Tíminn - 29.11.1981, Qupperneq 22

Tíminn - 29.11.1981, Qupperneq 22
 Sunnudagur 29. nóvember 1981 Sunnudagur 29, nóvember 1981 Norsk nýbylgja: The Cut á íslandi A hvaöa tungumáli tekur maöur viötal viö hljómsveit sem skipuö er norsurum, þýskara og breta? Þessu velti útsendari Nútimans fyrir sér á leiö sinni til aö taka viötal viö meölimi norsku hljómsveitarinnar „The Cut”, sem hér eru staddir. Þesgar viö höföum komiö okkur þægilega fyrir viö borö i Sigtúni, en þar voru þeir aö undirbúa sina fyrstu tónleika hér á landi, lá beinast viö aö spyrja á islensku, þvi hjá okkur var stödd Elsa nokkur sem er nokkurskonar framkvæmda- stjóri heimsóknar The Cut. Von min um þaö aö hún myndi þýöa spurningarnar fyrir mig rann út i sandinn þegar hún haföi lokiö viö aö kynna okkur, þvi hún stakk af ásamt öörum gitarleikaranum til aö redda einhverju fyrir kvöldiö. Þá var ekki annaö aö gera en gripa til norskunar. Já, þaö er hægara sagt en talaö. Brátt gáf- ust strákarnir upp á tautinu I mér og viötaliö fór fram á ensku. Upphafið Eins og áöur sagöi er The Cut norsk hljómsveit, þ.e. hún kemur frá Noregi, en þaö sama er ekki hægt aö sgja um suma hljóm- sveitarmeölimina. Volker Zibell, er þjóöverji, fæddur og uppalinn i Berlfn. Hann er upphafsmaöur hljómsveit- arinnar og tónlistarlegur leiötogi hennar. Rólegur og yfirvegaöur náungi. Ekki gott aö átta sig á persónuleikanum en greinilega alvörumaöur. Don Buchanan, er breti. Opinn og ræöinn. Annar af upphafs- mönnum hljómsveitarinnar. Torgrimm Eggen, Atle Gundersen og Arne Lund eru norsararnir. Arne er úti búö aö kaupa skinn á trommururnar sinar. Torgrim og Atle taka þátt i viötalinu. Sá fyrrnefndi, eldrauö- hæröur, er greinilega sá sem hefur orö fyrir norsurunum. Hefur ákveönar skoöanir. Þaö lá beinast viö aö spyrjast fyrir um upphaf hljómsveitar- innar til aö koma boltanum af staö. Volker varö fyrir svörum. „Um áramótin 1979 — 80 haföi ég mikinn áhuga á aö stofna hljóm- sveit, til þess aö spila og vinna eingöngu i stúdiói. Ég setti mig i samband viö Don Buchanan og viö fórum af staö aö leita aö mönnum. Brátt bættust þeir Tor- grim og Atle viö. Viö geröum eina litla plötu I aprll 1980 sem hét „Four Cuts — Fresh and Bleeding”. Um þaö leyti sem viö gáfum plötuna út ákváöum viö aö veröa alvöruhljomsveit, þ.e. ekki vinna eingöngu i stúdiói. Viö fórum þvi af staö meö aö halda tónleika og viö bættust tveir nýjir menn þeir Arne Lund og Kikkan Fossum. En hann (Kikkan) er nú hættur.” Og hvernig gekk svo aö koma sér á framfæri? „Fyrst til aö byrja meö var þaö erfitt. En smátt og smátt barst þaö út aö viö værum ágætis sviös- band og áhorfendur tóku aö streyma á tónleikana hjá okkur.” Af hverju Island? En hvers vegna kaus hljóm- sveitin aö koma hingaö til Islands þar sem þeir eru nær algerlega óþekktir heldur en aö vera áfram I Noregi, þar sem dyggur aödá- endahópur fylgir þeim? „Þaö er eitt af markmiöum hlómsveitarinnar aö ná til sem flestra. Viö setjum okkur þaö tak- mark aö feröast sem viöast um veröldina og spila. Viö höfum tvi- vegis veriö i Sviþjóö og erum reyndar nýkomnir þaöan. Þaö aö viö skulum vera vinsælir I Noregi og Sviþjóö skiptir ekki öllu máli. Þegar viö förum héöan stefnum viö aö þvi aö komast til Þýska- lands, þvi þar er aö koma út litil plata meö okkur. Viö erum búnir aö metta markaöinn i Noregi.” Hvernig tónlist spilar svo „The Cut”? „A hana er ekki hægt að setja neitt merki. Viö reynum aö breyt- ast og þróast eins mikiö og viö getum. Við erum ekki að ieita að réttu „sándi” og halda þvi. Viö erum allir frekar hrifnir af þvi aö gera tilraunir meö tónlist. Viö erum ekki synthesiser hljómsveit og heldur ekki „rock and roll band”. Þaö má lýsa þvi sem melódiskri tilraunamúsik með þéttum, oftast funky, takti. Viö spilum rafvædda tónlist ekki raf- magnaöa.” Hvaö meö plötur? „Viö höfum sent frá okkur eina litla og eina stóra plötu. Stóra platan er nýkomin út og heitir „Shadow Talks”. Viö fundum engan góöan upptökustjóra i Noregi svo viö fengum John Leckie sem hefur starfaö meö hljómsveitum á borð viö Mag- azine, Public Image, XTC og Simple Minds, til þess aö aöstoöa okkur. Samstarfiö viö hann gekk Laugardagskvöld 28/11 NEFS (m/Egó) Sunnudagskvöld 29/11 Tónabæ (hin hljóm- sveitin óþekkt) Mánudagskvöld 30/11 Fjölbrautarskólanum Akranesi mjög vel (enda platan góö) og viö læröum mikið af honum.” Hefur það áhrif á hljómsveitina aö meölimirnir skyldu vera meö svo ólíkan bakgrunn? „Alveg örugglega, en á hvern hátt er erfiöara aö segja til um.” Volker veröur fyrir svörum. „Þegar ég ákvaö að setja saman hljómsveit fannst koma fram nokkur munur á afstööu okkar til hljómsveitarinnar. Ég setti mér það frá upphafi aö þetta skyldi veröa atvinnuhljómsveit (pro- fessional) en sú skoöun fannst mér ekki vera rikjandi hjá hinum. Það hefur hins vegar breyst. Kannski var þaö vegna þess að ég er frá Berlin, þar sem tónleikum, bæði fyrir eyru og fætur.” Ahugamál? „Tónlist. Viö reynum allir aö dreifa okkur um tónlistarsviöiö, ef svo má segja. Viö eigum okkar eigiö útgáfufyrirtæki „Sensible Sound”, vinnum alla vinnu I samkeppnin er hörö, aö ég gekk til þessa verks af svona mikilli alvöru. Góður arkitektúr Þegar reynt var að forvitnast fyrir um dagskrá þeirra félaga hér á landi, hvar og hvenær þeir spiluðu, ypptu þeir öxlum og visuðu alfariö á Elsu. „Hins vegar má það alveg koma fram hér að viö spilum dansmúslk. Viö leggjum okkur fram við aö vera áheyrilegir á kringum útgáfu platna frá upp- hafi til enda. Auk þess störfum viö sjálfstætt utan hljómsveitar- innar. Torgrim er blaðamaöur hjá tónlistarblaði, Don vinnur I músikklúbb og Volker hefur tekiö aö sér að vera upptökustjóri hjá nokkrum hljómsveitum.” „Heyröu.þaö má alveg koma fram að viö erum stórhrifnir af arkitektúrnum á húsunum hér á tslandi. Viö höfum aldrei séö annað eins þessu llkt.” Hvernig i ósköpunum..........? „CUT” —M.G. • PLÖTUR • PLÖTUR • PLÖTUR • PLÖTUR • PLÖTUR • PLÖTUR • PLÖT R # PLÖTUR • PLÖTUR • PLÖ Nýtt plötuútgáfufyrirtæki A dögunum tók til starfa nýtt plötuútgáfufyrirtæki. Nafn þess er SPOR og starfar þaö i náinni samvinnu meöSteinum h.f., en þó alveg sjálfstætt. Hællinn og táin og allt þar á milli I þessu fyrirtæki er Jónatan Garðarsson, eini at- vinnuáhugamaöur okkar Islend- inga um tónlist. Nútiminn sneri sér til Jónatans og spuröist fyrir um tilurö fyrirtækisins. „Þar var komiö aö fyrirtækiö Steinar h.f. gat ekki gert meira heldur en aö anna þeim lista- mönnum sem þegar voru á samn- ing hjá fyrirtækinu. En eins og allir vita þá hefur veriö mikil gróska í tónlistarlifi Islendinga aö undanförnu og nýár listamenn spretta upp, nánast á hverjum degi. Til þess aö sinna þörfum þeirra fyrir aö koma efni sinu á framfæri var ákveöið aö stofna nýtt útgáfufyrirtæki til aö anna eftirspurninni. Og reynslan hefur kennt okkur þaö aö þaö er nægur markaður fyrir þetta efni”. Fyrirtækiö mun likt og Steinar h.f., einbeita sér aö útgáfu á inn- lendum og erlendum hljómplöt- um. A vegum þess eru þegar tvær plötur komnar á markaöinn (og veröa þær ræddar hér á eftir). Væntanleg er fyrsta platan frá „Grýlunum” og eru þær jafn- framt fyrstu islensku listamenn- irnir sem gera samning viö SPOR, en fleiri eru i sigtinu aö sögn Jónatans. Matchbox — „Flying Colours" Rokkabillý hefur heyrst mikiö aö undanförnu. Bæöi er mikiö um baö talaö og þaö mikiö spilaö vegna skyndilega áhuga almenn- ings á þessu tónlistarformi, sem á sér djúpar rætur i tónlistarsög- unni. En hvaö er þetta rokkabillý? Heitir þaö eftir einhverjum göml- um rokkara sem hét Billý? Nei, þetta er tónlistarstefna sem er jafngömul aö árum og rokkið. Hún hlaut nafn sitt ann- arsvegar frá „Rock and Roll” og hinsvegar frá „Hillbilly” tónlist viö samruna þessara tveggja tón- listarstefna um miöjan sjötta áratuginn. Af þeim listamönnum sem fluttu þessa tónlist er Elvis Presley liklega þekktastur, en Bill Haley, Carl Perkins, Jerry Lee Lewis og Burnett bræöurnir eiga einnig frama sinn þessari stefnu aö þakka. Rokkabillýiö hvarf I skuggann af Bitlaæöinu og hefur veriö litt haldiö á lofti siöan. Nú á timum hins vegar hefur það átt vaxandi fylgi aö fagna. Þaö er eflaust þvi aö þakka aö þetta er ein alskemmtilegasta danstónlist sem fyrirfinnst og á þessum ára- tug hafa danslög, létt og gripandi, veriö hvaö vinsælust. Hér á landi hafa nöfn eins og Shakin Stevens og Stray Cats ver- iö helstu fulltrúar endurvakning- ar rokkabillýsins. Hljómsveitin Matchbox er bresk rokkabillýhljómsveit sem nýtur töluverörar viröingar og vinsælda i heimalandi sinu, og ekki aö ástæöulausu. Hljómsveit- inni hefur tekist aö ná hinni hreinu tilfinningu fyrir tónlist- inni, þannig aö maöur er ekki aö hlusta á gamlan endurvakinn slagara heldur nýja ferska tónlist flutta á hressilegan hátt. Lög hljómsveitarinnar eru flest sótt i tónsmiöju Steve Bloomfield, gitar og munnhörpuleikara hljómsveit- arinnar og hafa þaö öll sér til á- gætis aö vera létt, gripandi og stutt. „Flying Coloures” er þriöja breiöskifa hljómsveitarinnar og stenst hún prófiö meö „flying colours” (meö ágætum) Bad Manners n Gosh it's...." Þaö er siöur en svo aö Madness séu einu sprellikarlarnir i bresku tónlistarlifi. A þvi sviöi er um GOSHITS... næga samkeppni aö ræöa. Einna heist kemur hún frá hljómsveit sem nefnir sig þvi sérkennilega (en jafnframt táknræna) nafni „Bad Manners” (slæmir manna- siöir). Það virðist vera oröið sameiginlegt meö breskum „ska” hljómsveitum að liðsmenn þeirra séu ólátabelgir hinir mestu. Þaö viröist einhvern veg- inn fara saman viö gleöirika og taktfasta „ska”-tónlistina. Bad Manners hafa þegar náö aö skapa sér nafn I Bretlandi og lag þeirra „Can-can” náöi hátt á vin- sældarlista. Hljómsveitin er niu manna og mætti halda að slikur fjöldi myndi dreifa athygli áhorf- enda þegar þeir léku á sviði og aö erfitt væri aö þekkja þá i sundur til aö hafa einhvern fastan punkt I hljómsveitinni. En Bad Manners hafa séö viö þessu. Söngvari þeirra er tvitug- ur piltur, akfeitur og auk þess vita-sköllóttur. Ef þetta er ekki nóg til aö halda athygli áhorfenda á tónleikum þá dugar ekkert. En ekki er þaö útlitiö sem skiptir öllu máli. Hvernig er tónlistin? „Ska”-tónlist er taktföst, þar sem grunnurinn er lagöur meö bassa, trommum og hljómboröi, en ýmis blásturshljóðfæri vefa krúsindúllur i kringum hann. Söngurinn skiptir miklu máli viö útlinur og heildarsvip tónlistar- innar. Reggeatrommarar og blásarakvintett úr Earth, Wind and Fire á bjórfyllerii. Partý- plata. — M.G. Earth Wind and Fire: Raise! Það má sjálfsagt lengi deila um þaö aö hve miklu leyti hver ný plata frá „Earth Wind and Fire” sé ólik fyrri plötum. Mér virðast beir komnir á það stig aö gefa út á hverju ári kringlótt endurtekn- ingarmerki. Mér er ómögulegt aö greina nokkurn mun á hljóm- sveitinni ár frá ári. Sykursætar ofhlaönar ballööur meö diskótakti um ástina og guö er tónlist EW & F. Það sem mér finnst einna skemmtilegast viö hljómsveitina er ótrúlegur áhugi hennar á öllu sem viðkemur goöafræði Egypta. Þegar er oröin fræg notkun þeirra og trú á pýramidaforminu sem þeir segja að sé upphaf alls góðs. A hverri einustu plötu þeirra kemur þetta form fram og nú á Raise! er opnu umslagsins eytt undir þessa trúarjátningu. A framhlið og bakhlið umslagsins er táknrænni mynd frá Egypta- landi tvinnað saman við nútima- legri form. Trú þeirra Earth Wind og Fire manna er i senn mikil og einlæg. Við það er ekkert að athuga en ég gat nú ekki annað en brosað þeg- ar ég las innra umslag plötunnar. EW & F er niu manna hljómsveit og teldist sumum það vera dálag- leg tala fyrir poppgrúbbu, og segðu sem svo að þeir ættu nú að geta komið skammlaust frá sér tónlist sinni. En ekki aldeilis, á umslaginu eru hvorki meira né minna en 59 nafngreindum tón- listarmönnum þakkað liðsinni þeirra við gerð þessarar plötu, og eins og það sé ekki nóg þá má finna innan þar sem þessir 59 menn eru taldir upp eftirfarandi klausu: „Special thanks to The Creator our Guiding Light”. Er Hann nú orðinn sessionleik- ari? — M.G. Elvis Costello & The Att- ractions / Almost blue Þetta er i rauninni alveg stór- merkileg plata. Elvis Costello sem var i fram- varöarsveit enskrar nýbylgju bregöur sér til Nashville I Banda- rikjunum og tekur upp „country and western” plötu. Þetta fram- tak hans kom öllum á óvart. Ekk- ert haföi bent til þess aö hann væri hneigður til kántrýtónlistar. Þá mai-daga sem hann dvaldi i Nashville og það kvisaðist að hann hefði tekið ástfóstri við kántrý settu menn upp efasemd- arsvip og spurðu sjálfan sig: Hvernig getur hreinræktaður Breti, og það nýbylgjugæi i þokkabót, spilað kántrý? Svarið er að finna á plötunni „Almost blue” og svarið er: „Mjög vel”. É fæ ailtaf tvöfalda ánægju út úr þvi að hlýða á þessa plötu (og þaö geri ég oft). 1 fyrsta lagi er þetta stórskemmtileg kántrý- plata. 1 öðru lagi fæ ég mikið „kikk” út úr þvi að hlusta á Elvis og fé- laga flytja þess konar músik. Þetta gengur svo gegn fyrirfram gerðum hugmyndum sem maöur geröi sér um hann og þvi sem hann var aö gera áður. Hann tek- ur töluveröa áhættu meö þessu og þaö likar mér. Hann opnar sig al- veg og segir „hér er ég og þessu hef ég áhuga á núna” Hann er ekki þannig maður aö hann láti sér nægja aö veröa fyrir áhrifum af vissri tegund tónlistar, heldur tekur þátt i tónlistinni. „Almost blue” hefur aö geyma kántrýtónlist eins og hún gerist best, flutta á hressan og gleöirik- an hátt. Þaö er greinilegt aö tón- listarmennirnir skemmta sér konunglega viö flutninginn og sú tilfinning kemst vel til skila. Söngur Elvis nýtur sin vel i ró- legri lögunum og hljómsveitin skilar sinu vel, en nýtur mikillar aðstoðar frá John McFee sem. leikur á stálgitar og gefur plöt- unni þennan óvéfengjanlega kántrýblæ. Elvis Costello & The Attracti- ons eru ekki aö segja skiliö við nýbylgjuna. Þeir eru aöeins að vikka sjóndeildarhring sinn og vonandi aödáenda sinna. — M.G. Rodkál Rodkal! ogncmn Húsbygg jendur - Verktakar Loftorka s.f.Framleiðsluvörur: Frátennslisrör, brunnar- rotþrær. Milliveggjaplötur ur gjalli. Holsteinn til útveggjahleöslu. Gangstéttarhellur, kantsteinar. Steinsteyptar húseiningar. Fjöldi" húsgerða. Pantiö sýnishorn. Verktakastarfsemi. Borgarplast HF.Framleióslu- og söluvörur: Einangrunarplast, allar þykktir og stærðir. Plpueinangrun úr plasti, allar stærðir. Glerull og steinull, allar þykktir. Ál- papplr, þakpappi, útloftunarpappi, bylgjupappi, plastfólla. Múrhúóunarnet, nethald. Góð verð, fljót afgreiösla og greiösluskilmálar við flestra hæfi. Daglegar feröir vöru- flutningabifreiða I gegnum Borgarnes, austur, noróur og vestur. Borgarplast hf. af- hendir vörur á byggingarstaö á stór- Reykjavlkursvæðin, kaupendum aó kostnaðar- lausu. Ferðir alla virka daga. Borgarnesi, slmi 93—7113 Kvoldslmi og helgarslmi 93—7155 BORGARPLAST HF Borgarwesi simi93-7370 Kvöldslmi og helgarslmi 93—7355 Byggingarvörur-Einingahús IMÝR LITMYNDALISTI ÓKEYPIS Komió, hringió eöa skrifiö og fáiö nýja MICROMA litmyndalistann ókeypis. FRANCH MICHELSEN ÚRSMÍÐAMEISTARI LAUGAVEGI 39 REYKJAVÍK SÍM113462

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.