö koma þeim aö óvörum — gleöskapurinn litaöist blóöi. Or efniviö sinum gerir La- durie frámunalega læsilegan texta, bækur hans eru nánast eins og tfmavélar. KTBt SHflFFER „Þetta fór ein- hvern veginn svona” — „í sama klefa” eftir Jakobínu Sigurðardóttur Jakobina Sigurðardóttir: i sam a kiefa Mál og menning 1981 ■ Bókin hefst á komplexum rit- höfundar — siöan vænkast hag- urinn. Rithöfundurinn puöar viö aö skrifa Góöa Bók (undarlegt hversu rithöfundar eru aö verða rithöfundum hugstæöir), hún hefur fengiö stóran vbcil hjá Rik- inu, það er að segja hjá lesara sinum, og afsakar þvers og kruss aö hafa ekki tekist ætlunarvérkið. 1 staöinn verður til önnur bók. Rithöfundurinn heyrir i útvarpinu auglýst andlát konu nokkurrar, Salómear Kjartansdóttur, og þaö rifjast upp fyrir henni aö þrjátiu árum fyrr hafi hún lent i sama klefa og Salóme þessi á strand- ferðaskipinu Esjunni — á leiöinni suöur. „Og ég skil ekki hvers vegna hún hefir ásótt mig ööru- hvoru i öll þessi ár.” Lesara verður það að visu mæta vel ljóst, er liöur á bókina. Salóme er hæglát kona með af- brigðum, „þrælkunarleg og sat dálitiö hokin i heröum”, lifiö hefur leikið hana iila, en hún kann ekki aö bera vandamál sin á torg — gerir sér varla grein fyrir þvi sem betur hefði mátt fara, tekur flestum hlut með stöku jafnaðar- geði. örlögin. Eða þannig ályktar lesari aö sé raunin. Þarna — „i sama klefa” — lúkast skyndilega upp vendilega læstar sálarhirslur Salómear Kjartansdóttur, hún fer aö tala viö þessa ókunnugu konu sem siöar veröur rithöfundurinn vixlumhrjáöi, þaö halda henni engin’ bönd. Það þótt rithöfund- inum tilvonandi sé meinilla viö að hlýöa á sögu hennar, vilji fá að vera i friöi og hafi litinn áhuga. Salöme hefur dulið innan i sér allt það sem fyrir hana hefur komiö á langri leiö, nú vill hún fá aö segja ævisögu sina. Hún er húsfreyja aö Hamri, af- skekktu smábýli i Suðurfjöröum, er nú á leið suöur vegna kvilla i móðurlifi. Hún hafði komiö að Hamri ung og hraust kaupakona, vinkona hennar Ebba var á næsta bæ. Þær ætluðu suöur aftur um haustiö en reyndin varö að Ebba fór ein. Salóme hitti þarna mann- inn sinn og varð eftir. „Þetta fór einhvernveginn svona,” segir hún. Þó saga hennar sé saga si- felldra vonbrigða, erfiöleika og þrældóms, þá tekur hún þvi sem eölilegum hlut. Þaö er ekki á henni beiskju aö heyra. Ást í meinum Hún varð ófrisk, trúlofaðist bóndasyninum, örlög hennar voru ráðin. Þaö var ekki, aö séö verður, um neina ást aö ræða millihennar og mannsins hennar, wþetta fór bara svona”. Enþarna i skipinu talar hún um ástina af þvi hún varö siðar ástfangin — af yngri bróöur mannsins sins. Klassi'sk ást i meinum og Salóme lét undan henni og lifði i henni. „Hamn var svo góður og svo hlýr og — allt öðruvfsi en aörir. Og ég vissi ekki heldur þá hvernig hann haföi hugsað um mig — og að hann sá þaö, sem aðrir sáu ekki.” Þetta siöasta er mikilvægt, bróð- irinn sá það sem aörir sáu ekki. Salóme segir ekki hvaö ,,þaö” var, likastil ekkiannaöen mann- eskjan Salóme... Harla venjuleg aö sönnu, en manneskja samt, að þvf viröast aörir á bænum litt hafa leittt hugann. 1 harðri lifsbaráttu Hamars, i hefðbundnu, rigföstu, samfélagi sveitarinnar — Islands — var ástin uggvekjandi. Synd ef hún skaut upp kollinum mflli annarra en báru giftingarhringi eða hugð- ust gera það. Salóme varö hrædd, ofsahrædd — hún var viss um að refsingin léti ekki á sér standa. Og refsingin lét heldur ekki á sér standa,eða þannig var það túlkað I huga konunnar þegar hún átti fávita fyrir son og ástmaðurinn fórst sjódauða. Eftir þaö sætti hún sig við hlutskipti sitt skilyrðislaust. Kjaftur hæfir skel Skyldi Salóme Kjartansdóttir vera táknmynd yfir hina islensku konu frá örófi alda — er hún ekki kúguð, niöurdrepin og bæld? Að vi'su tekur hún ekki eftir þvi sjálf, það fer stundum i taugarnar á lesara hvaö hún er mikil gufa. Förunautur hennar i klefanum er sjálfstæðari vera, þaö fer lika I H Jakobina Siguröardóttir. t rit- dómi segir: „Dálltii perla, þessi bók” taugarnar á henni hvað Salóme er litil fyrir mann aö sjá. Henni finnst þessi beygða manneskja hreint og beint leiðinleg — samt losnar hún ekki viö hana úr huga sér, ekki óliklegt að eins fari fyrir mörgum lesara. Þar koma til sögunnar hin listrænu tök Jakobinu Siguröardóttur á efni sinu. Það er liklega hárrétt sem glögg stúlka sagöi: Þessa bók les maður með svipuðu hugarfari og rithöfundurinn hlustar á Salóme Kjartansdóttur. Þrátt fyrir stór- orð innskot sögumanns og for- dæmingar hans á afstöðu og lifs- víóhorfi Salómear er tónn sög- unnar næstum undarlega lágur — hæfir kjaftur skel, mætti segja! Og skemst frá að segja hæfir þessi aöferð bæöi Jakobinu og Salóme öldungis frábærlega — að undanskildum fyrstu blaðsiðum bókarinnar, sem mér finnst vera afar tilgeröarlegar, er „1 sama klefa” mjög fallega skrifuð bók, næstum eins og p-ósaljóð á köflum. Það má njóta þessa texta i sjálfu sér — alveg burtséð frá innihaldi sögunnar um Salóme. Sem lætur liklega fáa ósnerta, eins og áöur var drepið á. Dálitil perla, þessi bók. Illugi Jökulsson skrifar um bókmenntir Skýrar smámyndir — „Ljóð” Vilborgar Dagbjartsdóttur Vilborg Dagbjartsdóttir: Ljóö Mál og mennig 1981. ■ Hér eru samankomin i einni bók ljóö úr þremur fyrri bókum Vilborgar Dagbjartsdóttur — „Laufin á trjánum” sem útkom 1960. „Dvergliljur” sem Utkom 1968, og „Kyndiimessu” sem kom út áriö 1971, auk þess er hér aö finna þýdd ljóö og ljóö sem birst hafa I blöðum og timaritum á árunum 1971 til 1981. Fyrirtaks útgáfa þá fyrir þá sem vilja kynna sér ljóölist Vilborgar, en hún hefur, viö nána aögát, margt til málanna að leggja. Ljóö Vilborgar vilja umfram alit vera falleg en einnig vekja til umhugsunar. Ljóöin eru flest smágerö, firnavönduö og hagan- leg, þar sem henni tdist best upp dregur hún upp skýrar smámyndir sem eiga það til aö festast Ihuga lesara. Náttúran er henni hugleikin stundum, annars samskipti fólks, pólitik, staöa konunnar jafnvel og þar fram eftir götunum. Eftir þvi sem á liöursýnist mér ljóöhennar veröa markvissari og myndirnar (ýuggari — meöal þeirra ljóða sem hún hefur birt i blöðum og timaritum undanfarinn áratug eru nokkur þar sem hún gerir greinilega ýmsar tilraunir með form og heppnast vel. Japönsk bragform skjóta meöal annars upp kollinum og reynast hæfa Vil- borgu prýðiiega. Vilborg boðar frið milli manna en jafnframt réttlæti og jöfnuð, hún ákallar feguröina en dregur dul yfir það sem smánar þá fegurö, hún hefur húmœ- i Ijóöum sinumen erstundum fullreiöi eöa beiskju, ljóðin eru kannski bæði ljúf og blið en tilfinningarnar eru stórar. Og hún hefur gott vald á orðum. Hiö eina sem ég hef viö þessa bók aö athuga er kápumyndin. Vilborg er vissulega skáld feguröarog blóma en hún er ekki væmin — eins og blómamyndin á kápu. Vilborg Dagbjartsdóttir. I rit dómisegir: „Ljóö Vilborgar vilja umfram allt vera f alleg en einnig vekja tfl umhugsunar” Illugi Jökulsson skrifar um bók- menntir.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.