Tíminn - 03.02.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 03.02.1982, Blaðsíða 13
ísland ekki með á opna skoska meistaramótinu í júdó? „Samgöngur gera okkur erfitt fyrir” — segir Eysteinn Þorvaldsson formadur Júdósambandsins ■ „Viö höföum mikinn áhuga á aö taka þátt i þessu móti en allt útlit er nú fyrir aö svo verði ekki þar sem samgöngur á milii ts- lands og Skotlands gera okkur svo erfitt fyrir” sagði Eysteinn Þor- valdsson formaöur Júdósam- bands islands i samtali viö Tim- ann i gær. Flest bendir nú til þess aö ís- landsendi ekki keppendur á opna skoska meistaramótið sem fram á aö fara um miðjan mánuðinn i Edinborg og kemur það til af þvr að ferðir héðan til Skotlands eru ekki nema einu sinni i viku. „Við vorum staðráðnir i að senda keppendur á þetta mót, en þegar farið var að kanna með ferðatilhögun kom i ljós að þessi ferð yrði mjög kostnaðarsöm. Ekki er flogið nema einu sinni i Víkingur færFram — í 1. umferð íslandsmóts- ins í knattspyrnu ■ Dregið hefur verið um röð 1. og 2. deildarfélag- anna i knattspyrnu fyrir keppnistimabilið næsta sumar. Töfluröðin í 1. deild er þannig: 1. ísafjörður, 2. Vestmannaeyjar, 3. Vikingur, 4. Breiðablik 5. Valur 6. KA 7. Akra- nes 8. Fram 9. Keflavik og 10. KR. Aætlað er að fyrsta umferð in i 1. deild verði leikin 7.-10. mai eða 14.-17. Nýliðarnir i 1. deildy Isa- fjörður fá KR-inga i heimsókn i fyrstu umferð og Keflvikingar sem komu einig upp úr 2. deild halda til Vestmannaeyja og leika þar viö heimamenn. Annars litur 1. umferðin i 1. deild þannig út: IBl-KR, ÍBV-IBK, Vikingur- Fram, Breiðablik-Akranes Valur og KA. 1 2. umferð leika saman, KR-KA, IBl-lBV, Keflavik- Vikingur, Fram-Breiðablik, Akranes-Valur. 1 3. umferð leika þessi lið saman: ÍBV-KR, Vik- ingur-lBl, Breiðablik-Vest- mannaeyjar, Valur-Fram og KA- Akranes. Töfluröðin i 2. deild litur þannig út: 1. FH. 2. Reynir 3. Einherjar 4. Þór Ak. 5. Þróttur R 6. Skalla- grimur 7. Njarðvik 8. Þróttur N. 9. Völsungur 10. Fylkir. 1 fyrstu umferð i 2. deild leika saman: FH-Fylkir Reynir-Völsungur Einherji-Þróttur N. Þór AK.-Njarðvik Þróttur R.-Skallagrimur. röp-. viku til Skotlands á þriðjudögum en mótið er haldið á laugardegi og kostnaðurinn af þessu yrði okkur um megn. Þetta mót hefur hentað okkur mjög vel og okkar menn eiga mikla möguleika á þessu móti en þar sem ferðir standa illa af sér, tel ég litla möguleika á þátttöku, en áhuginn á að fara á þetta mót er mikill.” Eysteinn sagði að Norður- landamótið yrði haldið hér i Reykjavik i byrjun april, en einu sinni áöur hefði mótið verið hald- ið hér á landi, það var árið 1975. Norðurlandamótið er stórt og viðamikið mót og keppt er i öllum flokkum og að auki i sveita- keppni. Eysteinn sagði það há júdó- mönnum mikið að þjálíaraskort- ur væri nokkur, sérstaklega hjá Armanni og Júdófélagi Reykja- vikur. Margreyndur finnskur landsliðsmaður i júdó er nú þjálf- ari hjá Keflvikingum og Grinda- vik og hefðu þeir mikinn áhuga á að fá hann til að þjálfa úrvalslið fyrir NM. Islandsmótiö verður haldið i byrjun næsta mánaöar og sagði Eysteinn að eftir það mót væri ætlunin að kalla saman úr- valslið til æfinga fyrir Norður- landamótið. röp —. Bikarmót ■ Bikarmót i skiðagöngu og skiðastökki verður haldið i Blá- fjöllum um næstu helgi og hefst mótiö á laugardaginn kl. 13. Keppt verður i flokki unglinga og fullorðinna og allt besta skiða- göngu og stökkfólk landsins verö- ur á meðal keppenda. Keppni i skiðastökki hefur ekki verið haldin hér i nágrenni Reykjavikur i háa herrans tiö og fólk þvi hvatt til að fjölmenna i Bláfjöll á laugardaginn og fylgj- ast með þessari skemmtilegu iþróttagrein. ■ iþróttasamband islands hélt upp á 70 ára afmæli sitt með mikilli hátiðarsýningu sem fram fór I Þjóö- leikhúsinu siöastliðinn laugardag. Margt var til skemmtunar á sýningunni sem þótti takast vel en myndin hér að ofan er frá einu sýningaratriöinu. ■ Litlar likur eru nú á þvi aö okkar besti júdómaöur Bjarni Friöriks- son fái að spreyta sig á opna skoska meistaramótinu I júdó. Stopular feröir eru til Skotlands og þvl sambandinu um megn fjárhagslega aö senda þangaö keppendur. Þróttur er eina tap- lausa liðið — í 1. deild karla í blaki — Þróttur sigraði Víking 3-2 ■ Nokkrir leikir fóru fram i Islandsmótinu i blaki i fyrra- kvöld. Einn leikur var i 1. deild karia og áttust þar við Þróttur og Vikingur. Þróttur sigraði 3-2 og sá sigur var ekki átakalaus. Vikingarnir veittu Þrótturum harða keppni og Vikingur vann tvær fyrstu hrin- unrar 15-9 og 15-9. Þróttarar tóku sig heldur betur á i þriðju hrin- unniogsigruðu 15-1 og einnig fóru þeir með sigur af hólmi i tveim siöari hrinunum, unnu þær 15-10 og 15-6. Tveir leikir fóru fram i 1. deild kvenna, 1S sigraði KA 3-0(15-3 15- 9 og 15-5) og Þróttur sigraði Breiðablik 3-1, (15-9, 5-15, 15-1 og 15-9). Loks fór fram einn leikur i 2. deild karla og áttust þar við B-liö Þróttarog Fram og sigraði Þrótt- ur 3-2, (12-15, 11-15, 16-14, 15-11 og 15-8). röp-. Þrír með 11 rétta ■ Eftir fimm vikna vetrarharð- indi á Bretlandseyjum er nú loks- ins hægt að ljúka heilli umferð i ensku deildarkeppninni. En þá tekur ekki betra við fyrir get- rau.naþátttakendur, að þá koma upp hin óliklegustu úrslit, svo sem Ipswich: Notts County eða Swansea: Manch. Utd., og sjá ef til vill einhverjir eftir teningnum góða. Það kom engin röð fram með 12 réttum, en 3 raðir með 11 réttum, og var vinningur fyrir hverja kr. 42.110,- Með 10 rétta voru 85 raðir og vinningur fyrir hverja kr. 637.00 Seðlarnir með 11 rétta voru frá Reykjavik, Hafnarfirði og Grundarfirði, þar sem tveir þear breska heimsveldisins (fisk- vinnslustúlkur?) voru saman um að krækja i kr. 42.000.-. Knattspyrnuþjálfara- námskeið A-stigs námskeið verður haldið dagana 19., 20. og 21. febr. n.k. i iþróttahúsi Há- skóla íslands. Þátttaka tilkynnist fyrir 16. febr til skrifstofu K.S.l. sem veitir nánari upp- lýsingar. Simi 84444. Tækninefnd K.S.í.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.