Tíminn - 17.01.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 17.01.1982, Blaðsíða 9
Sunnudagur 17. janúar 1982 9 menn og málefni ' ~ Nýting og verndun lands verður að fylgjast að ■ Launin fyrir aö hlúa aö gróöri felast i sjáifu starfinu. Aö taka þátt i uppgræöslu landsins og vinna gegn eyöingaröfiunum. ■ Sigurður Blöndal skóg- ræktarstjóri sagði eitthvað á þá leið i sjónvarpi fyrir skemmstu að landeyðing og afleiðingar hennar ættu að vera daglegt fréttaefni fjölmiðla, svo hrika- lega sem þeim málum er háttað i heimi hér. I þessum vel unna sjónvarpsþætti sem Bogi Ágústsson stjórnaði, voru sýnd nokkurdæmi um landeyðingu af mannavöldum viðs vegar um heim og hvaða afleiðingu það hefur að ganga of nærri skógum og öðrum gróðri. Þetta var tengt miklu úrlausnarefni sem Islendingar vinna nú að og eiga þar enn mikið verk fyrir hönd- um, að vemda gróðurinn, koma i veg fyrir landeyðingu og snúa vörn i sókn og minnka þá miklu gróðurfarslegu eyðimörk sem á Islandi er. t miklum hluta heimsins blas- ir við gróðureyðing og uppblást- ur vegna þess að alltof freklega er gengið á skóglendi. Sums staðar eru skógar felldir til nytja og annars staðar til að rýma fyrir mannvirkjum ýmiss konar eða akurlendi sem siðar missir gróðurmátt sinn og blæs upp. Viða i þriðja heiminum á gróðurinn sér ekki viðreisnar von. Fátæktarbaslið á mann- fólkinu er slikt að það á einskis úrkosta nema að halda áfram að nýta þann litla gróður sem eftir er til að halda lifi. Skóg- ræktarstjóri likti þessu við lifs- baráttu íslendinga á þeim öld- um er þjóðin varð að nýta öll úr- ræði til að halda lifi. Þá voru skógar höggnir til eldiviðar og mykju og taði brennt. Skógar hurfu af stórum landsvæðum og vatn og vindar skoluðu og feyktu gróðurmoldinni út á haf. Skógur brenndur Nákvæmiega hið sama á sér stað i þriðja heiminum. Yfir 70% af þeim skógi sem eyddur erfertileldsneytisog istað þess að nota skitinn úr húsdýrunum til áburðar er honum einnig brennt. Fólk hefur ekki ráð á öðrum eldivið og þvi fer sem fer. 1 sumar birti Timinn grein um hve hrikalega eldiviðarleysið leikur gróður og fólk i stórum hluta Afriku og Asiu. Þar eru heilu byggðirnar fluttar til þeg- ar of langt er að sækja eldivið- inn og settar niður þar sem ein- hver trjágróður er eftir og brátt fhittar enn á nýjan leik. Svona hrekst fólk um sistækkandi eyðimerkur við æ bágari kjör. Enginn sér fyrir endann á þess- ari baráttu. 1 Norður-Evrópu og nokkrum svæðum öðrum i hinum norð- læga heimi hafa menn séð hvi- likri hættu þeir bjóða heim með þvi að nauðga náttúrunni og mergsjúga hana. Barrskóga- belti Norðurlandanna er ein drýgsta auðlind þeirra þjóða er það byggja. Þar er yfirleitthætt að ryðja skóg fyrir akurlendi og beit en skógurinn verður þar sem annars staðar að lúta i lægra haldi fyrir vegum, járn- brautum og raflinulögnum og öðrum mannvirkjum. En menn láta sér annt um skógana og þar sem nytjaskógur er höggvinn er aftur gróðursett svo að náttúru- röskunin verði sem minnst. Ekki annarra kosta völ Svo sem áður er vikið að, eyddust skógar og gróðurlendi mjög af völdum manna og fénaðar þeirra hér á landi á hörmungatimum þjóðarinnar. Það er óþarfi að lá forfeðrum okkar þótt þeir hafi ofgert land- inu á erfiðum timum, þeir áttu ekki annarra kosta völ. An þeirrar sjálfsbjargarviðleitni hefði þjóðin dáið út og þær kyn- slóðir sem nú byggja þetta land aldrei litið dagsins ljós. En nú er öldin önnur og er engin afsökun fyrir þvi athæfi að spilla takmöricuðum og harð- gerum jarðargróðri Islands. Nú þurfum við engan eldivið i bók- staflegri merkingu. Raforka og hitaveitur sjá fyrir nægri orku til matarsuðu og hitunar, og margra fleiri athafna. Er jafn- vel svo víða komið að húsdýra- áburður er ekki lengur nýttur á gróðurlendi og er þar illa farið með dýrmætan orkugjafa. En samt er landinu enn of- gert Ofbeit er alltof viða við lýði og landniðingar á kraft- miklum tryllitækjum gera sér að leik, átölulaust, að djöflast á viðkvæmum hálendisgróðri og þykjast menn að m eiri fyrir vik- ið. En það eru sjálf náttúruöflin sem eru stórvirkust þegar eyðingaröflin eru komin af stað. Uppblástur fylgir i kjölfar gróðureyðingar og vatnselgur fleytir moldinni til sjávar og berangur og auðn rikja þar sem áður voru skógar, kjarr og gras- lendi. Til að kóróna ey ðilegging- una keppast menn við eins og óðir séu að þurrka upp votlendi, stundum tilað rækta tún, en þvi miður oftar en ekki eingöngu til að þurrka upp landið, eftir þvi er best verður séð. Votlendið bindur jarðveg, gróður og vatn og er ófyrirséð hvaða afleiðing- ar óhófleg þurrkun votlendisins getur haft i för með sér. En margt er gert til að snúa dæminu við og bæta landið og vinna upp þann skaða er þegar er orðinn. Landgræðsla og skóg- rækt hafa verið stunduð i marga áratugi og á þjóðhátiðarárinu 1974 samþykkti Alþingi mikla landgræðsluáætlun og lagði fé til hennar. Sú fimm ára áætlun er þá var gerð hefur þegar skil- að nokkrum árangri en land- græðsla er þolinmæðisstarf og skilar ekki fljótteknum gróða. Landverndaráætlun Nú hefur rikisstjórnin lagt fyrir Alþingi þingsályktunartO- lögu um landgræðslu og land- verndaráætlun til næstu fimm ára, eða fyrir árin 1982 til 1986. Er hér um að ræða áframhald á þvi átaki er „þjdðargjöf in” frá 1974 gaf fyrirheit um, að skila gróðursælla og betra landi til næstu kynslóðar en sú kynslóð er nú stritar og eyðir tók við. Samstarfsnefnd um land- græðsluáætlun var skipuð 1979 og hefur hún skilað álili um hvernig árangursrikast verður að standa að næstu fimm ára áætlun. Gerði nefndin úttekt á þvisem áunnisthefur siðan 1974 og hvemig best verður staðið að landgræðslu- og gróðurverndar- starfi þannig að afturkippur komist ekki i sh’k störf þegar fjárveitingar samkvæmt álykt- un Alþingis 1974 nýtur ekki leng- urvið. Ergertráð fyrirað verja rúmum 71 millj. kr. til þessa starfs á næstu fimm árum og er þá reiknað með að verðgildi þeirrar upphæðar haldist þann- ig að upphæðin verði verðbætt allt fram til loka timabilsins. Höfuðverkefni hinnar nýju áætlunar er að stöðva sandfok og aðra jarðvegseyðingu, að vinna gegn gróðurskemmdum og gróðurrýrnun,að koma beit og annarri þeirri gróðurnýtingu hvarvetna í það horf að gróðri fari fram, að tryggja að skóg- lendi rýrni ekki og bæta þau semskaðasthafa.að rækta nýja skóga til fegrunar, nytja, skjóls, útivistar og til jarðvegs og gróðurverndar, að stuðla að endurgræðslu örfoka og ógró- inna landa, sem unnt er að breyta i gróðurlendi, og að efla rannsóknir til að treysta sem best grundvöll og öryggi þeirra framkvæmda.sem unnið verður að. Nefndin er sammála um að ein meginforsenda fyrir land- græðslu- og gróðurvemd sé, að búfjárbeit verði innan þeirra marka,sem beitarþol og ástand gróðurs leyfis. Gróðureftirlit er eitt af verk- efnum Landgræðslu rikisins og skal unnið gegn ofnýtingu gróð- urs og hvers konar skemmdum á gróðurlendi. A vegum Land- græðslunnar hefur fram að þessu ekki verið hægt að sinna gróðureftirliti né beitarstjórnun sem skyldi, enda ekki fengist heimild til að ráða menn til þeirra starfa. Stjórn á nýtingu Fullvist er að ástand gróðurs á hálendi og sums staðar á lág- lendi sé þannig að fylgjast verð- ur nánar með honum og hafa meiri stjóm á nýtingu gróðurs- ins en aðstaða hefur verið til. Með aukinni beitarstjórnun vinnst m.a. endurnýjun gróðurs og meiri hagkvæmni við land- græðslu og búskap. í tillögunnier gert ráð fyrir að flokka varnir gegn landbroti af völdum vatna og sjávar undir landverndarframkvæmdir, sem rétt er að ætla fjárveitingu með öðrum liðum áætlunarinnar. Þetta siðasttalda atriði er svo sjálfsagt að það kemur undar- lega fyrir sjónir það hafi ekki verið gert áður. Straumvötn og ágangursjávar valda miklu um landskemmdir. í nafni framfara og uppbygg- ingar sjást menn oft ekki fyrir Oddur Ólafsson, skrifar þegar um landskemmdir er að ræða. Enda er oft á tiðum ekki fyrirsjáanlegt hvers konar af- leiðingar röskun á náttúrunni kunna að hafa. Dæmi um þetta hafa bændur i austanverðum Flóa fyrir augunum þessa dag- ana. Vegna mannvirkjagerða og stiflna við ofanverða Þjórsá fer áin að haga sér á annan hátt en menn þekkja niðri á láglend- inu. íþeim óvenjumiklu hörkum sem staðið hafa í vetur og siðan hláku og vatnsveðrum er miklu ismagni f leytt framhjá orkuver- unum langt uppi með ánni og niður á sléttlendið. Þar stiflar isinn ána sem flæðir yfir alla bakka og ryður isnum yfir land- flæmi, sem ekki er vitað til að áður hafi orðið fyrir sliku náttúrufari. Hvort af þessu hljótast mikil eða smávægileg landsspjöll skal engu spáð um, en Flóabændur lita vatnsfallið ekki sömu augum og áður. Landnýting Sannarlega rikir ekki tómlæti um þessi mál á Alþingi. Fyrr i vetur lögðu þingmenn úr öllum þingflokkunum fram þings- ályktunartillögu um fandnýt- ingaráætlun. Þeirsem flytja eru Davið Aðalsteinsson, Jón Helgason, Sverrir Hermanns- son, Helgi Seljan og Karl Stein- ar Guðnason. Hugsun þeirra er sú að land- nýtingaráætlunin taki til land- búnaðar og annarra þátta, svo sem ferðamála, útivistar og náttúruverndar. Að lögð verði áhersla á sem hagkvæmasta nýtingu og varðveislu land- gæða. Hér liggur að baki sá skilning- ur að sjálfsagt sé að nýta landið, en það verði að gera af skynsemi og fyrirhyggju og umfram allt að ofbjóða ekki gróðri. Auðvitað verður að nýta land- ið og gæði þess. Einsýni i náttúruvemd er ekki skárri en aðrar öfgar. Við hljótum að hafa hugfast aðhöfuðauðlindir þessa lands eru gróðurinn og fisk- stofnarnir umhverfis landið. Hvorugu má ofgera en nýting þeirra er undirstaða þess mann- lifs er lifað er á Islandi. t greinargerð með tillögunni um landnýtingu segir að þegar unnið er að endurskoðun land- græðsluáætlunar sé við hæfi að fylgja þvi starfi eftir með gerð viðtækrar áætlunar er taki til hinna fjölmörgu þátta land- nýtingar, svo sem nýtingar beitilanda, ræktunar skóga og meðferð lands til útivistar. Einn veigamesti þáttur land- nýtingar er nýting úthagabeit- ar, bæði i heimahögum og af- réttum. Landbúnaðurinn, eink- um sauðfjárræktin, byggist á þessari miklu auðlind, fjöl- breyttum og kjarnmiklum gróðri. Framtið islensks land- búnaðar hlýtur að byggjast mjög á hóflegri og hagkvæmri nýtingu beitilanda. Mjög er vafasamt að fram- leiðslugildi úthagagróðurs sé metinn að verðleikum. Náttúr- leg gróðurlendi eru veigamikil auðlind á timum sihækkandi orkukostnaðar. Hætt er við að framleiðslukostnaður sauðfjár- afurða yrði mun hærri ef ekki tækist að varðveita beitargæði úthaga, sérstaklega afréttanna. Óhóflegur ágangur En landnýting varðar ekki að- eins þá er landið nytja. Með breyttum þjóðfélagsháttum, auknum áhuga á náttúruvernd, umhverfismálum og útivist, hefur komið i ljós að nauðsyn- legt er að fjalla um landnýtingu á breiðum grundvelli. Hin náttúrulegu gróðurlendi eru viðkvæm fyrir óhóflegum ágangi, hvort sem er af völdum fénaðar eða manna. Með bætt- um skilyrðum til ferðalaga um óbyggðir hefur sá vandi farið vaxandi. ÖD meðferð gróðurlendis er náttúruverndarmál. Ljóster að ekki erunntað komasthjá rösk- un lífrikja, til dæmis með virkjunum fallvatna, vegagerð og framræslu mýra. Það sem skiptir meginmáli er að meta vandlega allar aðstæður og leita þeirra kosta sem minnstri rösk- un valda. Það er greinilega góður skiln- ingur á hvernig standa á að verndun gróðurlendis og nýt- ingu. En orð og athafnir verða að fylgjast að. Það fé og sú fyrirhöfn sem lögð er i ræktun lands og varðveislu gróðurs skilar rikulegum árangri. En það má ekki búast viö að hann komi strax i ljós. Sem fyrr er sagt er landgræösla þolin- mæðisverk og skilar ekki skjót- fengnum gróða. Aðalatriðið er að dæminu verði snúið við, að búseta manna hætti að ofgera landinu ogaðgróðurlendi aukist en minnki ekkieins og það hefur gert i nokkrar aldir. Við erum ekki siðasta kynslóðin sem byggir afkomu sina á auðlind- um Islands. Islendingar standa ekki leng- ur i sömu sporum og forfeðurnir að neyðasttil að ofnýta náttúru- auðlindirnar til að treina fram lifið eða eins og ibúar mikils hluta þriðja heimsins, að brenna upp gróðurinn eins og lýst er hér fyrir framan. Við höfum i raun enga afsökun fyrir þvi athæfi að horfa aðgerða- lausir á slstækkandi eyðimerk- ur Islands.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.