Tíminn - 16.01.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 16.01.1982, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 16. janúar 1982 Utgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreióslustjori: Sig- urður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson,Elias Snæland Jóns- son. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. ölafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Timans: lllugi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin : Leifsdóttir, Ragnar orn Pétursson (iþróttir), Skafti Jónsson. Utlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Agústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Próf- arkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteins- dóttir. Ritstjórr., skrifstofur og auglysingar: Siðumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsímar: 86387, 86392. — Verð i lausasölu 6.00. Askriftargjald á mánuði: kr. 100.00— Prentun: Blaðaprent hf. Gledistund hjá Árvakri Það var gleðibragur á baksiðu Morgunblaðs- ins i gærmorgun. Þar stóð þvert yfir siðuna: „Málið komið i ólýsanlegan hnút.” Neðar á siðunni var aðeins minni fyrirsögn, sem hljóðaði á þessa leið: „Geir Hallgrimsson formaður Sjálfstæðisflokksins: Stefna rikis- stjórnarinnar hefur beðið skipbrot.” Frekar þarf ekki vitnanna við um það, að það hefur runnið upp mikil gleðistund hjá Árvakurs- mönnum, þegar fréttir bárust af þvi i fyrrakvöld, að fulltrúar útgerðarmanna og sjómanna hefðu neitað að undirrita samkomulag, sem náðst hafði milli þeirra. Þeir færðu það fram fyrir þessari af- stöðu sinni, að ekki hefði verið fallizt á þá kröfu þeirra, að ákvörðun um fiskverð i verðlagsnefnd- inni byggðist á samkomulagi við þá. Krafa þeirra var að fiskverð hækkaði um 19%. Áður en að þetta gerðist, höfðu fulltrúar sjó- manna gengið á fund Steingrims Hermannssonar sjávarútvegsráðherra og óskað svara varðandi þrjá fyrirvara, sem þeir höfðu gert að skilyrði fyrir undirritun samkomulags við útgerðarmenn. Sjávarútvegsráðherra tók jákvætt i tvö þessara skilyrða. Annað þeirra var að fiskverð hækki 1. marz næstkomandi i samræmi við hækkun á launum þeirra, sem vinna i landi. Hitt þeirra var, að stefnt yrði að þvi að svonefnt oliugjald falli niður við árslok 1982. Þriðja skilyrðið gat sjávarútvegsráðherra ekki fallizt á, en það var fiskverðshækkunin. Fiskverðshækkunarmálið stóð þá þannig, að oddamaður rikisstjórnarinnar i yfirnefnd verð- lagsráðs hafði lagt fram tillögu um 13.5-14% al- menna hækkun á fiskverði og auk þess yrði oliu- gjald lækkað um 2%. Samanlagt myndi þetta þýða um 16% fiskverðshækkun til sjómanna. Eins og áður segir höfðu fiskseljendur krafizt 19% fiskverðshækkunar og að oliugjaldið héldist óbreytt þetta ár, en fulltrúar sjómanna höfðu fallizt á það i viðræðum við útgerðarmenn. Álitið er, að 19% fiskverðshækkun i stað 13.5- 14% hækkunar myndi óhjákvæmilega hafa 17- 18% gengislækkun i för með sér. Af skiljanlegum ástæðum vill rikisstjórnin komast hjá svo mikilli gengisfellingu. Það strandaði á þessum ágreiningi, að ekkert varð af undirritun samkomulagsins milli út- gerðarmanna og sjómanna i fyrrinótt. Af þeim ástæðum stafaði gleðisvipurinn á baksiðu Morgunblaðsins i gær. Árvakursmenn voru ekki heldur seinir á sér að snúa spjótum sinum gegn rikisstjórninni. Af skrifum málgagns þeirra er ljóst, að þeir myndu ekki harma, þótt deilan drægist á langinn og leiddi til vaxandi vandræða. á vettvangi dagsins BETRI SKÓLI eftir Kára Arnórsson skólastjóra ■ Kennarasamband Islands hefur hafið kynningu á aðbúnað: nemenda og starfi kennara i skól um. Hér er um mikið nýmæli af ræða og ekki vitað að neinr starfshópur hafi tekiö sér fyrii hendur slikt verkefni. En hverjai eruástæðurnar fyrirþviað Kenn arasambandið ræðst i svo kostn- aðarsamt fyrirtæki? Fyrir þvi eru fjölmargar ástæður. t stofn- þingi sambandsinsi júni 1980, en þá var Samband grunnskóla- kennara og Landsamband fram- haldsskólakennara sameinað, var samþykkt tillaga þess efnis að nauðsynlegt væri aö hafin yrði öflug kynning i stöðu skólanna, aðbúnaði grunnskólanema og starfi og starfsaöstöðu kennara. Kennurum hefur lengi verið það ljóst aðskólastarf hefur ekki hlotið þann sess sem þvi ber i nútima samfélagi og starf þeirra sem i skólunum vinna verið litils metið. Þrátt fyrir að miklar og vaxandi kröfur væru gerðar til skólanna væriilla að þeim búið og aðbúnaður langt frá þvi að vera i samræmi við aörar breytingar i þjóðfélaginu. Markmið þessarar kynningar er að fá fram umræður um skóla og uppeldismál. Slik umræöa hefurverið næsta litilá Islandiog naumast nokkur nema eitthvað hafi farið verulega úrskeiðis i skólunum. Það er mikil nauðsyn á þvi að foreldrarkynni sér aðstöðu barna sinna i skólanum svo og þeirra sem þar vinna og aö samvinna náist með kennurum og for- eldrum um endurbætur. t könnun sem Félag skólastjóra og yfirkennara gekkst fyrir á siðastliðnu ári kom í ljós að fjöl- margir skólar búa við mjög lé- lega aöstöðu. Það kom einnig i ljósað gi'furlegt misræmier milli einstakra skóla. KennsluhUsnæði fyrir sumar lögboðnar náms- greinar vantar meira og minna i öllum fræðsluhéruðum. Það hefur lengi verið til siðs að hefja kennslu í skólahúsnæði hálf- köruðu ogbyggja skóla i áföngum sem seint eða ekki er lokið. Sem dæmi má nefna að iþróttahUs vantar við 30% skóla 1 Reykjavik og yfir 70% skóla á Austurlandi. Það virðist lengi hafa verið rikjandi sjónarmið að ekkert gerði til þótt ákveðnir þættir skólastarfsins yrðu Utundan. Það er greinilegt að menn leyfa sér þennan hugsunarhátt og fram- kvæmdamáta vegna þess að hér eiga börn hlut að máli. Skólum er viða þröngvað til að annast kennslu í hUsnæði sem er ónot- hæft og hindrar eðlilegt skóla- starf. Þrengslin i skólum eru viða mjög mikU og ennþá viðgengst þrisetning, hvað þá tvisetning sem er algengasta skólaform i heimangönguskólum. Þetta veldur þvi meðal annars að vinnutimi nemenda verður sundurslitinn. Mjög mikið álag er á mörgum börnum i heiman- akstri og sérhjálpi dreifbýli er af mjög skornum skammti. Það er augljóst að fullorðnir myndu ekki sætta sig við þann aöbUnað á sinum vinnustað sem Um málefni sjómanna eftir Stefán Lárus Pálsson, stýrimann ■ Margir eru þeir sjálfskipuðu spekingar sem finna hjá sér þörf til að geysast fram á ritvöllinn á siðum dagblaðanna og tjá sig þar af mikilli innlifun um málefni lands og þjóðar. A þetta einkum og sérilagi við þegar að sérstök vandamál koma upp eins og nú skeði i sjávarútvegi. Þeir hafa lausnir vandans á hraðbergi og liggur við að þeim svelgist á i þessu mærðarflóði eigin snilldar. Þá hafa þeir oft á takteinum alls- herjar patentlausnir, einkum þeir sem af minnstri skynsemi skrifa og jafnvel algeru þekkingarleysi, svo að jaðrar við glópsku. Einn slikur tjáir sig á siðum Dagblaðsins 7. jan. s.l. undir fyrirsögninni „Nú þarf að brjóta blað”. Sá heitir Magnús Bjarn- freðsson og er alþjóö kunnur vegna starfa við sjónvarpið. Þar hefur hann virkað sem skynsam- ur og jafnvel málefnalegur, með staðgóða þekkingu á þjóðmálum. En lengi skal manninn reyna, segir máltækið, sem sannast hér rækilega. Magnús segir okkur sjómenn og útgerðarmenn hafa slikt ógnar- vald að við getum stöðvað mest- alla gjaldeyrisöflun þjóðarinnar og er það vissulega rétt. En þvi valdi beitum við ekki ótilneyddir þvi um leið erum við að skaða sjálfa okkur. Það er enginn gróðavegur að sjá afkomu okkar siglt i strand fyrir tilverknað utanaðkomandi aðila, sem nánast lita á okkur sjómenn sem þræla, sem sjálfsagt sé að striti árið um kring, til þess að þetta fáránlega samsetta þjóðfélag okkar geti haldið áfram að lifa i lúxus jafn- vel þótt harðni i ári. Þá eiga menn bara að heröa sig viö sjósóknina, blása i kaun og halda kjafti og taka þvi sem að þeim er rétt, endalaust, án möglunar. Þetta fellur saman við hugsunarhátt háskólagengna af- brotafræðingsins, sem sagði i út- varpi að sálsjúkir afbrotamenn væru best niðurkomnir i okkar hópi, um borð i fiskiskipum á Is- landsmiðum. Þvilikt álit sem hin islenska sjómannastétt hefur i augum hinna makráðu lang- skólagengnu kerfisafkvæma, sem kostuö hafa verið til náms fyrir afrakstur af striti islenskra fiski- manna. Magnús telur að nú verði að taka duglega i hnakkadrambið á þessum heimtufreku andskotum, sem að hans sögn hafa alla tið lát- ið landslýð og forráðamenn þjóðarinnar bukka sig og beygja þegar þeim þóknast. Þó höfuð forystumanna sjómanna og út- vegsmanna séu úr tré, leiki þeir sér meö fjöregg þjóðarinnar af fullkomnu gáleysi án nokkurs réttar umfram aðra. Þvilik speki, eða er þetta bara það sem kallað er rakalaust kjaftæði? Dæmið þið hver fyrir sig bræður á hinum blauta orustuvelli. Magnús talar um hrikalegt launamisrétti sjómanna og vist er það, að tekjur okkar eru misjafn- ar á milli skipa og lika milli ára á sömu skipum. I þvi liggur eðli málsins, en það virðast Magnúsar þurrlendisins ekki skilja. Laun hlutaráðinna sjómanna á fiski- skipum eru prósenta af aflaverð- mæti. En fiskveiðar eru yfirleitt þess eðlis aö ekki er fyrirfram hægtað ganga að þvi sem visu, að afli veröi mikill og góður. Þar kemur margt til svo sem fiski- gengd, veðurfar og ástand sjávar. öruggust er þó afkoman á nýrri, stærri og betur búnu fiskiskipum okkar, þessum sem mesta fjár- muni kostar að eiga og reka. A þessi skip sækja menn eðlilega mest eftir skipsrúmi og það veld- ur þvi að sá floti er yfirleitt mannaður harðduglegu úrvals- fólki. Enda ekki annað hægt þvi vinnuálagið er gifurlegt, oft nán- ast sverasti þrældómur i afla- hrotum. Þarna bera menn lika oft vel úr býtum þegar vel gengur, en ef litið er á endanlega útkomu, þá fer stór hluti þessara sveiflu- kenndu tekna i skatta og opinber gjöld. Menn lenda þvi oft i fjár- hagsvandræðum ef afli minnkar milli ára, geta þá ekki tekiö eðli- leg fri og eiga oft i vandræðum með að hætta á sjó ef þeir hafa verið á aflaskipum. Það gera skattarnir. Ekki eru þó allir sjómenn á smærri skipunum bónbjargar- menn eins og Magnús vill vera láta. En oft er eftirtekjan allt of litil. Hann skilur heldur ekki hvað veldur að við skulum yfirleitt fást til að róa á slikum skipum. En þar kemur til vonin um góðar vertiðir og aflahrotur sem oft gefa góð laun á stuttum tima, þó dauft sé á milli. Þar að auki fáum við oftar tækifæri til að dvelja með fjöl- skyldum okkar heldur en sjó- menn á togurum og loðnuskipum. En hvaðan Magnúsi kemur sú en- demis firra að smábátasjómenn stundi sinar veiðar i verri veörum en aðrir veit ég ekki. Þvi aukinn afli nýrri og stærri skipa er ekki sist þvi að þakka, að þau geta verið aö við verri skilyrði en þau nýrri og lakar búnu. Ef flotinn er of stór — en um það er deilt — kemur upp sá vandi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.