Tíminn - 12.02.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 12.02.1982, Blaðsíða 7
Föstudagur 12. febrúar 1982. 'ij.'.S'i'.ilf erlent yfirlit ■ Garret FitzGerald ■ Charles .1. Haughey Hörð kosninga- hríð hjjá írum Úrslitin talin mjög tvísýn ■ STUTT, en hörð kosningabar- átta er nii háð i irska lýðveldinu. Þingkosningar fara þar fram næstkomandi fimmtudag og eru þá um þrjár vikur liðnar siðan þing var rofið. Garret FitzGerald forsætisráð- herra rauf þingið tafarlaust, þeg- ar f járlagafrumvarp rikis- stjómarinnar var fellt meö 82 at- kvæöum gegn 81. Rikisstjórn FitzGeralds er samsteypustjórn tveggja flokka eða Fine Gael, sem er undir for- ustu FitzGeralds, og Verka- mannaflokksins. Þeir höfðu sam- tals 80 þingmenn, Fine Gael 65 og Verkamannaflokkurinn 15. 1 stjórnarandstöðu var Fianna Fail, sem haföi 78 þingmenn. Auk þessa eru svo sex óháðir þingmenn, en einn þeirra er for- seti þingsins og tekur þvi ekki þátt i atkvæðagreiðslunni. Það voru hinir óháðu þingmenn, er réðu úrslitum. Fjórir þeirra greiddu atkvæði gegn fjárlaga- frumvarpinu, en einn þeirra at- kvæði með þvi. Það voru þessir sömu óháðu þingmenn, sem réðu þvi", að Fitz- Gerald varð forsætisráðherra á siðastliðnu sumri, þegar atkvæði voru greidd um, hvort honum eða Charles Haughey, leiðtoga Fi- anna Fail, yrði falin stjórnar- myndun. Auk framangreindra þing- manna, voru tveir irskirþjóðemis- sinnar eöa IRA-menn kjörnir til þingsetu i kosningum, sem fóru fram i júni'i' fyrra, en báöir voru þeir fangar i Mazefangelsi i Ulst- er og mættu þvi ekki til þings. Annar þeirra er látinn. HUGHEY rauf þingið I fyrra, þótt ár væri eftir af kjörtimabil- inu, þvi aö hann taldi sigurvonir Fianna Fail sæmilegar þá. Hon- um varö ekki að von sinni.Flokk- ur hans missti ekki aðeins meiri- hluta, heldur beið mesta ósigur um tuttugu ára skeið. Sigurvegari kosninganna varð Fine Gael. Hann fékk 36% greiddra atkvæða i stað 30% i kosningunum 1977. Verkamanna- flokkurinn tapaði hins vegar verulegu fylgi eða fékk tæp 10% greiddra atkvæða. Fianna Fail fékk 45%. Framboð IRA-manna mun hafa átt verulegan þátt i tapi Fianna Fail. Þeir töldu Haughey ekki hafa reynzt nógu skeleggan i þjóöernismálunum, en Fianna Fail hefur veriö róttækari i þeim efnum en Fine Gael og Verka- mannaflokkurinn. Fine Gael átti sigur sinn að þakka, aö hann hafði lofað að rétta við fjárhaginn og útrýma at- vinnuleysinu, sem er mikiö i Ir- landi. Hann deildim jög á hallann á rikisrekstrinum og vaxandi skuldasöfnun erlendis. Þá lofaði hann lækkun tekjuskatta, en i staöinn yrði viröisaukaskattur hækkaður. Fjárlagafrumvarpið, sem Fitz- Gerald lagöi fyrir þingið, var ekki nema að takmörkuöu leyti i sam- ræmi við kosningaloforð Fine Gael. Það gerði ráð fyrir mikilli hækkunviröisaukaskattsins og yrði hann m.a. lagður á fatnað, sem áður hafði verið undanþeg- inn sköttum. Virðisaukaskattur á fatnaði átti að verða 18%. Það var þetta ákvæði fjárlagafrumvarps- ins, sem olli mestri gagnrýni og rr un hafa átt aðalþátt i falli frum- varpsins. Annað olli lika mikilli gagnrýni. Frumvarpiö gerði ekki ráð fyrir neinni lækkun á tekjusköttum, eins og Fine Gael hafði lofað. FitzGerald réttlætti þetta með þvi, að efnahagsástandið leyfði ekki skattalækkun að sinni. Aðal- áherzluna yrði að leggja á nú að draga úr halla á rikisrekstrinum og skuldasöfnun erlendis. KOSNINGABARATTAN hefur eins og búast mátti við snilizt mest um fjárlagafrumvarpiö. Haughey hefur deilt hart á hækk- un viröisaukaskattsins, en Fitz- Gerald á erlenda skuldasöfnun i stjórnartið Fianna Fail. Þá hefur FitzGerald haldiðþvifram, aðat- vinnuleysið reki annig rætur til stjómarára Fianna Fail. Haug- hey bendir hins vegar á aö Fitz- Gerald hafi illa efnt það kosn- ingaloforð sitt frá þvi i fyrra, að útrýma atvinnuleysinu. Þvert á móti hafi þaö aukizt. Staða Verkamannaflokksins er erfiö i kosningabaráttunni, þar sem hann stóð að f járlagafrum- varpinu, sem ekki samræmdist nema að takmörkuðu leyti loforö- um hans. Verði hann fyrir nýju áfalli, getur svo farið, að hann verði ófús til stjórnarþatttöku. Samkvæmt skoðanakönnunum er fylgi stjórnarflokkanna og Fi- anna Fail m jög svipað. Hins veg- ar hefur F'itzGerald meira fylgi en Haughey og gæti það ráðið úr- slitum, þegar það bætist við, að verulegur ágreiningur er um Haughey i flokki hans. Irskir þjóðernissinnar eða IRA hafa frambjóðendur i nokkrum kjördæmum. Einnig Irski sósial- istaflokkurinn, sem býður fram Bernadette Devlin i kjördæmi Haugheys. Vel getursvo farið, að þjóðernismálin hafi veruleg áhrif á úrslitin, þótt mest athygli bein- ist að efnahags- og atvinnumál- unum. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar ______________________________7 erlendar fréttir Uppreisnin í Hama ■ Stjórn Sýrlands hefur nú staðfest að borgin Hama i norðurhluta landsins hafi verið umkringd af her lands- ins. Upplýsingarráðherra landsins sagði á fréttamanna- fundi i Damaskus, aö borgin yröi höfð i herkvi þar til tekist hefði að uppræta uppreisnar- mennina og hann neitaöi aftur þeim fréttum, sem hafa aðal- lega komið frá Bandarikjun- um um að það hefðu oröiö alvarleg átök á svæöunum. Þegar blaðamenn spurðu ráð- herrann hvort þeir gætu heim- sótt Hama.sagði hann að þeir gætu þaö, en aðeins eftir að leitin að glæpamönnunum heföi borið árangur og sá siðasti handtekinn. Stjórnin hefur á meðan kvartað við sendiherra Bandarikjanna i Sýrlandi út af frettum i gær frá USA um alvarleg átök i Mama, og var fréttunum lýst sem opinberri ihlutun i innan- rikismálefni Sýrlands. Aörar heimildir frá stjórnarandstöð- unni herma að átök eigi sér ennþá stað i Hama. Strídsaðilar í Chad funda í Naírobí ■ Einingarsamtök Afriku hafa ákveðið að hætta friðar- aðgerðum sinum i Chad i lok júni. Sérstakur nefndarfundur samtakanna i Nairobi sagði að allt herlið yrði kallað heim fyrir þann tima. Neíndin hvatti einnig striðsaðila til að leggja niður vopn, fyrir lok þessa mánaðar, og lagði til að ný stjórnarskrá yröi gerð og efnt yrði til nýrra kosninga. Sendinefndin frá Chad sem forseti landsins leiðir, gekk út tvivegis á meöan fundir stóðu yfir og að sögn fréttamanna i Nairobi er ekki enn þá ljóst hvort að Chad hafi haínað samþykktum OAU, F’réttarit- arinn segir að á meðaí OAU eru hræddir um að engin lausn finnist i hinni pólitisku ringul- reið sem nú rikir i landinu, þá horfi samtökin einnig i þann gifurlega kostnað við aðhalda uppi herliðinu i Chad, sem nú telur um 3.000 manns. Fjöldi manns látinn laus í Egyptalandi á næstunni ■ Einn hæsti dómstóll Égyptalands, Rikisdómstóll- inn, hefur nú numið úr gildi neyðarreglur þær sem settar voru á i Egyptalandi, eftir morðið á Sadat, Egyptalands- forseta,en á meðan þær voru i gildi voru yfir 1500 and- stæöingar Sadat handteknir i september sl. Afnám þessara reglna gerir það að verkum, að nú verður hægt aö láta lausa úr fangelsi yfir 1000 manns. sem enn voru i haldi. Mubarak, Egyptalandsfor- seti, hefur sagt að hann muni láta alla þá lausa, sem ekki hafi verið fundnir sekir um glæpsamlegt athæfi, en hann muni ekki þola eða láta óátalið aö trúarlegar öfgahreylingar vaöi uppi. Orfáum klukkustundum eftiraðRikisdómstóllinn gerði úrskurð sinn opinberan, var þaö tilkynnt að 81 hefði þegar verið sleppt úr haldi. Haig og Hass- an ræðast við í Marokkó ■ Utanrfkisráðherra Banda- rikjanna, Alexander Haig, er nú staddur i Marokkó, þar sem hann ræðir viö Hassan konung um málefni landanna fyrir botni Miðjarðarhaís, og striðsástandið i Vestur- Sahara. Talsmaður Bandarikja- stjórnar sagði að Bandarikja- stjórn léti það liggja á milli hluta, hverjir færu með völdin i Vestur-Sahara, en styddi Madrid-samkomulagið, þar sem framkvæmdavaldiö væri i höndum Marokkó og Mári- taniu. Búist er við þvi að Haig og Hassan muni einnig ræða möguleikana á þvi aö Marokkó kaupi meira magn af hergögnum frá Bandarikjun- um, en gert hefur veriö hingað til, til þess að vega upp á móti vopnasendingum Sovétmanna til skæruliða. THAILAND: Vietnömsk flutningavél, með 13 manns um borö, brotlenti i gær, i Thailandi, um 30 kilómetrum frá landamærum Kampútseu. Að sögn talsmanna i Bangkok, fórst einn viö brot- lendinguna og tvær særðust. Hinir voru færöir til yfirheyrslu. SUÐUR-AFRÍKA: Þeldökkir verksmiöjuverkamenn og stúdentar i Suður-Afriku lögðu niöur vinnu i gær i hálfa klukku- stund til þess að mótmæla dauöa hvits verkalýðsleiðtoga i vörslu lögreglunnar i siðustu viku. Mjög almenn þátttaka var I vinnu- stöðvuninni, og reyndu stjórnendur fyrirtækja, eða lögregla ekki á nokkurn hátt aðkoma i veg fyrir hana.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.