Tíminn - 08.01.1982, Qupperneq 18
12
Kvikmyndir og leikhús
Föstudagur 8. janúar 1982
kvikmyndahornið
I
■ „Reds” hin merka kvikmynd Watten Beattys um John Reed og
vinkonu hans Louise Bryant, var ein af jólamyndunum vestur i
Bandarikjunum i ár og hefur vakiö athygli. Mynd þessi þykir hiö
mesta hættuspil f járhagslega þar sem hún kostaði meira en 30 mill-
jónir dollara. Hún er rúmlega þrjár klukkustundir aö lengd. Gagn-
rýnendur I New York hafa vaiiö hana bestu mynd ársins, og hér
sjást aðalleikararnir: Warren Beatty sem John Reed og Diane
Keaton sem Louise Bryant. Beatty var einnig ieikstjóri og handrits-
höfundur ásamt Trevor Griffiths.
Kvikmyndagagnrýnendur
í New York:
„REDS” BESTA
MYND ÁRSINS
■ Kvikmyndagagnrýnendur i New York greiöa á ári hverju at-
kvæöi um bestu kvikmynd ársins, besta leikstjórann og bestu
leikarana i aöalhlutverkum. Aö þessu sinni var kvikmyndin
„Reds” kjörin besta mynd ársins. Myndina geröi Warren
Beatty, sem jafnframt leikur aöalhlutverkiö — bandariska
blaöamanninn John Reed, sem varö vitni aö rússnesku byiting-
unni 1917 og skrifaði fræga bók um þann atburð „Tiu dagar sem
skóku heiminn”.
Samkeppnin var hins vegar
harðari um besta leik i aðal-
hlutverki kvenna. Þar sigraði
Glenda Jacksonfyrir hlutverk
skáldkonunnar Stevie Smith i
kvikmyndinni „Stevie”. Hún
hlaut 36 stig, en Faye Duna-
way fékk 34 stig fyrir
„Mommie Dearest” myndina
um Joan Crawford.
Fyrir besta frammistöðu i
aukahlutverkum fengu þau
Mona Washbourne og Jon
Gielgud viðurkenningu gagn-
rýnendanna i New York — sú
fyrrnefnda fyrir „Stevie” en
Gielgud fyrir „Arthur”.
Brasiliska myndin „Pixote”
var kjörin besta erlenda mynd
ársins, og mun það vafalaust
hafa komið ýmsum á óvart. Af
öðrum myndum, sem fengu
atkvæði, má nefna hinar
þekktu pólsku kvikmyndir
„Járnmaðurinn” og „Marm-
aramaðurinn” og mynd Zan-
ussis „Contract”. Þeir Zan-
ussi og Wajda fengu hins veg-
ar i staðinn sérstaka viður-
kenningu.
Verðlaunaafhendingin fer
fram 31. janúar næstkomandi.
- ESJ
Það eru 27 gagnrýnendur,
sem hafa atkvæðisrétt, og vel-
ur hver um sig þrjár bestu
myndir, leikstjóra eða leikara
og gefur þeim þrjú, tvö og eitt
stig. „Reds” hlaut 37 stig, og
var alllangt á undan næstu
mynd, „Prince of the City”
sem fjallar um spillingu með-
al lögreglumanna i New York.
Sú mynd hlaut 25 stig, „At-
laniic City” nýjasta mynd
Louis Malle, fékk 24 stig, og
„Chariots of Fire” 23 stig.
Sidney Lumet var kjörinn
besti leikstjórinn með 33 stig
fyrir „Prince of the City”.
Næst komu Louis Malle (26
stig), Hugh Hudson fyrir
„Chariots of Fire” (25) og
Warren Beatty (20).
John Guare hlaut viður-
kenningu fyrir besta kvik-
myndahandrit, en hann skrif-
aði handritið að „Atlantic
City” með 48 stig en næst
komu Sidney Lumet og Jay
Presson Allen með 25 stig.
„Chariots of Fire”fékk við-
urkenningu ganrýnendanna i
New York fyrir bestu kvik-
myndatökuna.
Svo vikið sé að leikurunum,
þá fékk Burt Lancaster flest
atkvæði i kosningunni um
besta leik i aðalhlutverki
karla á liðnu ári fyrir frammi-
stöðu sina i „Atlantic City”.
Hann fékk 58 stig, og var
þannig langt fyrir ofan alla
aðra. Næstur kom Henry
Fonda fyrir „On Golden
Pond” með 27 stig.
Etias
Snæland
Jónsson
skrifar
* Hvell-Geiri
o Dante og skartgriparánið
* Góðir dagar gleymast ei
★ ★ ★ Stjörnustrið II.
★ Jón Oddur og Jón Bjarni
¥ -¥ örtröð á hringveginum
★ ★ Flótti til sigurs
★ ★ ★ útlaginn
★ ★ ★ Blóðhefnd
Stjörnugjöf Tímans
* * * * frábær ■ *** mjög göð ■ * * göð ■ * sæmileg ■ O léleg