Fréttablaðið - 19.07.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 19.07.2008, Blaðsíða 2
2 19. júlí 2008 LAUGARDAGUR SLYS „Það er full ástæða til að vara fólk við þessu,“ segir Margrét Baldursdóttir, hjúkrunarfræðing- ur á Barnaspítala Hringsins, en undanfarna daga hefur hún verið ein þeirra sem annast tíu ára dreng sem þakinn er annars stigs brunasárum eftir að hafa leikið sér í risahvönn. Sunna Finnbogadóttir, móðir drengsins, segir hann hafa farið í sumarbústað ásamt ömmu sinni og afa á þriðjudaginn í síðustu viku. Á fimmtudegi hafi hann virst ögn sólbrunninn en ekki svo að af því hefði þurft að hafa áhyggjur. Á föstudegi byrjaði líðan hans hins vegar að versna mjög mikið og hljóp húð hans öll upp í blöðrum og bjúg. „Ástandið hélt svo áfram að versna fram á sunnudag en á mánudag tókst þeim að tengja áhrifin við risahvönnina,“ segir Sunna en fyrst var talið að um ein- hvers konar ofnæmi væri að ræða. Drengurinn hafði verið að leik í risahvönn í blíðviðri og fengið plöntusafa yfir sig allan. Eitrunar- áhrif risahvannarinnar eru fáum kunn en árið 1996 birti Magnús Jóhannsson læknir grein um málið á heimasíðu sinni þar sem hann minnti á hættuna sem af henni getur stafað ef safi úr blöðum og stönglum berst á húð. „Við minnstu birtu fær viðkomandi annars stigs bruna með vessandi blöðrum og sárum sem oft eru í rákum eða skellum þar sem plöntusafinn straukst eða draup,“ segir í grein- inni. Sonur Sunnu er svo viðkvæm- ur fyrir sólarbirtu nú að hann fær ekki einu sinni að vera við glugga þar sem hann dvelur í einangrun á Barnaspítalanum en mikil sýking- arhætta steðjar að þeim sem hafa jafn mikil brunasár og hann. Sunna segir drenginn hafa verið afar þjáðan og þurft á mjög sterk- um verkjalyfjum að halda. Þá hafi svæfingalæknir þurft að vera til- búinn þegar það átti að baða hann svo bregðast mætti skjótt við ef sársaukinn yrði of mikill. Hann sé þó æðrulaus og telji að komið sé fram við sig eins og konung þar sem hann er bæði mataður og bað- aður um þessar mundir. Margrét minnir þó á að safi fleiri jurta geti haft eitrunaráhrif ásamt sól. Til að mynda hafi kona eitt sinn brunnið illa eftir að hún hafði pakkað selleríi og farið á eftir í ljósatíma. Full ástæða sé til að vara við því að börn leiki sér í risahvönn og minna fólk á að vera með hanska þegar það snyrt- ir plöntuna. Ekki þarf þó að óttast þessi eit- uráhrif úr ætihvönn, sem víða vex villt um landið, að sögn Elín- ar Gunnarsdóttur grasafræð- ings. karen@frettabladid.is SUÐUR-AFRÍKA, AP Á afmælisdegi sínum í gær hvatti Nelson Mand- ela ríkt fólk í Suður-Afríku til þess að deila auði sínum með fátækum. Víða í landinu var efnt til hátíðarhalda af smærra og stærra taginu í tilefni af níræðis- afmæli mannsins, sem haft hefur meiri áhrif á þjóðlíf þar en nokk- ur annar síðustu áratugina. Mandela sjálfur fagnaði þó þessum tímamótum sínum í faðmi fjölskyldu sinnar í litla þorpinu Kúnú, þar sem hann ólst upp við minnihlutastjórn hvítra manna, sem sýndu svörtum íbúum landsins litla virðingu. Mandela sat nærri þrjá ára- tugi í fangelsi fyrir baráttu sína gegn aðskilnaðarstefnu hvíta minnihlutans, en varð síðar for- seti landsins og sannkölluð þjóð- hetja. Hann segist vissulega hafa kosið að geta varið meiri tíma hjá fjölskyldunni, en sér þó ekki eftir neinu. Efst í huga hans voru skilaboð til auðmanna landsins: „Það eru svo margir í Suður-Afríku sem eru ríkir og geta deilt auði sínum með hinum sem ekki hafa orðið svo gæfusamir að sigrast á fátæktinni,“ sagði hann. „Ef maður er fátækur, er ekki líklegt að maður lifi lengi.“ - gb Nelson Mandela hélt upp á níræðisafmælið í heimaþorpi sínu: Hvetur auðmenn til dáða MANDELA NÍRÆÐUR Fyrrverandi forseti Suður-Afríku fagnaði afmæli sínu í faðmi barnabarna og annarra ættingja. FRÉTTABLAÐIÐ/AP NÝTT Í NETTÓ! Herbert, er Charlie búinn að hringja? „Ekki enn þá, en ég bíð spenntur. He can´t walk away!“ Charlie Watts, trommari Rolling Stones, trommaði óafvitandi í stórsmelli Herberts Guðmundssonar, Can´t walk away, frá árinu 1985. Drengur brann illa eftir leik í risahvönn Tíu ára drengur brann illa eftir að hafa leikið sér í risahvönn í sólskini. Hann liggur nú þjáður á Barnaspítalanum. Móðir hans vill vara fólk við hættunni. ÆTIHVÖNNIN ER HÆTTULAUS Risa- hvönn er lík íslensku ætihvönninni í útliti nema auðvitað mun stærri eða allt að þriggja metra há. Elín Gunnarsdóttir grasafræðingur segir fólk ekki þurfa að óttast að ætihvönn hafi sömu áhrif og þau sem risahvönnin getur haft. EITURÁHRIF RISAHVANNAR OG SÓLAR Útbrotin koma oftast 5 til 18 klukku- stundum eftir sólbað. Húðin er viðkvæm í nokkrar vikur og eina ráðið er að verja viðkomandi húðsvæði fyrir ljósi. Þegar brunasárin hafa gróið skilja þau oftast eftir brúna bletti sem geta verið mörg ár að hverfa. MYND/SUNNA FINNBOGADÓTTIR LÖGREGLUMÁL Borgarstjóri og dómsmálaráðherra hafa sam- mælst um að hugað verði að skipulagðri hverfagæslu í Reykjavík. Ólafur F. Magnússon og Björn Bjarnason ræddust við um löggæslumál í borginni á sérstök- um fundi í gær. Óskaði Ólafur eftir að fundurinn færi fram. Í tilkynningu frá þeim segir að sameiginleg niðurstaða þeirra sé að öflug löggæsla sé mikilvæg. Í tilkynningu segir jafnframt að ráðherrann fagni því framtaki Reykjavíkurborgar að ráða menn sérstaklega til að auka öryggis- gæslu í miðborginni. - kg Fundur Björns og Ólafs: Samstarf um hverfagæslu VIÐSKIPTI Tryggvi Þór Herbertsson, hagfræðingur og forstjóri Aska Capital, hefur verið ráðinn til forsætisráðuneytisins í sex mánuði til að sinna ráðgjöf í efnahagsmálum, einkum á sviði peninga- og fjármálamarkaðar. Hann hefur störf í ráðu- neytinu um næstu mánaðamót. Tryggvi segir stjórn Aska munu taka ákvörðun um hvort ráðinn verði tímabundið annar forstjóri, en á ekkert frekar von á því, enda geri stjórn- skipulag fyrirtækisins ráð fyrir því að forstjóri geti verið tímabundið frá vinnu. Áður var Tryggvi forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Tryggvi segir að starfið verði mótað frekar á næstu dögum en honum var boðinn starfinn fyrr í þessari viku. Tryggvi segir hlutverk hans bæði vera að aðstoða við stefnumótun og samræmingu aðgerða auk þess að aðstoða við þau verkefni hagstjórnarinnar sem þegar er unnið að. Í þeim efnum er verðbólgan fyrirferðarmikil. „Í þar- næstu viku hitti ég menn og heyri ofan í þá með hugmyndir og annað slíkt,“ segir hann, en kveður ekki hafa verið rætt sérstaklega um aðkomu hans að lántökumálum ríkisins. „Seðlabankinn hefur það formlega hlutverk að afla lána fyrir ríkið erlendis og það verður mér vitanlega engin breyting á því.“ - óká TRYGGVI ÞÓR HERBERTSSON Tryggvi, sem er forstjóri fjármálafyr- irtækisins Aska Capital, fær leyfi til að sinna efnahagsráðgjöf fyrir forsætisráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Tryggvi Þór Herbertsson hagfræðingur ráðinn til forsætisráðuneytisins um tíma: Forsætisráðherra fær ráðgjafa KÍNA, AP Kínversk stjórnvöld hafa ákveðið að hleypa ekki inn í landið erlendum skemmtikröftum, sem áður hafa haft í frammi athæfi sem ógnað gæti fullveldi kínverska ríkisins. Kínverska fréttastofan Xinhua skýrði frá þessu í gær, en tilkynn- ing um þetta birtist á vefsíðu kínverska menningarmálaráðu- neytisins á fimmtudag. Ekkert er upplýst um nöfn skemmtikrafta, sem hugsanlega gætu þegar verið komnir á svartan lista. Þó segir kínverska fréttastof- an ljóst að íslenska söngkonan Björk Guðmundsdóttir verði ein þeirra, sem ekki fá að koma til landsins. Hún hafi fyrirgert rétti sínum til þess með því að hrópa „Tíbet!“ í lok flutnings síns á laginu Declare Independence þegar hún hélt tónleika í Kína í mars síðastliðnum. - gb Kínastjórn bregst við Björk: Ver fullveldi sitt gegn listafólki BJÖRK Fréttastofa kínverska ríkisins telur hana komna á svartan lista. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Maður féll af hestbaki Hestamaður féll af baki við Eldborg á Mýrum um kvöldmatarleytið í gær. Lögregla og sjúkralið sóttu manninn, en hann reyndist fótbrotinn. Hlúð var að honum á Heilsugæslustöðinni í Borgarnesi. LÖGREGLUMÁL Reyndi að brjótast inn í FB Maður reyndi að brjótast inn í Fjöl- brautaskólann í Breiðholti aðfaranótt föstudags. Við innbrotið fór öryggis- kerfi í gang og maðurinn lagði á flótta. Öryggisverðir hlupu hann uppi og lögregla handtók hann í framhaldinu. LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Egilsstöðum fékk í gær tilkynn- ingu um að tveir erlendir svindlar- ar hefðu náð að gabba tugi þúsunda króna út úr starfsfólki Bónuss á staðnum. Lögreglunni á Selfossi var einnig kunnugt um að svindlarar hefðu heimsótt verslun Bónuss í þeirra umdæmi. Samkvæmt lögreglunni á Egilsstöðum þykir liggja ljóst fyrir að mennirnir noti einhvers konar sjónhverfingar til að villa um fyrir starfsfólki verslananna. Mennirnir taki upp seðlabúnt og segist vilja skipta yfir í tvö þúsund og fimm þúsund króna seðla. Þeir segist síðan vera hættir við skiptin, en nái á einhvern hátt að halda fénu eftir án þess að nokkur verði þess var fyrr en eftir á. Lögregla hyggst fara yfir öryggismyndbönd sem gætu varpað ljósi á málið. Ekki hefur verið lögð fram kæra. - kg Svindlarar á ferð: Beita sjónhverf- ingum við að svíkja út fé VIÐSKIPTI Innflytjendur sækjast í auknum mæli eftir notuðum bílavarahlutum hjá Vöku ehf. en íslenskum viðskiptavinum hefur fækkað. „Erlendir viðskiptavinir okkar eru mun duglegri en heimamenn að bjarga sér og rífa sjálfir þá varahluti úr bílum sem þeir þurfa,“ segir Steinar Már Gunnsteinsson, verkefnastjóri Vöku. Viðmælendur Fréttablaðsins voru sammála um að mikið framboð á notuðum bílum hefði þau áhrif að fólk kysi heldur að fá sér nýjan notaðan bíl en að gera við ógangfæra bíla. - tg / sjá Allt síðu 2 Breyttur viðskiptahópur Vöku Innflytjendur í meirihluta SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.