Tíminn - 17.01.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 17.01.1982, Blaðsíða 6
4 » (l ). ■: i « <f V * ' Súnnúdagur 17.' jándár 1982 6 ■ Gurtmundur Ami Stcfánsson. ■ Gcir A. Gunnlaugsson. ■ Vilhelm Jdliusson. Fæðist nýtt síðdegisblað? Ákvörðun um fæðingu eða fóstureyðingu tekin eftir helgi Nú um helgina ætti það að ráðast endanlega hvort af útgáfu nýs sið- degisblaðs getur orðið eða ekki, en á morgun lýkur hlutafjársöfnun þeirri sem undirbúningsnefndin hefur staðið fyrir. Stefnt er að þvi að ná hiutafjárloforðum sem nema 3 milljónum króna, en samkvæmt heimildum Timans eru loforð þessi enn talsvert innan við helmingurinn af þeirri upphæð. Aðstandendur hugsanlegs siðdegisblaðs telja sig þó geta hafið útgáfu nýs blaðs, ef ioforð fyrir 2 milljónum króna liggja fyrir nú um heigina. Er það mat þcirra að sú upphæð komi til með að tryggja rekstur blaðsins til aðbyrja meðog telja þeir að ekki verði nein vandræði á að safna einni milljóntil viðbótar þegar blaðið sé farið að sjá dagsins ljós. Meira að segja gætir þeirrar bjartsýni hjá sumum i undirbúningsnefndinni, s.s. Guðmundi Arna Stefánssyni, að þeir telja sig gcta hafið útgáfuna þótt aðeins hafi safnast loforð fyrir 1.5 milljón- um króna. Eins og fram hefur komið, segja þeir sem i undirbuningsnefndinni eru að þessi útgáfa sé hugsuð sem mótvægi viö ráðandi peninga- og i- haldsöfl á siðdegismarkaðnum, og til þess að ná fram þessu mótvægi segja þeir að breiö pólitisk fylking standi að baki útgáfunni, ef af verður. Þvertaka þeir i undirbúningsnefndinni fyrir aö kratar séu i meirihluta innan þessarar fylkingar. Segja þeir jafnframt að stuðningur sé mikill við þessa útgáfu um land allt, en ekki eingögnu hér af Reykjavlkursvæöinu. Eins segja þeir aö enn sem komið er séu ekki neinir stórir hluthafar orðaðir við útgáfuna, heldur séu hlutafjárfram- löghvers og eins á bilinu 5 ti! 10 þúsund krónur. Benda þeir á i þvi sam- bandi hve stór hópur manna munikoma til með að standa að útgáfunni, ef af verður. Ekki hafa þeir i undirbúningsnefndinni þó þvertekiö fyrir að um einhverja stóra hluthafa, sem hafa talsvert peningavald á bak við sig, geti oröið að ræða, og hefur Pálmi i Hagkaupum þá hvað eftir annað verið orðaður við útgáfuna, enda hefur Timinn heimildir fyrir þviað viðræður á milliPálma og hlutafjársafnara hafi fariö fram oftar en einu sinni. ■ Timinn hafði samband við nokkra aðila sem að undir- bdningnum standa i gær, svo og viö menn dr blaöaheiminum, til þess aö kynna sér hverstaðan i málinu væri i dag, og hverja af- komumöguleika menn úr blaöa- heiminum teldu aö nýtt siödegis- blað kæmi til meö aö eiga. „Tel að við getum byriað með 1.5 milljón króna” Guðmundur Arni Stefánsson, ritstjórnarfulltrúi Aþýðubiaðsins, sem hefur sterklega veriö oröað- ur við ritstjórastólinn á nýja blaö- inu. „Þaö hafa fengist loforö fyrir svona 1.3 til 1.4 milljón króna. Viö teljum aö viö þurfum lágmark aö hafa 2 milljónir og stefnum aö þremur milljónum i hlutafé”. — Eruö þiö eitthvaö farnir aö hugsa fyrir tækjakaupum? „Já, viö höfum náttúrlega velt þvi máli fyrir okkur. Þaö er ckki meiningin hjá okkur aö hætta 1. april! Við höfum velt fyrir okkur ákveönu samstarfi i þeim efnum, og Þjóðviljinn hefur ekki enn úti- lokaö þann möguleika og Helgar- pósturinn og Alþýöublaðiö eiga eftir aö gera upp hug sinn i þeim efnum.” — Nú hafiö þiö i undirbúnings- nefndinni talaö um þaö aö þaö væri breiö pólitisk fylking á bak viö útgáfu blaösins ef af veröur, en ekki bara kratar. Getur þú nefnt mér einhver nöfn til þess aö sanna þá fullyröingu? „Ég hef náttúrulega enga heim- ild til þess aö nefna nöfn fólks sem hefurlagt þessu lið og lagt i þetta pening. Þaö kemur bara i ljós þegaT hluthafalistinn liggur fyrir, eöa þegar blaöið kemur Ut.” — Eru margir stórir hluthafar inni i þessu dæmi? „Nei.ekkisem komiö er. Þetta eru allt hluthafar sem leggja fram 5 til 10 þúsund krónur, og sumir jafnvel með lægri fram- lög.” — Nú herma sögur að mikiö hafi verið rætt viö Pálma i Hag- kaupum, og varla yröi hann hlut- hafi með 10 þúsund króna fram- lagi. „Ég þekki ekkiþessar sögur ég hef bara lesiö þetta i blööum.” — Vist þekkirþú þær. Ég hef á- reiðanlegar heimildir fyrirþvi aö þú þekkir þessa sögu mun betur en ég. „Það er búið aö kynna fullt af fólki þetta og allir sem hafa viljað kynna sér þetta mál, hafa fengiö nákvæma kynningu á þvi sem til stendur og Pálmi er náttúrulega maður með opinn huga, og kannski hefur hann viljað frétta af þessu lika og kannski hugsar hann sinn gang eins og aðrir.” — Við hverja hefur verið rætt um að taka að sér störf á rit- stjóm? „Það get ég ekki sagt þér á þessu stigi. Þegar eru komnar 40 umsóknir um störf á ritstjórn, en þetta fólk hefur enginsvör fengið og þvi væri það að koma aftan að fólki að upplýsa nöfn þess , áður en ákvörðun um Utgáfu blaðsins er tekin.” Timinn hefur áreiðanlegar heimildir fyrir þvi að mikiö hafi veriö rætt við Ómar Valdimars- son um aö taka að sér stöðu fréttastjóra á nýja blaðinu, en Ómar mun ekki hafa viljaö gefa ákveöin svör fyrr en fjárhagsleg- ur grundvöllur blaösins er endan- lega tryggður, og svo mun einnig vera um ýmsa fleiri, sem gætu hugsaö sér að starfa viö hið nýja blaö.enmeiningineraö þaö veröi 15 manna ritstjórn og 15 manns á skrifstofu. Guömundur Arni var aö þvi spuröur hvort þaö væri meiningin aö ritstjórar viö nýja blaöiö yröu tveir. „Menn hafa taliö aö slik verka- skipting væri aö mörgu leyti hent- ug, þvi þá gætu menn skipt með sér verkum og meiningin er aö ritstjórar yröu virkir I fréttaöfl- un, sem og aðrir starfsmenn. Enn er auövitaö ekkert hægt aö segja fyrir um nákvæmt skipulag ritstjórnar, þvi ekki hefur veriö ákveöiö aö blaöiö líti dagsins ljós.” „Blaðamennska Helgarpóstsins tekin til fvrirmyndar” — A hvaöa hátt myndi frétta- pólitik nýja blaösins vega upp á móti þvi sem þiö nefniö veldi peningaafla og einokunarvaldi stjó rnmála flokkana? ,,Viö myndum ná þvi markmiði meö heiöarlegum fréttaflutningi. Við getum tekiö fréttaflutning Helgarpóstsins sem dæmi — hann hefur fariö ofan i mál og veröur ekki sakaöur um þaö aö vera hall ur undir einn eöa annan stjórn- málafiokk eöa öfl I landinu, heldur hefur hann lagt áherslu á vandaöan fréttaflutning og heiðarlegan og að sumu leyti má segja sem svo að blaðamennska Helgarpóstsins verði tekin til fyrirmyndar.” ..Er starfandi á Alþýðu- blaðinu ennbá” — Erú likur á þvi að Alþýðu- blaðið verði lagt niður og að Jón Baldvin Hannibalsson verði starfsmaður nýja blaðsins? ,,Ég er starfandi á Alþýðublað- inu ennþá og enginn hefur boðið mér starf á þessu nýja blaði, þannig að ég tala bara við þig sem áhugamaðurum útgáfu sliks blaðs. Það hefur engum verið sagt upp á Alþýðublaðinu og ég veit ekki til þess að flokkurinn hafi áætlun um það i allra næstu framtiö að breyta einhverju um útgáfu þess.” —Efljóst verður nú um helgina að ekki hefur tekist að ná tveggja milljóna lágmarkinu, hvert er þá næsta skrefið? „Sumir vilja fara af staö meö þaö sem safnast hefur þá, en aðr- ir vilja ekki leggja út I neina óvissu.” En þú sjálfur? „Ég hallast frekar aö fyrri kostinum. Ég tel aö viö getum tekið þá á- hættu aö fólk komi til aöstoðar, þegar blaöiö er komiö á flot, þvl maöurhefur oröiö varviðþað aö áhugi fólks á þvi að sjá nýtt, ó- bundið blað er geysilegur, og ég er þessfullvissaö þetta fólk kæmi til meö aö kaupa blaöiö.” „Vantar töluvert á að nægt hlutafé sé komið” Geir A. Gunniaugsson, prófess- or, formaður undi rbúnings- nefndar fyrir nýja siðdegisbiaöiö. „Enn er ekki komiö nægt hluta- fé, til þess að viö getum tekiö á- kvöröun um aö ráöast iútgáfu nýs blaös. Nú um helgina erum viö aö gera lokaátak f þvi aö ná inn næg- um hlutafjárloforöum, en enn vantar töluvert á aöþaösé komiö. Ég reikna meö því að ef viö náum ekki loforöum fyrir lágmark 2 milljónum, þá verður hætt aö hugsa um þessa útgáfu.” ..Ekkert hægt að segja um þetta núna” Vilhelm Júliusson, á sæti i undirbúningsnefndinni „Ég get ekkert sagt til um þaö núna hvort nægt hlutafé hefur safnast eöa ekki. Nú veröur þetta alltsaman kallaöinn um helgina og þab verður gengið frá þessum málum strax eftir helgi. Við erum ekki búnir að fá inn listana og vit- um þvi ekki hve mikið fé hefur safnast. — Hverjir eru þaö helstir af hinum svonefndu stóru hluthöf- um, sem koma til greina að taka þátt í útgáfu nýs blaðs? „Það er heldur ekki hægt að segja neitt um það fyrr en þar að kemur. Við gefumengin nöfn upp, nema við sjáum fram á að þetta verði hægt, en þeir eru þó nokkr- ir.” — Nú vill fólk stimpla þetta blað sem nýtt kratablað og vill illa trúa þvi að það sé breiður pólitiskur hópur á bak við blaðið, nema það heyri nöfn sem sanna þá fullyrðingu. „Ég.held að það sé af og frá aö þetta blað verði nýtt kratablað, ef af útgáfu þess verður. Að svo komnu máli viljum viö ekki nefna nein nöfn til þess að sanna okkar mál. Ef við náum inn nægu hluta- fé verða nöfn hluthafa náttúru- lega gerð opinber, en annars get- um við i raun og veru ekkert sagt um þetta.” — Nú hafa einnig heyrst mis- munandi tölur um þaö hvaö þiö teljið ykkur þurfa i lágmarks- hlutafé, til þess að geta ráöist i út- gáfuna og hafa tölumar veriö breytilegar frá 1.5milljónum upp i 3 milljónir. „Slikthefur ekkiveriö haft eftir okkur í undirbúningsnefndinni, viö teljum aö lágmark sé 2 milljónir, en þörfin er fyrir 3 milljónir. Þessari hlutafjársöfn- un lýkur núum helgina og ef þaö liggur fyrir eftir aö henni er lokið aö ekki hafi náöst lágmarksupp- hæöin 2 milljónir, þá verður ekk- a-t af útgáfu nýs blaðs. Við mun- um ekki framlengja hlutafjár- söfnunartimann á nýjan leik.” Viö látum þetta nægja af viötöl- um viö aðstandendur nýja blaös- ins og snúum okkur næst til manna úr blaöaheiminum, og fá- um þá til þess aö spá um afkomu- möguleika blaösins, efþaökemur til meö aö lita dagsins ljós. „Ég hef enga skoðun á þvi máli” Höröur Einarsson, fram- kvæmdastjóri Dagblaösins og Visis „Ég hef enga skoöun á þvi máli. Ég hef ekkert sett mig inn i málefni þessa nýja siödegis- blaðs.” — Nú hefur þú lengi verið viö- riðinn rekstur siðdegisblaðs, þegar slfk blöö voru tvö á markaðnum, þú ættir þvi að hafa einhverja hugmynd um sam- keppnina á milli siðdegisblaða. „Ég veit að það vantaði ekkert samkeppni á meðan að tiöðin

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.