Tíminn - 03.02.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 03.02.1982, Blaðsíða 8
8 Miðvikudagur 3. febrúar 1982. utgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjori: Sig- urður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson,Elias Snæland Jóns- son. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. olafsson. Fréttastjóri: Páll Magnósson. Umsjónarmaður HelgarTimans: lllugi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadottir- Bjarghildur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrímsson, Kristin Leifsdóttir, Ragnar orn Pétursson (iþróttir), Skafti Jónsson. utlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjbrnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Agústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stcfánsdóttir. Próf- arkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteins- dóttir. Ritstjórn, skrifsio'fur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjivik. Simi: 86300. Aualýsingasinii: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verð i lausasölu 6.00. Askriftargjaldá mánuði: kr. 100.00— Prentun: Blaðaprent hf. á vettvangi dagsins 1 Ogn um Blöndu eftir Helga Baldursson frá Syðra-Hóli Bætt stada atvinnuveganna ■ í sambandi við efnahagsaðgerðir þær, sem rikisstjórnin tilkynnti i siðustu viku, lögðu Framsóknarmenn áherzlu á, að styrkja stöðu at- vinnuveganna til viðbótar þeirri verðbólguhjöðn- un, sem verður við auknar niðurgreiðslur. Framsóknarmenn lögðu til, að þetta yrði jöfn- um höndum gert með lækkun vaxta og lækkun skatta. Fyrir atbeina Framsóknarmanna vannst nokkuð á i þessum efnum. Steingrimur Hermannsson sjávarútvegsráðherra gerði grein fyrir þvi i útvarpsumræðunum á dögunum. Steingrimur sagði ma.: „Eins og fram kemur i tilkynningu rikis- stjórnarinnar er ákveðið að lækka stimpilgjöld úr 1 af hundraði i 0,3 af hundraði og launaskatt á iðn- að og fiskvinnslur úr 3,5 af hundraði i 2,5 af hundraði. Einnig er i athugun að samræma aðstöðugjald og starfsskilyrði atvinnuveganna almennt. Slikt ber að sjálfsögðu að gera með þvi að lækka gjöld, þar sem þau eru hærri, t.d. aðstöðugjald á iðnaði til jafns við fiskvinnsluna, enda vægast sagt vafasamt að iþyngja útflutn- ingsatvinnuvegum og samkeppnisiðnaði á sama tima og aðrar þjóðir styrkja stórlega sölu fram- leiðslugreinar eins og t.d. Norðmenn og Kanada- menn sjávarútveg sinn, eins og fyrr er nefnt. Þá er lögð áherzla á lækkun fjármagnskostn- aðar, m.a. vaxta, sem þátt i lækkun verðbólgu. t þessu skyni hefur rikisstjórnin lagt á það áherzlu við bankana, að dráttarvextir verði lækkaðir úr 54 af hundraði i 48 af hundraði á ársgrundvelli. Á þessari braut verður að halda áfram, m.a. með lækkun tolla á hvers konar fjárfestingar- og hag- ræðingarvörum atvinnuveganna. Hvert atriði út af fyrir sig er e.t.v. ekki stórt, en það munar um það i verðbólguslagnum.” í ræðu sinni sagði Steingrimur Hermannsson ennfremur: „Við framsóknarmenn leggjum mikla áherzlu á trausta atvinnuvegi. Þeir eru ætið i mikilli hættu i mikilli verðbólgu. Ef verðlag hækkar ekki erlendis eins og kostnaður hér innanlands, en það gerist aldrei á meðan verðbólgan er langtum meiri hér en i viðskiptalöndum okkar, þola at- vinnuvegirnir ekki hækkun launa og verðlags án gengislækkunar. Það eykur hins vegar verðbólg- una og eyðir öllu þvi, sem menn telja sig hafa unnið með hækkun verðbóta, hækkun búvöru- verðs eða fiskverðs. Þvi er nauðsynlegt að draga úr gengislækkunum. Það verður helzt gert með þvi að draga úr kostnaði útflutningsatvinnu- veganna.” Sæmileg afkoma atvinnuveganna er ekki aðeins nauðsynleg til að tryggja atvinnuöryggið. Hún er engu að siður nauðsynleg til þess að hægt sé að endurnýja og bæta atvinnufyrirtækin og koma á meiri hagræðingu. Verði þessa ekki gætt, hnignar atvinnurekstrinum og lifskjörin versna. Þess vegna er mikilvægt, að sem allra flestir geri sér ljóst, að atvinnuvegunum séu tryggð lifvæn- leg skilyrði. Fyrirglópagullið bjóða grónar heiðar föðurlandsins. Skal þérblæða bliðust fljóða bara fyrir ágirnd mannsins? Arið 1974 færðu tslendingar landi sinu gjöf. Menn strengdu þess heit að græða upp stór land- svæði sem þá voru auðnir. Landið var viði vaxiö en ibúar þess höfðu vegna harðrar lifsbaráttu og þekkingarleysis ekki gætt sin i umgengni við það og gróðurlendi m.a. af þeim sökum minnkað jafnt og þétt aldirnar i gegnum. Enn á okkar upplýstu öld stefndi i frekarilandeyöingubó fóru góðir menn að vekja á þessu athygli og reyna að snúa vörn i sókn. En á þjóöhátiöarári i bjarma fornrar frægðar yfir skarkala glamurs og gjálfuryrða hljómar styrk rödd fólksins eins og fyrir hugljómun, þigg þú Fjalldrottning móðir min þakkargjöf sem sjálfsögð er fyrir fóstrustörfin frá þvi land byggöist._ Fyrirmyndir Þetta var stór stund. Fátæk þjóð, sem um aldir hafði stundað rányrkjuá landi sinu, vaknarupp ogsjá! Hún hefur efni á þvi, þrátt fyrir oliukreppu, að byrja nú að greiða skuld sina við landið. Þjóöhátíöardagarnir liðu og siðan árið. Vissulega var hafist handa. Enn liða ár. Enginn — sem kann að stilla kröfum sinum i hóf, fer fram á hugljómun á hverju ári. ,,Landsfeðurnir” skiptust á um aö sitja i ráðherrastólunum og voru ýmist sammála eða ósam- mála um að „málin” væru erfið og alvarleg. Þar var enginn einn um það að li’ta málin alvarlegum augum. Fólkið i landinu slökkti á sjónvörpum sinum, þegar þessir alvarlegu menn birtust og hlust- aði a.m.k. ekki nema með öðru eyranu. Það hafði nóg af erfiðum málum heima fyrir. I hverju byggðarlagi var þó einn og einn sem horfði með aðdáun á þessa ábyrgu menn. Fór siðan að leika hermileik ihéraði og fékk Ut á það sæti i hreppsnefnd eða tók óbeð- inn að veita hinum óábyrgu forsjá i einhverjum málum. Stórvirkjun— Stóriðja? Svo var það meira fyrir tilviij- un að ég heyrði nú á haustdögum, gegnum skarkala frétta og stjórnmálaumræðu, yfirlýsingu frá rikisstjórninni um forgangs- röðun næstu stórvirkjana á landi hér. Nú skyldi virkja Blöndu. Ég hafði að visu haft dyn af þvi að þessi umræða væri i gangi. Þetta hafði m.a. verið til umræðu á fjórðungsþingi Norðlendinga á Húsavik. 1 huga mér tengdist Blöndumálið nú óðar ályktun fjórðungsþingsins um álver við Eyjafjörð og mér fór hreint ekki að veröa um sel. Það skyldi þó ekki vera komið svo að ekki yrði lengurstættá þvi að sitja hjá? Til hvers höfðu þeir ort Davið og Matthias og allir hinir? Er mönn- um ekkert heilagt? Ég var gráti nær. Gangur mála Ég reyndi að beita þeirri, að þvi er ég hélt skynsamlega aðferö að leita óhlutdrægra upplýsinga um þessa fyrirhuguðu virkjun. Þar reyndist fátt um fina drætti. Ég hitti aö visu marga menn sem vissu mikið um ágæti Blöndu- virkjunar. En þeim bar illa sam- an og þótti spurningar leiðinleg- ar. Ég vona sannarlega að þeir hafi þá trúað þvi sem þeir sögðu mér,aðBlönduvirkjun fylgdi ekki stóriðja. Sumir töldu stóriðju að visu liklega en fráleitt væri að nokkrum dytti i hug að setja hana niður við Eyjafjörð, eins og að þar með fylgdu henni engin óþrif. Niðurstaða af þessum viðræðum varðsú helst þessir vinir minir vissu ekki miklu meira en ég. Eins og aðrirhér um slóðir fékk ég send samningsdrög að Blöndu- virkjun — hönnunarleið I. Siðan var boðað til hrepps nefndarfundar hér i Seyluhreppi um samningsdrögin og fleiri mál. Ég fór kviðinn á þennan fund. Hann varð mér þó gleðigjafi. I fyrsta lagi komu þar fram upp- lýsingar sem renndu stoðum und- ir þaðað grunsemdir minar ættu margarviðrök að styðjast. íöðru lagi: Af fjölda mörgum sem til máls tóku voru aðeins fjórir sem reyndu að verja þá skoðun sina að greiða þessum samningsdrögum atkvæði sitt. 1 þriðja lagi: Samn- ingsdrögin voru kolfelld og þrir hreppsnefndarmenn lýstu þvi yfir að þeir myndu greiða atkvæði gegn þeim i' hreppsnefnd. EnAdam var ekkilengi i Para- dis. Svar hreppsnefndar Seylu- hrepps til iðnaðarráðuneytisins var ekki ineinu samræmi við þaö sem á undan var gengið og m.a. vegna þess héldu hjólin áfram aö snúast. Þrátt fyrir yfirlýsingar iðnaðarráðherra þess efnis að þær bætur, sem boðnar væru i Hafa ber það sem sannara reynist ■ Blaöaskrif halda áfram með litlum hléum um Blönduvirkjun, og eins og oft vill verða þegar menn ræða um mál sem þeim eru misjafnlega kunnug, þá vilja fljóta þar með fullyrðingar sem á litlum rökum eru byggðar og sumar alrangar. Ég vil þvi svara hér aö nokkru, fáeinum atriðum sem fram hafa komið og einnig skýra stöðu málsins að öðru leyti eins og ég tel hana vera nú. Sigurður H. Pétursson héraðs- dýralæknir skrifar grein i Ti'man- um 23. jan. s.l. og ræðir þar mjög um stöðu þessa máls i Svina- vatnshreppi. Þar segir m.a. i yfirskrift: „Hreppsbúum var ekki gefinn kostur á að koma með breytinga- tillögur i neinni mynd”. Þarna er Sig. H.P. að ræða um samningsdrög þau um Blöndu- virkjun sem tekin voru til um- ræðu og atkvæðagreiðslu á al- mennum sveitarfundi i' Svi'na- vatnshreppi 12. og 13. des. 1981. Mér kemur þetta undarlega fyrirsjónir og veit ekki hver hefði getað bannað það að breytingatil- lögur kæmu fram á sveitarfundi, þvert á móti hefðu þær veriö vel þegnar ef þar hefði gætt nýrra hugmynda i landverndarátt, og þannig getað opnað nýjar leiöir til samkomulags. Þá segir Sig. H.P. i millifyrir- sögn: Tilhögun I er ekki hafnað. Ekki veit ég hvaðan greinar- höfundur fær hugdettu þessa og vil ég biðja hann að lesa betur samningsdrögin sem hann vitnar til i' greininni. Staðreyndin er sú að samnings- drög um Blönduvirkjun frá 30.11. ’81 voru i heild felld i almennri at- kvæðagreiðslu i Svinavatns- hreppi hinn 13: des. s.l. og þar með tilhögun I, sem f jallað er um i fyrstu grein samningsdraganna. Það er þvi' ranghermi að tilh. I hafi ekki verið hafnað hér i sveit. Þá talar greinarhöfundur nokk- uð um hvernig afgreiða skuli mál sem þetta, þar sem um sameign sé að ræða, og er þar meö ýmsa útreikninga og hugdettur varð- andi meirihluta og minnihluta. Ég hef hins vegar reynt að kynna mér það hjá lögfræðingum hvernig afgreiðslu mála eins og þessa skuli háttað svo helst sé að lögum, og sé það nú, að það þyrfti fleiri að gera. Hins vegar segirSig. H.P. sumt vel og réttílega i fyrrnefndri grein m.a. þessa millifyrirsögn. Svinvetningar vilja virkjun: Þetta erréttog hefurgreinilega komið fram á fundum, en við vilj- um ekki eyðileggja allt að 60 ferkm. af gróðurlandi við þá framkvæmd, þess gerist engin þörf, það er hægt að virkja fall- orku Blöndu með mun minni landeyðingu, enda er það vfðast talið til siðmenningar að ganga vel um land sitt og eyða ekki gróðri þess eða lífriki að nauðsynjalausu, þá er það og margyfirlýst aðum þetta stendur deilan um Blönduvirkiun. Þá vitnar Sig. H.P. loks i ályktun sem gerð var á kjör- dæmisþingi framsóknarmanna á Norðurlandi vestra 14. nóv. 1981 og segir að samþykkt hennar hafi vakið mikla athygli og ánægju. Þessu er ég sammála, þvi að ályktun þessi er viturlega samin og skyldu menn lesa hana vand- lega i grein Sig. H.P. vegna þess að það má ganga langt i landvörn við Blöndu áður en henni er hætta búin i kostnaðarlegum saman- burði viö aðrar virkjanir. Það má þvi öllum augljóst vera aö kostnaður sá, sem af þvi mundi leiða að ná samkomulagi við heimamenn um Blönduvirkjun er ekki raunverulega deiluefnið, heldur pólitisk hrossakaup i virkjunarmálum þarsem gróður- landið við Blöndu er fórnar- lambið. Hinsvegar er sjálfsagt að geta þess, að i samningsdrögum um Blönduvirkjun frá27.1. ’82er þess getiðaf fulltrúum virkjunaraðila, að hugsanlega megi komast af með 220 Gl. miðlun við Blöndu. Þessu ber að fagna og er stórt spor i rétta átt. Þá er aðeins eftir að færa stifluna i Blöndu upp að Sandárhöfða svo að menn séu sammála. Það er óhentugt báðum aðilum að hafa 220 Gl. miðlun við Reftjarnarbungu vegna þess að landspamaður er sára litill af minnkaöri miðlun, en sé stiflan hinsvegar við Sandárhöfða er landsparnaður um 50% og kostnaður litið meiri. Allmörg stéttarfélög á Noröur-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.