Tíminn - 09.02.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 09.02.1982, Blaðsíða 12
12 Þriðjudagur 9. febrúar 1982. Land-Rover eigendur Eigum ávallt mikið úrval af Land-Rover varahlutum á mjög hagstæðu verði: Girkassahjól öxlar aftan Kambur/Pinion Hurðarskrár Hraðamælisbarkar Tanklok Girkassaöxlar öxulflansar Stýrisendar Motorpúðar Pakkdósir o.mjl. Sendum i póstkröfu. Bílhlutir h/f Suðurlandsbraut 24 — Reykjavik. S. 38365. Kennara vantar við Hafnarskóla, Höfn i Hornafirði. Upp- lýsingar veitir skólastjóri i simum: 97- 8148, 97-8142 Hafnarfjörður lóðaumsóknir Lóðum verður úthlutað á næstunni i Hafnarfirði fyrir ibúðarhús. Auk einbýlishúsalóða er um að ræða lóðir fyrir raðhús og tvibýlishús. Nánari upplýsingar veitir skrifstofa bæjarverkfræðings Strandgötu 6. Umsóknum skal skilað á sama stað eigi siðar en 3. mars n.k. Eldri umsóknir þarf að endurnýja. 0 Oskila hestur Áður auglýstur rauöjarpur hestur ómarkaður verður seldur á uppboði að Akurgerði i ölfusi föstud. 12. feb kl 16.00 llreppstjóri ölfushrepps Umboðsmenn Tímans Vesturland_____________- Staöur: Nafn og heimili: Slmi: . Akranes: Borgarnes: Rif: Ólafsvik: Grundarf jöröur: Stykkishólmur: Guðmundur Björnsson, Jaðarsbraut 9, 93- 1771 Unnur Bergsveinsdóttir, Þórólfsgötu 12 93-7211 Snædfs Kristinsdóttir, Háarifi 49 Stefán Jóhann Sigurðsson, Engihlið 8 93-6234 Jóhanna Gústafsdóttir, Fagurhólstúni 15, Esther Hansen, Silfurgötu 17 93-8115 SUNN- LENDINGAR Fjölbreytt úrval Ýsa — Ýsuflök — Lúða — Gellur — Kinnar — ofl. ofl. Tökum fisk í reyk Fiskbúð Glettings Gagnheiöi 5, Selfossi Þriöjudagur 9. febrúar 1982. 13 Séra Frank M. Halldórsson og fermingarbörn hans af Seltjarnarnesi. (Tlmamynd GE) sem þá bók kann til hlitar megi teljast oröinn sæmilegur guö- fræðingur. Annars hafa ýmis rit verið notuð við fermingarundir- búning, —„Fræðin hin minni” eft- ir Lúther, kver þeirra Friðriks Hallgrimssonar og Helga Hálf- dánarsonar, svo dæmi séu nefnd. 1 þá daga var sem kunnugt er mikil áhersla lögð á utanaðbókar- lærdóm og margir nafnkunnir Is- lendingar lærðu t.a.m. Helgakver svo rækilega að þeir gátu þulið það allt utanbókar á kirkjugólfi, hefði þess verið af þeim krafist. Jákvæðari en fyrir nokkr- um árum En hvernig skyldu þessi börn, sem fifa þá tækniöld, þegar allt virðist vera orðið tölvustýrt, margvátryggt og skipulagt, lita á boöskapinn sem fyrir þau er bor- inn við fermingarundirbúninginn. „Ég held að börnin nú séu já- kvæðari gagnvart kristindómn- um en áöur var, ef eitthvað er,” segir séra Frank. „Börnin eru dugleg og áhugasöm og ég vil einkum nefna þátttöku þeirra i guösþjónustum, meðan á undir- „EF EITTHVAÐ FER URSKEIÐIS, KOMA ÞtU GJARNA AFTUR TIL PRESTSINS SEM FERMDI ÞAU” Litið inn íspurningatíma hjá séra Frank M.Halldórssyni ■ Nú liöur senn að þvi aö langir listar með nöfnum fermingarbarna fari að birtast i blöðunum og minna á þennan sérstaka viðburð æskuár- anna, sem segja má að bindi enda á bernskuna og merki upphaf þroska og starfsáranna meö öllu sem þeim nú fylgir. Sumum endist það vega- nesti sem sóknarpresturinn þeirra fær þeim i hendur við þetta tækifæri til elliára, en aðrir telja sér það til byrði og varpa þvi frá sér og finna þaö svo kannske ekki afturfyrr en langt er liðið á ævina þótt vist sé þaö jafnan innan seilingar, gefi menn sér tima til að athuga sinn gang. En hvað um það, — hópurinn sem séra Frank M.Halldórsson var með til spurninga i Valhúsaskóla, þegar viö blaðamenn litum þar við á föstu- daginn var, hafði sannarlega ekki i hug að gleyma þvi sem verið var að segja þeim og það vonum viö að þau geri ekki, — þótt hætt sé við aö árin framundan muni bjóða ýmis tækifæri til þess. En hvernig er fermingar- undirbúningnum hagað nú, — er hann i mörgu frábrugöinn þvi sem gerðist þegar við, — sem er- um farin aö verða i vafa um hvort viö getum lengur kailað okkur ung, —gengum til prestsins. Eftir að hafa veriö viöstaddir sam- verustund Frank M. Halldórsson- ar og fermingarbarnanna sáum við að i aðalatriðum var þetta hið sama, — enda þær reglur sem kristnin uppáleggur mönnunum hvorki mjög margar né flóknar, þótt misjafnlega takist að halda þær og lifa samkvæmt þeim. „ó, það slys þvi hnossi að hafna..." Þegar við komum inn i stofuna var verið að fara yfir sálm Matthiasar, „Ó þá náö að eiga Jesúm,” sem börnin höfðu verið látin læra heima og ekki varð bet- ur heyrt en að þaö hefðu þau gert samviskusamlega. Annars segir séra Frank okkur aö minna sé oröið um það en áður gerðist aö láta læra utan að, en þess meiri áhersla lögö á ýmis önnur atriöi. Nú er sænsk bók sem i islenskri þýðingu heitir „Lif með Jesú” lögö til grundvallar við undirbún- inginn og séra Frank segir að sá ■ Frá Ljósamessunni, en hana undirbjuggu börnin sjálf og tókst hún mjög vel aö allra dómi. Það er Margrét Guðnadóttir, sem þarna er aö lesa ritningarstað úr Gamla Testamentinu. (Timamynd GE) búningi stendur. 1 hverjum hópi ■ fermingarbarna eru um 20 börn, en alls eru það 117 börn sem fermast i Neskirkju nú i vor. Það er dálitið meiri fjöldi en var I fyrra. Við höfum fengið hóp tiu barna til þess að aöstoða viö guðsþjónusturnar i hvert sinn, en þar hafa þau flutt bæn og ritn- ingarorð, kveikt á altariskertum, dreift sálmabókum og safnað þeim saman að messu lokinni. Þannig hefur þá hvert þeirra fengið eitthvert hlutverk viö messugjörð.” Ljósamessa Séra Frank sagði aö á Kirkju- deginum á Seltjarnarnesi heföu börnin haft veg og vanda af sér- stakri Ljósamessu sem efnt var til og hefði hún veriö sérstaklega vel undirbúin og fögur og tekist vel. Við fermingarundirbúninginn sagði hann hafa náöst gott sam- starf við foreldra barnanna, en þeim ritaði hann bréf áður en spurningatimarnir hófust og bað um aöstoð þeirra við að fá börnin til að sinna heimaverkefnum sin- um sem best. Nú eru það um 98% barna sem fermast I hverjum ár- gangi, en um 97% Islendinga eru i hinni evangelisku-lúthersku kirkju. „Eg held að lang flestir foreldr- ar séu þvi fegnir aö börn þeirra skuli fá þessa fræöslu og ég hef oröið þess var aö nær öll börnin hér hafa lært vers og bænir i for- eldra húsum. Það er ekki alltaf mikið, en jafnan þó nokkuö og verði presturinn var við að mis- brestur hafi verið á slikri fræðslu, veitir fermingarundirbúningur- inn honum kærkomið tækifæri til að ráða þar bót á.. Fermingarundirbúningurinn er annars eðlis en hin eiginlega kristindómsfræðsla. t 7. bekk eru börn látin læra kristnisögu, allt frá Postulasögunni og aftur úir en hér við fermingarundirbúninginn er lögð áhersla á spurningar eins og „Er Guð til?” og rætt um efni á borð við „Bænin,” „Guðsþjónust- an,” „Biblian,” „Kirkjuárið” o.fl. „Við leggjum áherslu á það að þótt sumt hið bóklega sem börnin læra hér gleymist, þá verði bænin þeim jafnan tiltæk og eðlileg, þegar þau kunna aö þurfa á henni að halda. Við ræðum um fjöl- skylduna og hjónabandið og ann- að sem snertir vegferö mannsins gegn um lifið, en fyrst og fremst er það sonur Guös, Jesús, hans lif, þjáning, dauði og upprisa, og það sem mestu máli skiptir að vita um hann, sem er umræðuefnið. Ég reyni að segja börnunum að til hans megi alltaf leita, þegar allt annað bregst. Sem betur fer verð- um við prestarnir lfka oft varir við það að þessar stundir okkar með börnunum eru þeim ekki gleymdar og ef eitthvað gengur úrskeiðis, koma þau gjarnan aft- ur til prestsins sem fermdi þau. — AM ■ Björgvin Sigurösson (Tima- mynd GE) ■ Margrét Guönadóttir (Tima- mynd GE) Hér leiöbeinir séra Frank einu fermingarbarnanna sem flytja mun bæn viö messu næsta sunnudag. (Timamynd GE) Mi Sameinast I bæn fyrir veiku barni á Seltjarnarnesi (Timamynd GE) ff _ ekki ad vera aðalatridið” — segja þau Margrét Guðna dóttir, Regína Jensdóttir og Björgvin Sigurðsson ■ Við tókum þrjú væntanlegra fermingarbarna tali, þegar við heimsóttum séra Frank M. Hail- dórsson i spurningatimann meö börnunum i Valhúsaskóla og spurðum þau nokkurra spurninga um ferminguna. Þetta voru þær Margrét Guðnadóttir og Kegina Jensdóttir, sem báöar ciga aö fermast binn 4. april nk. og Björgvin Sigurðsson, en hann mun fermast 18. april. Séra Frank hafði sagt okkur að lang flest fermingarbarnanna hefðu lært bænir og vers i heima- húsum og nú spurðum við hverjir hefðu kennt þeim þetta á þeirra heimilum. Það kom ekki á óvart að það höföu verið mamma og pabbi sem höfðu haft veg og vanda af þvi en Björgvin sagðist hafa lært margt af þessu, þegar hann var i sumarbúðum i Vatna- skógi. Þau höfðu öll haft kynni af boðorðunum tiu áöur, þótt þau hefðu ekki lært þau utan að fyrr en þau fóru að ganga til prestsins. En hvaða gildi hai'ði fermingin fyrir þau? Jú, bæði var hún stað- festing skirnarsáttmálans og þegar þau hefðu fermst mundu þau geta tekið þátt i athöínum kirkjunnar, eins og íullorðna fólk- ið. Við spurðum hvort þeim þætti fólk breyta eins kristilega og það ætti að gera nú til dags. „Nei, mér finnst oft vanta mik- iö á þaö”, sagði Regina. „Til dæmis ætti fólk að hugsa betur um það hvernig fólki i fátækum löndum liður og svo gæti fólk oft komið mikiðbetur fram hvert við annað i daglega lifinu”. En hvað um þau sjálf? Hafa þau Jesúm' semverið er að segja þeim frá við fermingarundirbún- inginn, i huga i sinu daglega lifi? „Ég hugsa um hvað hann vildi að ég gerði, helst þegar ég á i vandræðum með að velja á milli erfiðra kosta”, segir Margrét. „En það er kannske of mikið sagt að ég geri það alltaf, frekar ætti ég að segja stundum”. öll hafa þau sótt kirkju á und- anförnum árum, til dæmis hafa þau öll fariö með fjölskyldum sin- um til messu á aðfangadag frá þvi þau muna eftir sér. Þau eru ekki i vafa um að þessum sið ætla þau að halda eftir ferminguna. ■ Itegina Jcnsdóttir (Timamynd GE) Við spyrjum Björgvin og þær stöllur hvort fermingargjafirnar séu ekki orðnar iull miklar aö vöxtum hjá mörgum. „Jú, það finnst okkur. Svo er það lika svo misjafnt hvað hver fær mikið. Sumir fá stereósett og ýmsar enn stærri gjafir, þegar þeir fermast og það er of mikið. Þá gæti það oröið að aöalatriöinu hjá fermingarbarninu, þótt það eigi ekki að vera það. Það er allt annaö sem er aðalatriðið viö ferminguna”. Viðkveðjum þessa þrjá fulltrúa fermingarbarnanna sem munu fermast nú um páskaleytið og vonum að þau aöalatriöi sem i fermingunni felast veröi þeim heilladrjúgt veganesti. —AM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.