Tíminn - 10.02.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 10.02.1982, Blaðsíða 9
„Sendinefnd frá þinginu hef ur oftar en einu sinni fariðtil Tyrklandsog talað við forráða- menn og reynt að komast í samband við al- menna borgara, og eftir því sem næst verður komist, þykir hinum a menna borgara og reyndar stjórnvöldum líka nokkurs um vert að vera í samtökum hinna frjálsu Evrópu- þjóða". ■ Evrópuhúsið i Strassbourg. ■ Fundarsalur E vrópuraðsins leiðir á meginlandi Evrópu og fjallaö var um fyrirhuguð göng undir Ermarsund. Þetta eru mál sem okkur koma litiö viö, en ég minnistá þau til aö sýna aö það er eittog annaösem spjallað erum i Evrópuráðinu. — Mörgþeirra mála er rætt er um eru takmörkuö við viss svæöi, en þaö liggur i hlutarins eöli, þar sem aöildarþjóöimar búa allt frá Portúgal austur til Tyrklands og norður til Noregs og Islands. Islendingar taka þátt I störfum hinna ýmsu nefnda og koma þar á framfæri sinum sjónarmiðum og hafa átt þátt i aö móta greinar- gerðir sem nefndir hafa siöan sent frá sér i heild til Evrópu- þingsins. Eru aöildarþjóöirnar bundnar af samþykktum þingsins? — Þetta er ekki löggjafarsam- koma i sama skilningi og þjóð- þingineru eða þjóðirnar sem slik- arsem greiöa atkvæöi. Islending- ar eiga þarna þrjá fulltrúa og það er ekkert sem hamlar þvi að einn greiði tillögu atkvæöi, annar á móti og hinn þriðji sé hlutlaus. Þetta er ekki meö eins og t.d. Sameinuöu þjóðirnar, þar sem rikisstjórnirnar ákveöa i' raun hvernig fulltrúar þeirra greiða atkvæði. Fulltrúar á Evrópuþingi eru ekki bundnir af neinu nema eiginsamvisku og taka sjálfstæöa afstöðu til mála. Fyrst og fremst skiptast menn á skoöunum og atkvæði eru greidd um mál og þá kemur fram hvort ákveðinn vilji þingsins er samþykktur af meirihluta eða felldur. Er þvi þingiö fremur ráö- gefandi, en að ákvarðanir þess hafi lagagildi, og liklegt er aö þjóðþingin taki eitthvert miö af þeim samþykktum sem þarna eru gerðar. Þótt aöildarþjóðir Evrópuráðs- insséu um sumtólikar, eru þetta þjóðir sem i mörgu tilliti hafa svipaða siðferöiskennd, og marg- ar þeirra eru býsna skyldar, svo sem Norðurlandaþjóöimar. Þó fer ekki hjá þvi að maður finnur að þarna eru fjarlægar þjóöir að hugsun og uppeidi, svo sem Tyrk- ir, sem mér hefur oröið nokkuð tiðrætt um. Li'till hluti Tyrklands er i Evrópu en meginhlutinn Asiumegin, og það læðist að manni að i Tyrklandi sé tilfinn- ingin fyrir réttu og röngu svolitið önnurenhjá okkurt.d.hér norður á tslandi. Við dæmum kannski nokkuðhart, það sem þar i landi þykirsjálfsagt og eðlilegt ástand. Ég er ekki alveg viss um að við skiljum nákvæmlega þeirra hugsunarhátt og sjálfsagt er það gagnkvæmt. Ber á þvi að þjóðir myndi blokkirinnan Evrópuráðsins, t.d. á svipaðan hátt og Norðurlanda- þjóðimar gera innan S.þ.? — Nei, það er ekkert slikt form á þvi, en vissulega finnur maður að viðstöndum nær Norðurlanda- þjóðunum i skoðunum þótt ekki séu haldnirformlegir fundir til að móta sameiginlega afstöðu. Það er ósköp eðlilegt að við höfum svipaðar skoðanir, svo sem eins ogá mannréttindum. Það er ann- að yfirbragð yfir fulltrúum frá Norður-Evrópu en frá Suður- Evrópu, og sjálfsagt hafa t.d. Portúgalir og Spánverjar nánari tilfinningu fyrir skoðunum hvers annars en við hér norður frá. — Ýmsum þykir kannski illa farið með peninga að senda þrjá menn til vikudvalar suður I Frakklandi á eitthvað sem sumir vilja nefna kjaftaþing sem ekkert gildi hefur. En að minu mati er þetta viðs fjarri. Þama komumst við i frjálst samfélag þjóða þar sem einstaklingurinn getur tjáð sig eftir þvi sem eigin samviska býð- ur honum. Menn skiptast á skoðunum og kynnast hver öðr- um, sem ég tel mikils virði og mjög miðuref einhverjar aðstæð- ur kreföust þess að Island hætti þessum samskiptum. Ég hygg að ef minnst er á peninga i þessu sambandi, væri það að hirða eyr- inn og kasta krónunni ef við vær- um ekki þarna meö. 00 afhenda hreindýrastofninn bónda — helst Lappa, — sem trúandi er til að hirða vel um dýrin — Ellegar að öðrum kosti: tJtrýma þessari þjóðarsköm m með öllu af öræfunum! Hraksmán hrossabænda Næst verst er farið með úti- •gangshross, af öllum islenskum skepnum. Enginn veit úr hve mörgum þeirra erkvaliðlif hvern vetur. Bændur kalla það bölvuð óhöpp, þegarþeirseigdrepa hross á viðavangi. Mér er i minni Rangæingur, sem sagði öðrum óhappasögu sina. Hann sagöist hafa misst 28 hross á níu árum. Kona hans gat þá eigi orða bundist. „Skammastu þin ekki, að segja frá þessu og hafa sjálfur drepið þau flest Ur hor”, varð henni aðorði. Þvi miður er þessi bóndi ekki undantekning. Þúsund bændur mættu með honum skammast sin fyrir meðferð hrossasinna. Það er enn algengt að fóðra hross aö hálfu á eigin holdum. Flestir ætla þeim þó eitt- hvert fóður. Einkum hrakning og annan skemmdan rudda. Hungruð hross éta allt sem tönn á festir. Ég sá þau naga frosna mykjuhauga. Þó kann að vera, að þorsti hafi knúiö þau til þess. I langvarandi þurrafrosti, þjáir hann skepnur einatt ákaflega. Ég hef séðhrosshima hungruð undir veggjum, uns þeim var gefiö vatn. En hlaupa þá út á auman haga —■ og tfna upp i' sig sinu- stráin heilan sólarhring i einni lotu. Á dögum Þorsteins Erlings- sonar, fyrir um það bil öld, áttu i illviðrum „flestir hestarhús —og hey i jötu sinni” — Og allir kot- bænur æsku minnar töldu sér skylt, að eiga kofa yfir hrossin sin. „Húshitinn er þeim á við hálfa gjöf”, heyrðist oft. sagt þá. En oft varð að spara hey af illri nauðsyn. Þá leið mörgum manni illa, ef hann vissi hross sin Uti i vondu veðri. Hörmuleg breyting hefur hér orSð á hugarfari manna. Miðaö viö það, sem var fyrir 70 árum, býr nú stórbóndi á hverri jörö — svo að segja. En furðulega fáir þeirra eiga — nú i sumum sýsl- um, hús yfir öll sin hross, auk heldur jötu til að gefa þeim i. Verrien Rangæingar? Ég veit að Rangæingar mínir eru vondir, séu þeir mældir á þennan mælikvarða. Þó eru Hún- vetningar kannski verri. Nýlega kom mér i hendur bókin „HUna- þing”. Þar eru talin hross og hesthUs HUnvetninga árið 1975. A 360 bUum voru 6.200 hross. A 260 búum var hesthús ekki til.Svína- ivatnshreppurvar þaraf,með hús yfir réttan helming hrossa sinna. Þriðji hver bóndi þar i sveit átti húsyfir öll sin hross. En rúmlega þriðji hver engan hesthúskofa. Einn þeirra er frægur maður: Björn á Löngumýri. Hátt I 5.000 húnvetnsk stóðhross áttu ekkert skjól til að skriða i! Hafa bændur þar kannski bætt úr þvi? Líklega tvö til þrjú tugþúsund hrossa, hrökkluðust úti á heljar- hjarni, svöng og sárköld allar nætur, i margra mánaða hörkum næstliðins vetrar. Enda drápust sum á ýmsan hátt. Nú í vetur eða að ári, gæti komið sá „Hesta- bani”, sem gengi af fjölda hrossa dauöum — eins og fyrr á tíð. Þrátt fyrir skýlausa skyldu manna, að hafa hús yfir allar skepnur sinar, fjölgar hUslausum hrossum árfrá ári. Og lagaveröir láta eins og það komi þeim ekki við. Mig grunar aö BUnaðarfélag Islands eigi þátt i þessari öfug- þróun. Fyrir réttum tuttugu árum, réði það i þjónustu sína ungan hrossaræktarráðunaut —* Þorkel Bjarnason á Laugarvatni. Hann hefur mælt þessari villi- mennsku bót, og sagt að það sé hollara hrossum, aö vera alger- lega úti,en hýstfslæmum húsum. Þar hjó illa sá sem hlifa skyldi! — „Þaö er lakur skúti, sem ekki er betri en úti”, sagði gamalt fólk, þegar ég var ungur. Og það byggöi á reynslu, sem var eldri, en Þorkell Bjarnason. Hann þarf að reyna þetta á sjálfum sér! Og hver segir að hesthús þurfi að vera vondir kofar? Margfaldur níðings- háttur Atta vindstiga stormur stendur stundum dögum saman — og þre- faldar kulda af bæði 10 og 15 stiga frosti. Þá er kalt að hima úti á hjarni. Og þá er of hvasst til að gefahey á gadd. Þaö myndi fjúka út I veöur og vind. Þá munu flest- ar mannskepnur fremur éla mat sinn i skitnu skýli, en standa hungraðar úti i þvi heljarveðri. Hvaö þá skepnur? Frumstæður islenskur stóöbú- skapur er margfaldur niðings- háttur! Þeir sem hann stunda niða landið — Niðast harkalega á skepnum sinum — niðast á eigin hagsæld og búsafkomu, — og niða meðfædda mannúð úr börnum sinum! Hér sit ég og særi ykkur: hús- vana hrosseignamenn! Komið strax upp illveöraskjóli yfir öll hrossin ykkar, eða fargift þeim ella! Grimmilegar vetrarhörkur eru liklega skemmra undan, en skyldi. Loks brýni ég raustina — kannski isiftasta sinni, —og beini máli minu til yfirvalda: Skafið alla skepnukvalara skömm af framtið Islendinga — og verið blessaðir, ef þið gerið það! Umveturnætur 1981 Helgi Hannesson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.