Tíminn - 09.02.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 09.02.1982, Blaðsíða 8
8 Þriðjudagur 9. febrúar 1982. Witwiiwí Otgefandi: Framsóknarflokkúrinn Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjori: Sig- urður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þorarinsson, Elias Snæland Jóns- son. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. olafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Timans: lllugi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrímsson, Kristin Leifsdóttir, Ragnar orn Pétursson (iþróttir), Skafti Jónsson. Utlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Agústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Próf- arkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteins- dóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Aualýsinaasinii: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verð i lausasölu • 6.00. Askriftarqjald á mánuði: kr. 100.00— Prentun: Blaðaprent hf. Stefnumótun í tölvumálum ■ Snemma á yfirstandandi þingi flutti Davið Aðalsteinsson, ásamt sex þingmönnum Fram- sóknarflokksins öðrum, tillögu um stöðu, þró- unarhorfur og stefnumörkun i upplýsinga- og tölvumálum. Efni tillögunnar er að fela rikisstjórninni að skipa sérstaka nefnd, sem geri tillögur um með hvaða hætti islenzkt þjóðfélag geti bezt numið og hagnýtt sér hina nýju tækni til alhliða framfara, svo sem að þvi er varðar atvinnumál, félagsmál, fræðslumál, mál varðandi almennar upplýsingar og aðra þá þætti er varða samfélagið. Nefndin skal við störf sin hafa hliðsjón af þeirri vinnu og þeim skýrslum, sem þegar kann að vera lokið hérlendis og erlendis. Nefndin skal hafa lokið störfum og birt niðurstöður fyrir árslok 1982. 1 greinargerð tillögunnar segir m.a.: ,,Ætla má að tölvuvædd meðhöndlun upp- lýsinga og tölvustýrð tækni sé i þann mund að breyta þjóðfélaginu svo að um munar. Mark- verðar breytingar eru i vændum, sem rætt er um og likt er við byltingu. Þvi verður tæpast mót- mælt, að okkar þjóðfélag, eins og flest önnur vestræn riki, sé illa i stakk búið til að takast á við þann vanda, sem fyrirsjáanlega mun fylgja upp- lýsinga- og tölvubyltingunni. Hvers kyns tæki til öflunar, vinnslu og miðl- unar á upplýsingum hafa rutt sér til rúms á siðastliðnum árum og áratugum. Vöxtur þess- arar tækni hefur verið mikill. Möguleiki á þvi að framleiða ódýrar einingar, sem til þarf, hafa stóraukizt. Er hér átt við örtölvurnar svonefndu. Fyrirsjáanlegt virðist að alls kyns tölvur, tölvu- vædd og tölvustýrð heimilistæki verði al- menningseign innan 5-10 ára. Fyrirtæki lands- manna taka þessa tækni sem óðast i þjón- ustu sina, og sýnt er að áhugi á henni er geysileg- ur.” í greinargerð tillögunnar er siðan rakið að tölvubyltingin hafi sinar skuggahliðar, ýmisleg félagsleg vandamál og atvinnuleysi. Eftir að þessu hefur verið lýst, segir i greinargerðinni: ,,Ljóst er, að mikilla og skjótra aðgerða er þörf, ef þjóðfélagið á ekki að verða leiksoppur glundroðakenndrar og tilviljanakenndrar upp- byggingar. Eitt frumskilyrði þess, að rétt verði við brugðizt er, að almenningur fái glögga hug- mynd um tæknina og hið nýja þjóðfélag, sem hún mun leiða af sér. Almenn og viðsýn fræðsla um þessi mál virðist þvi meginnauðsyn. Enn, sem komið er, er sú takmarkaða kennsla, sem fram fer, tæknileg i eðli sinu. Hún er snauð af umfjöll- un um áhrif tækninnar á þjóðfélagið, um ýmsa al- menna möguleika, sem tæknin býður upp á, og þá byltingu, sem i vændum er, varðandi upp- lýsingaöflun úr gagnabönkum, og margt fleira á upplýsinga- og tölvusviðinu.” Þá segir i greinargerðinni, að mikilvægt sé að skipuleggja almennt nám um upplýsinga- og tölvumál, sem tæki til fleiri þátta en nú er gert. Hér er vissulega hreyft miklu stórmáli. Vonandi mætir það stuðningi á Alþingi. Þ.Þ. á vettvangi dagsins ; Blöndungar í svidsljósi eftir Rósmund G. Ingvarsson ■ A6 undanförnu hafa nokkrir rit- snillingar úr hópi svonefndra blöndunga látiö ljós sitt skina á siðum Timans. Magnús á Sveinsstöðum riður á vaðiö með smágrein 24. des. s.l. og er þar að hugga trúbræöur sina, og mun ekki af veita þvi ólgusamt er I þeim herbúðum. Torfi á Torfalæk kemur i sviös- ljósiö I Timanum 7. jan. s.l. Hann nefnir grein sina „Eftir Kastljós” en mig minnir aö sjónvarpsþátt- urinn sem til er vitnað sé úefndur Fréttaspegill en ekki Kastljós. Greininni fylgir mynd af Torfa ungum og þá væntanlega i ferm- ingarfötunum. Þessari grein Torfa hefur verið svarað að nokkru. Hann ræðir um jóla- sveina og Jörvagleði, peningaflóð til Svínavatnshrepps og hættu á eignarnámi sem hann telur að verði óhagstætt bændum. Þá hæl- ir hann samningum, sem hann taldi svo sjálfsagt að samþykkja aö ekki tæki þvi að gefa sveitung- unum kost á að ræða hann á fundi heldur samþykkti f.h. Torfalækj- arhrepps athugasemdarlaust. Aörir sveitahreppar höfðu hins vegar margt við hann (þá), að at- huga, sem engan ætti að undra sem séð hefur þau herlegheit. Lokaorð Torfa Margt i grein Torfa er vafa- samur sannleikur svo ekki sé meira sagt og vafamál aö sumt af þvl geti verið málstaö hans til framdráttar eins og þegar hann ræðir um þá „geysilegu breyt- ingu” sem verði á högum fólks og „mannlifinu kringum það”. Lokaorö hans eru á þessa leið: „Ég gat þess i upphafi þessarar greinar að margt hefði komið fram i fjölmiölum og blaöaskrif- um sem vissulega væri ekki vit- urlega fram sett. Það leiöi ég hjá mér að fjalla um af þeirri ein- földu ástæðu að þau skrif sem skrifuð eru I annarlegu hugar- ástandi með reiði i huga eru alltaf neikvæð og falla þvi um sjálf sig”. Torfi dagsetur grein sina 21. des. 1981. „Kastljósið” hans var þá nýafstaöið og þar fór hans maöur halloka. Svör hrepps- nefnda, sem ekki samþykktu samninginn voru einnig nýkomin fram. Lokaorð Torfa hitta þvi hann sjálfan og eru réttmæt i þvi tilfelli. Björn Egilsson kemur á vett- vang 30. des. og er gustmikill nokkuð. Sýnist mér aö hin ágætu lokaorð Torfa eigi ekki siður vel viö þar. Ætla verður að Björn hafi skrifað þetta eigi siöar en 21. des. eða verið a.m.k. byrjaður þá. Björn ræðst á ákveöinn mann af tilefnislitlu og þarflausu og vænir hann um gáfnaskort og annað verra. Mun hann svara Birni sjálfur ef hann telur æsingaskrif- ið svara vert. Ég vil hins vegar ráðleggja Birni aö biðjast opin- berlega afsökunar, þvi hann byggir ásakanir sinar á misskiln- ingi og rangtúlkun. En ástæöan til þessa frumhlaups Björns er trú- lega sú, að Blönduvirkjunartrú- arofstækið hefur hlaupið með þennan aldna heiðursmann i gön- ur. Forskrift handa fjárbændum A sveitarfundinum hér i Lýtingsstaöahreppi 14. des. s.l. hafði Björn sig talsvert i frammi og var raunar aðalræöumaöur af hálfu blöndunga. M.a. tók hann mig undirritaöan sérstaklega fyr- ir og sagöi aö ég gæti ræktað tvisvar sinnum meira en búið er að rækta á minni jörð og beitt án- um á það yfir sumariö og þá þurfi ég ekkert að reka i afrétt nema gemlinga. Svo mikil var hans speki. Þetta er sú forskrift sem talsmaöur Blönduvirkjunar gefur fjárbændum. Hann nefndi hins vegar ekkert aö ræktunin mun vera talsverðum örðugleikum bundin og kosta mikið fé, svo og viðhald hennar, áburður á hverju ári, aukagiröingar og viðhald þeirra. Lyfjakostnaður eykst einnig verulega. Þá hefur þessi búskaparháttur i för með sér mikla aukavinnu. Móti þessu sparast ekkert nema kostnaöur við að koma lambfé i afréttinn, en fjallskilagjöld yröi . að greiöa jafnteftir sem áöur. Þá eru ótalin vandkvæöi sem eru á túnbeit og kanske yrði aö fækka fénu svo þetta væri hægt. En hvað ætli nettóhagnaður yrði svo af búrekstrinum. Svo langt hefur þessi talsmaður land- eyðingarinnar miklu ekki hugsað dæmiö, enda mun það ekki til siðs i þeim herbúöum. Þar láta menn sér nægja að beita slagoröum, en gera litið af aö færa rök fyrir þeim. Ályktun útskýrd Siðast kom svo grein eftir Sig- urö A. Pétursson i Merkjalæk i blaðinu 23 þ.m. Það blað er nv- lega komiö til min og er liklega Spor í áttina eftir Kristínu Jónsdóttur ■ Ari fatlaðra er nú lokið. Margt var gert til endurbóta á ýmsum sviðum og enn fleira til aö vekja athygli almennings á þvi hvar þörfin kallar brýnast hjá þeim hluta þjóðarinnar, sem ekki gengur heill að starfi og leik. Svo mörg eru þau verkefni,sem ólokið er eða ekki hafin, aö við hljótum að sta ldra við og hugleiða hvar við stöndum og hvaö skal hafa forgang. Það er gott að nú skuli betur en fyrr hlúö að fötl- uðum börnum og þau látin njóta einhverrar menntunar og likams- þjálfunar strax frá byrjun eftir getu sinni, en það er lika stór hópur af fullorðnu fötluðu fólki, sem i bernsku fékk enga menntun eða aðra þjálfun af þvi að það var ekki fært umaöstunda almennan skóla og þjóðfélagið hafði ekki upp á neitt annað aö bjóða þvi i staðinn. Þjóöin er i skuld við þetta fólk, og þar sem ekki er lengur hægt aö gefaþvi þaö sem þaö fór á mis við ibernsku ættiaö bjóða þvi upp á fullorðinsfræðslu og afþreyingu i ýmsu formi. Það þarf aö stofna endur- hæfingarbúðir á nokkrum stöðum á landinu, þarsem starfaö væri á námskeiöum, sem gætu verið fjölbreytt að efni og kannski mis- jafnlega löng eftir ástæðum. Fólk sem getur ekki stundað vinnu, býr heima eða á stofn- unu m o g á f árra kosta völ t il upp- lýftingar ætti að sitja fyrir um aögang aö þessum námskeiöum. A sumrin mætti reka þar sumarbúöastarf, en á veturna meira sem einhvers konar skóla- hald. Svona staðir yrðu fljótt vinsælir og fólk mundi hlakka til að koma aftur. Væru til slikir staðir, þar sem fatlaðir gætu sótt um tima- bundna dvöl, opnaöist ný leið fyrirþásemeru bundniryfir fötl- uöum skjólstæöingum, sem ekki er hægt að skilja eftir eina heima þegar farið er I fri, og hverjir hafa fremur þörf á að hleypa heimdraganum og komast frjálsir i' fri en einmitt þeir, sem veita fótluðum þjónustu árum saman? Þaðgetur verið erfitt að finna stað i þeim tilfellum. Og litið verður um ánægju i' góöu frii viti maður skjólstæöing sinn i ein- hverjum geymslustað þar sem hann langar ekki að vera og biður þess hryggur aö komast heim aftur. Til er þó fólk, sem beiö ekki eftirárifatlaöra tilaðstfga spor i þá átt, sem ég var aö tala um. 1 Heiðarskóla aö Leirá i Borgarfiröi hefur Siguröur R. Guðmundsson, skólastjóri þar, haldiö iþróttanámskeið fyrir fatlaða í nokkur sumur. Ég átti þess kost að dvelja þar tvö undanfarin sumur 8 daga i senn ásamt fötluðum syni minum. Aðstoðarfólk Sigurðar var stór hluti fjölskyldu hans og nokkrir aðrir. Þetta fólk var allt samtaka i þvi aö gera dvalargestum dvöl- ina sem auðveldasta og ánægju- legasta. Þaö hlýtur að vera erfitt verk að þjálfa fatlað fólk, að svo mörgu þarf að hyggja og halda mætti að það væri nóg dagsverk handa iþróttakennurunum, en þeir létu sig þó ekki muna um að ganga f heimaverkin þegar inn var komið og hjálpa til við mál- tiðir og ganga frá i eldhúsinu á eftir. Ég hef ekki annarsstaöar séð fólk vinna af meiri snerpu. Envikjumnú aö dvalargestum. Þeir voru með ýmsar tegundir fötlunar, sumir i hjólastólum, hækjufólk, fólk með gervifót, heyrnarskertir og þroskaheft fólk, meö fulla hreyfigetu. Sumir voru þannig settir að maöur hlaut að undrast aö þeir skyldu yfirleitt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.