Tíminn - 16.12.1981, Blaðsíða 12

Tíminn - 16.12.1981, Blaðsíða 12
20 Mi&vikudagur 16. desember 1981 GJÖF NR.l íþróttir Samningur Flugleida og ÍSÍ: Markar tíma- mót í ferðum íþróttafólks Sérstaklega vandaður og sterkur með leðurhnakk og beisli BOBB-BORÐ ásamt tilheyrandi Full búð af leikföngum Póstsendum Leikfanga húsið Sími 14806 SkólavörðustíglO FisherPrice LEIKFÖIMG í MIKLU ÚRVALI Nýtt leikfang á hverjum degi. Playmobil í miklu úrvali. Póstsendum. ar w LEIKFANGAVERZLUNIN JOJO AUSTURSTRÆTI8 - SÍM113707 10 mismunandi gerðir af barna-fararskjótum. mmmsm ■ „Þessi samningur markar timamót hjá iþróttafólki i landinu og þetta er stærsti samningur sem Iþróttasamband Islands hef- ur gert”, sagöi Sveinn Björnsson forseti ISÍ á blaöamannafundi sem Flugleiöir og ISÍ boöuöu til. Tilefni fundarins var aö i fyrra- dag var undirritaöur samningur milli Flugleiöa og ISl sem mun gjörbreyta möguleikum islensks iþróttafólks til samskipta viö stallbræöur i öörum löndum svo og innanlands. Sigurður Helgason forstjóri Fhigleiöa og Sveinn Björnsson forseti ISt undirrituöu samninginn. Oft hefur verið getið um þaö i blööum aö iþróttafélög hafi ekki getað þegiö hitt og þetta boð um aö komaerlendis til keppni og á- stæöan ávallt verið sú sama, kostnaöurinn væri of mikill tií þess að sli'kt boö yrði þegiö. Þá hafa erlend félög og erlendar þjóöir ekki séö sér fært á því að koma hingaö til lands og bera þau við fjárskorti. Nærtækasta dæmiö i þessum efnum er Noröurlanda- mótiö i sundi sem fram átti að fara hér á landi siðastliðið sumar en af þvf gat ekki oröiö vegna fjárskorts frænda vorra frá Norö- urlöndum. Þessi samningur sem undirrit- aður var ífyrradag inniheldur þó ekki aö iþróttahópar fái friar feröir. En óhætt er aö segja að meö þessum samningi þá veröi kleift aö halda uppi reglubundinni samvinnu viö aörar þjóðir. Þau kjör sem iþróttafólk fær meö þessum samningi eru þau lægstu sem hægt er að fá nokkuð fyrir neöan svokölluð sérfargjöld. Þá er annaö m arkvert i' þessum samníngí aö afnumin hafa verið mn svokölluðu timatakmörk, og ekki er nauðsynlegt að um hópa sé að ræöa. Viðræður eru i gangi við Skandinaviska flugfélagið SAS um framhaldssamning, þannig aö þessi samningur Flugleiöa og ISl gildir ekki aðeins fyrir ferðir Flugleiða heldur einnig áfram- haldandi flug, sama hvert flogið er. Fjögurra manna framkvæmda- nefndskipuö tveim aöilum frá ISI og tveim frá Flugleiöum munu annast framkvæmd samningsins. Feröamál hinna einstöku iþrótta- hópa ganga þá til ISl til umsagn- ar og afgreiðslu sem metur og gefur út viökomandi gögn. Sérstakur feröasjóður mun veröa stofnaöur meö sameigin- legu átaki ISIog Flugleiöa. Svo er frá málum gengið aö þvi betur sem hinýmsu sérsambönd standa og starfa meö ISI að þessu máli þvi styrkari veröur sjóöurinn. Flugleiðir og ISl munu bæöi leggja til sjóösins og stefnt er aö þvi að fyrsta úthlutun Ur ferða- sjóönum verði árið 1983. röp—. ■ Siguröur Helgason forstjóri Flugleiöa og Sveinn Björnsson forseti ISÍ undirrita samninginn Tvítryggdi leik sem ekki var leikinn — en fékk samt hæsta vinninginn í Getraunum ■ 1 16. leikviku Getrauna komu fram 7 raðir á 4 seðlum meö 10 rétta en 11 merki voru gild á seöl- inum. Meö 9 rétta voru 128 raðir og vinningur fyrir hverja kr.513.00 Vegna ferðar Liverpooltil Jap- an til þátttöku í úrslitaleik félags- liða miili meistara Evrópu og Ameriku voru ekki nema 11 merki tekin gild, og af þeim feng- ust 7 meö þvi aö varpa hlutkesti. Sl. sumar var gengið frá breyttu fyrirkomulagivarðandi ákvörðun merkja fyrir þá leiki, sem féllu niður eöa frestuöust af einhverj- um orsökum. Er nú tekið meira tillit en áöur til meöaltalsskipt- inga milli merkjanna 1, X og 2. Hlutföllin skv. nýjum reglunum eru i sömu röö 5:4:3. Svo ein- kennilega vildi til, aö Axel Ein- arsson, eftirlitsmaður Getrauna, fékk i 6 tilfellum upp sama merki og brezka dómnefndin, sem kem- ur saman I slikum tilfellum á hótelherbergi i London og greiöir atkvæöi um merkin: Heimasigur, markalaust jafntefli, jafntefli meö mörkum, og útisigur. Af þessum 4seölum, sem komu upp með 10 rétta, voru 3 I eigu kvenna, en sá fjóröi i eigu ungs Njarövikings. Ein af konunum er frá Hornafirði, og á útfyllingu hennar tókst svo slysalega til aö eini leikurinn sem kom upp með rangt merki, var tvitryggður, en aö auki treysti hún ekki alveg á, að leikur Liverpool og Birming- ham félli Ut án merkis, og spand- eraöi aö auki tvitryggingu á þann leik. Seöillinn kom þar af leiðandi upp meö 10 rétta i 4 röðum og 9 rétta i 16 röðum og heildarvinn- ingur þessarar hornfirzku konu veröur þvi kr. 95.868. Dálaglegur jólaglaöningur það.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.