Fréttablaðið - 30.04.2008, Síða 19

Fréttablaðið - 30.04.2008, Síða 19
MARKAÐURINN 11MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2008 S K O Ð U N Þór Sigfússon var kjörinn for- maður Samtaka atvinnulífsins á dögunum. Þá tók hann einnig við stjórnarformennsku í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins og fleiri fjölmiðla. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Þór komið víða við og þeir sem til þekkja lýsa honum sem drífandi og hugmyndarík- um manni. Þór fæddist 2. nóvember 1964 í Vestmannaeyjum. Foreldrar hans eru Kristín Sigríður Þor- steinsdóttir og Sigfús Jörund- ur Árnason Johnsen, sem lést í hitteð fyrra. Þór lauk stúdentsprófi árið 1985. Þá hélt hann til Banda- ríkjanna og nam hagfræði við Háskóla Norður-Karólínu. Þaðan lauk hann BA-prófi árið 1990 og meistaraprófi í sömu grein ári síðar. Síðar hefur hann stundað doktorsnám við Háskóla Íslands. Hann hóf snemma að stýra og varð formaður Heimdallar og framkvæmdastjóri Sambands ungra sjálfstæðismanna árin 1986-88. Fljótlega eftir að hann lauk náminu í Bandaríkjunum kom hann aftur heim og hóf aftur afskipti af stjórnmálum. Hann var ráðgjafi fjármálaráðherra árin 1993-98, en þá sat Friðrik Sophusson á ráðherrastóli. Þór varð svo aðstoðarfram- kvæmdastjóri Norræna fjárfest- ingarbankans, og síðan fram- kvæmdastjóri Verzlunarráðs, sem nú heitir Viðskiptaráð, til ársins 2005. Þá tók hann við forstjórastarfi hjá Sjóvá, sem hann sinnir enn. Þór hefur ekki týnt sér ein- göngu í stjórnunarstörfum, heldur hefur hann líka gefið út og skrifað bækur og greinar, helst um hagfræðileg efni og stjórnmál. Þar á meðal eru bæk- urnar Örríki á umbrotatímum og Útrás íslenskra fyrirtækja. En bækur hans hafa líka fjallað um önnur efni. Til dæmis gaf hann út ljósprentaða gerð Sögu Vest- mannaeyja eftir Sigfús M. John- sen, ásamt viðaukum, árið 1989. Margir úr fjölskyldu Þórs eru, eins og hann sjálfur, þjóðþekkt fólk. Nefna má Árna Johnsen, al- þingismann, föðurbróður Þórs, einnig systkini hans þau Árna, bæjarstjóra í Reykjanesbæ, Sif, verkefnisstjóra hjá Háskóla Ís- lands og varaborgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Þorstein, forstjóra Nýskðpunarmiðstöðvar. - ikh Reyndur stjórnandi S A G A N Á B A K V I Ð . . . Þ Ó R S I G F Ú S S O N , F O R M A N N S A M T A K A A T V I N N U L Í F S I N S O G S T J Ó R N A R Á R V A K U R S Loksins, loksins, eftir mikla og margra ára baráttu og barning við lánastofnanir, innheimtu- menn og lögfræðinga er hann loksins frjáls. Spákaupmaður- inn er nefnilega nýlega orð- inn skuldlaus og vill syngjandi kátur byrja að spara. En samt barmar hann sér. Hann á svo bágt. Hvað veldur? O, jújú. Hann er frjáls af fúlum skuldum og vill núna leggja til hliðar fyrir mögru árin ... eða mögru mánuð- ina vonandi ... sem eru fram undan. En hvað er þá til ráða? Það má leggja peningana inn á banka- bók. Þá má fá vexti. Græða svolítið á þeim sem hafa grætt á spákaupmanninum öll þessi ár. Spákaupmaðurinn skaut- ar yfir heimasíður bankanna. „Þetta er barasta voða fínt allt saman,“ hugsar hann, það má fá yfir ellefu prósenta vexti á sparnaðinn. Spákaupmaðurinn kýlir á‘ða. Vekjaraklukkan hringir. Spá- kaupmaðurinn sprettur á fætur og kíkir í heimabankann. „&%$# ógn og skelfing,“ grenjar spákaupmaður. „Það er minna á reikningnum en í gær!“ Það er víst komin verðbólga, verðbólga eins og sú sem skatt- mann forseti og fleiri losuðu okkur við áður en DOJBHHÁ- fóru á flot til Viðeyjar og víðar. Nú borgar sig ekki að spara. Núna segja menn að besta fjár- festingin sé að greiða niður skuldir. En hvað gerir þá skuld- lausi spákaupmaðurinn?? Er ekki einu sinni með gott gengislán á bílnum, sem hann gæti fjárfest í með því að greiða niður. Ekki einu sinni raðgreiðslur! Ekki þýðir heldur að kaupa gjaldeyri eða gull fyrir pening- inn, heldur ekki grjón. Þetta er allt í toppi. Spákaupmaður gnístir tönn- um yfir þegar greiddum skuld- um og finnur síminnkandi krón- ur seytla niður milli fingra og gufa út í loftið. Honum verður hugsað til ljóma bernskunnar þar sem ekki bara bankainnistæð- an heldur líka skuldirnar lutu í gras í verðbólgu. Löng- um stundum var setið við Ís- lenska efnahagsspilið og helg- ið ... og grátið. „Greidd skuld er glatað fé,“ hnussar í spá- kaupmanni, sem fer aftur upp í rúm og dregur sængina upp fyrir haus. Spákaupmaðurinn á horninu S P Á K A U P M A Ð U R I N N Greidd skuld er glatað fé

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.