Tíminn - 27.01.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 27.01.1982, Blaðsíða 6
6_____________ stuttar fréttir • - '■ A-.» .. ... 9*« í ^ -' -- - Mjólkurbú Borgfiröinga. Nær engin mjólk til yfir veturinn BORGARNES: „Um 60% af mjólkinni sem við fáum er unnið sem neyslumjólk en hin 40% i aðra vinnslu, að jafnaði yfir árið. Þetta er hins vegar mjög misjafnt eftir árstimum. Þannig að núna vinnum við um 80% af mjólkinni beint i neyslumjólk og hitt þá nánast' eingöngu i skyr og rjóma”, sagði Indriði Albertsson, mjólkurbússtjóri i Borgarnesi nýlega er við ræddum við hann vegna minnkaðrar mjólkurframleiðslu á Vestur- landi. Aðspurður kvað Indriði störfin i mjólkurbúinu þó ekki minnka i réttu hlutfalli við mjólkurframleiðsluna, nema þá helst við ostagerðina. En heldur sé þó færra fólk þar að störfum nú en venjulega. — HEI Sameiginlegt prófkjör SIGLUFJÖRÐUR: „Hér eins og annarsstaðar biða allir spenntir eftir prófkjörinu. Við „frammarar” ætlum að verða stærstir eftir næstu kosning- ar”, sagði einn viðmælandi Timans á Siglufirði nýlega og leynir sér ekki hvar i flokki sá stendur. A Siglufirði er nú unnið að undirbúningi sameiginlegs prófkjörs allra flokkanna f jög- urra. Hver flokkur stillir upp niu mönnum á lista og eiga úr- slitin að veröa bindandi fyrir 3 efstu sætin. — HEI Hluii Rang- æinga býr enn við öryggisleysi í símamálum RANGARÞING: 1 samtali um simaframkvæmdir i Landeyj- um við Magnús bónda á Lága- felli i Timanum s.l. föstudag var það ranglega eftir honum haft, að Landeyingar hafi ein- ir Rangæinga þurft að búa við það öryggisleysi að hafa ekki næturvakt á simstöðinni á Hvolsvelli, og er Magnús beð- inn velvirðingar á þessu. Hið rétta er að Magnús sagði „við Rangæingar einir Sunnlend- inga”, enda búa ýmsir sveita- bæir á Rangárvöllum og undir Eyjafjöllum enn við fyrrnefnt öryggisleysi. — HEI Hrossum fjölgar en fénu fækkar SIGLUFJÖRÐUR: „Hér er orðin töluverð hestamennska og hefur vaxið mjög siðustu árin”, sagði Bogi Sigurbjörns- son, skattstjóri á Siglufirði i samtali fyrir nokkru er Tim- inn ræddi við hann um búfjár- hald manna i kaupstaðnum. Giskaði Bogi á aö hestum Siglfirðinga hafi fjölgað um jafnvel 60-70 á tiltölulega skömmum tima. Hrossin hafa menn i sérstöku hesthúsa- hverfi, þar sem menn eru allt- af að bæta við nýjum húsum. Fjáreign manna sagöi Bogi á hinn bóginn snarminnkandi. Nokkuð mikið hafi verið um sauöfé á staðnum á timabili. Menn hafi haft þetta sem „hobbý” og auðvitað hafi það gefið einhverja peninga um leið. Nú siðari árin hafi hins vegar 3 til 4 aðilar hætt fjárbú- skap sinum árlega, þannig að ekki virðist langt i það að litið verði um sauðfé á Siglufirði ef svo heldur áfram. Varðandi ástæður þess telur Bogi sjálfsagt margt koma til. En ein sé sú, að eftir þvi sem færri stundi þetta, veröi það erfiöara og erfiðara fyrir þá sem eftir eru, t.d. með smala- mennsku og fleira. Þetta leiðir þvi hvað af öðru. Ráðstefna um sjávar- útvegsmál GRINDAVIK: Samband ungra framsóknarmanna gengst fyrir ráðstefnu um sjávarútvegsmál i Festi i Grindavik laugardaginn 30. jan. n.k. Ráðstefnan hefst með ávarpi Steingrims Hermanns- sonar, sjávarútvegsráðherra. Helstu málaflokkar sem ræddir verða eru: Staðan i sjávarútvegsmálum, kjara- og sölumál og framtiðarskip- an i sjávarútvegi. Ráðstefnu- stjóri verður Jóhann Ein- varðsson, alþingismaður. Þess má geta að ráðstefna þessi er öllum opin, en óskað eftir að þeir sem áhuga hafa á þátttöku tilkynni það til skrif- stofu Framsóknarflokksins i Reykjavik. — HEI Mikil fjölgun sjálfvirkra síma SUÐUR-MÚLASVSLA: Veru- legar framfarir urðu i sima- málum Sunnmýlinga á siðasta ári, að þvi er fram kemur i „Simafréttum”. Frá Djúpa- vogi var lagður jarðsimi á bæi i Búlandshreppi og að Uröar- teigi i Beruneshreppi. Þá var sett upp radiósamband frá Djúpavogi aö Bragðavöllum i Geithellnahreppi og lagður jarðsimi þaðan á aöra bæi i Hamarsfirði. Frá radióstöð við Stekkjar- tún var lagður jarösimi til allra notenda viö Alftafjörð, en þaðan er PCM notendafjöl- simi við Djúpavog. Allir not- endur i Búlands- og Geit- hellnahreppum hafa nú fengiö sjálfvirkan sima viö Djúpa- vog. Mikill skortur á hjúkrunarfræðingum á Siglufirði: „Nð STEFNIR í AL- GERT NEYÐARÁSTAND” — nýjar íbúðir í boði fyrir þá sem vilja koma ■ „Nú stefnir i algjört neyðar- ástand ef ekki fæst lausn á hjúkrunarfræðingaskortinum”, segir m.a. i nýlegri fundargerð stjórnar Sjúkrahússins á Siglu- firði. „Þetta var ekki ofsögum sagt. Þetta er búið að vera mikið vandamál i um hálft ár”, sagði Jón Sigurbjörnsson, forstöðu- maður sjúkrahússins er Timinn innti hann nánar eftir þessu máli. Hann kvaðst þó bjartsýnn á að heldur fari að rofa til miðað við þær fyrirspurnir sem borist hafa i sambandi við auglýsingar sem settar hafa verið i blöðin. Astæðuna fyrir þessu taldi Jón kannski fyrst og fremst andvara- leysi þeirra Siglfirðinga. Þeir hafi til þessa haft starfandi margar hjúkrunarkonur sem búsettar eru i bænum, en hafi nú nokkrar hætt störfum m.a. vegna aldurs. A meðan hafi ekki verið fylgst nægilega vel með þróuninni varð- andi þá fyrirgreiðslu sem virðist orðin algjört skilyrði til þess að fá fólk, en þar sé gott húsnæði efst á blaði. „Eðlilega fara stúlkurnar þangað sem best er boðið”, sagði Jón. Siglfirðingar hyggjast ekki verða lengur úti i kuldanum af þessum sökum. Jón sagði nú nán- ast búið að ganga frá kaupum á einni nýrri ibúð og keypt verði a.m.k. önnur i viðbót fyrir væntanlega hjúkrunarfræðinga. Jón kvað sjúkrahúsið þurfa að hafa 7-8 hjúkrunarkonur en þær hafi að undanförnu verið i 5 og hálfu starfi. Þar er talin með yfir- hjúkrunarkona sjúkrahússins sem sent hefur inn uppsögn vegna of mikils vinnuálags. „Það kemur til af þvi að þetta mæðir mest á henni. Hún þarf að raða niður á allar vaktir og verður þá að taka þær vaktir sjálf sem hún getur ekki mannað”, sagði Jón. Hann kvaðst þó vona að hún muni ekki hætta. „Við reynum að laga ástandiö og mér sýnist að það sé heldur að rofa til”, sagði Jón. Mikið gefid út af bókum og bæklingum: Meira en þrír titlar á dag 1980! ■ Alls telst Hagstofunni til að gefnir hafi verið út hér á landi l. 124 titlar af bókum og bækling- um á árinu 1980, þar af 929 i fyrstu útgáfu, sem skiptist i 533 bækur og 396 bæklinga (pappirskiljur m. a.) Mest var gefið út af bókum er flokkast undir „fagrar bókmennt- ir” alls 320 titlar, þar af 263 skáld- sögur (210þýd.)og 59ljóðabækur. Barnabækur voru alls 186 og 155 bækur flokkast sem kennslubæk- ur. Undir sagnfræði flokkast 84 titlar, þar af 51 af ævisögum, feröasögum og ættfræði og 33 saga. Bækur um listir — bygginga-, mynd-, tón- og leiklist, ljósmynd- un, kvikmyndir, útvarp og skipu- lag borga —- viröast ekki freista útgefenda og þá væntanlega ekki nógu margra bókakaupenda, þvi undir þessum flokki eru aðeins 24 titlar, þar af 10 bæklingar. A hinn bóginn á flokkurinn sjávarútveg- ur og landbúnaður 39 titla, þar af 29 flokkaða sem bækur. Það vek- ur þá spurningu hvort við frónbú- ar höfum ennþá meiri áhuga á sauðkindinni og þorskinum held- ur en listgyðjunni? Undir einum flokknum (flokk- unin er alþjóðleg) „hernaðarmál- ■ Nú er heldur farið að kólna á höfuðborgarsvæðinu, en það hindrar ekki hressa krakka frá þvi að busla i laugunum. Timamynd: Ella efni”, finnst ekki einn einasti titill þetta ár, ekki einu sinni bæklings- grey. — HEI Leiðrétting ■ 1 myndlistargagnrýni i Timanum i gær um sýningu Sigurðar K. Arnasonar að Kjar- valsstöðum kom ranglega fram að Siguröur heföi verið bygginga- meistari við Hótel Sögu þegar húsið var byggt, en hiö rétta er að hann var yfirsmiður.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.