Tíminn - 10.02.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 10.02.1982, Blaðsíða 10
MiDvikudagur 10. febrúar 1982. Er notaði bfllinn, sem þú ætlar að kaupa, gallaður? ■ Andri Árnason er lög- fræðingur hjá FÍB. Ég bað hann að gefa lesend- um góð ráð i sambandi við kaup á gömlum bíl- um. Það er nefnilega aldrei of brýnt fyrir þeim. sem hyggjast kaupa notaða bíla, að kvnna sér vel ásigkomu- lag þeirra bifreiða, er þeir hygsjast kaupa. Og þetta segir Andri um bíla- kaup og leynda galla i' bifreiöum : „Aður en kaup eru gerð ber kaup- anda að skoða þann hlut er hann hyggst kaupa eins vel og kostur er á. Það þýðiraldrei fyrirkaupanda að segja eftir á, að hann hafi bara aldrei skoðað hlutinn. Þeir gallar, sem hefðukomið fram við skoðun kaupanda, teljast sjaldnast bóta- skyldir. Það fer auðvitað eftir at- vikum, hvað telst nægileg skoðun hjákaupanda. Þegar um nýlegan bil er að ræða, þarf minni skoðun en ef um gamlan bil er aö ræða. Kaupandi gamals bils skal sér- staklega kanna ástand vélar og alls gangverks, ryð og ryðmynd- un, svo og öll atriði, sem ber fyrir augu. Gott er að láta skoða undir- vagninn. Það er leitt til þess að vita, að menn kaupa tiltölulega óskoðað, bil fyrir aleigu sina eða margföld mánaöarlaun, og siðan kemur upp að stórkostleg viðgerö er nauðsynleg um fram það, sem kaupandi bjóst við. Þegar skorið er úr um það, hvortskoðun hefurverið nægileg, ber að hafa íhuga hver á ihlut. Ef ung stdlka, eða ungur piltur sem ekki hefur reynslu i meðferö bif- reiöa er að kaupa sinn fyrsta bil, þá er ekki hægt að ætlast til aö hún eða hann hafi nægilega þekk- ingu til aö skoða alla þá hluti.sem nauðsynlegt er að skoða. í þvi' til- felli aukast þær kröfur, sem gera má til seljanda varðandi það, að hann gefi fullnægjandi upp- lýsingar, sem hann ella þyrfti ekki aö gefa t.d. bifvélavirkja- meistara. Ætlast er til þess, að seljandi veiti upplýsingarum alla þá galla og annmarka, sem hann veit að bifreið hans er með og hann veit að kaupandi ekki gerir sér grein fyrir. Hér er aðallega átt við óvenjulega galla, þ.e. þaö sem kaupandi býst ekki við. Ef seljandi gefur þær upplýsingar, að vél sé ekin 120 þiis. km. þarf hann ekki jafnframt að segja að búast megi við upptekt á vélinni fyrren varir. Jafnan er ætlast til að seljandi megi segja nokkuð lið- lega frá, án þess að hann skapi sér jafnframt sérstaka ábyrgð. Seljandi segir t.d. að bifreið sé „ofsalega góð”, „gaman að keyra hana”, „ekkert sérstakt komið upp” o.s. frv. Seljandi getur hins vegar borið ábyrgð á sérstökum loforöum sin- um, t.d. að vél sé ný upptekin, gi'rkassi yfirfarinn, biD allur ryð- bættur o.s.frv. Slikar yfirlýsingar eiga að standast. Aldrei er nógu brýnt fyrir kaupendum, að taka slik sérstök loforö upp f afsöl. Iðulega kemur fyrir, aö aldrei tekst að sanna að svona loforð hafi verið gefin. Ef seljandi gefur yfirlysingar i framangreinda átt.skal kaupandi ætið biðja um nótur og láta taka upp í afsal t.d. aö vél hafi verið upptekin innan ákv. km. fjölda, t.d. 10 , 20, 30 þús. „Bifreiðin selst i þvi ástandi sem hún er i og kaupandi hefur sætt sig við að öllu leyti.” Segja má aö þessi fyrirvari sé i öllum þeim afsölum, sem gefin eru út i bilaviðskiptum. En hvaða þýðingu hefur þessi fyrirvari? Al- gengt er að menn liti svo á, að vegna þessa fyrirvara verði engar kröfur geröar vegna galla, sem siðar koma i ljós. Fyrirvari þessi gengur þó ekki svo langt. EðlUegt getur verið að skýra þennan fyrirvara þannig, aö kaupandi hafi sætt sig við það á- stand bilsins, sem hann hefur kynnt sér. Hann getur þvi ekki gert kröfur vegna galla, sem hann vissi um eöa átti að vita um, ef hann hefði skoðað bifreiðina svo sem ætiast mátti til. Hann hefur hins vegar ekki kynnt sér leynda galla og því siður sætt sig við þá. Hvenær telst bifreið ííölluð? Bifreið telst gölluðhafihún ekki þá eiginleika eða þau gæði, sem hún átti að hafa skv. viðkomandi kaupsamningi. Það fer auðvitað eftir viðkomandi kaupsamningi, hvers er til ætlast af viðkomandi ökutæki, en hið selda þarf jafnan að hafa þá eiginleika sem al- mennt má ætla að sams konar ökutæki hafi. Þáð er nokkuð útbreiddur mis- skilningur, að ef ökutæki hefur einhverja galla, t.d. úrbrædda vél, þá verði það ekki selt heldur veröi að gera það upp áður. Þetta er auðvitað alrangt, þvi að selja má ónýta bíla, sem og nýja. Hins vegar er ætlast til þess að seljandi gefi upplýsingar. Sjaldnast er tekið fram í afsöl- um bila um ástand hins selda. Hin stööluöu afsalseyðublöð, sem al- gengust eru hafa gert þaö að verkum, aö menn eru hættir að taka fram i afsölum, hvað þeim hefurfarið á mUli. Sönnun um að seljandi hafi tekið fram að vél sé upptekin, gírkassi yfirfarinn o.s.frv. getur þannig oft veriö afar a-fiö. 1 framhaldi af þessu er rétt að gera sér grein fyrir þvi hvað telj- istleyndur galli, en i bilaviðskipt- um eru það jafnan eingöngu þeir galiar, sem eru bótaskyldir. Aldrei er um að ræða böta- skyldan galla, hafi kaupandi vit- að eða mátt vita um það sem aö v$r. Augljósir gallar eru aldrei bótaskyldir. Sundurryðgað fram- bretti getur ekki talist leyndur galli. Ryðgöt, sem búið er að spasla i og sprauta yfir geta hins vegar talist leyndir gallar á ný- legum bil. Sléttmynstruð dekk eru ekki leyndirgallar.Sprunga á framrúðu ekki heldur. Um galla i notuðum bifreiðum gilda kaupalögin svokölluðu frá 1922. Margir halda, að úr þvi að lögin séu orðin þetta gömul, þá séu þau úrelt sem lög i' landinu. Svo er þó alls ekki, þvi lögin eiga merkilega vd við enn i dag, jafn- vel ibilaviöskiptum,þóttslik við- skipti hafi litt þekkst þegar lögin voru sett. Úrræði kaupanda vegna galla Ifyrsta lagi: Riftun kaupa. Þá verður að vera um að ræöa annað hvort verulegan galla eða svik hjá seljanda. Þaö er aldrei hægt aö krefjast riftunar kaupa, þ.e. aö fá að skila bi'lnum gegn endur- greiðslu kaupverös, nema gallinn sé verulegur. Mjög algeng mótbára, þegar kaupandi kvartar undan galla, er það að seljandi segir.að hann hafi ekkert vitað af gallanum og hann beri þvi enga ábyrgö. Þetta stoðar litið, þvi billinn er jafn gallaður eftir sem áður. Svik hjá seljanda er þaö, þegar seljandi visvitandi beitir blekk- ingum i þeim tilgangi að komast að hagstæöum kaupsamningi, slikt er gert t .d. með þvi' að dylja galla, mála yfir ryð, setja þykka oliu á véleðagirkassa til að ekki heyrist nein hljóö er gefa galla tfl kynna, setja 10 brúsa af vatns- kassaþétti á vél tii að fela sprungu i bldck eöa heddi. Sérstaklega er þetta algengt varðandi ryöskemmdir og útlits- galla ýmiss konar, þarsem notuð eru fylliefniog málning til að fela stórkostlegar skemmdir. Hafi kaupandi ihyggju að rifta kaupum þarf hann að gera það án tafar eftir að galli er kominn i ljós. Nokkuð oft vill koma fyrir að menn draga þetta of lengi, þar til allt er orðið um seinan. Skv. kaupalögum skal kaupandi hafa kvartað innan árs frá þvi að kaupin voru gerð. Eftir það getur hann ekki borið fram neinar kvartanir né krafist bóta. Þetta gildir þó ekki hafi seljandi beitt svikum .Hins vegar getur reynst erfitt að sanna að svikum hafi verið beitt. Skaðabætur Seljandi ábyrgist þá galla, sem voru fyrir hendi, þegar kaupin áttu sérstað, enda hafi kaupandi ekki vitað af gallanum né mátt ætla að bifreiðin værihaldin slik- um galla. Það er ekkert skilyrði að seljandi hafi vitað af gallan- um. Seljandi skal auðvitað bæta kaupanda allt tjón hans bæði beint fjártjón, t.d. kostnað við kaup á nýrri vél og að auki óbeint tjón t.d. afnotamissi, vegna þess aö kaupandi gat eigi notað bif- reiðina og lenti i kostnaði við að kom ast á m illi st aða á an nan hátt. Mikilvægt er að gera grein fyrir þvi að kaupandi getur aldrei krafist hærri bóta en nauðsynlegt hefði verið til að bæta tjónið. A.K.B. Fargjöld hækka með Strætis- vögnum Reykja- víkur ■ Frá og með 6. febrúar 1982 hækka fargjöld meö Strætisvögnum Reykjavikur, þ.e.a.s. fargjöld fulloröinna aöeins, en fargjöld barna verða óbreytt áfram. Far- gjöld fullorðinna verða nú sem hér segir: Einstök far- gjöld kr. 4.50. Stór farmiöa- ■ spjöld kosta kr. 100.00 (28 miðar' litil farmiöaspjöld kosta kr. 40.00 (10 miðar). Farmiðar aldraöra og öryrkja kosta kr. 50.00 (28 miðar) Einstök fargjöld barna eru kr. 1.50 og far- miðaspjöld fyrir börn kosta kr. 20.00 ( 32 miðar).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.