Tíminn - 10.02.1982, Blaðsíða 19

Tíminn - 10.02.1982, Blaðsíða 19
Miövikudagur 10., feijrúar 1982. 27 flokksstarfið Hafnfirðingar Almennur fundur um fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar fyrir árið 1982, verður haldin i Framsóknarheimilinu að Hverf- isgötu 25, miðvikudaginn 10. febr. kl. 20.30. Frummælendur: Markús Á. Einarsson og Eirikur Skarp- héðinsson Framsóknarfélag Patreksfjarðar Aðalfundur félagsins verður haldinn laugardaginn 13. febrúar n.k. kl. 14.00 i kaffistofu HP. Steingrimur Hermannsson mætir á fundinn. Stjórnin Almennur fundur um sjávarútvegsmál veður haldinn á Patreksfirði laugardaginn 13. febrúar n.k. kl. 16.00 i kaffistofu HP. Allir velkomnir. Steingrimur Hermannsson F.F.K. Aðalfundur félags framsóknarkvenna verður að Hótel Heklu Rauðarárstig 18. mánudaginn 15. febr. kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. 3. önnur mál. Ath. að tillögum um formann ogstjórn félagsins skal skila til skrifstofu flokksins fyrir 12. febr.. Mætið vel. Nýir félagar eru hvattir til aö koma og kynnast störfum félagsins. Stjórnin. Framsóknarfélags Sel- Aðalfundur tjarnarness. verður haldinn i félagsheimilinu Seltjarnarnesi fimmtu- daginn 18. febr. kl. 20.30. Fundarefni: 1. Aðalfundarstörf. 2. Framboð til bæjarstjórnar og hugsanlegt samstarf við aðra flokka. Ávarp Jóhann Einvarðsson alþingismaður. Stjórnin Kynningarfundur Félag ungra framsóknarmanna i Reykjavik gengst fyrir kynningu á Framsóknarflokknur og félaginu sjálfu á fundi sem haldinn verður 11. febr. að Hótel Heklu og hefst kl. 20.30. Frummælendur verða Steingrimur Hermannsson form. Framsóknarflokksins og Sævar Allir velkomnir. Kristinsson form. FUF. Stjórnin Prófkjör i Keflavik FuRtrúaráð framsóknarfélaganna i Keflavik hefur ákveðiðaötaka þátt i sameiginlegu prófkjöri með Alþýðu- flokknum og Sjálfstæðisflokknum, vegna bæjarstjórnar- kosninganna i vor. Prófkjörið fer fram i húsi iðnsveina- félagsins Tjarnargötu 7 þ. 13 og 14 nk. Stuðningsfólk Framsóknarflokksins er hvatt til að taka þátt i prófkjör- inu. Opið hús verður báða dagana i framsóknarhúsinu. Kaffi- veitingar. Stjórnin Kópavogur Framsóknarfélögin i Kópavogi halda fund að Hamraborg 5 miðvikudaginn 10. febr. kl. 20.30 Fundarefni: Efnahagsmálin. Frummælandi Halldór Ásgrimsson alþingismaður Stjórnir félaganna Aðalfundur framsóknarfélags Garða- bæjar og Bessastaðahrepps verður haldinn i Goðatúni 2, mánudaginn 15.' febr. kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Framboðsmálin. 3. önnur mál. Mætum vel og sýnum samstöðu. Stjórnin. Lestunar- áætlun GAUTABORG: Hvassafell 23/2 Hvassafell 9/3 HVassafell 23/3 KAUPMANNAHÖFN: fjölmiðlun Hvassafell 24/2 Hvassafell 10/3 Hvassafell 23/3 SVENDBORG: Disarfell 15/2 Helgafell 17/2 Hvassafell 25/2 Helgafell 8/3 Hvassafell 11/3 GLOUCESTER, MASS: Skaftafell 10/3 HALIFAX, CANADA: Skaftafell 11/2 Skaftafell 12/3 GOOLE: Arnarfell 22/2 Arnarfell 8/3 Arnarfell 22/3 ROTTERDAM: Arnarfell 11/2 Arnarfell 24/2 Arnarfell 10/3 Arnarfell 24/3 ANTWERPEN: Arnarfell 12/2 Arnarfell 25/2 Arnarfell 11/3 Arnarfell 25/3 HAMBORG: Helgafell 17/2 Helgafell 4/3 Helgafell 24/3 HELSINKI: Disarfell 11/2 „Skip” 8/3 LARVIK: Hvassafell 11/2 Hvassafell 22/2 Hvassafell 8/3 Hvassafell 22/3 SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101 Eiratiell vandaöar vörur boftpressur Margargerðir. Hagstætt verð. Skeljungsbúðin Suöutandsbraut 4 simi 38125 Heildsölubirgöir: Skejungur hf. Smávöojdeild - Laugavegi 1ð0 sími 81722 lUEnnESHRU, jufie m DFAFT REOISTRATION BILL OPPFOVFD 11 AM Congress senris b»ti tö Cartar, gíves kiw enough moneg to *ign up A ni II ion I3RAHOM CftLLS SPECIftL SCSSIDN 1 PM (jovernor catis legí stators beck to riraft 0 n«w banking corie ú slump cmr jnues in car sm.es 8 am Oomest«c s*tes ofF £6 percent . from aMte 9-riay per íori in 1979 £ 'DEftTHBED 8BBY ' DOINO FINE 8 m Babg wkos* siother ri i eri of cancer < * oot of Intinsive c *re i r> Sant* ftns for »ore Top Stories ■ Sýnishorn af fréttum i stuttu máli á töivuskjá f Florida f Bandarikjunum, en þar eru eins og viöar gerðar tilraunir með margs kyns upplýsingaþjónustu frá tölvubönkum um slmakerfi til heimila og fyrirtækja. |T ölvutfdindiril vinsæl vestra ■ Dagbiöö og útgáfufyrirtæki f ýmsum löndum hafa nú upp á siðkastiö sýnt aukinn áhuga á þátttöku i þeim tilraunum, sem veriö er að gera með upplýsingamiölun frá töivubönkum til al- mennings. Astæðan er einfaldlega sú aö þessir aðilar telja vist, að margs konar fjölmiðlun, sem nú fer fram með prenttækni munu á komandi árum færast yfir i það form, sem örtölvu- byltingin býður upp á, — upplýsingarnar verði hægt aö kalla fram á sjónvarpsskjá hvar og hvenær sem er. Eins og lofað var i siðasta fjölmiðlunarpistli verður hér haldið áfram að gera grein fyrir þessari þróun og nefna dæmi um þær tilraunir sem þegar eru hafnar i þeim efn- um. Siðast beindum við at- hyglinni að Bretlandi en ef við litum nú til Bandarikjanna kemur i ljós, að þar er áhuginn mjög vaxandi. Skjáfréttir Sú fjölmiðlunartegund, sem við nefndum i siðasta þætti rafeindatiðindi (electronic newspaper) hóf göngu sina i Bandarikjunum i júli 1980. Þá hóf dagblaðið Columbus Dispatch dreifingu alls efnis blaðsins um simalinur til 3000 heimila i borginni Columbus i Ohioriki. Áskrifendurnir, sem allir áttu heimilistölvur gátu þar með lesiö blaöið beint af skjánum heima hjá sér og fengið nýjar skjáfréttir jafn- óðum og blaðamennirnir á rit- stjórninni höfðu skráð þær inn á móðurtölvu blaðsins. Svo vinsæl hefur þessi þjón- usta reynst að um siðustu ára- mót voru áskrifendurnir orðn- ir um 100.000. beir hafa sem sagt aðgang að öllu efni blaös- ins ekki aðeins þann daginn, sem þeir sitja við heimilistölv- una, heldur einnig greinum og fréttaefni langt aftur i timann. Fyrir þessa þjónustu greiða notendur ákveðið áskriftar- gjald sem miðast við hve mik- ið af efninu þeir færa sér i nyt. Þeir, sem eru áskrifendur af hinni prentuðu útgáfu Colum- bus Dispatch hafa reyndarenn eitt atriði umfram þá sem fá blaðið á skjáinn hjá sér, en það eru auglýsingarnar. Svo verður þó ekki lengi, vegna þess að ráðgert er að á þessu ári verði farið að selja aug- lýsingar inn á tölvukerfiö þannig að ekki verði eftir neinu að slægjast i prentaða blaðinu sem ekki mun standa áskrifendum tölvumiðilsins til boða. Pöntun og greiðsla önnur athyglisverð tilraun á þessu sviði er nú gerð i Coral Gables i Florida þar sem Knight-Ridder útgáian sem fram til þessa heíur einungis gefið út prentblöð, helur nú byrjað slika rafeindaþjónustu með fréttir, auglýsingar og ýmsar hagnýtar upplýsingar. Þessi upplýsingaþjónusta er veitt 200 völdum heimilum, þar sem komiö var íyrir heimilistöivum á vegum fyrirtækisins notendum að kostnaðarlausu. Þarna eru reyndar ýmsar nýjungar á þjónustusviðinu. Sem dæmi um það má neína, að litist heimilisfólkinu vel á eitthvað ,af þvi sem auglýst er, getur það hæglega pentað vöruna með þvi að vélrita þau boð á leturborðið sem tengt er tölv- unni. Ekki þarf einu sinni að fara út úr húsi til þess að greiða vöruna, þvi að tölvan getur auðveldlega millifært greiösluna af innlánsreikningi þess sem pantar yfir á reikn- ing viðkomandi verslunar. Og svo er varan send heim. Blöð um tölvunet Nýjustu fréttir al þessu sviði i Bandarikjunum eru þær, aö ellefu stórblöð þar á meðal New YorkTimes, Los Angeles Times og Washington Post hafa samþykkt að leggja fram daglega alU ritstjórnarefni sitt til tölvumiðstöðvar í Ohio- riki en við hana verður svo tengt tölvunet sem nær um Bandarikin þver og endilöng. Efni þessara blaða ásamt margvislegu öðru upplýsinga- efni mun siðan standa hverj- um sem er, hvar sem er i Bandarikjunum til boða. Fólk getur þá valið úr þvi það, sem það hefur áhuga á, hvenær sem er og fengið þaö á tölvu- skjáinn heima hjá sér eða i vinnunni, gegn ákveðnu af- notagjaldi sem miðast við lengd þess tima, sem viðkom- andi er i sambandi við tölvu- bankann. — Og auðvitað sér tölvan um að fylgjast með notkuninni og skrifa út reikn- ing fyrir afnotin. —ÓR Ólafur Ragnarsson skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.