Tíminn - 29.11.1981, Page 8
8
Sunnudagur 29. nóvember 1981
SÍMÉIftyf
Utgefandi: Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastióri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur
Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjori: Sig-
urður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jóns-
son. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Páll Mígnússon.
Umsjónarmaður Helgar-Timans: lllugi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes
Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friðrik Indriðason,
Heiður Helgadóttir, Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrímsson, Kristin
Leifsdóttir, Ragnar orn Pétursson (iþróttir), Skafti Jónsson. Utlitsteiknun:
Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón
Róbert Agústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Próf-
arkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteins-
dóttir.
Samkeppni síðdegis-
blaðanna er lokið
■ Með samruna siðdegisblaðanna aðfaranótt
fimmtudagsins er sex ára samkeppni þeirra á
milli lokið. Einokun rikir aftur á siðdegismarkaði
islenskrar blaðaútgáfu, eins og var fyrir stofnun
Dagbiaðsins árið 1975. Orsök þessa skyndilega
samruna siðdegisblaðanna er augljóslega fjár-
hagslegs eðlis. Rekstur þeirra hefur gengið erfið-
lega, eins og flestra dagblaða. Engu að siður
munu margir undrast, að eigendur blaðanna
skyldu gefast upp á samkeppninni og fallast i
faðma eftir sprenginguna miklu þeirra á milli
fyrir aðeins sex árum siðan.
Sá mikli samdráttur i blaðaútgáfu, sem felst i
samruna siðdegisblaðanna, er auðvitað öllum
þeim vonbrigði, sem telja sem mesta fjölbreytni i
blaðaútgáfu æskilega. Samruninn hefur einnig
þegar leitt til fjöldauppsagna á starfsfólki. Á
annan tug blaðamanna, og margir aðrir, sem
unnið hafa við útgáfu blaðanna, missa nú atvinnu
sina. Sú fjölgun, sem varð i islenskri blaða-
mannastétt með tilkomu Dagblaðsins, er þannig
að mestu fyrir bi. Hið nýja blað verður að sjálf-
sögðu mun minna en Visir og Dagblaðið voru
sameiginlega áður.
Hörð samkeppni siðdegisblaðanna átti mikinn
þátt i að gera þau sæmilega frjálslynd hvað efnis-
val snerti, þótt þau hafi i leiðurum sifellt tengst
nánari böndum við tiltekna arma i Sjálfstæðis-
flokknum. Nú er þessi samkeppni úr sögunni og
veitir þvi hinu nýja blaði ekkert slikt aðhald.
Skortur á samkeppni á siðdegismarkaðinum
hlýtur óhjákvæmilega að setja mark sitt á nýja
blaðið, sem verður vafalaust i mun rikari mæli
blað sjálfstæðismanna en t.d. Dagblaðið var.
Aðferðirnar, sem viðhafðar voru við samruna
Dagblaðsins og Visis, munu án efa þurrka glýj-
una úr augum margra, sem hafa hingað til hald-
ið, að það eitt að blöð væru i eigu einstaklinga en
ekki flokka gerði þau að einhverju leyti óháð og
frjáls eins og það hefur verið kallað. Ritstjórnum
dagblaða hefur aldrei i sögu islenskrar blaða-
mennsku verið sýnd slik litilsvirðing eins og i
þessu tilviki. Eigendur blaðanna sameinuðu þau
á einni nóttu, eftir nokkurra daga tveggja manna
tal, og tilkynntu blaðamönnunum morguninn
eftir, þegar þeir mættu til vinnu, ýmist að þeir
væru komnir til starfa á nýju blaði, eða þá að þeir
væru reknir! Slik meðferð sýnir auðvitað, að það
eru eigendur einkablaðanna, sem ráða þeim að
vild sinni. Vinnubrögðin hafa þvi undirstrikað þá
staðreynd, að allt hjal um, að slik blöð séu óháð
eigendum sinum, er út i hött.
Islenski dagblaðaheimurinn er fátækari en
áður eftir samruna siðdegisblaðanna. Einkum
munu tryggir aðdáendur elsta dagblaðs landsins,
Visis, þykja hlutur þess blaðs illilega fyrir borð
borinn i nýja blaðinu með Dagblaðsbragðinu.
Eina raunverulega samkeppnin i blaðaútgáfu
hér á landi verður á milli morgunblaðanna, með
Morgunblaðið og Timann i fararbroddi, þvi á sið-
degismarkaðinum rikireinokun á ný.
—ESJ.
menningarmál
LEIKFÉLAG
REYKJAVÍKUR
UNDIR ALMINUM,
eftir
Eugene O’Neill
Þýðing Árni Guðnason
4. sýning
Lýsing:
Daníel Williamsson.
Tónlist:
Sigurður Rúnar Jóns-
son.
Leikmynd og búningar:
Steinþór Sigurðsson.
Leikstjórn:
Hallmar Sigurðsson
Ameriska leikritið
■ Ýmsireru þeir, er telja Eugene
O’Neill vera eins konar upphafs-
mann i bandariskri siðari tima
leikritun, og að þegar hann hóf
leikjaskrif sin hef jist visst blóma-
skeið i leikritun, sem ekki var til
áður, þar er fjallað á sérstakan
hátt um bandariskt þjóðlif, sem
var i mótun. Bandaríkin voru
land tækifæranna, og landnemar
flykktust þangað. Margir voru i
leit að skjótum gróða, en flestir
landnemanna urðu þó að vinna
hörðum höndum, hvort sem það
var nú i dularfullum borgum, eða
úti í sveit. Þeir unnu venjuleg
störf og eygðu fæstir nein uppgrip
GRJÓTBÝLI UNDIR ÁLMI
það þekkjum við m.a. af sögum
af Vestur-lslendingum.
Þessir nýju höfundar unnu
siðan Ur sigrum og vonbrigðum
hinnar ungu þjóðar, úr draumum
hennar og vöku, ást og hatri i
nýrri veröld, sem var með allt
öðru sniði en hinn gróni heimur i
austri.
1 leikskrá segir m.a. þetta um
Eugene O’Neill.er siðar hlaut
Nóbelsverðlaun og annan frama,
er bættist á heimsfrægðina
sjálfa:
„Höfundur leikritsins i kvöld
hefur af mörgum verið talinn
mesta leikskáld Bandarikjanna
fyrr og siðar. Um slikt má ugg-
laust deila lengi, en bandarisk
leikritun vakti fyrst verulega
athygli, þegar Eugene O’Neill
birti fyrstu leikrit sin á árum
heimsstyrjaldarinnar fyrri. Með
nokkrum sanni má raunar tala
um vakningu i bandariskri leik-
ritagerð á þessum árum, en þá
voru stofnaðir þrir leikflokkar,
sem allir störfuðu á áhuga-
mannagrundvelli, en þó af mun
meiri metnaði en mörg atvinnu-
leikhúsiná Broadway. Einn þess-
ara hópa, The Provincetown
Players, fékk O’Neill til sam-
starfs við sig strax á öðru starfs-
ári, 1916, og næstu sex árin frum-
sýndi leikhópurinn flestöll af
fyrstu verkum höfundar. Það var
því við frumstæðar aðstæður sem
leikrit eins og ÞORSTI (Thirst)
og SIGLT TIL CARDIFF (Bound
East for Cardiff) voru sýnd.
Fyrsta leikrithans af fullrilengd,
HANDAN SJÓNDEILDAR-
HRINGSINS (Beyond the Hori-
zon) var frumsýnt 1920, en fyrir
það hlaut hann Pulitzer-verölaun-
in sem hann átti reyndar eftir aö
fá aftur siöar. Nóbelsverðlaunin
hlaut hann svo árið 1936.
EugeneO’Neill fæddist 1888 við
sjálfa leikhúsgötuna Broadway f.
New York. Faðir hans var þekkt-
ur og vinsæll leikari, og fyrstu ár
ævi sinnar ferðaðist O’Neill um
landið ásamt foreldrum sinum og
barnfóstru. Móðir hans var illa
farin af eiturlyfjaneyslu og faðir
hans vansæll þráttfyrir vinsæld-
irnar. O’Neill oröaði það svo, aö
faðir hans hefði ,,selt sig”, en
hann lék hlutverk greiíans af
Monte Cristo. árum saman við
miklar vinsældir, þó aöhann teldi
það standa I vegi fyrir framför-
um si'num og listrænum þrœka.
Fjölskyldulifi sinu lýsir skáldið á
áhrifamikinn og eftirminnilegan
hátt i einu þekktasta verki sinu
HÚMAR HÆGT AÐ KVELDI
(Long Day’s Journey into Night),
sem ekki var frumsýnt fyrr en
eftir lát höfundar.
Undir álminum
Undir álminum segir frá lifinu
á bóndabæ hjá gömlum harð-
stjóra, Ephraim Cabot (Gisli
Halldórsson), sem lifað hefur við
stöðugan grjótburð og vinnu-
þrælkun alla ævi. Hann eignast
þrjár konur, þrjá eða fjóra syni,
er hann hefur pint ásamt konun-
um til verka i grjótburði og ýmsu
öðru og þannig hefur hann eignast
dágóða bújörð. Að visu kemur
það ekki fram, aðhann hafihagn-
ast verulega á búi sinu, en jörð
hans er þó það eftirsóknarverð,
að synirhans biða arfs, biða þess,
að hinn gamli harðjaxl og þræl-
dómsmaður verði allur, þannig
að þeir geti tekið við eigninni.
Að vísu kallar margt annað á
synina. Gullið i vestri, gullið i
Kalifomiu, þar sem gullmolar
koma upp Ur plógförunum.
Heimilið er iupphafi leiksins án
kvenmanns, en Eben (Karl Agúst
Ulfsson), yngsti sonurinn sér um
matseki i grjótbyrginu. Eldar i
bræður sina, og gamla bóndann,
föðursinn, sem allir biða eftir að
hrökkvi uppaf.
Það er hins vegar af þeim
gamla að segja, að eitt sólfagurt
kveld riður hann burt, og kemur
siðan heim nokkru siðar og er þá
harðgiftur ungri stúlku, Abbie
(Ragnheiður Steindórsdóttir),
sem ferekkidulineð að hún hefur
gifst þessari grjótjörð eða gaml-
ingjanum til að tryggja framtið
sina efnalega. Og þá byrja hjólin
að snúast.
Ekki veit ég hvar þetta verk er
sett til borðs þegar verk O’Neills
eru sett saman og skoðuð. En á
einhvern sérstakan hátt virðist
það dæmigert fyrir þann leikhús-
heim er það tilheyrir. Ahrifamik-
iö leikrit, eða bókmenntaverk um
erfiðismenn i nýju og stóru landi,
þar sem öllu ægir saman.
Álmur Leikfélags
Reykjavíkur
Leikfélag Reykjavfkur hefur
oft áður sýnt verk O’Neills og
UNDIR ALMINUM sem er i
snjallri þýðingu Arna Guöna-
sonar, er likiega sjötta verkefni
þess eftir þennan höfund. Þar
hafa ýmsir góðir kraftar komiö
nærri gegnum árin.
Að þessu sinni stýrir Hallmar
Sigurðsson verki, en leikmynd er
eftir Steinþór Sigurðsson.
Undir álminum er dæmigjört
textaverk, ef svo má að orði kom-
ast. Það gerist með öðrum orðum
meira i orðinu en i leikbrögðum.
Náttúrunni er lýstmeð orðum.
Gullinu i vestri með orðum,
fegurö landsins, grjótinu, f jósinu,
svinunum og hænsnunum. Um-
hverfið er orð og sviðið er aöeins
miðja i viðáttu hins mikla lands.
Leikmynd Steinþórs Sigurðs-
sonar er sérlega hentug. HUn er
opin. Hún er partur af þrjátiu ára
grjótburði, litlum þægindum og
búskap.
L ei k s tj ór inn, Hallmar
Sigurðsson, vinnur þetta verk
býsna vel. Einkum i fyrra hluta
sýningarinnar. Orð komast til
skila og hófsemi er i hreyfingum.
Orð eru undirstrikuð, heimilisli'f-
inu i grjótheimum Ephraims
Cabot er haldið saman með orð-
inu, fyrst og fremst.
Nokkuð sígur þó á ógæfuhliðina
i siðari atriðum leiksins en þá
taka atburðir á sig nýjar,
óhugnanlegar myndir. Þá fer
nokkuð að bera á ofleik, einkum
hjá hinum óvönu. Þessu þyrfti að
kippa i liðinn og gæta meiri still-
ingar, þvi orðin standa nefnilega
þar fyrir sinu lika. Túlkun Gisla
Halldórssonar á harðstjóranum
Cabot er eftirminnileg og þá ekki
siður leikur Ragnheiðar Stein-
dórsdóttur i hlutverki ungu kon-
unnar Abbie. Ragnheiður hefur
fengið mörg hlutverk, fleiri tæki-
færi en flestir ungir leikarar, og
hún stendur fyrir siriu og vinnur
hér enn einn sigur.
Góðir þóttu mér þeir Sigurður
Karlsson og Jón Hjartarson i
hlutverkum eldri bræðranna, þótt
Jón sé að vi'su enn dálitið fastur i
Ofvitanum, en það er ókostur
þess fámennis er við búum við.
Karl Agúst úlfsson virðist mér
efnilegur leikari, en mætti gæta
hófs á vissum stöðum. Hans hlut-
verk erþó ef tilvillþaðörðugasta
og þyrfti þvi' meiri mótun.
Margirfleiri koma þarna fram,
i smáum hlutverkum, og i það
heila tekiö er þetta ágæt sýning.
Svona „vestrar” eru ómissandi á
verkefnaskrár leikhúsanna, þótt
ekki sé nema ööru hverju.
Verk Bandarikjamanna höfða
nefnilega með dularfullum hætti
til okkar allra, og er þá átt við
hina frægu leikjahöfunda þessar-
ar aldar, er rita um venjulegt ftílk
og baráttu þess við land og sam-
félag sem er i mótun. Tilraun og.
viðleitni til aö lifa lifinu og borga
svo reikninginn i tárum og svita.
Jónas Guðmundsson
Jónas
Guðmundsson
skrifar um
leiklist