Tíminn - 03.02.1982, Page 6

Tíminn - 03.02.1982, Page 6
6 Mibvikudagur 3. febrúar 1982. stuttar fréttir Um 116.272 lest- ir af fiski til Eyja í fyrra Vestmannaeyjar: Alls bárust um 48.100 lestir aí' botní'iski til Vestmannaeyja á siðasta ári, sem var 8.242 lestum eða 20.7% meiri ai'li en á árinu 1980. Þar af veiddu bátarnir röskar 33.600 lestir eða um 6,600 lestum meira en árið áö- ur þrátt fyrir nokkra i'ækkun bátaflotans og togararnir tæp- ar 14.500 lestir sem var um 1.700 lestum meira en árið áð- ur. Aflaaukning i fyrra var fyrst og fremst i net. 1 netin íengust alls 23.762 lestir á siðasta ári, sem var 15.1 lesta meðalafli i róðri og um 8.000 lestum meiri ai'li i netinenárið áður. 1 botnvörpu fengu bátarnir 8.124 lestir, Áheit og gjafir til Landakirkju 45.112 krónur VestmannaeyjariA árinu 1981 bárust Landakirkju i Vest- mannaeyjum samtals 45.112 krónur i áheitum og gjöf'um, þar af 15.865 krónur frá 48 að- ilum á siðustu þrem mánuð- um ársins. Gamla mállækið „margt smátt gerir eitt stórt” sannast hjá sjóði Landakirkju, þvi langsamlega flestar gjafirnar og áheitin eru upphæðir á milli 50 til 200 krónur. Stærri gjaíir og áheit voru 5.000 kr. frá m/b Valdimar Sveinssyni, 1.500 kr. frá Knattspyrnufélaginu Tý, 2x400 kr. frá Handknattleiks- ráöi Týs, og 500 krónur frá eft- irtöldum: N.N. L.S., G.B., N.N., N .N. Helgu og Bjarna og Steini Ingvarssyni. Sóknarnefnd Landakirkju sendir öllum velunnurum kirkjunnar nær og fjær alúð- arþakkir. Jón, Ingibjörg og Steinunn í efstu sætum á Akranesi Akranes: „Hað erekki nokkur vafi á þvi að öll umræðan um kvennaframboð hafa haft og munu hafa veruleg áhrif á framboðin og prófkjörin hjá öllum flokkum viðsvegar um land nú i vor”, sagði Jón Sveinsson, á Akranesi i sam- tali við Timann nú i vikunni. Jón varð sem kunnugt er i efsta sæti i próí'kjöri fram- sóknarmanna á Akranesi nú um helgina með 191 atkvæöi i fyrsta sæti, en alls kusu 353 i sem var 12.8 lesta meöalafli i róöri. Linuaflinn reyndist um 730 lestir, aí'li á handfæri um 439 lestir, i spærlingsvörpu um 120 lestir og um 372 lestir af fiski fengust i humarvörpu. Veiði annarra fisktegunda varð hins vegar minni árið 1981 en árið áður. Humarveiði s.l. sumar nam 213.7 lestum (327.7), spærlingsveiði 1.270 lestum (4.807) sildveiði 5.656 lestum (8.280) og loðnúveiöin nam 61.030 lestum á móti 65.760 lestum árið áður. Alls bárust þannig á land i Vestmannaeyjum um 116.272 léstir af fiski á siðasta ári, sem var tæpum 3.000 lest- umminni afli en árið áður. —HEI prófkjörinu. En næst honum komu tvær konur: lngibjörg Pálmadóttir meö 218 atkvæði i 1. og 2. sæti og Steinunn Sig- urðardóttir með 140 atkvæði i 1.-3. sæti. Ætti Ingibjörg þar meö aö vera örugg i næstu bæjarstjórn og Steinunn i bar- áttusætinu a.m.k. að mati framsóknarmanna á staðnum. I þrem næstu sætum voru: Andrés Ólaf'sson, Bent Jóns- son og Stefán Lárus Pálsson. Jafnframt þvi að konur náöu góöum hlut á lista framsókn- armanna, gerði ungt íólk þaö einnig, þvi meðalaldur fram- bjóöenda i 4 efstu sætunum mun vera um eða innan við 30 ár, að sögn Jóns, og um 35 ár sé litið á 6 efstu sætin. —HEI Prófkjörslisti Framsóknar á Selfossi Selfoss: Frestur til að gefa kost á sér til framboðs i próf- kjöri Framsóknarflokksins á Selfossi er nýlega útrunninn. Eftirtaldir 10 menn skipa þvi listann i prófkjörinu sem í'ara á fram næst siðustu helgina i febrúar: Asta G. Samúelsdóttir, kaupmaður, Grétar Jónsson, húsasmiður, Guðmundur Kr. Jónsson, mælingamaður, Gunnar Kristjánsson, kenn- ari,Hafsteinn Þorvaldsson, forstöðumaður, Heiðdis Gunn- arsdóttir, fulltrúi við Félags- málastofnun, Ingvi Eben- hartsson, aðalbókari, Jón R. Hjálmarsson, fræöslufulltrúi, Jón Ó. Vilhjálmsson, verk- stjóri og Kristján Einarsson, húsasmiður. Prófkjörið er opiö og kjör- skrámiðast við 18áraog eldri. —HEI Dýralaeknum fjölgað I Pálmi Jónsson landbúnaðar- ráðherra hefur mælt fyrir frum- varpi um dýralækna. Lög um dýralækna eru 11 ára gömul og hafa alls verið gerðar á þeim breytingar sjö sinnum. Eru flest- ar breytingarnar varðandi dýra- læknaskipan og til komnar vegna tilmæla bændasamtaka sem óskað hafa eftir fleiri héraðs- dýralæknum og betri þjónustu. Störf dýralækna hafa breyst allverulega siðasta áratuginn samstiga breyttum búskapar- háttum. Búin haí'a stækkað og fólkisem við þau vinna fækkað og annriki aukist. Gripir eru fóðraðir til fyllstu afurða fremur en áður tiðkaðist og eru þvi kvillasamari. Bændur leita þvi meira til dýralækna en áður og gera minna af þvi að lækna gripi sina sjálfir. I frumvarpinu er gert ráð fyrir sex nýjum dýralæknisumdæmum og verða þau þá alls 31. Er tekin upp skipting á þremur umdæm- um, þ.e. Austurlandsumdæmi nyröra, sem gert er ráð íyrir að skipt verði i Austurlandsumdæmi nyrðra og Norðfjarðarumdæmi, Þingeyjarþingsumdæmi, sem skiptist i Þingeyjarþingsumdæmi vestra og eystra, og Laugarás- umdæmi er verði skipt i Laugarásumdæmi og Hreppaum- dæmi. ,,Að auki er lagt til i þessari grein, að eftirtöldum umdæmum verði skipt: Skagafjarðarum- dæmi verði skipt i Skagafjarðar- umdæmi og Hofsósumdæmi, Borgarf jarðarumdæmi verði skipt i Borgarfjarðarumdæmi og Akranesumdæmi og Gullbringu- og Kjósarsýsluumdæmi verði skipt i Reykjavikurumdæmi og Hafnarfjaröarumdæmi. öll þau sex umdæmi sem hér er gert ráð fyrir að skipt verði, hafa það sameiginlegt, að þau eru hvort tveggja viðáttumikil og gripamörg, sum auk þess mjög erfið yfirferðar á vetrum. Viðskiptingu þessara umdæma hefur verið haft samráð við við- komandi héraðsdýralækna og bændur, sem þar eru gagnkunn- ugir. Ber kunnugum saman um það að það sé ofætlun einum dýralækni i þessum umdæmum að veita viðhlitandi þjónustu og anna þvi heilbrigðiseftirliti og öðrum störfum, sem krafist er af héraðsdýralæknum. Eins og áður er getið hafa búnaðarsambönd einnig ályktað um nauðsyn á þvi að umdæmum þessum verði skipt og talar það sinu máli um það á hvern hátt bændur lita á mál þessi”. Samkvæmt frumvarpinu verður umdæmaskiptingin þannig: 1) Hafnarfjarðarumdæmi: Hafnarfjörður, Garöabær, Kópavogur, Gullbringusýsla, Keflavik, Njarðvik, Grinda- vik, Bessastaðahreppur. 2) Reykjavikurumdæmi: Reykjavik, Seltjarnarnes, Mosfellshreppur, Kjalarnes- hreppur, Kjósarhreppur. 3) Akranesumdæmi: Akranes, Hvalfjarðarstrandarhreppur, Innri-Akraneshreppur, Skil- mannahreppur, Leirár- og Melahreppur. 4) Borgarfjarðarumdæmi: Andakilshreppur, Skorradals- hreppur, Lundarreykjadals- hreppur, Rey kholtsdals- hreppur, Hálsahreppur, Hvitársiðuhreppur. 5) Mýrasýsluumdæmi: Mýra- sýsla nema Hvitársiðuhrepp- ur. 6) Snæfellsnesumdæmi: Snæ- fellsnes- og Hnappadalssýsla, Flateyjarhreppur. 7) Dalaumdæmi: Dalasýsla, Austur-Barðastrandarsýsla að undanteknum Múlahreppi og Flateyjarhreppi. 8) Barðastrandarumdæmi: Vestur-Barðastrandarsýsla, Múlahreppur i Austur-Barða- strandarsýslu. 9) Isafjarðarumdæmi: tsa- fjarðarkaupstaður, Bolungar- vik, Norður- og Vestur-ísa- fjarðarsýslur. 10) Strandaumdæmi: Stranda- sýsla. 11) Vestur-Húnaþingsumdæmi: Vestur-Húnavatnssýsla. 12) Austur-Húnaþingsumdæmi: Austur-Húnavatnssýsla. 13) Skagafjarðarumdæmi: Sauö- árkrókur, Skarðshreppur, Skefilsstaðahreppur, Staðar- hreppur, Seyluhreppur. Lýtingsstaðahreppur, Ripu- hreppur. 14) Hofsósumdæmi: Hofsós- hreppur, Viðvikurhreppur, Hólahreppur, Hofshreppur, Fellshreppur, Haganeshrepp- ur, Holtshreppur, Akrahrepp- ur, Siglufjörður. 15) Dalvikurumdæmi: Ólafs- fjörður, Dalvik, Hriseyjar- hreppur, Svarfaðardals- hreppur, Arskógshreppur. 16) Vestur-Eyjafjarðarumdæmi: Akureyri, Hrafnagilshreppur, Glæsibæjarhreppur, öxna- dalshreppur, Skriðuhreppur, Arnarneshreppur. 17) Austur-Eyjafjarðarumdæmi: Grimseyjarhreppur, Saur- bæjarhreppur, Ongulsstaöa- hreppur, Grýtubakkahreppur, Svalbarðsstrandarhreppur. 18) Þingeyjarumdæmi vestra: Hálshreppur, Ljósavatns- hreppur, Bárðdælahreppur, Reykdælahreppur vestan Fljótsheiðar. 19) Þingeyjarþingsumdæmi eystra: Húsavik, Suður-Þing- eyjarsýsla austanverð, Kelduneshreppur. 20) Noröausturlandsumdæmi: Noröur-Þingeyjarsýsla aust- an Jökulsár, Skeggjastaöa- hreppur, Vopnafjarðarhrepp- ur. 21) Austurlandsumdæmi nyröra: Norður-Múlasýsla að undan- teknum Skeggjastaða- og Vopnafjarðarhreppum, Skriðdalshreppur, Valla- hreppur, Egilsstaðahreppur og Eiðahreppur i Suður-Múla- sýslu, Seyðisfjörður. 22) Austurlandsumdæmi syöra: Búöahreppur, Fáskrúðs- fjarðarhreppur, Stöðvar- hreppur, Breiödalshreppur, Beruneshreppur, Búlands- hreppur, Geithellnahreppur. 23) Norðfjarðarumdæmi: Norð- fjaröarhreppur, Helgustaða- hreppur, Eskifjörður, Reyðarfjarðarhreppur, Mjóa- fjarðarhreppur. 24) Austur-Skaftafellssýsluum- dæmi: Austur-Skaftafells- sysla. 25) Kirkjubæjarklaustursum- dæmi: Hörglandshreppur, Kirkjubæjarhreppur, Leið- vallarhreppur, Skaftártungu- hreppur, Alftavershreppur. 26) Skógaumdæmi: Hvamms- hreppur, Dyrhólahreppur, Austur-Eyjafjallahreppur, Vestur-Eyjafjallahreppur. 27) Hvolsumdæmi: Austur-Land- eyjahreppur. Vestur-Land- eyjahreppur, Fljótshliðar- hreppur, Hvolshreppur, Rangárvallahreppur austan Eystri-Rangár. 28) Helluumdæmi: Rangárvalla- hreppur vestan Eystri- Rangár, Djúpárhreppur, Asa- hreppur, Holtahreppur, Land- mannahreppur. 29) Hreppaumdæmi: Hruna- mannahreppur, Gnúpverja- hreppur. 30) Laugarásumdæmi: Skeiða- hreppur, Biskupstungna- hreppur, Grimsneshreppur, Laugardalshreppur, Þing- vallahreppur. 31) Selfossumdæmi: Villinga- holtshreppur, Gaulverja- bæjarhreppur, Stokkseyrar- hreppur, Eyrarbakkahrepp- ur, Sandvikurhreppur, Sel- foss, Hraungeröishreppur, ölfushreppur, Selvogshrepp- ur, Hveragerðishreppur, Grafningshreppur, Vest- mannaeyjar. Nokkrir þingmenn tóku til máls og kváðu frumvarpið vera til bóta, en gerðu athugasemdir við svæðaskiptinguna, sem þeir töldu að viða mætti betur fara. Páll Pétursson sagðist fagna framkomnu frumvarpi. Þarfir búpenings fyrir þessa þjónustu hefðu aukist og að kostnaður við búrekstur hafi að sama skapi aukist hvað varðar heilsugæslu gripanna og sé mikilvægt að gæta þess að stilla kostnaði við dýra- læknisþjónustu og lyf i hóf. Hann vonaöist eftir að þing- nefnd sú er fengi málið til með- ferðar leiti álits heimamanna um skiptingu umdæmanna og að frumvarpið verði skoðað vel og athugað hvort sitthvaö i þvi megi ekki betur fara. Ólafur Þ. Þóröarson tók i sama streng og taldi að endurskoða þyrfti skiptingu umdæma á Vest- fjöröum. Stefán Valgeirsson sagði að nefndin sem undirbjó lagafrum- varpið hafi tekið sér lengri tima til að ganga frá þvi en vænst var og væri þvi meiri nauðsyn að leggja áherslu á aö ljúka af- greiðslu þess. Landbúnaðarráðherra tók vel i athugasemdir og sagði að sjálf- sagt mætti sitthvað betur fara i umdæmaskiptingunni. Yrði leitað álits heimamanna á hverjum stað um hvernig þeir telja henni best hagað. Oó

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.