Tíminn - 16.12.1981, Page 3

Tíminn - 16.12.1981, Page 3
Miðvikudagur 16. desember 1981 . ■ Hinn nýi togari Búlandstinds á Djúpavogi, sem áður hét Kapp Linné, en sem nú hefur verið gefið nafnið Sunnutindur SU-59. Nýr togari kom til Djupavogs í gærdag — Kaupverdid 19 milljónir norskra króna ■ 1 gær kom til Djúpavogs skut- togarinn Sunnutindur SU-59, sem fyrirtækið Búlandstindur hefur keypt frá Noregi. Kaupverð skipsins er um 19 milljónir norskra króna. Skipið er um 300 tonn að stærð, með 1700 hestafla vél af gerðinni Bergen-diesel. Gengið hefur verið frá öllum leyfum og lánafyrirgreiðslum frá hendi stjórnvalda hvað skipa- kaupin varðar, og rikisstjórnin lagt blessun sina yfir kaupin. Skipið var smiðað árið 1978, og hefur verið notað aðeins 3-4 mán- Vararafstöð útvarpsins brást í gærmorgun: OFKALT í HÚSINU! ■ „Hitinn i útvarpshúsinu hefur verið eitthvað litill undanfarið, og þvi fór vararafstöð útvarpsins ekki i gang i gærmorgun”, sagði Hans Þormar hjá Pósti og sima i viðtali við Timann i gær, þegar hann var að þvi spurður hvernig uði á ári þau ár sem liðin eru sið- an, vegna strangra veiðitak- markana út af Tromsö þar sem skipið var gert út frá. Er skipið allt hið fullkomnasta að gerð. Smábreytingar þarf að gera á skipinu áður en það getur hafið veiðar, t.d. þarf að setja isvél i skipið, en búist er við að það geti farið til veiða upp úr áramótum, auðvitað að þvi tilskyldu að nýtt fiskverð hafi verið ákveðið. —Kás hefði staðið á þvi að vararafstöðin fór ekki i gang, i gærmorgun, en eins og kunnugt er, þá féll út- varpsútsendingniðuri I5minútur i gærmorgun, vegna þess að vararafstöðin fór ekki i gang, þegar rafmagn fór af útvarpshús- inu. Hans var að þvi spurður, hvort svona atvik yrði ekki til þess, að eftirlit með kyndingu yrði aukið, þvi það gæti komið sér mjög illa ef útvarpsútsendingar stöðvuð- ust. „Þetta verður sjálfsagt til þess að betur verður kynt þarna, en það má ekki gleyma þvi að vararafstöðin hefur oft farið i gang i haust, án þess að nokkuð kæmi fyrir. Þetta einstaka tilvik sem gerðist i morgun, hefur ekki komið fyrir mjög lengi, en slikt getur að sjálfsögðu hent alla hluti.” —AB Ákvörðun um nýtt siðdegisblað tekin á næstu dögum? ■ Verið er að vinna að útgáfu nýs siðdegisblaðs og er ætlunin að það komi i stað Alþýðublaðsins. Samkvæmt heimildum Timans þá mun verða tekin ákvörðun um útkomu blaðsins á allra næstu dögum, jafnvel i dag eða á morg- un. Þótt ákvörðun verði tekin nú i vikunni er ekki útlit fyrir að blað- ið komi út fyrr en eftir áramótin. Hlutafjársöfnun mun vera i gangi fyrir hið nýja blað og hafa m.a. Þjóðviljinn og Félag bóka- gerðarmanna verið nefndir sem væntanlegir hluthafar. Aðspurður sagði Jóhannes Guð- mundsson framkvæmdastjóri Al- þýðublaðsins sem meðal annarra hefur unnið að undirbúningi hins nýja blaðs að enn væri áætlun um slikt blað ekki fastmótuð. Ýmsar^ hugmyndir væru á lofti og vænt-' anlega yrði gengið frá málinu fyrir eða um helgina. —FRI Sjóménn í verk- fall á jóladag ■ Samninganefnd sjómanna hef- ur samþykkt að boða skuli til verkfalls sjómanna á jóladag, 25. desember n.k. Samkvæmt samningum eru stóru togararnir skyldugir til að koma i höfn annaðhvort um jólin eða nýárið, en minni skipin aftur á móti skyldug að koma i höfn um jólin, nema þau sem eru að fiska fyrir erlendan markað. Að sögn Óskars Vigfússonar, forseta Sjómannasambandsins er þetta gert til að þau fari ekki að þvælast út eftir jólin og þar með skemma þá samhygð sem óskað er eftiraf sjómönnum. „Við verð- um að gripa til þessa vopns á jóladag til að tryggja að þau fari ekki út”. Óskar sagði sum sjómannafé- lögin gefa samninganefndinni umboð til verkfallsboðunar, en að önnur séu með það i eigin hönd- um. „En við reynum að sam- ræma þetta, þannig að allir séu á sama báti á sama tima”. Samningamálin sagði Óskar ganga heldur treglega eins og við sé að búast, á þeim samninga- fundum sem haldnir hafa verið. —HEI í dagsins önn Þorsteinn Matthíasson skráði Nú er komið f jórða bindið af þessum fróðlegu ævi- þáttum. I þessa þætti er ekki valið eftir vegtyllum eða mannvirðingum. Hér eru alþýðumenn og konur að segja sögu sina en þó sumt þeirra landsþekkt fólk. Sagnir af lifsbaráttu til sjávar og sveita á liðn- um árum. Þessar bækur eru fróðleiksnáma um þau erfiðu og fjölbreyttu kjör sem eru að verða okkur hulin fortið. Sögumenn: Friðgeir Þorsteinsson, útgerðarmaður, sjómaður og oddviti á Stöðvar- firði. ______ Hallgrimur Egilsson, garðyrkjumaður, Hveragerði. Haraldur Kristinsson, frá Núpi, sjómaður, bóndi og smiður. Hinrik Vilhjálmur tvarsson I Höfnunum, útgerðarmaður, formaður og refaskytta og siðast en ekki sist faðir söngstjarnanna okkar Eillar og Vilhjálms. ------ Jónas Pétursson, fyrrverandi alþingismaður, bóndi, bústjóri á Skriðu- klaustri og verslunarstjóri. Marinó Guðfinnsson, Seyðfirðingur, sjómaður og vaktmaður. Páll Einarsson, Mýrdælingur, sjómaður og bóndi, lengi fjósamaður á Vifilsstöðum og Bessastöðum. ^ Þorbjörg Árnadóttir, hjúkrunarkona, hefur unnið ómetanleg störPSy i sjúkdómsvörnum og hjúkrun, auk þess skrifað nokkrar bækur. Æ ;HnistitK(ií<in LOFORÐIÐ Saga um ungar ástir og hindranir í vegi hennar. Arkitekt og listakona fella hugi saman. En honum er œtlað að taka við fyrirtœki fjölskyldunnar - og unnustan hlýtur ekki náð fyrir augum móður hans. Átökin enda með ósköpum og leiðir skilja - elskendumir öðlast nýja reynslu. En vegir ástarinnar eru órannsakanlegir og tryggðarbönd geta stundum þolað mikið álag. Höfundurinn, Danielle Steel, er bandarísk og sögusviðið er stórborgir í heimalandi hennar. Hún hefur skriíað vin- sœlar ástarsögur, sem haía verið þýddar á mörg tungu- mál. SETBERG

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.