Tíminn - 17.01.1982, Blaðsíða 22

Tíminn - 17.01.1982, Blaðsíða 22
22 Sunnudagur 17. janúar 1982 Sigmund Freud er, þrátt fyrir allt, áhrifamesti sálfræöingur veraldar. Eins og flestir vita, sem einhverja nasasjón hafa af kenn- ingum hans, snerust þær ekki sist um kynhvötina: áhrif hennar á einstaklinginn gegnum undir- meövitund hans. Þar komu mjög viö sögu skoöanir hans á sifja- spellum og mótuöu aö ýmsu leyti aðra þætti kenningakerfis hans. Sjá ödipusarkomplex. Ariö 1924 gekk hann svo langt aö halda fram i læröri grein: „Ekki hljóm- ar þaö vel, og er himinhrópandi mótsagnakennt, en ekki tjóir aö draga fjööur yfir aö hver sá sem kýs að vera frjáls, og þar leiöir hamingjusamur, I ástalifi sinu ' verður aö glata allri viröingu sinni fyrrir konum og venjast þeirri hugmynd aö eiga mök viö móöur slna og systur”. Nóg um það — en Freud hefur jafnan og hingaö til veriö talinn prýöilegt dæmi um hinn óhlutdræga vis- indamann sem stefndi ótrauöur til sannleikans en láti ekki eigin fordóma né lifsreynslu hafa áhrif á kenningar sinar. Þaö álit er nú I endurskoöun og þó fyrr heföi ver- iö. 1 þeim ævisögum sem fram til þessa hafa verið ritaöar um Freud hefur þvi til aö munda mjög veriö haldiö á lofti aö þó fræðirit hans hafi veriö stútfull af kynhvöt og kynórum þá hafi hann sjálfur veriö mesti púritani og lif- að hárnákvæmu kynlifi, sam- kvæmt hefðum þess umhverfis sem hann hræröist i. Þetta er al- rangt. Nú er ljóst að skoðanir hans á sif jaspellum voru m jög lit- aðar af nánum kynnum hans sjálfs viö mágkonu sina, ef þær skoöanir hafa ekki beinlinis skap- ast af nefndum kynnum. Aö sönnu hafa i áratugi verið á kreiki sögur um aö hann hafi staðiö i ástar- sambandi viö systur konu sinnar, Hið heimulega ást- arævintýri Freuds 4 Var ást Freuds á systur konu sinnar undirrót flestra kenninga hans? en það er fyrst nú sem þær hafa verið vandlega staöfestar og þaö rannsakaö aö hversu miklu leyti sambandiö haföi áhrif á kenn- ingasmiö Freuds. Og fer þá aö verða fátt um fina drætti i mynd hins hlutlausa visindamanns. Kona Freuds hét Martha Bern- ays, systirin Minna. Vitaö er að Mörthu féll samband eigin- mannsins og systurinnar mjög þungt, en eins og einn af nánustu samstarfsmönnum Freuds, Dr. Oscar Rie, oröaði þaö: „Til aö geta börn fór Freud til Mörthu, en til að auka sér gleöi tók hann Minnu”. Enginn annar en fræg- asti lærisveinn Freuds, Carl Jung, hefur lagt sitt af mörkum til að ástarsambandiö félli ekki i gleymsku og dá. Skömmu áöur en hann dó árið 1961 sagöi Jung bandariska sálfræðirignum John Billinsky frá þrihyrningnum á heimili Freuds. Hann sagöi meðal annars frá þvi aö er hann kom i heimsókn til Freuds árið 1907 hefði hann reynt aö hefja sám- ræður viö konu Freuds um kenn- ingar eiginmannsins en komist aö þeirri niöurstööu aö hún vissi ekkert I hausinn á sér um starf hans. „Það var mjög yfirborös- kennt sambandiö milli Freuds og eiginkonu hans”, sagöi Jung. Vitnisburður Jungs A hinn bóginn kvaö hann Minnu hafa veriö fallega konu og sagði aö hún hefði fylgst grannt meö starfi mágs sins og raunar meö öllu þvi sem hann tók sér fyrir hendur. Hún baö eitt sinn um aö fá að ræöa við Jung i einrúmi. „Hún hafði miklar áhyggjur af sambandi sinu við Freud og sekt- arkennd þjakaði hana. Af þvi sem hún sagöi mér skildi ég aö sam- band þeirra var svo sannarlega náið og hún sagði að Freud væri ástfanginn af sér. Uppgötvun þessi olli mér miklum óróleika og enn i dag man ég hversu áhyggjur minar voru miklar”. Tveimur ár- um siðar ferðuðust þeir Freud og Jungsaman til Bandarikjanna og meðan á siglingu yfir Atlants- hafið stóð rýndu þeir i drauma hvor annars. Freud haföi dreymt um þrihyrninginn og samband hans viö Mörthu, en er Jung — sem vissi meira um málið en Freud geröi sér grein fyrir — baö hann aö upplýsa persónulega reynslu sem gæti komiö aö gagni viö ráöningu draumsins þá neit- aöi Freud. Hann sagöi viö Jung: „Margt fleira gæti ég sagt þér, en ég get ekki stofnaö valdi minu i hættu.” Jung sagöi enn fremur: „A leiöinni varö mér ljóst aö Freud var kvalinn af taugaflækjum sem birtust i ýmsum likamlegum ein- kennum, þar á meðal átti hann I erfiðleikum meö aö hafa stjórn á blööru sinni. Ég reyndi aö aðstoöa hann en er ég stakk upp á algerri sálgreiningu haröneitaöi hann, vegna þess aö þau vandamál sem hrjáðu hann voru i svo nánum tengslum við kenningar hans sjálfs. Ef Freud heföi reynt aö setja þrihyrninginn niður fyrir sér á vitsmunalegan hátt hefði honum án efa liðið mun betur”. Eftir þetta færðist Jung sifellt lengra frá Freud, uns svo fór aö hann hafnaöi kenningum hans i ýmsum meginatriðum en tók aö þróa sinar eigin. Honum skildist af þessu öllu saman að vald Freuds og áhrifamáttur skipti hann meira máli en sannleikúr- inn. Þrátt fyrir það fór Jung mjög leynt meö vitneskju sina og hún hefur nú fyrst komist fram i dags- ljósið. „Við Minna erum villt og ástriðufull" Freud hitti Minnu Bernays i fyrsta sinn árið 1882, án efa við sama tækifæri og hann hitti konu sina tilvonandi. Er aöeins voru liönir tveir mánuöir frá þvi þau hittust fyrst, Martha og Freud, voru þau trúlofuö, en Minna var þá þegar lofuö einum af mestu vinum Freuds, en sá hét Ignaz Schönberg og var sanskritarfræð- ingur. Höfundur einnar frægustu ævisögu Freuds, Ernest Jones, hefur eftir Freud aö Martha og Schönberg hafi verið „mjög gott fólk”, en hann sjálfur og Minna „ástriöufull og villt”. Siöar út- skýröi hann ást sina á Minnu i ljósi andstæðna þeirra. Schönberg dó úr berklum snemma árs 1886 og þau fjögur, sem höföu haldiö hópinn, voru nú skyndilega þrjú. Minna var þá 21s árs aö aldri. Freud hvatti hana til að reyna aö gleyma Schönberg sem fyrst og lifa sinu eigin lifi, en tiu árum siöar, 1896, var hún enn ógift. Hún fluttist þá á heimili Freud-fjölskyldunnar i Vinarborg og hjálpaöi systur sinni aö hugsa um börnin sex. Ekki er útlit fyrir að um ástarsamband hafi verið aö ræöa milli Freuds og Minnu fyrir þann tima en hins vegar ljóst að mjög var tekiö aö kólna milli hjónanna. Sér i lagi mun kynferðislegt samband þeirra hafa orðið litilfjörlegt og vitaö er að Freud hafði miklar áhyggjur af þvi. Tveimur árum siöar, sum- ar 1898, fór allt i háaloft i sálarlifi hans er hann fór i fri ásamt Minnu til Norður-ttaliu, og siöar ásamt Mörthu til Dalmatiu. Þar heyrði hann sögu af Tyrkjum sem haföi mikil áhrif á hann. Vinur hans sagði honum að Tyrkirnir sem bjuggu I Dalmatiu mætu ekkert meira en kynlifiö og þaö aö vera án þess teldu þeir verra en dauðann. Freud sagöi þessa sögu oft og mörgum sinnum er fram liðu stundir. Útrás girndarinnar! Upp frá þessu fór Freud marg- oft i sumarleyfi ásamt Minnu, en skildi konu sina eftir heima. Þaö mun hafa verið áriö 1899 sem girnd hans fékk loks útrás en hennar sér viöa merki i ritum hans og nú, er menn þekkja sann- leikann, þykjast þeir geta greint hvar eigin hvatir Freuds réöu skriftum hans. Oft mun hann hafa tekið upp á þvi aö setja fram kenningar út frá nafnlausum „sjúklingum” sem reynast viö nánari aögát vera hann sjálfur. Og i „Draumráöningabók” sinni birtir hann nokkra af sinum eigin draumum en kveöst ekki geta annaö en sleppt ýmsu, „af per- sónulegum ástæöum”. óhlut- drægi visindamaöurinn smækkar enn i vitund nútimans. Eitt sinn skrifaöi Freud næst- um hreint út um samband sitt við Minnu. Þaö var er hann reit um skáldsögu C.F. Meyers „Die Richterin” og sagði: „Ekki er vafi á aö bók þessi er rituð sem vörn gegn minningu höfundar um ástarsamband hans og systur hans. Allir taugasjúkir búa .sér til svokallaðan fjölskyldurómans. Annars vegar þjónar hann til stækkunar sjálfsins og hins vegar sem vörn gegn sifjaspellum. Ef systir þin er ekki dóttir móður þinnar (likt og mágkonan Minna), þá hverfur sektarkennd- ■ Minna Bernays, mágkona Freuds og ástkona.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.