Tíminn - 12.02.1982, Blaðsíða 11

Tíminn - 12.02.1982, Blaðsíða 11
Föstudagur 12. febrúar 1982. mmm 19 menningármál Frumflutt ís- lensk sinfónía ■ Á fyrstu tónleikum siðara miss- eris Sinfdniuhljómsveitarinnar var efnisskráin þessi: Carl Maria von Weber (1786—1826): Der Freischiits, for- leikur. Hallgrimur Helgason (f.1914) Symfónia. Jóhannes Brahms ( 1833—1897): Pianókonsert nr. 1 op. 15 Jean-Pierre Jacquillat stjórn- aði, en frönsk stúlka, Brigitte Engerer, spilaði á pianóið. Weber er talinn upphafsmaður hinnar þýzku rómantisku óperu með der Freischutz eða Töfra- skyttunni (1821), en áður höfðu italskar óperur, og óperur á itölsku, veriðalls ráðandi. Þessi þróun hélzt i hendur við þýzka föðurlandsstefnu, sem örvaðist mjög af Napóleonsstyrjöldunum. En að öðru leyti er Weber einnig merkur brauðryðjandi og upp- finningamaður í óperu, þvi hann notar tónlistina á sama hátt og Wagner siðar til að skapa andrúmsloft leikverksins, undir- strika eðli persónanna og lýsa þeim.Þessi tæknier að sjálfsögðu mikið notuð i kvikmyndatónlist nú til dags, en hefur þó liklega hvergi náð hærra en i dperum Wagners þar sem tónlistin getur jafnvel sagt hvað maður er að hugsa þótt hann segi annað. Forleikurinn að Freischutz er vinsæll og heyrist alloft, en i for- leikjum sinum kom Weber einnig með nýja stefnu, og þeir eru sagðir hafa meira að gera með efni og innihald óperunnar sem á eftir að koma, heldur en hjá fyrri mönnum. Forleikir Beethovens að Fidelio eru t.d. sinfóniur úr tónlistar-efnivið óperunnar. Dr. Hallgrimur Helgason lauk Symfóniu sinni árið 1978, hann segir þetta um hana: „Sinfónian skiptist i þrjá kafla. Upphafskafli formast af þrem stefjum, en það siðasta er tvisöngslag Bólu- Hjálmars, „Minir vinir fara fjöld”, sem birtist i öllum köflum verksins og nær hámarki i lokakafla. Hægur miðkafli er saknaðar- ljóð við fráfall ástvinar, þar sem harmur ummyndast i endur- styrkjandi þakkargjörð. Lokakafli er að siðustu lof- söngur til hins ónafngreinda höfundar þjóðlagsins, sem sifellt kvað kjark, þrótt og gleði i islenska þjóð gegnum margar myrkar aldir. Þetta lag gerði bóndans baöstofu að dýrðlegri söngvahöll. Það glæddi von um bjartari framtiö á sigurgöngu sinni frá myrkri til ljóss, tilfriðar og frelsis”. Þvf miður tókst flutningur þessarar i'slenzku sinfóniu ekki alls kostar sem skyldi. Hallgrimur skrifar • mjög „massift”, eins og Brahms eða Wagner, og slik tónlist gerir þá kröfu til stjórnandans að hann undirstriki aðalatriðið á hverjum tima — dragi fram aðalröddina, en lægi hljómöldur hinna. Sé þetta ekki gert, og öll hljóðfæri þenjist áfram i belg og biðu , verður úr verkinu inyndlaus massi, grár og þreytandi hávaði. Fyrri hluta tónleikanna var út- varpað á sunnudagskvöldið, og þá heyrðist miklu betur en á tónleik- unum sjálfum hin innri gerð verksins — Háskólabió gæti verið betra sem hljómleikasalur, eins og menn vita. Hafandi nú hlustað á sinfóniu Hallgrims tvisvar sinn- um hlýt ég að segja, að mér finnst hún að mörgu leyti „flott” verk. Hún er hins vegar bæði löng og flókin, tók um 40 minútur i flutn- ingi á fimmtudaginn, og svo langt og viðamikið verk má vera mikið vel heppnað að öllu leyti, bæði sjálft og i flutningi, til að hrifa menn með sér i 40 minútur við fyrstu heyrn eða aðra. Sem undirstrikar ennþá einu sinni hve sjálfsagt og nauðsynlegt það væri að gefa Ut verk islenzkra tónskálda á hljómplötum eða snældum þannig að lysthafendur geti hlustað á þau i tómi. Mér er sagt að frændur vorir Norðmenn geri þetta, og rikið greiði útgáf- una meira að segja niður eins og Sigurður Stein- þórsson skrifar um tónlist. ■ Hallgrimur Helgason. aðra þjóðlega framleiðslu. Pi'anókonsert Brahms er mjög glæsilegt verk, en var fremur tætingslegur i flutningi um daginn. Stjórnandi og pianisti komu sér ekki saman um hraða- val néannað,svoúrvarðhálfgerð sorgarsaga. Ungfrú Engerer er að visu þrumu-pianisti, en það nægði ekki til. , , 8. febrúar 1982 Sigurður Steinþórsson. ,,En harmur vor er ekki sá að sölna” Kristján frá Djúpalæk. Fljúgandi myrkur. Ljóð. Helgafell Heykjavik 1981. ■ Heiti bókarinnar er tekið úr fyrsta ljóðinu: Talaö við hrafn. Þar er að þjóðlegum hætti talað við hinn dimma spáfugl sem sagöur var hafa tólf kónga vit og veit og skynjar vissulega fleira en hann heyrir og sér. Tali skáldsins við hrafninn lýkur með þessum orðum: Hvort ert þú svartur fugl eða fljúgandi myrkur? Annars er þessi bók að mestu hugsanir manns sem veit sig eiga blómatima ævinnar að baki og finnst að sér hafi orðiö minna úr liðinni ævi en átt heföi að vera og hefði getað verið: „Sem morgnar ekki meir I heimi dægurskila”. „Senn verður bjöllum til brottfarar hringt”. „Bið ég grafar umlukinn þögn ellistunda”. Ellimörkin segja til sin: „Árin hringast sem hlekkir um fætur manns”. Þá er sárast „aö andanum daprast flug, þjón vorn, huga, langar að leggjast i kör”. Nú er svo komiö aö verður „fleiri en læknum döpur nætur- vaka. Vetur hefur keflað hann með klaka”. Margt hefði getað fariö betur ef svo hefði verið I hendur búið: „Maður skyldi hugsa um heimanbúnað sinn”. „Ég trúði of fast á æskunnar rauðu blóm”. „Ég hef gleymt að vökva blóm- in i garði minum lengi”, Náttúrulögmálin hljóta aö gilda: „Vér getum leikið á lifið en ekki dauðann”. Þetta eru helstu einkenni þessarar bókar, en þess er rétt aö geta aö ljóðin eru vel unnin og fáguð að formi. Viðfangsefniö er einkum eins og þegar er sýnt, hugsun og tilfinning manns á efri árum sem litur um öxl og gerir sér grein fyrir þvi að lifið er dýr- mæt gjöf og þvi fylgja miklir möguleikar. Og hver er sá sem finnst að þeir hafi verið nýttir til fulls? Og hver þekkir ekki von- brigðin? „Sá sem ekki grætur yfir sinni Jerúsaiem hefur aldrei trúað”. En hér er ekki neinn upp- Það setur geig að manni eins og mér sem myrkur kvölds á næstu grösumsér og veit að hann fór illa með sinn arf og orðið seint að hefja nokkurt starf. Þvi eftirsjá og vol oss veröur tamt. En veistu hvað mig er aö dreyma samt? — Aö gróðursetja græðling haust þó sé, er gæti rætur fest og orðið tré sem hörku frosts og hriða standi gegn og höfugt andi þegar drýpur regn. Og kátur þröstur gæti athvarf átt i ungri krónu þess og sungiö dátt. Og gisti ég þá garðsins hljóðu byggð ei gerir hót, sé framtið sprotans tryggö. Ég vildi að hann væri islensk björk úr vaðlaskógi eða þelamörk. Og fæddi af sér grein af grein i mó. Já, grænan, þéttan, háan birkiskóg. ■ Kristján frá Djúpalæk. reisnarhugur gegn lögmálum náttúrunnar og alls lifs: „En harmur vor er ekki sá að sölna, nei, sá að vera slitinn upp með rótum”. Og skáldiö er æörulaust þó það viti aö þar aö kemur aö „vorstarfa til verkmenn ganga. Ég verð þar ekki meö”. Draumur um tré er uppgjör þar sem skáldið heldur lifstrú og lifs- gleði enda þótt undan halli og margt hefði mátt fara betur: Það eru nú aö verða 40 ár siöan fyrsta Ijóöabók Kristjáns frá Djúpalæk kom út. A siðari árum hefur hann veriö i hópi hinna vin- sælli ljóðskálda. Og þaö eru engin ellimörk sem til afturfara eða hnignunar má kenna á þessari siðustu bók hans. $ ] Halldór i \ Kristjánsson skrifar um bæk- ur. Nýtt rit um sögu hellenismans F.W. Walbank: The Hellenistic World. Fontana Paperback 1981. 287 bls. ■ Margur kynni að ætla, að það væri að bera i bakkafullan lækinn að setja saman ný rit um sögu fomaldar, um menn og málefni þeirra ti'ma væri engan nýjan fróðleik að hafa. Svo er þessu þó alls ekki farið. Fornaldarsagan vekur sifellt meiri áhuga þeirra, sem unna sögulegum fróðleik, stöðugt er unnið að nýjum rann- sóknum á þessum þætti mann- kynssögunnar og alltaf er eitt- hvað nýtt að bætast við þekkingu manna á mönnum og málefnum fornaldar. Af þessum sökum hleypti Fon- tana útgáfan enska fyrirskömmu af stokkunum nýrri ritröð um sögu fornaldar og fékk til rit- stjórnar einn fremsta sérfræðing Bretlands i fornfræðum, Oswyn Murray, háskólakennara i Ox- ford. NU eru komin út fimm bindi rit- raðarinnar og er það, sem hér er til umfjöllunar hið fimmta i út- komuröðinni. Eins og nafnið bendir til fjallar þessi bók um sögu hellenismans, timabilið frá þvi Alexander mikli lagði upp i sina frægu herför til Austurlanda og fram til þess er Rómverjar höfðu lagt undirsig Grikkland og mikinn hluta Litlu Asíu um 130 f. Kr. Þetta var mikið umbrotatima- bil i' sögu Miðjarðarhafs- og Mið- Austurlanda. 1 kjölfar Alexand- ers fluttust Grikkiri stórum hóp- um austurá bóginn, námu land og settust að á meðal þjóðanna, sem fyrir bjuggu i þeim löndum, er Alexander lagði undir. Afleiðing- in varð einhver mesta menn- ingarblöndun allra tíma, er grisk og austurlensk menning mættust. Höfundur rekur söguna i tíma- röð. Hann fjallar fyrst um Alex- ander og herför hans, lýsir siðan konungsrikjunum, er mynduðust á Grikklandsskaga og i Mið- austurlöndum við fráfall hans, fjallar um menningu Miðaustur- landa sem heild og segir frá rikj- um Ptolemea i Egyptalandi, Selvkida i' Botnalöndum og kon- ungsrikinu Makedóniu. Agætir kaflar eru um efnahagsmál og félagslegt skipulag i rikjum þess- um og bráðskemmtilegir kaflar um vöxt og viðgang andlegrar menningar. Loks eru þættir um landkönnun á hellenskum tima, um trúarhreyfingar og um veldi Rómverja, sem að lokum lagði stórveldi helleniska heimsins undir sig hvert af öðru. I inngangi lýsir höfundur heimildum sinum nokkuð. Hann bendirfyrst á, að um marga þætti þeirrar merku sögu, sem varð á helleniskum tima er þekking manna enn mjög af skornum skammti. Lengi vel höfðu fræði- menn ekki annað við að styðjast en sagnarit fornaldarhöfunda. 1 þeim er margvislegan fróðleik að finna, sem þó er óneitanlega brotakenndur og oft æði ótraust- ur. Á undanförnum árum og ára- tugum hefur þó verið fyllt i mörg skörðþekkingarinnar er mönnum hefur tekist að ráða rúnir ýmissa leturgerða foraldarinnar og þannig aö lesa á fjölmargar leir- og steintöflur, er fundist hafa. t frásögn sinni fylgir höfundur hefðbundnum leiðum að mestu og styðst mikið við rit fornaldarhöf- unda, en fyllir upp i eyður með fróðleik, sem hafa má af töflum, papýrushandritum og öðrum þessháttar heimildum. Oft velur hann þann kostinn, þar sem menn ýmist skortir þekkingu eða grein- ir á um hvað sé rétt, að hann tek- ur eina heimild, birtir hana, eða hluta af henni, og ræðir siðan málið frá öllum hliðum. Arangur- inn er sá, að lesandinn fær skemmtilega og trúverðuga mynd af sögu hellenismans, finnst hann standa nær þvi fólki sem þá lifði og hrærðist i Mið- jarðarhafs- og Botnalöndum heldur en eftir lestur hinna hefð- bundnu sagnarita. Höfundur bókarinnar, F .W . Walbank, er fyrrverandi prófess- or i fornaldarsögu og fornleifa- fræði við háskólann i Liverpool. Hann hefur samið allmörg rit um sögu fornaldar, þ.á. m. um Fillipus V. Makedóniukonung og gefið út þriggja binda verk um rit Polybiusar. Jón Þ. Þór. Jón Þ. Þór skrifar um erlendar bækur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.