Tíminn - 16.12.1981, Page 6

Tíminn - 16.12.1981, Page 6
Miövikudagur 16. desember 1981 6________________ stuttar fréttir f réttir ■ Jólasveinar í höndum indiána. „Þegar jólasveinninn villtist” STYKKISHÓLMUR: Leikfé- lagið Grimnir i Stykkishólmi frumsýndi nýtt jólaleikrit „Þegar jólasveinninn villtist” laugardaginn 12. desember s.l. Leikritiö er eftir Jan Vörs, i þýðingu Signýjar Pálsdóttur, formanns félagsins, en leik- stjóri er Herdis Þorvaldsdótt- ir. Verkið fjallar um jóla- sveinafjölskylduna sem var á leiö tilbyggða i þyrlu sinni.En vindar báru þau af leið sinni út i heim, þar sem þau lenda i miklum ævintýrum. M.a. millilenda þeir i frumskógum Afriku, i ki'nversku þorpi, á sjávarbotni,á flugmóöurskipi, i erlendri stórborg og i indi- Jólaljósin tendrud í Keflavik KEFLAVÍK: Ljósin á jóla- trénu sem Kristiansand — vinabær Keflavikur — hefur gefið Keflavikurbæ, verða tendruð fimmtudaginn 17. des. kl.17,30. Lúðrasveit leikur á staðnum, en siðan mun Sölve Steinhovden, fyrsti sendiráðs- ritari norska sendiráðsins af- henda tréö fyrir hönd bæjar- stjórnar Kristiansand, en Tómas Tómasson, forseti bæj- arstjórnar Keflavikur veita þvi viðtöku. Ungur drengur, Margeir Steinar Karlsson tendrar ljósin, en að lokum koma jólasveinar i heimsókn. Aldrei fyrr gengið svo langt til móts við landeigendur BLÖNDUÓS: „Hreppsnef nd Blönduóshrepps samþykkir aö skrifa undir fyrirliggjandi samningí milli landeigenda Auökúlu- og Eyvindarstaða- heiðar og Rafmagnsveitna rikisins um virkjun Blöndu samkvæmt tilhögun I,” segir i samþykkt er allir hrepps- nefndarmenn greiddu at- kvæði. Vakin er athygli á að i samningunum hafi verulega verið komiö til móts við vilja heimamanna til að draga úr spjöllum á landi. A ýmsan hatt sé reynt að bæta það tjón sem veröur og fullyröa megi að aldrei áður hafi veriö gengið svo langttil móts viö landeig- endur þegar þurft hefur að fóma landi i þágu orkufram- leiðslu eða annarra apinberra framkvæmda. Nefnd er upp- græðsla á alltað 3.000 ha., 100- 150 km. vegalagning, fimm brýr yfir vatnsföll að beitar- löndum ásamt 120-150 km. af girðingum . Kostnaöur við ánaþorpi I Hollywood, áður en þeir loks náðu til tslands aftur. Margir söngvar eru i leikrit- inu og búningar eru skrautleg- ir. Leikarar eru 15 á ýmsum aldri, allt frá forskólaaldri til miðaldra og sumir fara með allt að 4 hlutverkum. Jólasveinafjölskyldan er leikin af þeim Hrafnkeli Alex- anderssyni, Guðrúnu Hönnu ólafsdóttur og Melkorku Theklu ólafsdóttur. Leikmynd er eftir Ólaf H. Torfason. Jólaleikrit þetta er sagt höfða til bjartsýnisfólks á öll- um aldri, enda bæði skemmti- legt og frasðandi. — HEI þessar framkvæmdir séu á bilinu 47-50 milljónir kr. Hreppsnefndin telur ljóst að samningurinn marki timamót i samningagerð niilli lanaeig- enda og opinberra aðila. Hann verði stefnumarkandi fyrir aðra slika samninga og komi i veg fyrir að þeim kosti sem er verstur, verði beitt, þ.e. að landið verði tekið eignarnámi án þess að landeigendur verði spurðir um eitt né neitt.-HEl Afli línubáta óvenjulega góðurí nóvember VESTí’IRÐIR: Tlöarfar var lengst af óhagstætt til s jósókn- ar i' Vestfirðingafjórðungi I nóvember. Afli linubáta var þó óvenjulega góður allan mánuðinn, en aftur á móti var afli tregur hjá togurunum að þvi er fram kemur f y firliti frá skrifstofu Fiskifélagsins á lsafirði. t nóvember stunduðu 36 skip botnfiskveiðar frá Vestfjöröum, þaraf 13togarar og 23 bátar sem allir réru m eö 11 nu. Heildaraflinn var 7.229 lestir i mánuðinum, sem er 660 lest- um minna en i'sama mánuði i fyrra. Aflinn frá áramötum var orðinn 87.056lestir, sem er 1.120 lestum minna en i fyrra. Aflahæsti linubáturinn i nóv- ember var Vestri frá Patreks- firði með 241.9 lestir f 21 róðri, en i fyrra var Ólafur Frið- bertsson frá Suðureyri afla- hæstur meö 165 lestir i jafn mörgum ró&-um. Guðbjörg frá Isafirði var aflahæst tog- aranna með 440.4 lestir sem er 136,5 lestum minna en i nóv. i fyrra, en þá var Guðbjörgin einnig aflahæst. Aflinn ieinstökum verstöðv- um var sem hér segir: Pat- réksfjörður 467 1., Tálkna- fjöröur 584, Bildudalur 307, Þingeyri 490, Flateyri 459, Suðureyri 780, Bolungarvik 1.192, Isaf jörður 2.437, Súðavik 407 og Hólmavik 106 lestir. — HEI Hár meðalaldur íbúa vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík: FIMMH HVER KOM- INN A EFT1RUUIN! — einungis 0.8% í Seljahverfi ■ Þótt Reykjavik teljist ein borg, er gifurlegur munur á ibúa- samsetningu millihinna einstöku hverfa borgarinnar. Þannig er meðalaldur ibúa I einu hverfi — Norðurmýri, Hliöar, Tún— meira en tvöfalt hærri en f ööru — Selja- hverfi I Breiðholtl Meöalaldur ibúa elsta hverfis- ins er 43,32 ár. En meðalaldur yfir 40 ár er einnig i Vesturbæ noröan Hringbrautar, hverfum vestan Kringlumýrarbrautar og Klepps- nolti. ISeljahverfi er meðalaldur ibúanra hins vegar aðeins 21,94 ár og verulega undir30 ác i öllum öðrum hverfum ofan Élliðaáa. I gömlu hverfum borgarinnar er nær 21% ibúanna á eftirlauna- aldri þ.e. 67 ára og eldri, en aðeins um 8% sem eru 6 ára og yngri. 1 Seljahverfi er á hinn bóg- ínn um 20% ibúanna 6 ára og yngri en aöeins 0,8% ibúanna komin á eftirlaunaaldur. Nær fjórðungur ibúa Seljahverfis er á aldrinum 30-39 ára en aðeins rúm 4% yfir 50 ára aldri. I Reykjavik i heild eru hópar 67 ára og eldri og 6ára og yngri nær jafn fjölmennir, eða i kring um 11% af ibúum hvor hópur. HEI 414 atvinnulausir í nóvember: Rúmur f jórðungur þeirra á Suðurlandi ■ Skráðir atvinnuleysisdagar á landinu i' nóvembermánuöi s.l. jafngilda að 414 hafi verið á skrá allan mánuðinn sem svarar til 0,4% af áætluðum mannafla. Þaö eru tvöfalt fleiri en i októbermán- uði. Um helmingur af þessari fjölg- un er á Suðurlandi, þar sem 17 voru atvinnulausir i okt. s.l. en 105 i nóvember, eða rúmlega fjórðungur atvinnulausra á öllu landinu. Einnig hafði fjölgað nokkuð á Norðurlandi og Suöur- nesjum. Að töluverðu leyti er þessi aukning atvinnuleysis i Leið- rétting ■ Af einhverjum ástæðum hefur nafn brenglast i grein um tónleika Grýlanna i blaðinu I gær. Þar stendur Gerður i Flónni en á aö sjálfsögöu að vera Dóra i Flónni. nóvember rakin til verkefna- skorts frystihúsa, vegna þess að siglt var með aflann á erlendan markað. ■ Það var múgur og marg- menni sem safnaðist saman á Austurvelli á sunnudaginn, þegar Ijósin voru tendruö-á jólatrénu frá Osló og ekki spilltifyrir að jólasveinarnir voru mættir á staðinn. Timamynd: Ella Þingflokkur Framsóknarflokksins: „Lýsir dýpstu samúð með pólsku þjóðinni ■ Þingflokkur Framsóknar- flokksins hefur samþykkt eft- irfarandi ályktun i tilefni at- burðanna i Póllandi: „Þingflokkur Framsóknar- flokksins harmar hina ugg- vænlegu atburði i' Póllandi sið- ustu dægur. Sjálfsögð mann- réttindi hafa verið fótum troð- in, málfrelsi, ritfrelsi og fundafrelsi afnumin og starf- semi frjálsra verkalýðsfélaga bönnuð og forystumönnum þeirra varpað i fangelsi. Þingflokkur Framsóknar- flokksins vonar að með þessu verði ekki lagt I rúst það um- bótastarfsem unnið hefur ver- iðaf Samstöðu i Póllandi á sið- ustu mánuðum. Lýsir þingflokkurinn dýpstu samúð með pólsku þjóðinni i raunum hennar.”

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.