Tíminn - 03.02.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 03.02.1982, Blaðsíða 10
10 heimilistíminn Miðvikudagur 3. febrúar 1982. Imsjón: B.St. og K.L. ■ Þaö eru ýmis vandamái sem geta komið upp hjá ibúöareigend- um I f jölbýlishúsum. t sambandi við hússjóö geta t.d. komiö upp vandamái. Ég haföital af Siguröi H. Guöjónssyni, lögfræöingi lijá Húseigendafélagi Reykjavikur og bað hann aö fræöa mig og les- endur um hússjóöi í fjölbýlishús- um. Þaö væri ómögulegt, einkum i stærri fjölbýlishúsum, ef for- svarsmenn húsfélaga þyrftu að hlaupa á milli íbúöareigenda til að ná i peninga i hvert sinn, er sameiginleg útgjöld þarf aö greiða. Þess vegna hafa mörg húsfélög sérstakan hússjóð til að standa straum af sameiginlegum útgjöldum. Við setningu fjölbýlis- húsalaganna þótti þó ekki mögu- legt að lögbinda slika skipan, þar sem talið var að hússjóður væri ekki raunhæfur, þegar um fáar ibúðir væri að tefla. Hins vegar var sú regla tekin upp i um sam- þykktirfyrir húsfélög, að sé þess krafist af minnst 1/4 ibúðareig- enda annaðhvortmiðað við fjölda ‘eða eignarhluta, skuli stofna hús- sjóð til að standa straum af sam- eiginlegum útgjöldum. 1 10. gr. nefndrar reglugerðar segir ennfremur, að aðalfundur húsfélagsins ákveði gjöld i sjóð- inn. Það sem hér mun átt við er fjárhæð heildargjaldanna, en ekki beinlinis hvaðhver ibdð eigi að greiða, þvi gjöld hverrar ibúðar til hússjóðsins fara eftir hlutfallstölu hennar. Þegar aðal- fundur ákveður gjöld i hússjóðinn fyrir næsta ár, þá er það gert á grundvelli áætlunar um sam- eiginleg útgjöld á þvi ári. Allur gangur er þó á því, hve slik áætlun er nákvæm og hvaða kostnaður er þar tekinn með. StundumerhUssjóðiekki ætlað að standa undir Utgjöldum vegna meiriháttar framkvæmda og er þá gjaldið ákveöið með tilliti til þess. Meiriháttar framkvæmdir eru þá fjármagnaðar af i'búðareig- endum i' hverju tilviki. Yfirleitt eru hússjóðsg jöldin greidd mánaðarlega. Standi Ibúðareig- andi ekki i' skilum getur hUs- félagið sem slíkt lögsótt hann til greiðslu þess. Þegar ekki er hússjóður i fjöl- býlishúsi svo sem sjaldnast er i húsum með fáum ibúðum, þá verður að skipta sameiginlegum útgjöldum á ibúðareigendur eftir þvi sem þau falla á. Enda þótt undantekningar séu frá þeirri meginreglu að sam- eiginlegur kostnaður skiptisteftir hlutfaDstölu ibúða (kostnaður við bi'lastæði og tækjakaup i þvotta- ' húsi), þá verður að telja að gjöld i hússjóð skuli fara eftir hlutfalls- tölu. Á hverjum hvilir skyldan? Samkvæmt 4. mgr. 5. gr. fjöl- býlishUsalaganna fylgja i'bUðum i fjölbýlishúsi eftir hlutafallstölu réttindi ogskyldur til að taka þátt i félagsskap allra eigenda um fjölbýlishúsið og verða þessirétt- indi ekki skilin frá ibUðunum. Ein mikflvægasta skyldan sem hér um ræðir er skyldan til að taka þátti sameiginlegum kostnaði. Af þessu ieiðir, að skyldan til aö greiða hlut ibUðar i sameiginleg- um kostnaði hvilir á eiganda hennar á hverjum tima. Þegar ibúð i' fjölbýlishUsi er leigð út, þá breytir það i engu réttindum og skyldum eiganda hennar gagnvart húsfélaginu. Hann hefur eftir sem áður at- kvæðisréttá húsfélagsfundum og skylda til greiðslu hiuta i'bUðar- innar I sameiginlegum kostnaði hvílir áfram á honum. Enda þótt svo sé umsamið i leigusamningi um i'búðina að leigjandi skuli greiða hlut hennar i sameiginleg- um Utgjöldum.þá breytist skylda ibUðareiganda gagnvart hUs- félaginu ekki við það. HUsfélagið hefur hér réttarstöðu þriðja manns og þarfekki að hlita sliku ákvæði og getur áfram haldið sér að ibúðareigandanum. ■ Sigurður H. Guðjónsson Lögveð í íbúð Greiði einhver ibúðareigandi ekki sinn hluta sameiginlegs kostnaðar eignast hinir ibUðar- eigendurnir (húsfélagið) lögveö i ibúð hans til tryggingar greiðslunni. Þessi lögveðsréttur feliur niður ef honum er eigi fylgt eftir með lögsókn áður en eitt ár er liðið frá þeim degi er greiðslan var innt af hendi sbr. 2. mgr. 13. gr. fjölbýlishúsalaganna. Sam- hljóða ákvæði var i 4. mgr. 11. gr. 1. nr. 19/1959. Skv. þessu ákvæði er gert ráð fyrir þvi að aðrir ibUðareigendur greiði hluta hins óskilvisa ibúðareiganda f sam- eiginlegum kostnaðiog eignist þá þegarlögveð i ibúðhans til trygg- ingar endurkröfunni, og geta þeir siöan að undangenginni málsókn til viðurkenningar á lögveðréttin- um, innheimthana með uppboði, ef ekki vill betur. Tilgangurinn með þvi að veita ibUöareigendum lögveðrétt i eignarhluta þess ibúðareiganda, sem ekki stendur i skilum með sinn hluta sameiginlegs kostnaðar, er sá, að þeir verði fyrir sem minnstu óhagræði og tjóni vegna vanefnda hans. Gildir einu i þessu sambandi hver hinn sameiginlegi kostnaður er, sem ibúðareigandi er f van- skilum með sinn hluta af. Lögveð fylgir öllum sameiginlegum kostnaði hverju nafni sem hann nefnist. Samkvæmt framansögðu hvflir krafa húsfélagsins á ibúðinni sjálfri i eitt ár frá þvi að greiðsla átti að fara fram. Þetta hefúr þá þýðingu að innan þess tima getur húsfélagið horft fram hjá eig- endaskiptum að ibúð og beint kröfu sinni að þeim sem er þing- lesinn eigandi ibUðar, enda þótt• um skuld sé að ræða frá eignar- tima fyrri eiganda. Fyrri eigandi ibUðarinnar er þó áfram persónu- lega ábyrgur gagnvart húsfélag- inu fyrir slikri skuld og sé lögveð- rétturinn fallinn niður, þá getur húsfélagið einungis haldið sér að honum. Skv. 1. mgr. 18. gr. fjöl- býlishúsalaganna skal seljandi ibúðar i' fjölbýlishúsi, áður en samningur er undirritaður, kynna kaupanda reikninga hús- félagsins og stöðu og framlög ibúðarinnar til þess. Hafi seljandi fbUðar vanræktþessa skyldu si'na og sé ekki um annað samið, verður að telja að ibúð eigi að vera skuldlaus við húsfélagið á afhendingardegi. Hafi fbúðareig- andi orðið að greiða skuld fyrri eiganda við húsfélagið til þess að, létta lögveðinu af ibúð sinni þá á hann endurkröfu á fyrri IbUðar- eiganda. Eins og áður segir stofnast lög- veðið um leið og aðrir ibUðareig- endur (húsfélagið) hafa innt af hendi greiðslu sem viðkomandi ibúðareiganda bar að greiða. Enda þótt hússjóðsgjald sé eðli sinu samkvæmt ekki sameigin- iegur kostnaður og vanskil ibúðareiganda á þvi hafi e.t.v. ekki strax i fór með sér auka útlát fyrir aðra fbúðareigendur, þá verðuraðtelja að lögveð stofnist i ibúð þegar og ef tUlag hennar i hússjóð er ekki greitt á réttum gjalddaga. Epla- kökur 1 kg epli, 75 g sykur 100 g. smjör, 100 g sykur, 100 g haframjöl Tvö álform eru pensluð með smjöri og eplin sett þar i eftir að þau hafa verið afhýdd og skorin I þunna báta (kjarnarnir að sjálf- sögðu teknir Ur). 75 g af sykri er dreift yfir eplin. Smjöri, 100 g af sykri og haframjöli er blandað saman f skál, (ekki hnoðað) og siðan dreift yfir eplin i forminu. Eplakökurnar eru svo bakaðar neðst i ofni við 225 gráðu hita I 25- 30 min. Ef að haframjölsmassinn verður of dökkur má leggja álpappir yfir. Gott er að bera rjóma eða is með eplakökunum. Símagjöld hækka ■ 1 fréttatilkynningu frá Póst- og simamálastofnuninni segir að frá og með 1. febrUar 1982 hækkuðu simgjöld tU útlanda i samræmi við þær breytingarsem orðið hafa á gengi gullfranka frá þvi að gjöldinvoru ákveðin 1. nóvember 1981. Nemur hækkunin um 22%. NU kostar hver mindta i sjálf- virku vali á talsima til Danmerk- ur, Færeyja og Sviþjóðar kr. 11,00 en 15 krónur, ef fengin er aðstoð talsi'mavarðar. Til Noregs og Finnlands eru samsvarandi gjöld 12 kr. og 16 kr. og til Bretlands 13 kr. og 17 kr. Til Bandarikjanna kostar hver minúta 27 kr. ef not- endur velja sjálfir en annars 31 krónu. Sem dæmi um gjöld i sjálfvirkri telexþjónustu má nefna að hver minUta til Færeyja kostarkr. 4,30 til Danmerkur kr. 4,80 til Eng- lands, Noregs og V-Þýskalands kr. 5,20 ogkr. 5,80 til flestra ann- arra E vrópulanda. Til Bandarikj- anna kostar hver minúta kr. 24,00. Fastagjald fyrir skeyti hækkar um 22,5% en orðagjald nokkuð mismunandi. Það verður óbreytt til Bandarfejanna og Kanada en hækkar um 25% til Evrópu. Scíuskattur er innifalinn i framan töldum dæmum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.