Fréttablaðið - 19.07.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 19.07.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 LAUGARDAGUR 19. júlí 2008 — 195. tölublað — 8. árgangur LISTIN Á HEIMA Í MIÐBÆNUM Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Ís- lands, ræðir um nýbygg- ingu skólans, miðbæinn og forskotið sem felst í því að vera smár. HELGARVIÐTAL 18 heimili&hönnunLAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2008 ● UPPÁHALDSHL UTURINN Mubla með marg- þætt notagildi ● GARÐURINN Að galdra fram garðveislu ● INNLIT Ástríða Auðar Ottesen Granítborð plötur 7 rein isVEÐRIÐ Í DAG FYLGIR Í DAG Kom í veg fyrir bruna og stórtjón Ófeigur gullsmiður vaknaði fyrir tilviljun og sá að kveikt hafði verið í við hús hans á Skólavörðustíg 34 Þúsundir titla í boði á ótrúlegum verðum OPIÐ 11 - 19 ALLA DAGA VIKUNNAR KLETTHÁLS Sími: 590 5040 / www.heklanotadirbilar.is Masterklass Girnileg nýjung með 2 í pakka. Fæst í næstu verslun. Meistara- flokkssúpur Nýjung WWW.GAP.IS BJARTVIÐRI Í dag verða norð- vestan 3-10 m/s hvassast með ströndum. Léttir til eystra smám saman annars yfirleitt bjartviðri á landinu. Hiti 10-20 stig, hlýjast til landsins syðra. VEÐUR 4 13 13 14 14 18 20 17 STÓRIÐJA Áhættan við undirbúningsvinnu vegna fyrirhugaðs álvers á Bakka hefur aukist vegna seinagangs hins opinbera að svara Landsvirkj- un um hvort borun á rannsóknarholu í Gjá- stykki væri matsskyld. Þetta segir Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar. Landsvirkjun sendi erindið í mars en iðnaðarráðuneytið sendi umsögn sína til Skipulagsstofnunar 8. þessa mánaðar. Stofnun- in upplýsti í fyrradag að borunin yrði að fara í umhverfismat. Í lögum er gert ráð fyrir að erindum sem þessu sé svarað innan mánaðar. Vitað var að rannsóknirnar yrðu að fara fram í júlí eða ágúst svo að þær yllu sem minnstu náttúruraski. Nú er ljóst að þær verða ekki gerðar í ár. Í lok næsta árs þarf Landsvirkjun að segja Alcoa til um hvort nægjanleg orka sé fáanleg fyrir álver með 250 þúsund tonna framleiðslu- getu. „Hættan núna er sú að Kröflusvæðið gefi ekki eins mikið og við vorum að vona og að við verðum ekki búnir að rannsaka Gjástykki nægilega til að geta sagt hvað það svæði gefur,“ segir Friðrik. „Og þá gætum við setið uppi með það í lok næsta árs að geta ekki svarað þessu með nægjanlegri vissu. Þannig að það að geta ekki byrjað að rannsaka Gjástykki eykur á óvissuna og áhættuna í verkefninu.“ Friðrik telur þó ekki að verið sé að bregða fæti fyrir þá sem að verkefninu standa. „En svona almennt séð vil ég þó segja það að ef við Íslendingar ætlum áfram að vera fremstir í því að vinna jarðvarma og hjálpa öðrum þjóðum í þeim efnum þá verðum við á heimamarkaðnum að geta unnið þannig að við séum skrefinu framar en aðrir. Það er æskilegt að alls staðar sé fullur skilningur á þessu.“ Landsvirkjun hefur lagt tæpa fjóra milljarða króna í rannsóknirnar. Tekist hefur að finna gufu fyrir um 75 megavött (MW) á svæðunum fjórum þar sem vinna á orkuna. Gert er ráð fyrir að gangsetja síðari áfanga álversins árið 2015 en þá á það að framleiða 250 þúsund tonn en til þess þarf 400 MW. Í gær gaf Alcoa út yfirlýsingu þess efnis að til stæði að framleiðslugeta álversins að Bakka yrði allt að 346 þúsund tonn, eða 94 þúsund tonnum meira en gert er ráð fyrir í samkomu- laginu við Landsvirkjun. Kristján Þ. Halldórs- son, starfsmaður Alcoa, segir of snemmt að segja hvaðan sú orka myndi koma en Alcoa hefði aldrei lagt til að virkjað yrði í Skjálfanda- fljóti eða Jökulsám austari og vestari í Skagafirði. - jse Ráðuneyti tefur rannsóknir Einungis hefur tekist að finna gufu fyrir um 75 megavött af þeim 400 sem þarf fyrir væntanlegt álver á Bakka. Iðnaðarráðuneytið eykur á óvissu með seinagangi. Alcoa vill nú stærra álver en áður var áformað. ÍÞRÓTTIR Tugir manna hafa að hluta- starfi að lýsa íslenskum knatt- spyrnuleikjum beint í gegnum síma fyrir erlend veðmálafyrirtæki. Lýs- ingarnar eru settar á netsíður veð- málafyrirtækjanna og í gegnum þær veðjar fólk um allan heim á ýmislegt er varðar leikina. Má nefna hvort liðanna skorar næsta mark, hve mörg mörk verða skoruð og um lokaúrslit. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins lýsa útsendararnir reglu- lega frá leikjum í Landsbankadeild- inni, 1. deildinni og Visa-bikar karla. Fjölmörg erlend veðmálafyrir- tæki bjóða viðskiptavinum sínum að veðja um íslenska knattspyrnu. Veita þau jafnframt allgóðar upp- lýsingar um kosti og galla íslensku liðanna. Upplýsingum um gang leikja er hlaðið inn í tölvuforrit sem býr til líkindastuðla líkt og þekkist hér- lendis á Lengjunni, sem Íslensk getspá hefur starfrækt síðan 1995. Heimildir Fréttablaðsins herma að þeim sem taka að sér að lýsa íslenskum fótboltaleikjum í gegn- um síma sé greitt allt að 10.000 krónum fyrir hvern leik. Leiða má að því líkur að talsverð- ur fjöldi fólks veðji á íslenska fót- boltann, fyrst slík starfsemi stend- ur undir sér. - kg Fólk um allan heim fylgist grannt með úrslitum í íslenskum knattspyrnuleikjum: Veðjað á íslensku 1. deildina FÓLK Bandaríski lífsstílsfrömuð- urinn, Martha Stewart, er stödd hér á landi. Hún snæddi humar með forsetahjónunum, Ólafi Ragnari Grímssyni og Dorrit Moussaieff, á veitingastaðnum Fjöruborðinu á Stokkseyri í gærkvöldi, ásamt fleira fólki. Martha og Dorrit eru gamlar vinkonur. Martha hefur grætt milljarða á sjónvarpsþáttum, tímaritum og bókum sem gefa góð ráð um allt milli himins og jarðar er lýtur að húsum og hýbýlum, allt frá brauðbakstri til bútasaums. Martha er hér í ferð á vegum Ævintýraferða, sem skipuleggja óvissuferðir fyrir þá ríku og frægu. Fréttablaðið hefur ekki upplýsingar um hve lengi hún hyggst dvelja á Íslandi. Árið 2004 var Martha Stewart dæmd í fimm mánaða fangelsi fyrir ólögmæt viðskipti með hlutabréf. Þá þurfti hún að greiða háar fjárhæðir í sektir. - kóp Lífsstílsfrömuður á Íslandi: Martha Stewart snæddi með for- setahjónunum VINKONUR Dorrit Moussaieff og Martha Stewart brostu breitt eftir málsverð á Fjöruborðinu á Stokkseyri í gærkvöldi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E G IL L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.