Tíminn - 16.12.1981, Side 4
4
Miðvikudagur 16. desember 1981
NÚ ÞEKKJA ALLIR KRAKKAR
DOLLA DROPA
Þær eru skemmtilegar Dolla-bækurnar
DOLLI
DROPI
\j I KlNA
on
JÖHA AXrJÖRÐ
Nú eru Dolla-bækurnar orðnar þrjár.
Fjölbreytt úrval
skrifborða
Þetta borð kostar kr. 1390.
Húsgögn og
innréttingar
Suðurlandsbraut 18
Sími 86-900
Þessi margeftirspurða rúmsamstæða
komin aftur.
fréttir
Rjúpnaveiðin fádæma léleg fram ad þessu:
„HEYRIST A SKYTTUM AÐ
ÞAÐ SÉ HREIN ÖRDEYÐA”
■ Fyrstu dagana eftir að veiði-
timabiliö hófst fengu menn svona
15 til 20, i mesta lagi 24, eftir dag-
inn. En það er mikið minna að fá
núna, mér heyrist á sumum
skyttum að það sé hrein ör-
deyða”, sagöi Leopold Jóhannes-
son, bóndi á Hrauni i Noröurárdal
þegar Timinn leitaði hjá honum
frétta af rjúpnaveiöinni.
„Þegar ég kom hingað fyrir
rúmum 20 árum, þá var algengt
aö menn fengju 50 til 60 stykki eft-
ir daginn.”
— Hveð veldur?
„Það er margt sem kemur til
og sjálfsagt á skotið þarna ein-
hvern þátt. En ég held að minkur-
inn sé mesti skaðvaldurinn. Það
er ábyggilegt að hann hreinsar til
úr hreiðrunum hérna á vorin og
ég er viss um að það hefur gifur-
lega mikið að segja. Einnig má
búast við að hin köldu vor sem
hafa verið undanfarin ár hafi sitt
að segja um hvernig rjúpunni
gengur að koma upp ungum”,
sagði Leopold.
—Sjó.
Annaðhvort rjúpnalaus-
ir eða með eina og tvær
■ „Ég hef fylgst náið með
rjúpnaveiðinni siöan hún hófst og
talaö við menn sem hafa farið um
allt nágrenni Reykjavikur,
Lönguhliðina, Herdisarvik, alla
Hellisheiðina, Hengilinn, Þing-
vallasveitina og fleiri staði og
veiðin hefur allsstaðar verið
■ Að öllu óbreyttu verður þetta
sjaldgæf sjón i verslunum fyrir
þessi jól.
treg”, sagði Ingólfur Sigurðsson,
fulltrúi hjá borgarfógeta og mikill
áhugamaður um rjúpnaveiði i
samtali við Timann.
„Menn hafa annaðhvort komið
rjúpnalausir eða með eina og
tvær og mér skilst á ástandið sé
svipað i Borgarfirðinum og viðar.
Rjúpan virðist næstum horfin af
stóru landsvæði.
Það er ómögulegt að segja um
hvað veldur nema þá að um-
hleypingarnir sem komu um dag-
inn hafi haft eitthvað að segja.”
— Veistu eitthvað um önnur
landshorn?
„Já, mér er sagt að þeir veiði
geysimikið af rjúpu í tsafjarðar-
djúpinu og einnig á suðuastur-
horni landsins”, sagði Ingólfur.
—Sjó.
Hafa fengið þrjár til
fjórar rjúpur eftir dag-
inn
■ „Rjúpnaveiðin virðist mér i
algjöru lágmarkihérna og reynd-
ar á öllu norðurlandi”, sagöi
Bragi Benediktsson, bóndi á
Landamótsseli, Ljósa vatnshreppi
I S-Þingeyjarsýslu, i samtali við
Timann.
„Húsvikingar fara á Reykja-
heiðina og við sækjum inn til dal-
anna, Akureyringar sækja á
Vaðlaheiöinaog mér skilst að það
sé allsstaðar sama sagan. Menn
hafa fengið þetta 3 til 4 rjúpur eft-
ir daginn og það þykir okkur treg
veiði”, sagði Bragi.
Kroppinbakur
Dræll
arabahöföingjans
Eins og venjulega sendir Sögusafnið frá sér fyrir jólin
vinsælar skáldsögur. Þessar bækur eru komnar á mark-
aðinn:
Kamelíufrúin eftir Alexander Dumas í þýðingu Karls ís-
felds. Heimsfræg ástarsaga.
Kroppinbakur eftir Poul Féval. Bók sem alltaf er spurt
um.
Ást og drenglyndi eftir Hermann Lienhart. Hugljúf ástar-
saga.
Þræll arabahöfðingjans eftir Albert M. Treynor. Þetta er
ein af þeim gömiu sögum sem alltaf er spurt um og hefur
verið ófáanleg árum saman.
Glettni örlaganna eftir Marjorie Curtis í þýðingu Elín-
borgar Kristmundsdóttur. Viðburðarík og spennandi
nútímasaga.
Ævintýri Sherlock Holmes eftir A. Conan Doyle í heild-
útgáfu. 4. bindið er komið og fjallar um afrek þessa
fræga leynilögreglukappa.
SHERLOOt HOLMES
Verð kr. 3.970.— með dýnum
Húsgögn og
innréttingar
Suðurlandsbraut 18
Sími 86-900
Sögusafn heimilanna