Tíminn - 17.01.1982, Blaðsíða 19

Tíminn - 17.01.1982, Blaðsíða 19
Sunnudagur 17.Jamiarl982 ■ Þeirsem á annaðborð lesa svo- kallaðar „popp-siður” í blöðunum vita væntanlega flestir að hér i borg starfar hljómsveit nokkurra ungra manna sem kalla sig „Purrkur Pillnik'’ og olli nafnið nokkrum heilabrotum er hljóm- sveitinskaustfram á sjónarsviðið fyrir tæpu ári. Einar Orn Bene- diktsson, raddari og primus motor hljómsveitarinnar svaraði og sagði að „Purrkur” væri eitt- hvað i ætt við til að munda svefn- purku, en „Pilnik” væri nafn stórmestara i skák sem hingað kom fyrir löngu og tefldi meðal annars við Friðrik Ólafsson frægt einvigi. Og það er rétt — hann hét Hermann Pilnik og bjó allt frá striðslokum i Argentinu en var, að sögn, af þýskum eða austur- riskum ættum. Pilnik var á sinni tið mjög sterkur stórmeistari og tefldi meðal annars um rétt til að skora á þáverandi heimsmeistara en hafði ekki erindi sem erfiði. Hann kom hingað til ands i fyrsta sinn árið 1955 og tefldi þá einvigi við Friðrik Ólafsson, sem aðeins var tvitugur að aldri. Pilnik stóð þá á hátindi ferils sins en Friðrik gersigraði stórmeistarann, ilrslit urðu 5—1. Næst kom Pilnik hingað árið 1957 og dvaldi þá hér á landi úm hrið, og er það talið hafa verið lyftistöng fyrir islenskt skáklif, enda var sjaldgæft að erlendir stórmeistarar kæmu hér viö. x Svörtsorgarbindi 1 þetta sinn tefldi Pilnik meðal annars á Stórmóti Taflfélags Reykjavikur og hafnaði i 3.-4. sæti ásamt sænska stórmeist- aranum Gideon Stahlberg en þar fyrir ofan urðu Pal Benkö og Friðrik Ólafsson, sem sigraði. Einnigtefldi hanná mótisem efnt var tilf Hafnarfirðien þar sigraði Benkö, enPilnik og Friðrik lentu i 2.-3. sæti. Loks fór fram annað einvi'gi Friðriks og Pilniks og aftur sigraði Friðrik en nií með minni mun: 4.5—3.5. Gott og vel — en hvað kemur þetta „popp- siðu” i rauninni við? JU i nóvem- ber siðastliðnum gerðist i Venezuela atburður sem kann að hafa mikil áhrif á islenskan „poppheim”. Hermann Pilnik dó drottni sinum, orðinn roskinn nokkuð. Hvaða áhrif þetta kann að hafa á framtið hljómsveitarinnar „Purrks Pilniks” er ekki vitað enn, enda voru þessar fréttir að berast hingað til lands. En við hljótum að spyrja: Verður Pilnik banabiti Purrksins? Einar Om Benediktsson mátti ekki mæla er honum vom sögö þessi tiðindi, og vildi hann ekkert láta hafa eftir sér. Þó sagði hann að Purrkur Pilnik myndi bera svört sorgarbindi, næst þegar hljómsveitin kemur fram. —ij. Hermann Pilnik látinn: Nýrómantík: Mogo Homo ■ Ný hljómsveit hefur skotið upp kollinum hér i Reykjavik en það er Mogo^ Homo skipuö þeim Óskari ÞÓrissyni og Óðni Guö- brandssyni úr Taugadeildinni sálugu. Mogo Homo hélt tónleika i Hollywoods.l. miövikudagskvöld. Hljóðfæraskipun er bassi, söngur og segulband, Óðinn er á bassan- um Óskar sér um sönginn en á segulbandinu er trommuheili, gitar og synthesizer. Tónlist þeirra félaga flokkast undir þaö sem kallað hefur verið nýrómantik eða tölvupopp og eru þeir mér vitanlega fyrsta islenska hljómsveitin sem leikur það. Mogo Homo lék þrjú lög i Holly- wood. Nokkrir erfiðleikar hrjáöu þá félaga i byrjun, illa gekk að' samstilla tækin en það lagaöist þó brátt. Tónlist þeirra félaga er fremur áheyrilegog lætur vel i eyrum en undirrituöum fannst þeir ekki nota nægilega þá möguleika sem hljóðfæraskipunin bauð upp á, t.d. he.föi aö skaðlausu mátt hafa fjölbreyttara spil á segulbandinu þvi leikurinn var full einfaldur i Hollywood. Ekki er hægt að segja aö tón- listin hafi runnið vel niður hálsa þeirra gesta sem sóttu tónleik- ana. Þar var annarsvegar um að ræða eins og einn kunningi minn ■ Mogo Homo. Óskar og Óðinn. sagöi, „ölvað visitölupakk” og hinsvegar bláedrú ungmenni sem litinn áhuga höföu fyrir þvi sem var aö gerast á ljósagólfi Holly- wood. Þetta er kannski skiljan- legt ef það er haft i huga að staö- urinn auglýsir: „Allir eru stjörn- ur i Hollywood” og þvi hefur gest- um kannski fundist sem Mogo Homo tæki fullmikiö af „ljóman- um” frá sér. Þeir félagar eiga eflaust eftir að slipa og fægja leik sinn og ef að likum lætur munu þeir gera athyglisverða hiuti i framtiðinni. —FRI ■ Bodies á Borginni þeir Rúnar Magnúsi Stefánssyni. ■ Troðfullt var á Hótel Borg s.l. fimmtudagskvöld er Bodies hóf tónleika sina þar á laginu Take Control eftir ágæta upphitun hljómsveitarinnar Jonee Jonee. Tónleikarnir hófust óvenju seint af einhverjum ástæðum og voru gestiraf þeim sökum mjög famir að ókyrrast. Take Control fyrsta lag Bodies á tónleikunum er þétt og gott rokklag og bjóst maður við að þeir yrðu i þeim stil, Bodies voru á öðru máli og spiluðu þeir að stærstum hluta fremur róleg lög allt undir lok tónleikanna er keyrslan var sett i gang með lögum eins og Check us out of the Country sem Mike Pollock sagði að væri tileinkað sænsku lögregl- unni. Svolitið var um nýtt efni á pró- grammi Bodies en það var að mestu borið uppi af þekktum Bodies lögum eins og hinu stór- góða lagi Whereare the Bodies og Never mind. Bodies hafa verið i stöðugri framför frá þvi að Bubbi Morth- ens yfirgaf hljómsveitina og nafn hennar breyttist Ur Utangarðs- mönnum og i Bodies, bræðumir Mike og Danny Pollock em drif- fjöðuriná bakvið sveitina, en hún er skipuð pottþéttum tónlistar- mönnum á sviði þess rokks sem þeir spila og minnir á stundum á Rolling Stones á þeirra yngri árum. Leikur Bodies er allur mjög þéttur og góður og sköpuðu þieir ágætis stemmningu á tónleikun- um á Borginni, sérstaklega undir lokin er keyrslan var sett i gang og strákarnir voru orönir heitir. Jolnee Jonee Jonee-Jonee á ekki langan feril aö baki en hann er þeim mun at- hyglisveröari. Ef ég man rétt þá komu þeir fyrst fram i Þjóöleik- húskjallaranum en á skömmum tima skipuöu þeir sér i röð efni- legustu hljómsveitanna á sviði nýbylgjurokksins hér i dag. Leikur þeirra er ákaflega hrár og skemmtilegur, ekta nýbylgju- rokk af grófari gerðinni en hljóð- færaskipun er mjög einföld, húðir, bassi og söngur sem félag- arnir þrír, Bergsteinn, Heimir og Þorvar nýta vel. Söngvaranum Þorvari er raunar fleira til lista lagt þvi i öðru laginu þeirra greip hann í saxdfón og var það raunar eitt besta lagið þeirra. Jonee-Jonee byrjuðu leik sinn af miklum krafti, þétt og góð keyrsla einkenndi spilið en undir miðbikið og lokin dró nokkuð úr þessu og virkaði sveitin þá ekki eins sterk og i upphafi. Jonee-Jonee eru sem fyrrsegir með efnilegustu nýju sveitunum hérog minntu þeir mig stundum á Purrkinner hann varað skriða úr egginu. Ef þeir halda áfram á sömu braut eiga þeir eflaust eftir að gera skemmtilega hluti i fram- tiðinni. —FRI Erlingsson, bassa, Mike og Danny Pollock,en húöir eru barðar af ROKKAÐÁ BORGINNI ■ Jonee-Jonee þeir Bergsveinn Björgúlfsson,húöir, Heimir Baröason, bassi, og Þorvar Hafsteinsson,söngur. SAUÐFJARMERKI Baendur, sauðfjáraektarfélög. búnaðarfélög Sauðfjármerkin frá Reykjalundi eru framleidd í samráði við bændur og sauðfjárveikivarnir rík- isins. Merkin eru framleidd eftir samræmdu litakerfi og áprentuð með bæjar-, hrepps- og sýslunúmeri annars vegar en raðnúmerum að óskum bænda hins vegar. Skriflegar pantanir þarf að gera með góðum fyrirvara til að tryggja afgreiðslu fyrir sauðburð. REYKJALUHDUR Söludeild -270 VARMÁ Mosfellssveit.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.