Tíminn - 27.01.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 27.01.1982, Blaðsíða 7
iSJ .umwW Miövikudagur 27. janúar 1982 erlent yfirlit Urengoy Vuktyl Medvezhe ÍGubin: |koye | Leningrad Tchumen Moscow Tchebej llinka® Praguej Jefremovsy Hostov1 Pkoye6"^ Vienna Lyonsf. Berne Achak |Tchatlyk Yamal Brussels Gazli ■ Uppdráttur þessi birtist nýlega i vestur-þýzka blaöinu German Tribune og sýnir gasleiðsluna miklu, sem fyrirhugað er að leggja, ásamt dreifikerfinu, sem fyrir er i Vestur-Evrópu. Gasleiðslan mun ekki stöðvast Frakkar fylgja í slód Vestur-Þjódverja ■ ÞÓTT Bandarfkjastjórn hafi notað stór orð um refsiaðgerðir gegn Sovétrikjunum vegna her- laganna i' Póllandi, hefur hingað til orðið minna úr þeim en ætla mætti af yfirlýsingunum. Hingað til hafa refsiaðgerðir aðallega verið fólgnar i þvi að stöðva sölu á tölvum og öðrum hliðstæðum tæknibúnaði til Sovétrikjanna. Reynt hefur verið að fá önnur Natóriki til að gera hið sama. Enn hefur þetta haft litil áhrif, þar sem ekki er stöðvuð saia á þeim tækjum, sem búið var að semja um sölu á. Liklegt er einn- ig, að Rússar geti aflað sér þess- ara tækja frá öðrum iöndum. Þá mun þetta verða þeim hvatning til að efla tölvuiðnað sinn. Litlar likur eru þvi til þess, að þessar refsiaðgerðir beri til- ætlaðan árangur. Hins vegar auð- veldar þetta pólsku herstjórninni þann áróður, að verulegur hiuti efnahagsvandans sé refsiaðgerð- unum að kenna. Jafnframt er hættaá þvi, að þetta verði tii þess að hún leiti meira ánáðir Rússa. SITTHVAÐ bendir til, að ráða- menn Bandarikjanna geri sér þetta ljóst. Refsiaðgerðunum virðist beitt meira af öðrum á- stæðum en þeim að hafa áhrif á framvindu mála i Póllandi. Sumpart er þeim beitt til að verða við óskum þess fólks i Bandarikjunum, sem komið er af pólskum ættum, en það skiptir miiljónum. Það krefst refsiað- gerða. Þá krefjast haukarnir svo- nefndu þeirra annig, en þeir voru beztu stuðningsmenn Reagans i forsetakosningunum. Hann er pólitiskt nauðbeygður til að koma eitthvað til móts við kröfur þess- ara aðila. Sumpart er svo refsiaðgerðum beitt tfl að reyna að stöðva þá framkvæmd, sem undanfarið hefur verið einn mesti þyrnir i augum Reagansstjórnarinnar, en það er hin mikla gasleiðsla, sem Rússar og Vestur-Evrópuriki hafa sameinazt um að leggja og flytja á stórkostlegt magn af gasi frá Siberíu til Vestur-Evrópu. Þessi fyrirhugaða gasleiðsla verður mesta mannvirki sinnar tegundar, sem enn hefur verið ráðizt i. Hún mun ná frá Yamal- skaga, sem er langt norðan heimskautsbaugs, til landamæra Austurrikis og Tékkóslóvakiu eða um 4500 kilómetra vegalengd. Þaðan verður gasinu dreift til Vestur-Þýzkalands, Frakklands, Itali'u, Sviss, Belgiu og Hollands eftir leiðslum, sem þegar eru fyrir hendi. Ráðgert hefur verið að leiðsl- unni verði lokið fyrir 15. janúar 1985. Kostnaðurinn við hana hefur verið áætlaður 22 milljarðar dollara. Mörg fyrirtæki i Vestur- Þýzkalandi, Frakkiandi, Bret- landi og ttaliu hafa tekið að sér framleiðslu á pipum og tækni- búnaði til hennar. Bandarisk fyrirtæki höfðu einnig lofað að leggja til dælubúnað, en þau standa öðrum framar á þvi sviði. Þegar mannvirki þetta er kom- ið til fullrar notkunar, er áætlað að Frakkar og Vestur-Þjóðverjar fái gas frá Siberiu, sem sam- svarar 5% af allri orkunotkun þeirra. FRA UPPHAFI hafa banda- risk stjórnarvöld verið andvig þessu fyrirtæki. Þau hafa haft það einkum á móti þvi' opinber- lega, að þjóðir Vestur-Evrópu yrðu of háðar Rússum, ef þær fengju svo mikla orku frá Sovét- rikjunum. Evröpumenn hafa svarað þvi, að þeir gætu hæglega bjargað sér, þótt þeir yrðu sviptir 5% af orkuneyzlunni. Hins vegar geri þetta þá óháðari oliunni frá Persaflóa og Norður-Afriku. 1 rússneskum áróðri er þvi haldið fram, að andstaða Banda- rikjamanna stafi mest af þvi, að „systurnar sjö”, þ.e. sjö stærstu oliufélög heimsins, vilji láta Vestur-Evrópu vera háða sér. Þá vilji Bandarikjamenn geta selt kol til Evrópu. Þrátt fyrir andspyrnu Banda- rikjamanna, gengu Vestur-Þjóð- verjar frá samningi við Rússa i desember síðastl. um kaup á 10.500 milljónum rúmmetra af gasi árlega i 25 ár. Salan átti að hefjast 1984, en aukast fyrst að ráði eftir að gasleiðslan mikla verður komin i notkun. Þegar Reagan boðaði áður- nefndar refsiaðgerðir gegn Rúss- um vegna Póllandsmálanna, hafði hann efst á blaði stöðvun á sölu á öllum tækjabúnaði til gas- leiðslunnar. Jafnframt sneri Bandarikjastjórn sér til Natórikj- anna i Vestur-Evrópu með óskum um að þau gerðu slikt hið sama. Það virðist nú komið i ljós, að Bandarikin hafa ekki haft erindi sem erfiði Iþeim efnum. Af hálfu vestur-þýzku stjómarinnar hefur verið lýst yfir, að hún muni ekki hvika frá gassamningnum mikla, sem búið sé að gera við Rússa. Við þetta hefur svo bætzt, að franska stjórnin gekk endanlega i síðustu viku frá samningi við Sovétrikin um stórfelld kaup á gasi, sem mun byggjast á þvi, að gasleiðslan mikla verði lögð. Svo kann að fara, að aðgerðir Bandarikjastjórnar geti tafið lagningu gasleiðslunnar eitthvað, en ekki stöðvað hana. Komi hún til framkvæmda, mun hún stór- auka efnahagsleg viðskipti Sovét- rikjanna og Vestur-Evrópu. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar V' 7 erlendar fréttir Mikil leynd yfir fundum Haig og Gromyko ■ Alexander Haig, utanrikis- ráðherra Bandarikjanna og Gromyko, utanrikisráöherra Sovétrikjanna ræddust viö á tveimuriundum i Genf i gær. i gærkveldi haföi ekkert veriö gefið uppi um hvaö viöræöur þeirra snerust. Óttast hafði veriö, áöur en fundur þeirra hólst i gær- morgun, að vegna ágreinings um ástandiö i Póllandi og vegna þess að Gromyko haíöi neitað að ræða málefni Pól- lands við Haig, aö íundur þeirra yrði örstuttur, en fundurinn I gærmorgun stóö i tvær klukkustundir og 45 minútur. en það var þremur korterum lengri fundur en hafði veriö ráögeröur. Fyrri fundurinn fór lram i sendiráði Bandarikjanna i Genf og engir ráögjafar voru viðstaddir þá, einungis túlkar. Siðari fundurinn, sem hófst laust eftir hádegi i gær, fór fram i sovéska sendiráöinu i Genf sem er skammt frá þvi bandariska og engir ráögjafar voru viðstaddir hann. Upprunalega var boöaö til þessa íundar til þess aö ræöa meö hvaða hætti hægt væri aö draga úr kjarnorkuvig- búnaðarkapphlaupi austurs og vesturs. Frakkar gagnrýna Bandarlkjamenn ■ Forsætisráöherra Frakk- lands hefur gagnrýnt Banda- rikjastjórn fyrir tilraunir sin- ar i þá átt aö fá evrópska bandamenn sina til þess aö taka þátt i refsiaögeröum gegn Póllandi og Sovétrikjun- um. Vestur-þýska timaritiö Stern hafði i gær eftir franska forsætisráðherranum aö hann teldi aö sllkar aögeröir gætu haft i för meö sér alvarleg eínahagsleg og þjóöíélagsleg vandamál fyrir Evrópubúa. Ilann sagðist telja aö Banda- rikjamenn væru meö þessu aö notfæra sér Evrópuþjóöir, og bætti þvi við aö relsiaögeröir, svipaðar þeim og Bandarikja- stjórn hefði lagt til gegn Pól- iandiog Sovétrikjunum, helöu ekki reynst áhriíarikar hingaö til. Hann sagöi aö Frakkland myndi halda samninga þa sem gerðir hefðu veriö viö Pólland, en ekki stoina til nýrra samninga við landiö á meöan að ástandiö væri viö þaö saina þar i landi. Begin stód af sér vantrauststillögu ■ Stjórn Begin i ísrael stóö naumlega af sér vantrausts- yfirlýsingu stjórnarand- stööunnar á þingi Israel i gær, i Jerúsalem. Atkvæði léllu þannig að 52 samþykktu van- trauststillöguna, en 55 voru henni mótfallnir. 13 þingmenn voru ljarverandi þegar hún var borin undir atkvæði. Tillagan var upp borin af stjórnarandstöðunni vegna óánægju hennar meö afhend- ingu Sinaiskagans i hendur Egypta i april nk. en þá verður fjöldi Gyðinga aö vera farinn frá Sinaiskaganum og telur stjórnarandstaðan aö þeim verði greiddar allt ol háar bætur. Þetta er i þriöja sinn sem stjórnarandstaöan I israel ber upp vantrauststillögu á rikis- stjórn Begin, siöan hann var endurkjörinn i juni á siöasta ári. Bætur þær sem greiddar verða, þegar ljölskyldurnar flytjast á brott nema samtals um 250 milljónum dollara, en það mun þýða að hver þeirra 1200 íjölskyldna sem fiytjast þarf á brott íai um 250 þúsund doilara i sinn hlut. ÍRAN: Útvarpið i Teheran greindi frá þvi i gær að 16 manns hefðu verið drepnir og í jöldi handtekinn þegar árás var gerð á lögreglustöð i smábæ um 100 kiiómetra noröaustur af Teheran. Sagði útvarpið að bæjarbúar og byltingarseggir hefðu staðið að árásinni. FINNLAND: Koivisto, fyrrverandi forsætisráðherra Finnlands, tók i gær formlega við embætti Finnlandsforseta, en hann hefur eins og kunnugt er gegnt þvi að undanförnu. Hann fór með stóran sigur af hólmi i íorsetakosningunum fyrr i þessum mánuði og út- nefninghans i gær, var i raun aðeins formsatriði. Koivisto segist munu halda áfram aö framfylgja stefnu lands sins i utanrikis- málum, þ.e. að gæta hlutleysis á milli austurs og vesturs og að viðhalda góðu sambandi við Sovétrikin. BRETLAND: Nýjustu tölur um fjölda atvinnulausra i Bretlandi sýna að nú eru rúmlega 3 milljónir manns atvinnulausar i Bret- landi. Talan hefur hækkað um 130.000 siðan i siðasta mánuði, og þetta er i fyrsta sinn i sögu Bretlands sem yfir 3 milljónir manns eru atvinnulausar. 12.7% vinnufærra manna i Bretlandi eru nú atvinnulausir. Telja efnahagssérfræðingar i Bretlandi að tala at- vinnulausra i Bretlandi eigi eftir að hækka enn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.