Tíminn - 06.01.1982, Blaðsíða 11

Tíminn - 06.01.1982, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 6. janúar 1982. Miövikudagur 6. janúar 1982. Sjaldgæfir fuglar hérlendis: W HAFARNARVARPIÐ TOKST MJOG VEL stofninn telur raú um 130 fugla \V ■ „Hafarnarvarpið tókst mjög vel til i ár miðað við fyrri ár, en stofninn telur nú um 130 fugla” sagði Ævar Petersen fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun tslands í samtali við Timann, er við ræddum við hann um sjaldgæfar islenskar fuglategundir. í frétt frá Fuglavernd- unarfélagi íslands um haförninn segir ma. að i ár hafi 28 pör verpt og komust 20 ungar upp úr 18 hreiðrum en 10 f K~.fi ■ • hreiður misfórust af ýmsum orsökum. „Hluti skýringar þess aö varp- iðtókstsvo vel sem raun ber vitni er að nú verptu mun fleiri pör en áður auk þess að 1981 var gott varpár, en þeim hefur stöðugt farið fjölgandi frá þvi að Fugla- verndarfélagið var stofnaö.” „Félagið var stofnað fyrir 20 árum gagngert til friðunar haf- erninum en þá verptu aðeins 5-6 pör hérlendis og stofninn taldi aö- eins um 40 fugla, ,,en hann haföi ekki veriðmikið stærri frá þvi um aldamót. „Haförninn hefur verið alfrið- aður frá 1913 en honum fór ekki að fjölga fyrr en félagið tók hann upp á arma sina.” „Skömmu fyrir aldamót eða upp úr 1880 er stofninn talinn vera um 100-200 pör sem verptu hér. ' í iii' ~ f Wi| * | '■<* j • - ■ .■■:::■■ ■ '■' ' £** " % & ■ „Nú verptu fleiri pör en áöur en þeim hefur stööugt fariö fjölgandi frá stofnun Fuglaverndarfélagsins" sagöi Ævar Petersen fuglafræðingur. Timamynd GE ■ „Tel vafasamt aö hægt sé aö bjarga haftyrðilsstofninum hérlendis”. .Keldusvinihefur stórfækkaöhér þóttekkisé þaö útdautt’ Þá stofna æðabændur svonefnt Vargafélag og greiddu þeir 20 kr. fyrir hvern örn sem náðist sem var ekki svo litill peningur á þeim tima. Auk þess var farið aö eitra fyrir ref á þessu timabili og þar sem haförninn er fyrst og fremst hrææta þá sótti hann mjög i hin eitruðu hræ sem ætluð voru til út- rýmingar refnum og af þeim sök- um fækkaði honum svo lá við út- rýmingu hérlendis”. „Sem fyrr segir telur stofninn nú um 130 fugla en erfitt er að meta stofnstærðina þar sem ung- fuglar flakka viða. Fugla- verndarfélagið hefur leitast við aö skrá hreiðrin en auk þess fáum viö hér viða upplýsingar að um örninn.” ,,A hverju ári sjást ungfuglar frá V-Skaftafellssýslu og um allan vesturhluta landsins aö Þingeyjasýslum.” 1 frétt frá Fuglaverndarfélag- inu segir að til samanburðar við islenska stofninn þá eigi haförninn mjög i vök að verjast i heiminum. Hann hefur dáið út viöa i Evrópu og nú eru þar til dæmis aðeins 9 pör i Finnlandi, 4 pör i V-Þýska- landi og eitt par i Rúmeniu Grikklandi og Júgóslaviu. Hins- vegar mun að sögn Ævars vera nokkuð sterkur stofn i Noregi auk þess sem nokkuð finnst af tegund- inni á Grænlandi. Aðrar sjaldgæfar teg- undir Fyrir utan haförninn eru til fi’ . * 'fií' v / * £ Wfv ' . i"'!" tfií Wm itÉp ifi ?■& t '"4'<fifi? ap Ekki hefur fundist hreiöur snæuglu hér s.1. 25 ár. Hafarnarungar i hreiöri. Vænghaf fullvaxins hafarnar er nokkuö viöamikiö eins og sést hér. nokkrar mjög sjaldgæfar fugla- tegundir hérlendis, svo sjald- gæfar að hætta er á að þær séu að deyja út hér. Við spurðum Ævar um þær helstu. „Þórshani er mjög sjaldgæfur hér og honum hefur farið fækkandi að undanförnu. Hann verpir mjög norðarlega og segja má að Islands sé a syðstu mörk- um varpsvæöis hans, en þetta er litill vaðfugl skyldur óðinshana.” „Haftyrðill verpir hvergi hér- lendis nema i Grimsey og svipað og hjá þórshana þá er Island á syöstu mörkum varpsvæðis hans en hann er mjög algengur á Grænlandi.” „Um aldamótin verptu hér um 150-200 pör af haftyrðli en er við könnuðum varpið i sumar þá reyndust aöeins 5 fuglar vera eftir i Grimsey þannig að þessi fugl er að hverfa héðan, mun raunar örugglega gera það nema eitthvað róttækt sé gert i málinu. Og jafnvel þó eitthvað sh'kt yrði gerttel ég vafasamtað hægt sé að bjarga stofninum hér, hann er kominn svo langt niður.” Snæugla „Snæugla er fugl sem verpti hér á miðhálendinu en ekki hefur fundist hreiður sliks fugls hér i 25 ár. Þessi fugl sést hér þó öðru hverjuen það eru sennilega flæk- ingar frá Grænlandi og ég tel varasamt að telja hann með islenskum varpfuglum nú. Hann var það hér áður fyrr en aldrei i verulegum mæli.” „Auk þessara tegunda sem ég hef talið upp má nefna keldusvin- iö. Það hefur aldrei verið algeng- ur fugl hérlendis og hefur þvi án efa stórfækkað þótt ekki sé það útdautt hér. Hinsvegar er erfitt að a thuga þann fulg þar sem hann fer mjög leynt.” Fjölgun Þótt ýmsum fuglategundum fari fækkandi hér þá eru einnig til tegundir sem fjölgaö hefur mikið. „Af þeim tegundum sem fjölgað hefur mikið hérlendis má fyrst og fremst nefna máva, til dæmis svartbak. Það er þó erfitt að meta þetta spursmál þvi menn eru ekki á eitt sáttir um fjölda svartbaksins til dæmis.” „Æöarbændur hafa skorið upp > herör gegn honum og vildu helst útrýma þessari tegund en hins- vegar ber að lita á það að hann er ein allsherjar sorpeyöingarstöð og étur úrgang sem við hendum.” „önnurtegund sem mjög hefur fjölgaö hér er grágæsin en nú er hvergi eins mikið al grágæs i heiminum og hérlendis en þeim fugli er stundum ruglað saman við heiöargæsina sem við hölum einnig megnið af hérlendis, þ.e. talið er að 70-80% heiðargæsar- innar i heiminum verpi hérlend- is.” —FRI Nær fullvaxinn haförn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.