Fréttablaðið - 16.07.2008, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 16.07.2008, Blaðsíða 13
13MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2008MARKAÐURINN H É Ð A N O G Þ A Ð A N George W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, og Ben Bernanke, seðlabankastjóri landsins, studdu báðir hlutafjáraukningu ríkisins til handa húsnæðislánasjóðunum Fannie Mae og Freddie Mac í gær. George W. Bush, sem hélt blaða- mannafund í Hvíta húsinu í gær, sagði sjóðina nægilega burðuga fjárhagslega. Ekki sé verið að bjarga hluthöfum þeirra með að- gerðum stjórnvalda og ekki komi til greina að hækka skatta vegna þessa. „Það væru mistök,“ sagði forsetinn. Gengi hlutabréfa í báðum sjóð- um seig verulega í gær. Fallið dró niður gengi hlutabréfa vest- anhafs og smitaði út frá sér til annarra markaða, meðal annars hingað en úrvalsvísitalan hefur ekki verið lægri í rúm þrjú ár. Bernanke sagði á móti á fundi sínum með seðlabankanefnd öld- ungadeildar Bandaríkjaþings í Washington, að koma yrði fjár- málamörkuðum á réttan kjöl en staðan væri erfið þar sem hag- vaxtarhorfur væru neikvæðar. „Það er forgangsatriði að hús- næðis- og fjármálamarkaðir jafni sig. Það verður að eyða óviss- unni,“ sagði hann. - jab FORSETINN VER BJÖRGUNARAÐGERÐ George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, sagði björgunaraðgerðir ríkisins ekki til þess fallnar að bjarga hluthöfum húsnæðislánasjóðanna Fannie Mae og Freddie Mac. MARKAÐURINN/AP Mikilvægt að eyða óvissunni Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Christopher Cox, forstjóri bandaríska fjármála- eftirlitsins, boðaði um síðustu helgi að eftirlitið muni ásamt ýmsum systurstofnunum kanna hvort skortsalar hafi dreift órökstuddum orðrómi um veika fjárhagsstöðu ýmissa bandarískra banka og fjármálafyrirtækja síðustu misserin. Tilgangur- inn var sá einn að fella gengi bréfa í fyrirtækjun- um og kaupa þau fyrir lítið fé – nú eða eignirnar verði fyrirtækin gjaldþrota. Illa þenkjandi skort- salar liggja undir grun. Fjármálaeftirlitið vestanhafs hefur áður lagt út í rannsókn sem þessa. Tímaritið Forbes segir mjög erfitt ef ekki ógerning að færa sönnur á þetta. Eftirlit í fleiri löndum eru sömuleiðis að kanna málið, svo sem hér á landi, en grunur leikur á að erlendir vogunarsjóðir hafi gert aðför að land- inu, líkt og það var orðað eftir heimsókn nokk- urra sjóðsstjóra, meðal annars frá Bear Stearns, hingað til lands í byrjun árs. Þeir eru grunaðir um að hafa haft áhrif á gengi fjármálafyrirtækja með því að breiða út fréttir um slæma skulda- stöðu banka og ríkis til erlendra greiningardeilda og fjölmiðla. Vefmiðillinn MarketWatch tekur fall fjárfest- ingarbanka á borð við Bear Stearns og Lehman Brothers sem dæmi um afleiðingarnar. Forbes bætir um betur og segir nýjustu dæmin hrun á gengi húsnæðislánasjóðanna Fannie Mae, Fredd- ie Mac og Washington Mutal. Grunur leikur á að sótt hafi verið gegn fleiri bönkum með það í huga að koma þeim á kné. Fjallað er ítarlega um fall Bear Sterns – nokkrir sjóðsstjórar bankans komu hingað til lands ásamt fleirum í janúar – í dramatískri grein í nýjasta tölublaði tímaritsins Vanity Fair. Orðrómur fór á kreik um slæma lausafjárstöðu bankans snemma á árinu og fylgdi bandaríska viðskiptastöðin CNBC málinu eftir. Alan Schwartz, þáverandi forstjóri bankans, neitaði ævinlega að svo væri og ítrekaði að fjárhagsstaðan væri sterk þrátt fyrir að lokað hafi verið fyrir tvo fjárfestingarsjóði á þeim tíma sem málið komst í hámæli. Fréttaflutningurinn hafði hins vegar þau áhrif að lánveitendur Bear Stearns á millibankamark- aði og aðrir bakhjarlar færðu sig fjær bankanum og treystu sér á endanum ekki til að lána honum svo mikið sem krónu. Þegar yfir lauk forðaði bankinn sér frá gjaldþroti með sameiginlegum björgunaraðgerðum bandaríska seðlabankans og fjárfestingarbankans JP Morgan í marsmánuði. Kaupunum var líkt við brunaútsölu á sínum tíma. Höfundur greinarinnar, Bryan Burrough, sem meðal annars hefur skrifað ítarlegar greinar um stöðu fjármálageirans í viðskiptatímaritið Economist, gagnrýnir CNBC óbeint fyrir að leita ekki frekari heimilda fyrir fréttum sínum. For- ráðamenn stöðvarinnar hafa svarið af sér að þau hafi ekki sinnt hlutverki sínu. Burrough segir hins vegar að hlutverk fjölmiðla í þeim ólgusjó sem fjármálafyrirtækin sigli í um þessar mundir sé mikilvægt. Eins og dæmin sanni geti þúfa velt hlassi sé farið með rangt mál. CHRISTOPHER COX Forstjóri bandaríska fjármálaeftirlitsins ætlar að hefja rannsókn á því á ný hvort skortsalar hafi dreift röngum fréttum um fjárhagsstöðu fjármálafyrirtækja í þeim tilgangi að fella gengi þeirra. MARKAÐURINN/AFP Skrúfa fyrir orðróm Bandaríska fjármálaeftirlitið vill bæta fréttaflutning af stöðu fjár- málafyrirtækja. Stöndug fyrirtæki hafa orðið orðrómi að bráð. Mörg fyrirtæki ráða fremur aðra umsækjendur en konur á barneignaraldri. Þetta kemur fram í Börsen en þar er sagt frá rannsókn sem greiningarstöðin Zapera gerði með því að taka við- töl við 252 starfsmannastjóra í dönskum fyrirtækjum. Um 10% starfsmannastjóra viðurkenndu að hafa hafnað konu á barn- eignaraldri þrátt fyrir að hún hefði verið jafnhæf eða hæfari en aðrir umsækjendur í starfið. Ekki virðist sömu sögu að segja á Íslandi ef marka má orð ráðning- arstjóra Capacent og Hagvangs. „Það sem ég þekki til íslenska markaðarins þá get ég ekki séð að íslensk fyrirtæki hafni konum á barneignaraldri, nema síður sé,“ segir Auður Bjarnadótt- ir, ráðningarstjóri hjá Capacent. Þórir Þorvarðarson, ráðningar- stjóri hjá Hagvangi, tekur í sama streng og segist ekki hafa upplif- að slík dæmi hér á landi. -ghh Danir baula á konur á barneignaraldri Mikil ólga hefur um- leikið danska frí- blaðið Nyhedsavis- en að undanförnu. Áður óþekkt skulda- bréf í eigu Stoða In- vest upp á 4 millj- arða íslenskra króna setti strik í reikn- inginn við endur- fjármögnun blaðsins sem nú stendur yfir. Skuldabréfið fékk Stoðir Invest fyrir að færa meirihlutaeign í félaginu bak við Ny heds avisen til Morten Lund. Morten Lund, aðaleigandi blaðs- ins, hefur leitað leiða til að fá nýtt fjármagn inn í reksturinn en uppi eru raddir um að ekki hafi náðst samkomulag milli hans og Stoða Invest hvernig best sé að standa að því. Það þarf um tvo milljarða til að hægt sé að halda rekstr- inum áfram. Vitað er til þess að hann hafi átt í viðræðum við Lars Seier Christensen, eiganda Saxo Bank, um aðkomu að endurfjár- mögnun blaðsins. Í Berlingske Tidende fyrir helgi kom fram að fjórir af sex stjórnarmönn- um í 365 Media Scandinavia, út- gáfufélagi Nyheds avisen, hótuðu að segja af sér ef framtíð blaðs- ins yrði ekki tryggð í nánustu framtíð. Vandræði fríblaðs- ins eru fleiri, en skattayfirvöld eru með kröfu upp á rúm- lega 100 milljónir kr. vegna ógreidds virðis- aukaskatts. Einnig hafa eftirlitsstofnanir hótað að leysa útgáf- una upp ef ársreikn- ingi síðasta árs verði ekki skilað fyrir 21. júlí. Morten Lund hefur sett upp áætlun fyrir hugsanlega fjárfesta þar sem gert er ráð fyrir að mánaðarleg- ar auglýsingatekjur muni vaxa frá tæpum 200 milljónum króna í tæpar 600 milljónir. Mánaðarleg- ur dreifingarkostnaður þarf einn- ig að lækka um 50–100 milljón- ir um leið og upplagið á að auk- ast um 65.000 eintök. Með þessum hætti á Nyhedsavisen að skila rúmum milljarði í hagnað fyrir árið 2009. Vangaveltur hafa verið uppi um hvort blaðið muni koma út að nýju eftir sumarfrí en Mor- ten Nissen Nielsen, forstjóri Nyh- edsavisen, fullyrti við Börsen um síðustu helgi að svo væri. Morten Lund vildi ekki tjá sig um málið þegar Markaðurinn hafði samband við hann. - ghh Framtíð á bláþræði Endurfjármögnun stendur yfir. Vantar um tvo milljarða inn í reksturinn. FYRSTA FORSÍÐA NY HEDS AVISEN Fríblaðið kom út í fyrsta sinn 6. okt- óber 2006. „Við erum að vekja athygli bandarískra stjórnvalda á jarð- hitaiðnaðinum og hvernig stjórn- völd geta tekið þátt í því með fyrirtækjum. Sérstaklega er ráð- stefnunni þó ætlað að vekja at- hygli fjármálageirans á grein- inni,“ segir Árni Magnússon, framkvæmdastjóri orkusviðs Glitnis. Glitnir kemur í næstu viku að ráðstefnu í New York þar sem ætlunin er að vekja athygli á jarð- hitaiðnaðinum. Það eru Geoth- ermal energy association, sam- tök starfandi jarðhitafyrirtækja í Bandaríkjunum, sem hafa veg og vanda af ráðstefnunni en Glitn- ir og Ormat, sem er framleiðandi á sviði jarðvarma og raforku, styðja hana sérstaklega. Meðal fyrirlesara verður for- seti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson. Hann mun halda há- degisfyrirlestur um reynslu Ís- lendinga af nýtingu jarðhita. Aðrir fyrirlesarar eru m.a. Alexander Karsner, aðstoðar- ráðherra í orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna og hans forveri, Dan Reicher, sem nú er fram- kvæmdastjóri umhverfissíðu Google, google.org. Árni segir að þær ráðstefnur sem Glitnir hefur komið að síð- ustu árin í Bandaríkjunum séu stöðugt að stækka og ráðstefnan í New York sé hluti af því. „Jarð- hitageirinn er stöðugt að vaxa,“ segir Árni. Hann segist finna fyrir aukn- um áhuga fjárfesta á jarðhitaiðn- aðinum. Efnahagsþrengingar undan- farinna mánaða hafi ekki haft mikil áhrif á þennan iðnað. „Þú þarft að hafa þekkingu á auð- lindinni og aðgang að fólki með mikla sérþekkingu. Þess vegna hafa menn veigrað sér við því að fara inn í þennan geira af krafti,“ segir Árni. „Það hefur skapað Glitni góða stöðu vegna þekking- ar okkar,“ bætir hann við. Árni segir að nú starfi í kring- um 20 starfsmenn fyrir Glitni í Bandaríkjunum. - as Glitnir með jarðhita- ráðstefnu í New York ÁRNI MAGNÚSSON framkvæmdastjóri orkusviðs Glitnis. Hann segir áhuga fjár- festa á jarðhitageiranum sívaxandi. MARKAÐURINN/GVA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.