Tíminn - 09.02.1982, Blaðsíða 15

Tíminn - 09.02.1982, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 9. febrúar 1982. 15 iþróttir 1. deild Enska knattspyrnan: „Dýrlingarnir enn á toppnum” — Ipswich fékk skell á Anfield og Tottenham tók Ulfana íkarphusid — Luton efstir í 2. deild ■ „Þetta var ekki góður leikur, en viðerum ennþá á toppnum og líkar það vel", sagði fyrrum fram- herji enska landsliðsins Mike Channon eftir að Southampton hafði sigrað Man. City 2-1. „Tíminn einn mun leiða það í Ijós hvort við séum nógu góðir til þess að ■ Ian Rush skoraði fyrir Liver- pool... vinna titilinn" bætti Channon við. Southampton hefur forystuna enn í 1. deild- inni hefur hlotið 43 stig, Man. United tryggði sér annað sætið eftir 4-1 sigur yfir Englandsmeisturum Aston Villa United hefur 42 stig og Liverpool skaust í þriðja sætið eftir stórsigur (4-0) yfir Ips- wich á Anfield. Liverpool hefur 39 stig en hefur leikið einum leik minna heldur en Sout- hampton og Man. United. Crslitin i leikjunum i 1. og 2. deild um helgina urðu þessi: 1. deild Birmingham-Middlesboro .... 0:0 Brighton-Everton...........3:1 Leeds-Coventry.............0:0 Liverpool-Ipswich..........4:0 Manch.Utd.-Aston Villa ....4:1 Notts Co.-Swansea .........0:1 Southampt.-Manch.City......2:1 Stoke-West Ham ............2:1 Sunderiand-Arsenal.........0:0 Tottenham-Wolves...........6:1 W.B.A.-Nottm.For...........2:1 2. deild Bolton-Barnsley............2:1 Cambridge-Newcastle........1:0 Cardiff-Rotherham..........1:2 Charlton-Cr.Palace ........2:1 Leicester-Derby............2:1 Norwich-Wrexham............4:0 Orient-Blackburn ..........0:0 Q.P.R.-Grimsby.............1:0 Sheff.Wed.-Luton...........3:3 Shrewsbury-Oldham .........2:1 Watford-Chelsea............1:0 Meiðsli komu i veg fyrir að Ipswich gæti stillt upp sinu sterkasta liði gegn Liverpool er þeir léku á Anfield. Þeir Terry Butcher og Russel Osman voru meiddir og léku ekki meö Ips- wich og munar um minna. „Við vorum að öllum likind- um búnir að tapa, en i seinni hálfleik þá börðumst við vegna stolts okkar og til að bjarga andlitinu” sagði Bobby Robson framkvæmdastjóri Ipswich eftir leikinn. Það voru þeir Terry McDer- mott, Ian Rush og Kenny Dal- glish og Ronnie Whelan sem skoruðu mörk Liverpool og var þetta annar sigurleikur Liver- pool yfir Ipswich. Liverpool sigraöi Ipswich 2-0 i fyrri leik félaganna i deildarbikarnum. Stórsigur United: Leikmenn Aston Villa virtust vera búnir að setja allar áhyggjur af gengi liðsins á þessu keppnistimabili að baki sér er David Geddis náöi foryst- unni fyrir Villa i leiknum gegn Man. United. Geddis skoraði mark sitt á 20. min en Kevin Moran tókst að jafna metin er hann skoraði með siðustu spyrnu fyrri hálf- leiks. Moran var siðan aftur á ferðinni i seinni hálfleik er hann kom United yfir og þeir Steve Coppel og Bryan Robson bættu tveimur mörkum við og innsigl- uðu góðan sigur United. Ekki er hægt að segja annað en að hinn nýi framkvæmda- stjóri Úlfanna Ian Greaves hafi séð i leiknum gegn Tottenham það erfiða verk sem hann á fyrir höndum ef honum á að takast aö bjarga Úlfunum af botnsvæðinu i deildinni. Leikmenn Tottenham léku eins og meistarar með Villa i broddi fylkingar en Villa skor- aði Hat trick i leiknum, aðrir á markalistanum voru Glen Hoddle sem skoraði úr viti, Crooks og Falco. Kenny Hibbit skoraði eina mark Úlfanna i leiknum. Þráttfyrir að fimm leikmenn ■ Villa skoraði hat trick fyrir Tottenham i leiknum gegn Wolves. Bryan Robson meö mark... Soutb .23 13 4 6 42-31 43 Man.Utd . .23 12 6 5 37-19 42 Liverp ... .22 11 6 5 40-20 39 M.City ... .24 11 6 7 36-28 39 Swansca . 23 12 3 8 34-33 39 Ipswich .. 20 12 2 6 36-30 38 , Arsenal .. 22 11 5 6 20-16 38 Brighton . 23 9 10 4 29-20 37 Tottenh .. 20 11 3 6 34-21 36 Everlon .. 24 9 7 8 34-31 34 Nott.For . n 9 6 7 26-28 33 W.Ham .. 22 -7 9 6 38-31 30 WBA 20 7 6 7 26-23 27 Notts Co.. 22 7 5 10 30-37 26 A. Villa ... 23 6 7 10 25-31 25 Stoke 23 7 4 12 26-34 25 Coventry . 24 6 6 12 34-40 24 Leeds .... 21 6 6 9 20-33 24 Birm.ham 21 4 8 9 31-35 20 Wolves ... 23 5 4 14 15-39 19 Sunderl .. 22 4 6 12 17-34 18 Midd.boro 21 2 7 12 16-32 13 úr upprunalegu liði W.B.A. væru meiddir þá tókst Albion að sigra Forest á Hawthorns. Martyn Bennett tók forystuna fyrir Albion er hann skoraði gott mark á 31. min leiksins. Peter Ward sem tekið haföi stööu Ian Vallace i seinni hálfleik jafnaði metin aðeins tveimur min. eftir að hann kom inn á. En nýliöinn Kevin Sommerfield skoraði sigurmark Albion i leiknum og bjargaði þremur stigum i höfn fyrir heimaliöiö. Loks tap hjá Everton: Everton sem hafði leikiö sex leiki án taps beið loks ósigur er þeir sóttu Brighton heim. Leik- menn Brighton mættu ákveðnir til leiks og eftir aö leikurinn hafði staðiö i 9. min skoraði Tony Grealish fyrir Brighton. Gerry Ryan og Steve Foster bættu við tveimur mörkum fyrir Brighton i seinni hálfleik og öruggur sigur Brighton var i höfn. Það kom ekki að sök þótt Adrian Heath læddi inn einu marki fyrir Everton sigurinn hjá Brighton var alltaf öruggur. Aðeins um 10 þúsund áhorf- endur mættu á heimaleik Birm- ingham á laugardaginn er þeir fengu Middlesboro i heimsókn og er það lélegasti áhorfenda- fjöldi hjá Birmingham siöast- liöin 15 ár, enda ef til vill skiljanlegt þar sem bæöi félögin eru á botninum. Leiknum lauk meö marka- lausu jafntefli og eftir leikinn þá hrópuðu áhorfendur að fram- kvæmdastjóra Birmingham og vildu aö hann segði af sér. Leikur Birmingham og Middlesboro var ekki eini leikurinn sem endaöi með markalausu jafntefli. Sunder- land fékk Arsenal i heimsókn og hvorugu liðinu tókst að skora i þeim leik. Sunderland sem haföi tapað siðustu fimm leikjum tókst nú loks að hala inn stig. Svipaöa sögu er aö segja af leik Leeds og Coventry þeim leik lauk einnig með marka- lausu jafntefli, áhorfendur aö- eins um 16 þúsund og er þaö lé- legasti áhorfendafjöldi hjá Leeds i langan tima. Coventry þótti betri aöilinn i leiknum en tókst samt ekki að knýja fram sigur. Stoketókst loks að sigra og er það fyrsti sigur Stoke siöan 2. nóvember og mótherjarnir voru West Ham og lauk leiknum meö 2-1 sigri Stoke. Lee Chapman tók forystuna fyrir Stoke meö góðu marki i fyrri háifleik en er 10 min. voru til leiksloka tókst van Der Elst að jafna metin fyrir West Ham. Sex minútum siðar skoraði Paul Maguire sigurmarkið fyrir Stoke. „Dýrlingarnir" á toppn- um: Graham Baker skoraöi er Southampton tók forystuna i leiknum gegn Man. City. Baker skoraði á 60 min en stuttu siöar tókst Bobby MacDonald að jafna fyrir City. En aðeins min siðar skoraði David Armstrong sigurmark Southampton sem enn eru á toppnum i deildinni. Allt er samkvæmt venju hjá Notts. County sem virðist ávallt tapa á heimavelli og sigra á úti- velli. Notts County fékk Swan- sea i heimsókn á laugardaginn og það var Leighton James sem skoraði sigurmark Swansea úr vitaspyrnu i fyrri hálfleik. Watford skaust upp i annaö sætiö i 2. deild er þeir sigruðu Chelsea 1-0 Luton hefur enn örugga for- ystu i 2. deild en á laugardaginn léku þeir gegn Sheffield W. og lauk leiknum með jafntefli 3-3. röp-. 2. deild Luton 22 15 4 3 49-24 49 Watford ... 23 13 5 5 40-26 44 Oldham ...26 11 9 6 36-28 42 Blackb ....26 10 9 7 30-24 39 QPR x 23 11 5 7 29-20 38 Shefí.Wed . 23 11 5 7 33-33 38. Barnsley ..23 11 4 8 36-24 37 Chelsea ...23 10 6 7 33-32 36 Charlton .. 26 9 8 9 35-37 35 Newc 22 10 3 9 30-23 33 Norwich... 24 9 4 11 31-35 31 Leicester. .21 7 8 6 28-23 29 Orient 24 8 4 12 21-29 28 Derby Co..24 8 4 12 32-44 28 Rotherh .. .22 8 3 11 30-33 27 Cambr ....22 8 3 11 26-29 27 Shrewsb... 21 7 5 9 22-30 26 C.Palace. .21 7 4 10 16-18 25 Bollon 24 7 4 13 22-35 25 Cardiff ....22 7 3 12 23-33 24 Wrexham.. 21 5 4 12 21-32 19 Grimsby .. Í9 4 6 9 21-33 18

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.