Tíminn - 29.11.1981, Síða 13
Sunnudagur 29. nóvember 1981
skákþáttur
slavaskák
® Það er fremur auðvelt að
ná valdi á peðastöðum. Undir
eins og skákmaður hefur gert
það getur hann unnið margar
fallegar stöðubaráttuskákir
og óefað færist hann upp um
einn flokk. Þar nemur hann
svo staðar og fær að kenna á
þvi! Það eru nefnilega fleiri
menn en peð i skákinni.
1 eftirfarandi skák er ósköp
auðvelt að skilja að hvitur
skyldi vilja leggja undir sig
reitinn c4. Það má lika virða
það hvernig hann stöðvar
peðaframrás svarts á
drottningarvæng, enda þótt
hann hafi færri peð.
Hvitur var sem sé á réttri
leið en hann hefði ekki átt að
fara á peðaveiðar með
drottningunni. Skyndilega sjá-
um við að svartur stendur
betur og við fylgjumst með
fallega útfærðri árás hans.
Skákin var tefld á júgó-
slavneska meistaramótinu i
ár. Stórmeistarinn Vukic
hefur hvitt, kollegi hans
Velimirovic gerir árásina.
Byrjunin heitir nútima
Benóni.
1. d4-Rf6 2. c4-e6 3. Rf3-c5 4.
d5-exd5 5. cxd5-d6 6. Rc3-g6 7.
Bf4-a6 8. a4-Bg7 9. e4-Bg4 10.
Be2-0-0 11. Rd2-Bxe2 12. Dxe2-
Rh5 13. Be3-Rd7 14. g4-Rhf6 15.
h3-b5.
Eftir 16. axb5-axb5 17. Hxa8-
Dxa8 gefur bæði 18. Dxb5-Hb8
og 18. Rxb5-Dal+ svörtum
taktiska möguleika. Hvitur
segir þvi neitakk.
16. 0-0-b4 17. Rdl-He8 18. f3-
Rl)6 19. Db3-a5 20. Ha2-Rfd7
21. b3-Hc8 22. Hc2-Re5.
Svartur stendur enn fyrir
sinu varðandi reitinn c4. Nú
hefur hið áhættusama peðsrán
sem aldrei skyldi verið hafa.
23. Db5?-Hb8 24. Dxa5-Dh4
25. Kh2
25. ...-Rxd5! 26. exd5-Rxg4+
27. fxg4-Be5 +
Nú getur hver maður séð að
hvita kónginum er orðið illt.
28. Hf4-Bxf4+ 29. Bxf4-
He2+ 30. Kgl-Dxh3 31. Re3-
Hxe3 32. Kf2-Hbe8 og hvitur
gafst upp.
Að sönnu hafði hvitur náð
valdi á reitnum c4. En reitirn-
ir umhverfis kónginn skipta
einnig dálitlu máli.
Upp og ofan hjá
Gligoric
A siðasta ári var júgó-
slavneski stórmeistarinn
Gligoric sem allir skák-
unnendur þekkja svo
óánægður með frammistöðu
sina að hann bað um að vera
tekinn úr júgóslavneska
ólympiuliðinu. 1 janúar fannst
mér að hann tefldi ljómandi
vel i Linares, en að visu stóð
hannsig mun betur með hvitu
en svörtu! Fyrir gamalreynda
skákmenn sem misst hafa
nokkuð af fyrri snerpu er
miklu auðveldara að stýra
skákunum inn i afbrigði sem
þeir þekkja út og inn, ef þeir
hafa hvitu mennina en þá
svörtu.
Hér kemur fallegur sigur
Gligoric frá júgóslavneska
skákmótinu. Það er
Kovacevic sem hefur svart.
1. d4-d5 2. c4-e6 3. Rf3-Rf6 4.
Rc3-Bb4
Þessistaða getur bæði kom-
ið upp eftir drottningarbragð
eða Nimzó-indverska vörn.
Eftir næsta leik hvits ætti
maður að leita i teóriubók um
Nimzó-indverjann en ef
hvitur hefði leikið Bg5 væri
rétt að kynna sér drottningar-
bragð.
5. e3-0-0 6. Bd3-dxc4 7. Bxc4-
Rc6
Algengara er 7. ...-c5. A sin-
um tima lék rússneski stór-
meistarinn Ragozin Rc6 mjög
oft.
8.0-0-a6 9. h3-h6 10. Hel-Bd6
11. e4-e5 12. Be3-Bd7 13. a3.
1 gamalli skák Kéresar var
hérleikiðDc2 en Gligó kýs að
halda drottningunni á cl enn
um stund. Textaleikurinn er
ágætur, hann kemur i veg
fyrir b5-b4. Svörtum reynist
erfitt að þola spennuna á mið-
borðinu.
13. ...-exd4
14. Bxd4!
Flestir mundu liklega hafa
drepið með riddaranum án
þess að hugsa sig um. Mýtan
um biskupaparið er þrautseig.
En nú veldur hótunin e4-e5
usla i herbúðum svarts.
14. ...-Rxd4 15. Dxd4-b5 16.
Ba2-Rh7 17. e5-Be7 18. Hadl-
Bc6 19. De3-De8 20. e6!
Þetta fripeð verður geysi-
sterkt. Svartur má ekki drepa
þvi eftir Dxe6+ vinnur hvitur
mann.
20. ...-f5 21. Rd5f4 22. Dc3-
Bxd5 23. Bxd5-Hd8 24. Bc6-Dh5
25. Hd7!-Hxd7 26. exd7-Bd8 27.
He8.
Staðan er nú full af pyttum.
Ef til dæmis 27. ...-Df7 28. Dc5-
Rf6 29. Re5.
27. ...-Rf6 28. Db3 + -Df7 29.
Dxf7 + -Kxf7 30. Re5+ og
svartur gafst upp.
Ef 30. ...-Kg8, þá 31. Rg6 og
vinnur mann.
Bent Larsen,
stórmeistari,
skrifar um skák
13
Jóla-
getraun
Tíminn í samvinnu við Einar Farestveit & Co. h.f
efnir til Jólagetraunar fynir lesendur Tímans
Vinningunnn er TOSHIBA 619 œhylgjuojh
að verðmæti kr. 4.950.-
Þú sparar allt áð 75% i rafmagnsnotkun með örbylgju-
ofninum, auk timaspamaðar við matreiðsluna og mat-
urinn heldur næringargildi sinu. Þú getur notað við
matargerðina gler, postulin, plast, pappa og jafnvel
pappirsserviettu og losnar þar með við uppþvott á pott-
um og pönnum og losnar um leið við matarlykt úr ibúð-
inni.
Vinningshafi fœr ókeypis kennslu á ofninn
hjá matreiðslukennara fyrirtœkisins
Getraunin verður i þremur biöðum með nokkm millibili.
Það sem þú þarft að gera, er að krossa við eitt af upp-
gefnum svörum við spurningu hvers seðils, halda
spurningaseðlunum saman og þegar þriðji og siðasti
seðillinner kominn, að senda þá alla seðlana til blaðsins
merkt Timinn jólagetraun, Siðumúla 15, Reykjavik.
Ef þú hefur krossað við rétt svar á öllum seðlunum,
hefur þú möguleika á að eignast þennan nytsama ör-
bylgjuofn og fá hann heim fyrir jól.
Við hvaða götu er fyrirtækið
Einar Farestveit & Co. h.f.?
Bergstaðastræti
Hringbraut
Ármúla
Nafn:
Heimilisfang: