Tíminn - 06.01.1982, Blaðsíða 18

Tíminn - 06.01.1982, Blaðsíða 18
Miðvikudagur 6. janúar 1982. ■ Foxy hjálpar Dante vini sínum út um glugga I myndinni „Dante og skantgripaþjófarnir”. Drengir leysa sakamálin DANTE OG SKAETGRIPAÞJÓFARNIR Sýningarstaður: Regnboginn Leikstjóri: Gunnar Höglund, sem jafnframt gerði handrit ásamt Bengt Linder, sem gerði söguna. Aðalhlutverk: Jan Ohlsson (Dante), Ulf Hasseltorp (Foxy). Kvikmyndun: Kalle Bergholm. Framleiðandi: Europa Film. ■ Yfirleitt er mjög litið vand- að til erlendra barnamynda, sem sýndar eru hér á landi, og reyndar sjaldgæft að kvik- myndahúsin taki slikar mynd- ir til sýninga sérstaklega nema i þrjúbió á sunnudögum — og þá eru alltof oft sýndar sömu myndirnar aftur og aft- ur. Það er þvi út af fyrir sig virðingarvert þegar Regnbog- inn tekur nú til sýningar sem eina af jólamyndum sinum sænska barnamynd. Mynd þessi fjallar um tvo fimmtán ára pilta og ævintýri þeirra i eltingarleik við skart- gripaþjófa i Stokkhólmi. Sögu- þráðurinn er mjög i anda þeirra óteljandi drengja- sagna, sem gefnar eru út á Vesturlöndum og sennilega viðar, þar sem ungir piltar leysa glæpamál sem lögreglan og aðrir af eldri kynslóðinni geta ekkert ráðið við. Þráðurinn i slikum sögum vill oft verða lygilegur, og svo er vissulega i þessari mynd. Atburðirnir þola að sjálfsögðu ekki ljós veruleikans, enda um ævintýramynd að ræða, sem fyrst og fremst á að veita skemmtun og spennu og gerir það á köflum, þótt fáránleik- inn verði oft úr hófi. Vonandi halda kvikmynda- hús hér áfram að sýna nýlegar erlendar barna- og unglinga- myndir.ogekkisakaðiað hafa þær af skárra taginu. Það hef- ur nýlega komið fram, að megin hluti biógesta hérlendis er mun yngri heldur en til O Dante og skartgriparánið * Góðir dagar gleymast ei ★ ★ ★ Stjörnustrið II. ★ Jón Oddur og Jón Bjarni -¥- -¥■ örtröð á hringveginum ★ ★ Flótti til sigurs ★ ★ ★ útlaginn ★ ★ ★ Blóðhefnd Stjörnugjöf 1 rrmans * * * * frábær ■ * * * mjög gM • * * g6ð ■ * sæmileg ■ O léleg dæmis i Bandarikjunum. Góð- ar barna- og unglingamyndir ættu þvi ekki að þurfa að skila lakariafkomu en margar aðr- ar. Norrænn stuðningur til textaþýðinga Úthlutað hefur verið fyrsta sinni fjármagni til þess að þýða texta við kvikmyndir, sem framleiddar eru á Norð- urlöndum, þótt fjármagn til ráðstöfunar væri minna núna en um var beðið, enda við sliku að búast. Þannig komu 35 umsóknir um tæpar tvær milljónir króna, en veitt var um 300 milljónum til 15 um- sækjenda. Að þvi er Island varðar, þa snerta tvær fjárveitingar okk- ur. Annars vegar var pening- um veitt til þess að setja danskan og finnskan texta við fyrstu kvikmynd þeirra Is- filmmanna, ,,Land og syni”. Hins vegar hlaut Fjalaköttur- inn fjárveitingu til aö setja is- lenskan texta við sex finnskar kvikmyndir, sem sýna á i Tjarnarbió siðar á þessu ári. — ESJ. Elias Snæland Jónsson skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.