Tíminn - 12.02.1982, Page 2

Tíminn - 12.02.1982, Page 2
Föstudagur 12. febrúar 1982. 2_____________ í spegli Tímans} ItBÉttt Umsjón: B.St. og K.L. Alan Jay Lerner gefur konu sinni söngleik ■ Alan Jay Lerner lendir ekki i vandræöum, þegar hann þarf aö gefa konunni sinni gjöf, hann skrifar bara fyrir hana söngleik. Alan er höfundur frægra og vinsælla söng- leikja, s.s. May Fair Lady, Camelot og Gigi, og er nú meö i smiöum nýjan söngleik, sem geröur er eftir leikritinu Idiot’s Delight frá árinu 1936, en Clark Gable og Norma Shearer geröu þaö vinsælt á hvita tjaldinu á sinum tima. Söngleikinn tileinkar hann konu sinni, og skal hún fara meö aöalhlutveriö á Broad- way. Hún er allt aö 40 árum yngri en tónskáldiö og sú áttunda i röö eigin- kvenna hans. Hvort hann var svona stórtækur i gjöfum til hinna 7 forvera hennar. vitum viö ekki. Stráksi stakk afogmamman ienti í klónum á löggunni ■ Frægt fólk getur lent i ýmsum þeim kringum- stæðum, þar sem mis- skilningur á misskilning ofan getur komið þvi i klipu, rétt eins og viö hin. A þvi fékk leikkonan Pet- ula Clark að kenna ekki alls fyrir löngu. Hún hafði verið að versla i stór- verslun i London og i fylgd með henni var niu ára gamall sonur hennar, Patrick. Réttara væri að segja, að hann hefði átt að vera i fylgd með henni, þvi að skyndilega sá stráksi sér leik á borði og stakk mömmu sina af. Petulu varö svo mikið um, þegar hún áttaði sig á að hann var horfinn, að hún stökk út úr búðinni til að leita að honum fyrir utan. Henni gleymdist i látunum, að hún var með ýmsa hluti úr búðinni i höndun, sem hún var ekki búin að borga. En þar sem þetta er fin og virðu- ■ leg verslun hefur hún marga leynilögreglu- menn i sinni þjónustu, sem einmitt hafa það verkefni að fylgjast með að svona lagað gerist ekki, kúnnarnir eiga ekk- ert með að yfirgefa búðina með ógreiddar vörur. Og þar sem þeir eru starfi sinu vel vaxnir, fór þessi atburður ekki framhjá þeim. Þeir tóku þvi á sprett á eftir aum- ingja Petulu og handsöm- uðu hana hið snarasta. Þeir höfðu m.a.s. svo mikið við að kalla lög- regluna á vettvang. Seint og um siðir tókst þó Petulu að útskýra málið en ekki þótti henni þetta alls kostar þægileg lifs- reynsla. Rock Hudson tekur upp nýja lifnaðarhætti ■ Rock Hudson hefur nýlega gengið undir stóran hjartauppskurð, sem heppnaðist vel, en nú hefur hann fengið ströng fyrirmæli um aö taka upp hollari lifnaðarhætti en hann hefur ástundað hingað til. Rock er orðinn 55 ára og oft er erfitt aö kenna gömlum hundi að sitja. Hann fór létt með að draga úr áfengisþambi, drekkur nú sem svarar 1—2 sjússum á dag og þykir ekki mikið. Erf- iðara er aftur á móti með reykingarnar. Rock hefur til þessa reykt 2 pakka af sigarettum á dag og á ákaflega erfitt með að venja sig af þeim ósið. Hefur hann nú gripið til þess ráðs að fá dáleiðara i liðmeð sér til að sigrast á þessum óvini sinum, nikótinþörfinni. Við óskum honum allra heilla i baráttunni. Mikki mús kallaður í kerinn ■ Mikki mús fær heilmikið af bréf um f rá bar opinberan sfimpil og í því var eyðublað, láta þetta sem vind um eyrun þjóta, ekki aðdáendum sínum. En aðstandendum hans sem hr. Michael M. Mouse var vinsamlega yrði hjá þvi komist að svara bréfi frá yfir- i Disneyland í Kaliforniu brá heldur en ekki beðinn að fylla út, svo að hægt væri að skrá völdum og bætti við: — Ekki kærum við í brún nýlega, þegar innan um öll saklausu hann til herþjónustu. okkur um að Alríkislögreglan komi og taki bréfin var eitb sem skar sig úr. Umslagið Fulltrúi Disneylands sagði ómögulegt að Mikka mús fastan! ■ t fremstu röð sat Karólína ásamt foreldrum slnum, en Robertino á næsta bekk fyrir aftan. Nú spá menn þvi, að að ári beri honum sæti á fremsta bekk, sem einum meðlimi fjölskyldunnar. Hillir undir að Karólína fái að eiga Robertino? ■ Látið hefur verið að þvi liggja, að furstafjöl- skyldan i Monakó hyggi á tslandsferð i sumar. Ekki fylgdi það fregninni, hversu margir meðlimir fjölskyldunnar hafa hug á þvi að lita hér við, en út- lendar fregnir benda til þess, að fjölgunar sé von hið fyrsta i fjölskyldunni. Er þar átt við þá viður- kenningu, sem samband þeirra Karólinu prinsessu og Robertino Rossellini virðist hafa hlotið hjá for- eldrum hennar. Ekki alls fyrir löngu var furstafjölskyldan viðstödd fjölleikahúss- sýningu i Monakó. At- hygli viðstaddra vakti, að i fylgd með fjölskyldunni var Robertinoog sat hann hjá henni. Ekki vakti siður athygli, hvað Karólina var glaðleg og ánægð. Fólk lagði þvi saman tvo og tvo og þótt- ist fá út 4. Er sagt, að það eina, sem nú standi i vegi fyrir þvi að þau gangi að eigast sé viður- kenning páfastóls á hjúskaparslitum Karólfnu og Philippe Junot, en Vatikaniö hefur ekkert veriö að flýta sér i þeim efnum. A meðan heldur Philippe uppteknum hætti og tekur fullan þátt i sam- kvæmislifinu með stöðugt nýja og nýja konu upp á arminn. Er sagt, að þar sýni Philippe Karólinu drengskaparbragð, þvi að ekki fari hjá þvi, að kirkj- unnar menn dragi þá ályktun af háttalagi hans, að hann liti i raun og veru ekki á sig sem giftan mann lengur, og þvi sé ekkert þvi til fyrirstöðu að slíta formlega þvi hjónabandi, sem ekki er lengur til, nema á pappir- um kirkjunnar. Dátt var með Sorayu og „Herra 100.000 volt”. Soraya er enn á ferli ■ Hún Soraya, sem einu sinni var keisaraynja I tran, er ekki dauð úr öllum æðum, þó að litið beri á henni i fréttum nú oröið. Nýlega sást til hennar á vinsælum næt- urklúbbi, L’Ecume des Nuits I Paris, þar sem hún sat að daðri við vinsælan söngvara, Gilbert Becaud, sem kallaður er Monsieur 100.000 volt. Hann lét ekki sitt eftir liggja i daðrinu og þótti mörgum viðstöddum sem neist- arnir flygju á milli. En heldur þótti þeim öryggi i þvi að vita að eiginkona söngvarans var á staðn- um og virtist staðráðin i þvi að koma i veg fyrir að skammhlaup yrði á milli hinna tveggja. ■ Karólina skemmti sér konunglega. Á bak við hana grillir i Robertino.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.