Tíminn - 06.01.1982, Blaðsíða 19

Tíminn - 06.01.1982, Blaðsíða 19
Miövikudagur 6. janúar 1982. 19 menningarmálo-.- Hlaupist frá Þjódhátíð Alþýðuleikhúsiö Þjóðhátiö eftir Guömund Steinsson. Leikhljóö: Gunnar Reynir Sveinsson. Lýsing: David Walters. Leikstjóri: Kristbjörg Kjeld. Leikmynd og búningar: Guörún Svava Svavarsdóttir. Smiöi leikmyndar: Lothar Krafzig Sveinn Þorgeirsson Hilke Klug, Franca Zuin og Þjóðhátiöarnefndin. Guðmundur Steinsson Sýning Alþýöuleikhússins á Þjóöhátiö Guömundar Stánsson- ar kom manni þægilega á óvart, þvi ég mundi ekki betur, en aö frá þvi heföi verið greint, að ame- riskur gestaleikur, er hingað kom fyrir á að giska mánuöi, eöa leik- flokkur frá Santa Fe, væri sein- asta nýja verkefni hússins á þessuári. Ensvo þegar tvö ár eru liðin upp á dag, frá þvi að rúss- neski herinn frelsaði Kabúl og Af- ghanistan, smellir hUsið upp Þjóðhátiðarsýningu þessari, og byrjar að leika sumarlög i' for- stofunni. Það er skemmtileg til- breyting á svartasta skammdeg- inu og hittir mann eins og sólar- orðan brjóstið á Brésnef er staðið hefur í ströngu i tvö ár, eða svo. Guömundur Steinsson vekur nú athygli i vaxandi mæli sem leik- ritahöfundur. Eftir að hafa ferg- ist við hljóðlátar skriftir i mörg mörg ár ber nU svo við allt i einu að leikhús, bæði hér heima og er- lendis keppast um leiki hans. Dramaten i Stokkhólmi hefur tryggt sér sýningarrétt á Stund- arfriði og það sama hefur Kon- ungslega leikhúsiði Kaupmanna- höfn gjört, en sýning á þvi verki hefur farið viða um Evrópu. Þetta verk er þannig séð hentugt, að það kemst býsna vel af án þess að menn skilji orðin i textanum, ogbyggiref til villheldur frekar á að menn skilji hann ekki en hitt. Svo leikrænt og yndislegt er þetta stórskemmtilega leikrit. Ömmuhillur byggjast á einingum (hillum og renndum keflum) sem hægt er að setja saman á ýmsa vegu. Fást i 90. sm. lengdum og ýmsum breiddum. Verð: 20sm. br. kr. 116.00 25sm. br. kr. 148.00 30sm. br. kr. 194.00 40sm. br. kr. 217.00 milli-kefli 27 sm. 42.00 lappir 12 sm. 30.00 hnúðar 12sm. 17.00 Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er. Furuhúsið h.f. Suðurlandsbr. 30 — simi 86605. Það er svo sem ekki nýtt, að höfundar séu lengi að ná sér á strik,og sumir ná sér aldrei. Enn aðrir byrja á toppnum, en missa sina náðargáfusvo til alfariö um leið. En aö þessu er vikið, vegna þess að Guðmundur Steinsson er sveitungi minn, alinn nokkrum húsum frá mér i Verkamannabú- stöðunum við Hringbraut. Og þótt hann sé fáeinum árum eldri en ég, þá hefur hann að sjálfsögðu á- vallt verið í sjónmáli, eins og aðr- ir er ólust upp i þessum upp- sprettum soðningarinnar á kreppuárunum. Maður fylgdist með honum, sérstaklega, eins og öðru ungu og gömlu fólki frá þess- um stað, eftir þvi sem tök voru á, og enn gleðst maður með þvi', eöa grætur, eftur þvi sem við á. Og reyndar sá ég nú ekki betur en fleiri af þessu sauöahúsi kæmu i AlþýðuleikhUsið þetta kvöld, þar á meðal Jón Asgeirsson tónskáld. Afi hans smiðaði fjölmúlavilið handa konungsfjölskyldunni dönsku.sem langafi Jóns, Eirikur á Brúnum gaf henni, ásamt fall- egum hesti, er siðar dró hertoga- efni, keisaraefni og mætar drottningar i Hjartarskógum konunghallarinnar i' Danmörku en það er önnur saga. Með og móti her Eftir að Sameiningarflokkur alþýðu Sósíalistaflokkurinn, — sem nú heitir Alþýðubandalagið og gjörir út tvistöfnunginn Þjóö- viljann,sem þannig er lagaður að maður veit aldrei hvort hann er að koma eða fara, — hætti að hafa herstöðvamálið til annars en i kjölfestu ikosningar,þá eru þaö i raun og veru ansi fáir, sem af heilindum viröast berjast gegn hersetunni á Islandi. Og nú er svo komið aö miðnefndin og Keflavik- urgöngurnar eru byrjaðar að snU- ast um allt annað, en þær gjöröu i upphafi. Menn eru nefnilega bún- ir að gleyma hernum á Islandi svona innst inni. Hafa sætt sig við hann eins og veröbólguna, fisk- verðið og gengið. Er mér tU að mynda sagt, aö helstu viðskipta- vinirniri'sölubúð Sölu vamarliös- eigna séu kommarnir — kaupi þar allt sem til næst, og fari ekki i aðra búöir ótilneyddir. En þó hafa fáeinir heilinda- menn haldiö áfram alvöru göngu. Þar á meöal menn eins og Einar Bragi, sem oftvar i miönefndinni, og Guðmundur Steinsson. Og nú hefur hann sent frá sér leikrit um herstöðvamálið. Það er ekki gott að skilgreina þgtta leikrit Guðmundar Steins- sonar, fremur en til dæmis göng- urnar.Það vargaman og alvara i bland, en án efa samiö til að vinna málstaðnum lið. Sumsé að frelsa landið, sem er hans mál. A hinn bóginn telst Þjóðhátið ekki til þeirra verka skáldsins, er sýningarréttur er keyptur af i út- löndum, þvi þetta er verk frá fyrri tið. Það hefur þann inn- hverfa texta, er einkennir sum af bestu verkum höfundar, t.d. Skirn, þar sem ekkert er ,,Uti” hvorki atvinna, nábUar, eða gata. Allt sem er með, er á sviðinu og kemur þaðan. Þessi strangi still, hefur vissu- lega ýmsa ókosti, en kosti hefur hann lika. Til dæmis þann, að all- ir sjá sam a leikritið og ekkert fer þvi milli mála. Meira aö segja timasetningin er ekki nákvæm, þannig að sýn- ingin hefur lika sinn eigin tima. Þær GuðrUn Svava, David Walt- ers, Hilke Klung, Franca Zuin, Sveinn Þorgeirsson og Lothar Krafzig sjáum aðalltsem til þarf sé á sinum staö, ásamt þjóðhátið- arnefndinni. Fyrir bragðið nýtur hinn hvers- dagslegi still höfundar sin einkar vel. Lifið i hversdagsleikan- um Guömundur Steinsson, dregur þama upp gráa mynd af hvers- dagsleikanum og gæöir hann ein- kennilegu seigu lif meö smámun- um. Hann fær okkur til að brosa, og við þekkjum öll þennan heim, og að þvi leyti til er hann sannur. Leikurinn hefst á þjóðhátiðar- daginn, þegar miöaldra hjón eru að fara i' bæinn til aö dansa og til aö taka þátt i hátiöahöldunum. Hjónin eiga tvö stálpuð börn, og dóttirin kemur inn með banda- riskan hermann, sem henni fannst svo umkomulaus. Hann verður þarna siðan heimilisvinur, og svo fer, aö hann og húsmóðirin fella hugi saman. Hermaöurinn er að visu yngri en konan, og ást þeirra er ekki af sama toga spunnin. Annars vegar er það fýsn hins unga manns, en á móti kemur sönn ást konunnar. Her- maðurinn fer siðan heim og kon- an biður eftir bréfum, sem aldrei koma. Þessir atburðir gára auðvitað vatnið. Enþó mun minna en mað- ur gæti haldið. Undirtónar eru þó sterkir, eins og ávallt i alvarlegri verkum Guðmundar Steinssonar. Leikgleði og stilfærslur vinna að voru mati fremur gegn texta höf- undar en meðhonum.því reynter að þröngva einhverjum stundar- friði upp á þennan leik, með fremur litlum árangri. Hinn lygni straumur nýtur sin iyrir bragðið verr en skyldi. Nú ber svo við, að hið raun- verulega Alþýðuleikhús, eöa sunnandeildin, eins og það heitir á fjárlagamáli, vill hvergi nærri koma. Leikendur og kraftar koma úr öllum áttum. I leikskrá er þetta orðað á þessa leið: „Þjóðhátið er hátiðarsýning i ýmsu tilviki. HUn er fyrsta leikrit Guðmundar Steinssonar sem Al- þýöuleikhúsið tekur til sýninga og auk þess frumflutningur verks- ins. Til frumsýningarinnar vald- ist jólahátiðin sem fyllir hjörtu manna gleöi og von um bjartari tima. Og svona til hátfðabrigða þá er áhöfn sýningarinnar ein- göngu skipuð lausráönu fólki, þ.e.a.s. eru i hvorugum hópi þeirra fastráðinna leikara/leik- stjóra er standa að meginstarf- semi leikhússins, svo það má kannski segja aö „Þjóðhátiöar- nefndin” sé frjálsi leikhópurinn i Alþýðuleikhúsinu.” Ekki veit ég hversvegna ráðnir starfsmenn Alþýðuleikhússins kjósa að flýja leikhUs sitt, þegar svo gott hernámsleikrit býöst til sýningar. Ekki sist þegar upplýst er,að nUeru Islenskir menn jafn- vel byrjaöir að sofa i ameriskum flugvélamóðurskipum sér til heilsubótar i striösrekstri. Jónas Guömundsson. Jónas Ap Guðmundsson skrifar um leik- list. v ■" Umboðsmenn Tímans Suðurnes Staöur: Nafn og heimili: Simi: Grindavik: Sandgerði: Keflavik: Ytri-Njarðvik: Hafnarfjöröur: Garöabær: Olína Ragnarsdóttir, Asabraut 7 Kristján Kristmannsson, Suöurgötu 18 Eygló Kristjánsdóttir, Dvergasteini Erla Guömundsdóttir, Greniteig 45 Steinunn Snjólfsdóttir / Ingimundur Jónsson Hafnarbyggö 27 Hilmar Kristinsson Nönnustíg 6, Hafnarf. Sigrún Friögeirsdóttir Heiöarlundi 18 92-8207 92-7455 92-1458 92-1165 92-3826 heima 91-53703 vinnu 91-71655 91-44876 ERUM FLUTTIR með alla starfsemi okkar að Smiðjuvegi 3, Kópavogi Sími: 45000 (Beinn sími til verkstjóra: 45314} PRENTSMIÐIAN £M a H F. flokksstarfið Frá Happdrætti Framsóknarflokksins Útdráttur hefur farið fram i hausthappdrættinu og eru vinningsnúmerin innsigluð hjá borgarfógeta á meöan fullnaðarskil eru að berast. Dregið var úr öllum útsendum miðum. Samkvæmt giró- seðlum má framvisa greiðslum enn um sinn i næsta póst- húsi eöa peningastofnun og eru flokksmenn vinsamlegast beðnir um að gera skil. Framsóknarfélag Austur-Skaftfellinga Aðalfúndur verður haldinn sunnudaginn 10. janúar kl. 16.00 I húsi Slysavarnarfélagsins á Höfn. Dagskrá: 1. Sameiginlegt prófkjör 2. Venjuleg aöalfundarstörf. Stjórnin isafjöröur Aðalfundur framsóknarfélags Isfirðinga verður haldinn laugardaginn 9. febr. aö Hafnarstræti 8 kl.14.00. Dagskrá: Venjuleg aöalfundarstörf önnur mál Félagar fjölmennið! Stjórnin Auglýsing um prófkjör Prófkjör framsóknarmanna vegna borgarstjórnarkosn- inganna i mai 1982 veröur haldiö dagana 23. og 24. janúar 1982 Skila þarf framboðum i' prófkjörið á skrifstofu Framsókn- arflokksins að Rauðarárstig 18, Reykjavik fyrir kl.18.00 fimmtudag 7. janúar 1982. Kjörgengir eru allir flokks- bundnir framsóknarmenn, sem fullnægja skilyrðum um kjörgengi til borgarstjórnar. Framboði skal fylgja skrif- legt samþykki frambjóðandans, sv.o og meðmæli 5-10 flokksbundinna framsóknarmanna. Athygli er vakin á þvi að kjörnefnd hefur heimild til að bæta nöfnum á prófkjörslistann að framboðsfresti liðnum. Kjörnefnd. Akranes Fundur um stjórnmálaviðhorfið mánudaginn 11. janúar kl. 20.30 i Framsóknarhúsinu Akranesi. Framsögumaður: Tómas Arnason viöskiptaráðherra. Allir velkomnir á fundinn. Framsóknarmenn sérstaklega hvattir til aö mæta. Stjórnin Kópavogur Fulltrúaráðsfundur framsóknarfélaganna i Kópavogi 7. janúar 1982 kl. 20.30 að Hamraborg 5. Dagskrá: 1. Prófkjör og prófkjörsreglur. 2. Kynnt fjárhagsáætlun Kópavogs fyrir árið 1982. 3. önnur mál. Stjórnin. i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.