Tíminn - 08.01.1982, Síða 8

Tíminn - 08.01.1982, Síða 8
8. Föstudagur 8. janúar 1982 fSirimi® Utgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjori: Sig- urður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson. Elias Snæland Jóns- son. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Timans: lllugi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friðrik Indriðason, ' Heiöur Helgadóttir, Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin . Leifsdóttir, Ragnar orn Pétursson (iþróttir), Skafti Jónsson. Útlitsteiknun: ■ Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Agústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Próf- arkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteins- dóttir. Ritstjórr,, skrifstofur og auglýsingar: Siöumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 84392. — Verö i lausasölu 6.00. Askriftargjald á mánuði: kr. 100.00—Prentun: Blaðaprent hf. Deila sjómanna og útgerdarmanna ■ Verkfall sjómánna hlýtur að leiða hugi manna að þvi þýðingarmikla hlutverki, sem sjómanna- stéttin gegnir i islenzku þjóðlifi. Það er ekki að- eins útgerðin, sem hefur stöðvazt, heldur fisk- vinnslan. Þúsundir manna, sem ekki taka þátt i verkfallinu, hafa þannig misst atvinnu sina. Deilan milli sjómanna og útgerðarmanna stendur engan veginn i sambandi við fiskverðið eitt. Þótt það yrði ákveðið með samkomulagi milli fiskseljenda og fiskkaupenda, eða á annan hátt, myndi deilan milli sjómanna og útgerðar- manna samt halda áfram. Deila þessara aðila snýst m.a. um tvö mikilvæg ,,princip”-atriði. irþvV'á'ð*ek&Y vilja_fá tryggingu fyr- inn hlutur til að greiða niður útgerðarkostnað, nema þá með fullu samþykki þeirra. Með þessu er aflahluti sjómanna skertur. Það eru eðlileg viðbrögð þeirra, að hlutaskiptareglum verði ekki breytt með þessum hætti, nema það verði þá bætt þeim á annan hátt. Siðara atriðið er það, að sjómenn vilja fá kaup- bætur samkvæmt framfærsluvisitölu á svipaðan hátt og launafólk, sem vinnur i landi. Erfitt er að sjá, að sjómönnum verði til lengdar haldið sem utangarðsmönnum i þessum efnum. Fleiri atriði blandast svo inn i deiluna en fram- angreind atriði eru veigamest. Hér er um deiluefni að ræða, sem munu báðum aðilum viðkvæm. Það bætir ekki úr skák, að stjórnarandstaðan rær undir af öllum mætti og reynir að auka sundrungu og ófrið. Hennar ósk- hyggja er sú, að þetta geti orðið rikisstjórninni að falli. Svoósvifin er núverandi stjórnarandstaða, að hún hikar ekki við að stuðla að stórfelldu tjóni þjóðarbúsins og atvinnuleysi þúsunda manna, ef það gæti orðið vatn á myllu hennar og fært hana nær valdastólunum. Enn ömurlegra er þetta hlutskipti stjórnarand- stöðunnar, þegar það er tekið með i reikninginn, að forráðamenn hennar hafa ekki minnstu úrræði fram að færa og meðan ráðherrar úr hópi hennar fóru með sjávarútvegsmál dróst oft langt fram yfir áramót að ákveða fiskverð. Fullyrða má, að enginn sjávarútvegsráðherra hefur gert meira til þess en Steingrimur Her- mannsson að reyna að ná samkomulagi milli fiskkaupenda og fiskseljenda um fiskverð. Lausn á þvi máli væri vafalaust fengin, ef það stæði ekki i veginum, að eftir sem áður væri deila sjómanna og útgerðarmanna óleyst. Meðan svo horfir, halda fulltrúar fiskkaupenda og fiskselj- enda meira að sér höndum en ella, enda verða þeir fyrir ekki litlum þrýstingi stjórnarandstöð- unnar i þeim efnum. Rikisstjórnin hefur reynt og mun reyna enn frekar að leysa þessa deilu. Það er ekki auðgert verk og á stjórnarandstaðan sinn þátt i þvi. Til þess er vart hægt að ætlast að rikisstjórnin fari að beita sér fyrir lagasetningu á þessu stigi. ísland er ekki Pólland sem betur fer. Hér verða þvi verkföll ekki leyst með svipuðum hætti og þar. Hér verður að treysta á þroska deiluaðila og að æsingaöfl reyni ekki að gera illt verra. Þ.Þ. þingfréttir íslenskur iðnaður Keppir við ríkisstyrkta framleiðslu ■ Tómas Árnason viðskipta- ráðherra svaraði i des. s.l. fyrir- spurnum frá Guðmundi G. Þórarinssyni um styrktarað- gerðir við iðnað i viðskiptalönd- um íslendinga. Hér er um veiga- mikið mál að ræða þar sem is- lenskur iðnaður á i harðri sam- keppni við innfluttar iðnaðarvör- ur, sem i mörgum tilvikum eru styrktar af opinberum sjóðum i þeim löndum sem varan er fram- leidd. Þetta gerir samkeppni örðuga og erfitt er að halda uppi samjöfnuði I verði við framleiðslu vörutegunda sem þannig eru lækkaðar i verði i framleiöslu- löndunum. Siðan eftirfarandi spurningum var svarað á Alþingi hafa verið gerðar ráðstafanir til að jafna bil- ið á einhverjum sviðum, t.d. 35% innborgunarskyldu á innflutt hús- gögn og tollskrá hefur verið breytt til að jafna að nokkru verð á innfluttum húsum tilbiinum og þeim sem framleidd eru hér. porariiiböuu aí',—o r n ar voru lagðar fram og i svari viðskiptaráðherra felst tals- verður fróöleikur um hvernig málum þessum er háttað og fer hér á eftir meginhluti umfjöllun- ar þeirra um málið sem hefst á spurningum fyrirspyrjanda: ,,1. Hvað líður störfum nefndar, sem átti að kanna til hvaða styrktaraðgerða hafi verið gripið i hUsgagnaiðnaði i friverslunar- ^sandalagslöndum okkar? 2. Hvað hyggst rlkisstj. gera i vanda húsgagna- og innréttinga- iönaðarins? ” Tilefni þessarar fsp. er það, að eins og öllum þingheimi er kunn- ugt, hefur verið gripið til marg- háttaðra styrktaraðgerða viö iðnað í ýmsum viðskiptalöndum okkar, ýmsum löndum, sem við erum i friverslunarbandalagi við. 1 þessum löndum hafa verið gefn- ar út leiðbeiningabækur um það, hvernig og hvaða styrktarað- geröa viðkomandi iðngreinar geta leitað til og leitað eftir. Hér á landi hafa bæði Félag isl. iðnrek- enda og Landssamband iðnaðar- manna gert sér far um að reyna að fylgjast meö þessum styrktar- aðgerðum og tekið saman yfirlit yfir þessar helstu aðgerðir. Eins og menn vafalaust vita i flestum þessara landa eru þessar að- gerðir flokkaðar ýmist undir at- vinnuaukandi aðgerðir eða byggðasjónarmið. Ég hef áður gert þaö að um- ræðuefni hér i þinginu að til að mynda i Sviþjóð er gefin út sér- stök bók, sem heitir Studhand- boken, sem fjallar um þessar styrktaraðgerðir og i Danmörku hef ég séð bók, sem heitir Offent- Uge studbeordninger. 1 tengslum við þetta mál er rétt að geta þess enn einu sinni, að til að mynda i Sviþjóð er sérstakur listi yfir þær styrktaraðgerðir, sem tréiðnaður þar ilandi getur leitað eftir. Þess- ar styrktaraðgerðir eru i þeirri bók sem ég hef séð taldar upp i fernu lagi i fyrsta lagi omstelln- ingsstud,sem kallað er eða nokk- urs konar aðlögunarstyrkur, i öðru lagi strukturgarantie, sem mun vera lán þar sem bæði er unnt að fella niður vexti og af- borganir ef vissum skilyrðum er fullnægt. 1 þriðja lagi er um að ræða exportstud eða sérstakan útflutningsstyrk og i fjórða lagi udbildingsstud sem er svona menntunar- og þjálfunarfræðslu- styrkur. Styrkir við iðnað erlendis I viðbót við þetta eru skil- ar-oininoar á fiölmörgum styrkj- greiddir flutningastyrlcir tu iyrir- tækja, flutningastyrkir sem geta numið um 15-35% af heildar- flutningskostnaði. í Sviþjóð vitum við að mörg fyrirtæki út um landsbyggðina fá greiddan styrk á hverja vinnustund, sem starfs- menn yfir 50 ára aídri vinna. í Finnlandi vitum við að unnið er með sérstaktkákaraktie.þar sem veitt er nokkurs konar rikis- ábyrgð vegna áhættu sem fyrir- tæki lenda i vegna innlendra kostnaðarhækkana. 1 Noregi vit- um við að veitt eru vaxtalaus fjárfestingarlán og ísumum lönd- um eru fjárfestingarstyrkir sem nema allt að 15% af heildarfjár- festingu. Hér er um nokkuð vandasamtmálaö ræða en það er þó alveg ljóst, að þar sem við er- um i frlverslunarbandalagi við lönd, fríverslunarbandalagi þar sem viö og þessi lönd höfum gengist undir að fella niður inn- flutningsgjöld af vörum, þá tala menn um samkeppni, friverslun á jafnréttisgrundvelli. Sá jafn- réttisgrundvöllur er auðvitað ekki til staðar ef siöan er beitt sérstökum styrktaraðgerðum til þess að lækka raunverulegan kostnað þessara iðnaðarvara en þær síðan fluttar inn til okkar undir yfirskini friverslunar. Snemma á þessu ári hygg ég að viöskrn. hafi skipað nefnd til þess að kanna með hverjum hætti þessar styrktaraðgerðir væru i okkar nágrannalöndum. Niður- staða þeirrar nefndar gæti siðan oröið eða átti að geta orðið grund- völlur fyrir þvi með hverjum hætti ætti að bregðast við þessu og hvort til að mynda ætti að leggja á sérstaka jöfnunartolla. Litlar fréttir hafa borist af starfi þessara nefnda og ég verð að játa það að mér þykir sá timi vera orðinn nokkuö langur, sem þarna hefur liðið, þvi að lengier búið að ræða þessar styrktaraðgerðir hér i þessu landi. Það er rétt að geta þess, að það er ekki þó að þessi fsp. hljóði sérstaklega varðandi vandamál húsgagnaiðnaðarins, þá er hann ekki einn á báti, heldur eru fjölmargar aðrar iðngreinar, sem eru styrktar i okkar viöskiptalöndum. Ég vil þar sér- staklega nefna fataiðnað og vefjariðnað margs konar. Ég tel algerlega óhjákvæmilegt, að is- lenska rikisstj. bregðist við þess- um styrktaraðgerðum I okkar viðskiptalöndum, enda samrým- ast þær ekki ákvæðum um fri- verslun. Ég hef þvi lagt fram þessa fep. hér i von um að fá greið svör um hvað rikisstj. hyggst gera i þeim vanda, sem þessi iðn- grein stendur frammi fyrir nú. upplýsingar Tómas Arnason viðskipta- ráðherra sagði m.a. i svari sinu: 1 framhaldi af viðræðum sem fram hafa farið við forystumenn Félags isl. iðnrekenda var ákveðið aö kanna, hverjar væru helstu styrktaraðgerðir i' hús- gagnaiðnaði á Norðurlöndum. Þá er jafnframt ákveðið að i fram- haldi af slikri könnun muni is- lenska rikisstj. taka erindi upp hjá EFTA ef nauðsyn bæri til. Aflað hefur verið gagna, bæði með tilstuðlan Félags isl. iönrríi- enda og einshefur sendiráðum Is- lands á Norðurlöndunum verið falið að afla slikra gagna frá viö- komandi löndum. Nú er verið að vinna úr þessum gögnum. Hv. þm. gerði nokkra grein fyrir styrktaraðgerðum t.d. i Sviþjóð og ég hygg, að þær upplýsingar, séu til i höndum þeirrar nefndar, sem er að vinna Ur þessum mál- um, en það verður að segja það einsog eraðþað hefur ekki verið sérlega greiður aðgangur að þvi aö fá upplýsingar af þessu tagi. Þetta hefur staðið árum saman, deilur um þessi mál og það hefur ekki verið greiður aðgangur að þvi, það verður að segja það eins og er. 1 umr. um vandamál iðnaðarins er oft á það minnst, að styrkveitingar til iðnaðar sam- rýmist ekki reglum friverslunar. 1 EFTA-samningnum eru itarleg ákvæði um rikisstyrki, þar sem segir m.a. að ekki megi greiða slika styrki til Utflytjenda. Enn- fremur segir þar, að ekki megi I I Blönduvirkjun — athugasemdir við grein Torfa Jónssonar á Torfalæk „Eftir Kastljós” ■ Athugasemdir við grein Torfa Jónssonar á Torfalæk „Eftir Kastljós” sem birtist i Timanum á bls. 8-9, fimmtudag, 7. janUar. Undirritaðir starfsmenn BUnaðarfélags Islands óska hér með eftir að koma eftirfarandi athugasemdum á framfæri vegna þeirra ummæla og tilvitnana i grein Torfa um virkjun Blöndu, sem snerta umsagnir þeirra til Rafmagnsveitna rikisins: 1. Samkvæmt bréfi frá Rafmagnsveitum rikisins til Búnaðarfélags íslands, dags. 19. febrúar 1981, fól stjórn félagsins undirrituöum aö kanna og leggja mat á hugsanleg áhrif Blöndu- virkjunar á landtap og afréttar- nýtingu á Auðkúlu- og Eyvindar- ■staðaheiðum. Sundurliðað álit var sent i tveim bréfum til Kristjáns Jónssonar rafmagns- veitustjóra, hið fyrra dags. 4. mars og hið siðara dags. 20. mars. Aö sjálfsögðu önnuðust Rafmagnsveitur rikisins dreif- ingu afrita þessara bréfa ásamt öðrum gögnum. Er okkur óvið- komandi.hversu snemma og með hvaða hætti heimamenn fengu álit okkar i hendur, enda áttum við þar ekki hlut að máli. 2. A þeim tima, sem bréfin voru skrifuð, voru virkjunaraðilar að leggja mat á uppgræðsluþörf, bótaþörf o.fl. vegna undirbúnings samningsdraga fyrir virkjunar Blöndu, og höfðu nokkrir mis- munandi virkjunarkostir verið kynntir. Okkar hlutverk var að kanna ýmsar skýrslur og gögn i málinu, svo sem um gróður og beitarþol, hugsanleg áhrif á um- hverfi lóns og veituskurða, og uppgræðsluþörf, og gefa álit, en ekki vinna að ákveönum rannsóknum á svæðinu. Okkur er ekki kunnugt um aðaðrirhafi lát- ið slika samantekt frá sér fara. Efni framangreindra bréfa hefur

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.